Alþýðublaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 2
i ALÞÝÐUbLAÐIÐ % Sambandslðgin 10 ás*a« „Batnandi hagur.“ Þeger þú, vinir þínir og vanda- menn verðið að neita ykkur um nauðsynjar og líða skort vegna Btvinnuleysis og féleysis, þá skul- UÖ þið hugga ykkur við það, gleðjast yfir því, að til eru þeir menn á Bretlandi, sem stöðugt bœía hag sinn, auka auð sinn. Meðan milljónir heimiilisfeðra hafa tæplega til hnífs og skeið- ar, meðan enn fleixi milljónir lifa við sárustu örbirgð, meðan hundr- uð þúsunda barna og unglinga órkynjast andlega og likamlega á ári hverju vegna viðbjóðsleg- ustu fátæktar, þá er það bein- 3inis hressandi að fá vitneskju um það í skattaskýrslunum, að hag- ur „máttarstoðanna'‘ fer stöðugt batnandi. Hátekjumönnunum (svo nefna Englendingar þá, sem hafa yfir 900 krónur á viku í hreinar tekj- ur) fer fjölgandi ár frá ári og tekjur þeirra hvers um sig vax- andi. Eftirfarandi skýrsla sýnir tölu þeirra og tekjur í sterlings- pundum árin 1922—1927: Ár: Hátekjum. Tekjur í stpd. 1922—23 90000 516 milljónir 1923—24 93 000 536 — 1924—25 95 000 546 — 1925—26 97 000 562 — 1926-27 98 000 568 — Á þessum 5 árum hefir hátekju- mönnunum fjölgað um 8000 og tekjur hvers þeirra að meðaltali hækkað um 100 sterlingspund, Þeir eru h. u. b. 1/50 hluti þjóð- arinnar og eiga nálægt s/4 hlut- um af þjóðareigninni allri. Meðal- tekjur hvers þeirra voru síðasta árið um 5800 sterlingspund (129 þúsund íslenzkar krónur). — Tala atvinnulausra verkamanna skiftir nú milljónum, Hundruð þúsunda er ráðgert að flytja af landi hurt fyrir fátæktar sakir. Blöð hátekjumannanna tala um „batnandi hag“. Þau líta á hag þessara tiltölulegu fáu manna, milljónatugunum gleyma þau. (Þýtt úr „ForwardÁ) Messur á morgun. í fríkirkjunni kl. 5 séra Ámi Sigurðtsson r í dómkirkjunni kl, 11 séra Friðrik Hallgrimsson, kl. 5 séra Bjarni Jórasson; i frikirkjuinni í HafnarfirÖi kl. 2 e. h. séra Ól. ÓL 1 dag eru 10 ár liðin síðan full- veldi íslenzka ríkfsins var viður- kent, síðan sambandslögin gengu í gildi. Þó'.t ýmsir mætir menn legðust á mö‘i samþykt sambandslaganna, þá var andsíaðan gegn þeim hóg- lát og svo mikill meiri hiuti þjóð- arinnar hné að því ráði, að sam- þýkkja þau, að segja má, að um þetta hafi verið meiri eindrægni pg samheldni meðal íslendinga en pokkru sinni áður í sjálfstæðis- iiaráttunni. / Þeir, sem ekki vildu samþykkja lögin, munu undantekningur 1 ítið hafa viljað algerðan skiLnað land- anna, eða þá svo li'lar hömiur á oss lagðar með nýjum samðands- lögum, að auðvelt væri að segja slitið sambandinu vdð Dani hve- nær sem væri. — 1. dezember 1918 verður ávalt skoðaður merkisdagur í sögu okkar íslendinga; þá er lokið deilu þeirri við Dariir, sem s'aðið hafði um óra langan tíma, fyrir því að fá viöurkenningu þeirra á fullveldi islenzka ríkisins. Samhandsþjoð vor hafði í þess- um samningum teygt sig lengra en nokkru sinni fyrri; lágu til þess margar ástæður ,en fyrst og fremst sú ástæðan, að lýðræðis- flokkarnir í Danmörku fóru þá með völdin þar. Og varla verður amiað sagt en að Danir hafi yfirleitt viljað fram- kvæma sambandslögin eins og til- skilið er, og farið með umboð o'kkar út á við eins vel og hægt er að búast við, að nokkur er- lend þjöð mundi hafa farið með umboð vort. — Það er vitanlega fyrst og fremst að þakka vaxamdi sjálfstrausti þjöðarinnar, að allir flokkar eru nú sammála um, að hún taki í sínar hendur, svo fljött sem verða má, meðferð utanríkismála sinna. Jafnaðarmenn vilja ekki láta sér þetta nægja, heldur ganga skrefi lengra og taka-algerlega löggjaf- ’ar- og framkvæmdar-valdið í hendur þjöðarinnar sjálfrar með því, að stofna lýðveldi. Þðtt baráttan við Dani og inn- þnlandsdeilurnar í sjálfstæðismáli- inu hafi verið nauðsynlegar til þess, að ná þeim árangri, œm nú er orðinm, þá er því ekki að leyna, áð vegna þeirrar deilu hefir mlk- ið af nauðsynlegu starfi alþingis orðið að sitja á hakanum. Inmam- lands löggjöfin, sérstaklega fé- la’gsmálalöggjöfin, varð útundan. Þetta sézt bezt á því, að á þess- um 10 árum, sem liðin eru frá fullvéldisviðurkenningimni, og deilurnar við Dani féllu að mestu niður, þá hafa verið afgreidd i atvinnu- og félags-mála'löggjöf mikilsverðari mál en afgreidd hafa verið á tímabilinu alt frá því alþingi var endurreist og fram til 1918. Þó vantar enn mikið á, að við í þessum efnum séunx komnir í námumda við frændþjóðimar í nágrannálöndunum. Enn er ærið verkefni fyrir hendi til þess að tryggja alþýðu manna lífvænleg kjör í þessu landi. Jafnaðarinenn vilja vinma að þessu. Þeir telja fullveldi lands- ins fyrst borgið, þegar trygt er andlegt og efnalegt sjálfstæði allrar islenzku þjóðarinnair; en það getur þvi að eins orðið, að náttúrugæðum okkar auðuga lands og ^yöxtunum af starfi þjoðarinnar sé réttlátlega skift núíli landsins barna. Reykjavík, 1. dez. 1928. Jón Baldvinsson. Hagalagðar eftir Einar Þörkelsson ' <k Reykjavik Félagsprentsmíðjan. 1928. Níu sögur eru 1 bök þessarb Þær heita: Munaðarleysingjar, Á banasænginmi, Lært hjá mömtmu, Kápa, Mera-Grimur, Röddin, Varðengillinm, Óiíkindatólið og Heimþrá. Líklega hiefir höfundur ekki munað eftir Hagalögðum Júlíönu, þegar hann nefndi bók sína. Verð* ur nú að una samnefninu, — Nýir IJagalagðar eru ellefu arkir. Prentun tetr prýðileg og pappír ágæíur. AUar sögxirnar bera vitni skáld- - hneigð, athygli, mælsku og frá- sagnarlsmild höfundar, Hallgrímur Jónsson, Msatask borgarstjóra. Húseignina á Bergþórngðtn ÍO, sem borgarst|ói>i seldi f heimildarleysi fyrir lO Jtús- und krónnr fyrir skömmu, hefir kaupandinn nú selt fyrir 13 500 krónur. Þess var getið hér í blaðinu fyrir nokkru, að borgarstjöri hefði án þess að fá heimild til þess hjá bæjarstjörn, selt húseignina Bergþörugöíu 10 Stefáni Þorláks- syni fyrir 10 þús. krönur og tekið notaðain bil fyrir 2500 krónur upp í andvirðið. Nú hefir kaupandinn aftur selt húseignina fyrir 13500 króniur, eða 3500 krönum meira en hann gaf fyrir hana. Það er dágöður gróði á einuni mánuði, og mun að dómi Knúts og íhaldsmanna mega teljast vtitt- ur um ágæti „einkaframtaksins'V ísland í erlendnm blöðmn. í „The Scandinavian Shipping; Gazette" er skrifað um reynslu- flugferðir Súlunnar í sumar fyrir norðan og þá reynslu, sem þá fékst viðvikjandi síldarlei't etc. 1 „The Scotsman“ er grein eftir J, R. Leslie Gray, en hawn geltk upp á Heklu í surniar, „The Lancet“ birtir grein um helisufar á Islandi samkvæmt skýrslum fyrir árið 1926. Ýms blöð í Canada hafa birt greinar um Island, flest með til- liti til aIþingishátíðarinnar fyrir- huguðu. 1 „Nationaltidende“ er greim um minningartöf^ina Um Jórias HalÞ grímsson, sem komið var fyrir f húsi því, sem skáldið síðast bjö, St. Pederstræde 22 í Kaupmanna- höfn, í símskeyti frá Trondhjem, sem birt er í norska „Morgenbladet“, er sagt frá ráðstöfunum þeim, sem gerðar voiru á Islandi til þesg að vaxna því, að gin- og klaufna- veikin bærist til Islands. EEtir skeytinu að dæma hefir talsvert af heyi verið selt frá Þrænda- lögum til íslands þangað til inn- flutninguT á heyi og hálmi vai' bannaður, og ber skeytið það með sér, að menn kunna því miður að tekið hefir verið fyrir hey- söluna til Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.