Alþýðublaðið - 28.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.05.1920, Blaðsíða 1
1920 Föstudaginn 28. maí 118, tölubl. fú pðlverjnnt. Khöín 26. tnaí. Frá Warschau er símað, að Pólverjar hafi unnið sigur norðan- vert við Dnjester, og ákafar or- ustur standi við Beresina. ?rá Ungverjnm. Khöfn 26. maí. Símað er frá Buda-Pest, að friðarsamningarnir veki stjórnmála- öaráttu innan iands. Xrassin og £itvinojj. Khöfn 26. maí. Símað er frá Kristianíu, að Krassin sé lagður af stað til Eng- lands, en Litvinoff hafi sezt að í Kristianíu. Úrói í PýzRaíanéi. Khöfn 26. maí. Símað er frá Berlín, að póli- tískur órói sé í Þýzkaíandi. Er búist bæði við kommunista- og afturhaldsbyltingum. luerta forseti í Mexico. Khöfn 26. maí. Símað er frá New-York, að tnexikanska þingið hafi valið Adolpo Huerta hershöfðingja fyrir bráðabirgðaforseta. Bandaríkin og Armenía. Khöfn 26. maí. Sfmað er frá Washington, að Wilson forseti hafi skorað á þing- ið, að veita Bándaríkjunum nmboð til þess að taka að sér meðráðin með Armeníu. Kýtt hneykslismál. Khofn 26. maí. Símað er frá Stokkhólmi, að hinn frægi sænski læknir Nyström og rithöfundurinn Algot Ruhe hafi verið handteknir, grunaðir um eyðingu fósturs. ^eilagt strið. Svo virðist, sem stjórnir banda- mannaríkjanna vilji æsa sem fiest- ar þjóðir gegn sér og kveykja nýtt ófriðarbál. Friðarkostir þeir, sem þeir hafa sett Tyrkjum, hafa þegar vakið trúarofstæki Moham- medstrúarmanna, sem legið hafði niðri um all langt skeið. íbúar Anatolíu (vesturhluti Litlu-Asfu) hafa nú fyrir fám dögum hótað að hefja heilagt stríð. „Stríðið er heilagt, þegar vopn- unum er beitt með réttlæti," segir gamall málsháttur Mohammeds- manna, enda er til hjá þeim gömul trúarsetning unt það, að hefja megi heilagt stríð, þegar trú þeirra sé i hættu stödd. Alt til þessa hefir ekki verið gripið til þessa, því það þykir í nokkuð stórt ráðist. Þegar hið heilaga stríð er hafið, er hver maður, sem játar Islams trú (svo nefna Mohammedsmenn trú sína), skyldur að taka sér vopn í hönd til að verja hina heilögu trú for- feðranna, verja kenningar spá- mannsins þar til sigur er fenginn, eða enginn þeirra stendur uppi að öðrum kosti. Þegar Mahdiinn1 hóf uppreisn sfna í Sudan, reyndi hann að hefja heilagt stríð, en varð Iftið ágengt, því bæði var hann ekkí álitinn með öllum mjalla og svo þótti flestum lítil ástæða til að byrja þá. Þegar Tyrkir flæktust inn í ófrið- inn mikla, var æðstiprestur Tyrkja, Scheik ul Islam, látinn lýsa heil- ögu stríði frá svölum Sofiumuster- isins í Konstantinopel. Þá strand- aði það á því, að flestum Moham- medsmönnum þótti engi ástæða til að fórna lífi sínu í ófriði fyrir hina „vantrúuðu" (kristna menn, sem í þessu tilfelli voru Þjóðverjar). Auk þess eru Tyrkir sunnitar2 og gátu ekki fengið sjitana með sér. Nú er aftur á móti miki! hætta á því, að Islamitar reyni að hefjast handa gegn kristnum mönnum. Æði og ofstopi bandamanna, einkum Breta og Frakka, hefir æst svo hugi þeirra, að mikil lík- indi eru til þess, að þeir muni hugsa sér til hreyfings. Afghanar (ca. 5,000,000 fbúar) og Moham- medsmenn á Indlandi (ca. 65 milj) 1) Mhadí er hinn fyrirheitni nefndur, sem Allah (þ. e. a. s. Guð) mun senda til að binda enda á vantrú heimsins. 1881 kom fram í Egyftalandi maður, að nafni Mohammed Ahnted, sem kvaðst vera Mahdi. Hann hóf heilagt stríð í Sudan, gegn Bretum, og gersigr- aði bezk-egypzkan her, undir for- ustu Hicks pasha. 1884 tók hann Kartum af Bretum og lét drepa flesta kristna menn þar, m. a. Gordon hershöfðingja, sem hefir getið sér mikinn orðstýr í sögunni. Að Mohammed Ahmed dauðum tók við Abdullah, en hann féll 1889 og hið heilaga stríð hætti af sjálfu sér við dauða hans. 2) Mohammedsmenn greinast í tvo aðaltrúarflokka, sunnita og sjita. Sjitarnir neita trúargildí nokk- urra kenninga (sunnah), sem sunnit- ar játa. Milli þessara flokka hafa oft verið miklar deilur, þó ekki eins ákafar og hjá kristnum mönn- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.