Morgunblaðið - 16.10.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Bréf frá ísafirði. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins.) Isafirði i. okt. 1914. Sumarið hefir orðið bæði stutt og eftdaslept hér um slóðir, því að fyr- ir miðjan mánuð gerði norðanstór- víðri með hríð, svo að snjóaði nið- ur í sjó. Síðan hafa gengið óþurk- ar, oftast rignt eitthvað á degi hverj- um og stundum snjóað, en aldrei komið þurkdagur. Nokkuð er hér af óþurkuðum fiski og útfiey rnikið óhirt og há á túnum, þar sem tví- síegið var. Gæftir hafa lengi verið stopular og lítill afli. Verð hefir heldur hækkað á nauðsynjavörum vegna ófriðarins; mun þó ekki hærra hér en í Reykjavík. Kolaskipið Glen Tanar kom hing- að fyrir nokkrum dögum með kola- farm, sem bæjarmenn höfðu pantað. Voru kolin flutt heim til kaupanda og kostuðu 4.60 kr. skippundið (heimflutt). Unglinga og barnaskóli ísafjarðar- kaupstaðar var settur á hádegi í dag. Skólastjóri Sigurjón Jónsson, kandi- dat, setti skólann með góðri ræðu. Nokkrir bæjarmenn voru viðstaddir að vanda, auk nemenda. Aðsókn að skólanum er svipuð eins og i fyrra eða um 160 nemendur. Auk skóla- stjóra eru 2 fastakennarar og 4 tíma- kennarar. Mér er nær að halda, að hér sé varið meiru fé að tiltölu til kenslumála en í öðrum kaupstöðum landsins. Auk þessa skóla er hér kvöldskóii iðnaðarmanna, sem Sigurður Krist- jánsson veitir forstöðu. Hann tekur til starfa um miðjan þennan mánuð og sækja hann unglingar, sem komn- ir eru yfir kristni. Loks er hér þriðji skólinn: Hús- öiæðraskólinn, sem ungfrú Fjóla Stef- áns veitir forstöðu. Sá skóli er eign kvenfélags eins hér í bæ, sem »Ósk« heitir. Hann er styrktur að nokkru af landsfé og sýslusjóðum Norður Og Vestursýslnanna. Hann varstofn- aður haustið 1912, — og er haldinn frá 15. sept. til 15. maí. Námskeið- in eru tvö; hið fyrra frá 15. jan., en hið síðar frá þeim tíma til vors. Tólf námsmeyjar eru þar í senu. Mest áherzla er þar lögð á matreiðslu og hússtjórn, en kend er þar og heilsufræði og saumar og kenna tvær aukakenslukonur þær námsgreinir. Forstöðukonan, ungfrú Fjóla Stef- ins, var tvö ár við nám í Danmörku, gegndi þar umferðakenslustörfum að þvf Joknu. Skóli þessi verður heima- ^istarskóli i vetur í fyrsta sinni, og eí haldinn i húsi Magnúsar bæjar- fógeta Torfasonar. Aðsókn að skól- *num hefir verið mikil, bæði úr ísa- ^Íarðarsýslum og öðrum landsfjórð- ^ngum, nema Austfjörðum. Brúðkaup sitt héldu þau hér í fyrradag (29. sept.) ungfrú Ása Thord- ?rsen og Jón Grímsson, verzlunar- stÍóri Á. Ásgeirssonar verzlunar á Suðureyri. Brúðurin er dóttir Finns Thordarsonar bakara en brúðguminn er sonur Gríms Jónssonar, cand. theol. *S95 I ]P Vöruhúsið hefir óefað stærst og smekklegast úrval i bænum af alfataefnum, yfirfrakka- og buxnaefnum margar tegundir af bláum og svörtum efnum, mislitum og hvítum vestisefnum 10—20°|o afsláttur gegn peningum út i hönd. Frágangur allur hinn vandaðasti. Pantanir afgreiddar á 1—2 dögum. Reynið og þið munuð sannfærast um, að hvergi er betra að fá sér föt en í Vöruhúsinu. Hinir alþektu Iðunnardúkar seljast með verksmiðjuverði frá kr. 3.80—8.00 pr. meter $ í Vöruhúsinu. $ 1 l^=ni __ rgarínið þ aftur komið i „Edinborg“. DOGrMBNN yAt^yooinoaií Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm, Friklrkjuveg (Staðastað). Simi 202. Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Olafur Lárusson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima 11—12 og 4—5. cffieyfíið Spacial Sunripa (Bicjarettur. Hjónavígslan fói fram í kirkjunni og gaf prófastur Þorvaldur Jónsson þau saman. Að þvi búnu var haldin fjölmenn veizla, sem stóð lengi næt- ur með ræðum, söng og rausnar- legum veitingum. Ungu hjónin héldu héðan heimleiðis tiJ Suðureyri i gær. Þau eru bæði uppalin hér í bæ- num og eiga hér marga vini. Fjöldi heillaskeyta barst þeim á brúðkaups- deginum, bæði úr kaupstaðnum og viðsvegar að. Silfurbrúðkaup sitt halda þau hér í kvöld Arni kaupm. Sveinsson og frú Guðrún kona hans. Eru nokkrir vinir þeirra i boði hjá þeim í kvöld. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabócafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Carl Finsen Austurstr. 1, (uppi). Brunatryggingar. Heima 6 r/4—7 r/4. Talsími 331. ELDIJRI -^01 Vátryggið í »General« fyrir eldsvoða. Lækkuö iðgjöld. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 8—5 El ds voðaáby rgð, hvergi ódýrari en hjá „Nye danske Brandforsikringsselskab41. Aðalumboðsmaður er: Sighv. Bjarnason, bankastj. Det kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hús, husgögn, alls- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Skrifst. opin kl. 12—1 og 4—5 í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen). Pr. H. J. Bryde, N. B. Nielsen. Sérréttindi Norðurálfu- manna í Tyrklandi. Svo sem getið hefir um í blaðinu hér áður, lýstu Tyrkir yfir því fyrir nokkru, að þeir ætluðu 1. október að afnema sérréttindi þau, sem Norð- urálfumenn hafa nú um langan ald* ur notið i Tyrklandi. Sérréttindi þessi eða Capitulations, sem þau eru kölluð á útlendum mál- um, eru frá árinu 15 3 5 og eru snið- in eftir samningum, sem komust á milli Múhameðstrúartnanna og Vest- urþjóðanna á krossferðatímunum. Réttarfar Tyrkja er bygt á alt öðr- um grundvelli en réttarfar Vestur- landa. Það þótti því brotaminst að hver þjóð réði yfir þegnum sínum i löndum Tyrkja. Ekki má taka nokkurn útlendan mann fastan án þess að leitað sé til ræðismanns þeirrar þjóðar, er i hlut á. Tyrk- neskur dómstóll má ekki fjalla um sakir útlendinga við tyrkneska þegna, nema ræðismaður sé viðstaddur. Tyrkneskir dómstólar hafa ekki dómsvald í málum milli þegna út- lendra rikja eða milli þegna sama ríkis. Verði útlendingur sekur um glæp, er mál gegn honum rekið fyr- ir ræðismannsrétti og hann dæmdur eftir lögum sins lands. Sé hann dæmdur í fangelsi, afplánar hann hegninguna í fangelsi sem er undir umsjá heimalands hans. Kaupið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.