Morgunblaðið - 16.10.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1914, Blaðsíða 2
1594 MORGUNBLAÐIÐ VETRARKÁPUEFNI er komið með s.s. Ceres í miklu úrvali; alt nýjasta tízka. — Ennfremur nokkrar VETR- ARKÁPUR. Egiíí Jacobsen. Rálmeti og Kartöflur nýkomið i Matarverzlun Tómasar Jónssonar Bankastræti 10. Reuter-skeytið í dag. Skýringar. B r u g g e er höfuðborgin í belgiska héraðinu Vestur-Flandern. Hún liggur 16 röstum fyrir sjávarströnd ofan og liggja þangað margir skipaskurðir og járnbrautir. Ibúar um 55 þúsund. Borgin var um eitt skeið aðalmiðstöð allrar verzlunar og aðalstöð Hansafó- lagsins, en á síðari árum hefir Ant- werpen dregið tögl og haldir úr hönd- um hennar. Borgin er þvf að eins svipur hjá sjón í samanburði við það sem hún var áður. Aðalhöfn borgar- innar er Ostende, en stór skip geta þó siglt alla leið þangað. Berryanba c-héraðið er í norður- hluta Frakklands. LeHavre er borg í Frakklandi og stendur við Ermarsund þar sem Signa fellur til sjávar. Borgin er víggirt bæði til lands og sjávar og er þar ágæt höfn. íbúar 135 þús. T h o r n er borg og vígi í hóraðinu Marienwerder í Vestur-Prússlandi og stendur við Weichsel. Vígin eru mörg, en smá. Þar er miðstöð járnbrautar- innar milli Brombey og Insterburg. Þar er Jóhannesarkirkjan þar sem minnisvarði Kopenicusar stendur, því hann er fæddur í Thorn. Einnig er í borginni stórt eirlíkneski af Koper- nicus, reist árið 1853. íbúar 45 þús. Stríðsvátrygging. Vór gátum þess í gær, að danska stjórnin hafi tekið að sór vátrygging danskra skipa fyrir stríðshættu, og að þessi vátrygging dönsku stjórnarinnar sé töluvert ódýrari en tíðkast í vá- tryggingarfólögum. Oss hefir nú verið bent á, að bresk vátryggingarfólög vátryggi fyrir full- komlega jafn lág iðgjöld og danska stjórnin. Capt. Trolle skipamiðlari hér í bæ, hefir t. d. útvegað vátryggingu á 6 íslenzkum botnvörpungum milli Islands og vesturstrandar Bretlands fyrir '/2 °/0 fyrir hverja ferð fram og aftur; en þetta er sama iðgjald og danska stjórnin hefir tekið og tekur enn. Manntjón Þjóðverja. i. september gáfu Þjóðverjar út opinbera skýrslu um það hve marga menn þeir hefðu mist i ófriðnum. Voru það 117 þús. og voru þar tald- ir með allir þeir sem vöntuðu, allir sárir menn og veikir. 1. október gáfu þeir út aðra skýrslu og eftir henni hafa þeir mist 300 þúsund manns. Bretar taka skip. Reuter-skeytið um daginn gat þess að brezka beitiskipið Cumberland hafi náð 10 þýzkum kaupförum og einu herskipi litlu fyrir framan Cameroonfljótið í Afríku. Flest skipa þessara voru eign Woeimanlínunnar í Hamborg og voru þau samtals 30.915 smálestir að stærð. Woer- manlinan á alls 38 skip, sem öll eru í förum milli Hamborgar og Comeroon. Hvað stærðinni viðvík- ur, þá hafa Bretar nú tekið fjórða hluta skipastofns þessa félags, og er það mjög tilfinnanlegt tjón fyrir Þjóðverja. Þessi tíu skip eru alls með farminum um 500 þús. sterl- ingspunda virði. Bráðum tilbúnir. Brezk blöð flytja þá fregn frá Kaupmannahöfn, að menn sem þang- að hafa komið frá Þýzkalandi hafi séð fjölda herskipa í Kílarskurðinum og þar i nánd. Lágu skipin þar og fjöldi manna vann að því að koma fyrir á þeim nýjum og heljarstórum fallbyssum. Kruppverksmiðjan hefir gert nýjar fallbyssur til flotans og er þeim hefir öllum verið komið fyrir, er búizt við því að Þjóðverjar verði reiðubúnir að mæta Bretum í Norðursjónum. — Fjörutíu og tveggja centimetra umsáturs-fallbyssurnar þýzku, sem þeir hafa notað í ófriðn- um, hafa vakið mikla undrun hinna þjóðanna. Enginn vissi um að þær væru til, utan þýzku stjórnarinnar. Með þeim vopnum hafa þeir tekið einhver hin allra ramvíggirtustu virki i Evrópu. Ekkert virðist standast þær. Og eftir fregnum frá Khöfn að dæma er ekki með öllu óhugs- andi, að eitthvað hafi þeir í undir- búningi, sem enginn á von á, hvað útbúnað herskipanna viðvíkur. En mikið má það vera, ef þeir þora að leggja til orustu við hinn öfluga og mikla flota Breta, sem bíður þeirra með óþreyju í Norðursjónum. Ófriðarsmælki. í orustunni viö Marne-fjótið á Norður-Frakklandi fóll frægur kvikmyndaleikari þýzkur, Max Linder að nafni. Munu margir kannast við hann, því oft hefir hann leikið í myndum þeim sem hór hafa verið sýndar. 1000 Búar hafa boðið Bretum að koma til Evrópu og berja á Þjóð- verjum og hefir Bretastjórn tekið því boði. K o 1 e r a kvað víða vera í Miðjarðar- hafshöfnunum, bæði á Ítalíu og á Spáni og Frakklandl. Borgarstjórinn í Calmar á Þýzkalandi, Blumenthal að nafni, hefir verið tekinn fastur, grunaður um landráð. Prins Maurice af Battenberg er yfirliðsforingi einnar hersveitar brezkrar í Norður-Frakklandi. Nýlega skaut Þjóðverji kúlu gegnum húfu hans. En sjálfur slapp hann ómeiddur úr orustunni. Þ e g a r þýzki köfunarbáturinn sökti brezku beitiskipunum þremur í Norð- ursjónum, var nokkrum skipverjum bjargað af hollenzku gufuskipi. Voru skipverjar flestir frá Volendam. En þeirra er siður að vera í mörgum buxum, hverjum utan yfir öðrum, og ákaflega víðum. Margir brezku sjó- mannanna voru klæðlitlir mjög, er þeim var bjargað, en Hollendingarnir lánuðu þeim þur föt. Sumir þeirra voru 1 6 buxum og gátu því, sér að skaðlauBU lánað 5 Bretum þurar buxur. Bretastjórn hefir pantað 500 Kenslu í dönsku gefur dönsk kona, sem er vön a& kenna. 50 aur. tímann. Grettisgötu 2 (uppi). þúsund ullar-peysur frá verzlunarhúsi í New York. Eru þær ætlaðar brezk- um hermönnum, er vetrarkuldarnir byrja. S a m 8 k o t prinsins af Wales eru nú orðin yfir 3 milj. sterlings punda. G l æ p u m het'ir fækkað mjög í London síðan ófriðurinn hófst. Flest meðul hafa hækkað mjög í verði á Bretlandi og Þýzkalandi, þareð feiknin öll er notað handa særð- um og sjúkum hermönnum. Asperin er t. d. helmingi dýrara nú, en fyrir ófriðinn. Rheimsdómkirkjan. Hér birtum vér mynd af hinni heimsfrægu dómkirkju í Rheims. Rheims er aðalbærinn í Champagne héraðinu. íbúar eru þar um 100- þúsund og hafa flestir þeirra atvinnu við vínyrkju. Borgin var reist i fomöld og til minningar um veldi Rómverja eru þar enn rómversk sig- urgöng, fádæma fögur og einkenni- leg. Rheims er sögustaður frægur. Þar lét Clodevig, hinn fyrsti kon- ungur Frakka, krýna sig og siðan voru allir konungar landsins krýnd- ir i dómkirkjunni. Hún var reist fyrir 500 árum og er í gotneskum stíl. Þjóðverjar tóku Rheims af Frökkum orustulaust. Borgin var' nær óviggirt og því lítil líkindi til þess að Frakkar gætu haldið henni.- En þrátt fyrir það hafa Þjóðverjar skotið á dómkirkjuna og eyðilagt-' hana af þvi að þeir höfðu heyrt að Frakkar notuðu hana til útsýnis og. njósnar um athafnir sinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.