Morgunblaðið - 24.10.1915, Page 5

Morgunblaðið - 24.10.1915, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Smávegis. Lánið mikla. Lán það, sem Breta og bandamenn þeirra eru að taka í Bandaríkjunum hefir gengið greiðar en nokkur hafði búist við í fyrstu. Bretum hefir boðist miklu meira fé, en farið var fram á. Frá ítölnm. ítalir berjast við Austurríkismenn í fjöllunum fyrir norðan landamœrin. Þar hafa geisað hríðar miklar og ill veður undanfarn- ar vikur, svo iítið hefir orðið úr fram- kvæmdum þar syðra. Stroknmenn. Þrír rússneskir stroku- fangar kornu nylega til Assens á Fjóni. Höfðu þeir strokið úr varðhaldi < Þýzkalaudi og siglt á plönkum yfir til Fjóns. Björgvinjarfélagið. Á aukafundi félagsins, sem haldinn var í Bergen 5. þ. m., var samþykt að auka hluta- fó félagsins upp ( 14 miljónir króna. Hlutaféð var áður 9 miljónir króna. Þá var og samþykt að láta byggja nokkur ný skip fyrir fólagið. Síldveiði Svía í suniar. Sam- kvæmt skýrslum, sem birtar hafa ver- ið í Svíþjóð, hafa Svíar aflað alls 410 þúsund tunnur af sild hór við ísland í sumar. Er það fjórðungi meira en nokkru sir.ni áður. Panamaskurðurinn. Nýlega skemd- ist skurðurinn töluvert, svo að sigl- inga-teppa hefir verið þar síðan. Talið að viðgerðinni muni vera lokið í byrj- un nóvembermánaðar. Nýtt dagblað. í Bretlandi er farið að koma út nýtt dagblað, sem sér- staklega er ætlað særðum hermönnum. Er það sent ókeypis í óll sjúkrahús, þar sern særðir menn eru, og flylur það fréttir frá ófriðnum og ýmislegt annað til fróðleiks og skemtunar. Wilson ætlar að gifta sig. Wilson Bandaríkjaforseti er nýtrúlofaður ungri og fagurri stúlku, er Galt heitir og er dóttir einhvers auðugasta gimsteina- salans í Washington. Brúðkaup þeirra á að standa í desembermánuði. Wilson er ekkjumaður; kona hans andaðist fyrir rúmu ári. f landinu helga. Sú fregn er höfð eftir flóttamönnum frá Síríu og Pales- tínu, að Tyrkir hafi nú mikinn víg- búnað < landinu helga undir yfirstjórn Þjóðverja. Öllum þeim ldaustrum < Jerúsalem, sem eru eign hinna ýmsu trúarflokka úr öllum löndum banda- manna, hefir verið breytt < kastala. Nýliðar eru látnir æfa sig á Oli'ufjall- inu, og mælt er að Þjóðverjar hafi sett þar nokkrar njósnarstöðvar, en skot- æfingar eru haldnar á Golgata, undir eftirliti þýzkra liðsforingja. Á öllum vegum úir og grúir af flutningalestum með skotfæri og vopn og bændur hafa verið kvaddir til þess að grafa skot- gryfjur á öllum þeim stöðvum < land- inu, sem einhverja hernaðarþýðingu hafa. Castelnau, hershöfðingi Frakka, á sárt að binda eftir þennan ófrið. í síðustu hríðinni, sem Frakkar gerðu aðj Þjóðverjum núna hjá Artois, fóll yngsti sonur hans, Hugues de Castel- nau, liðsforingi í stórskotaliðinu. Tveir eldri synir hans voru fallnir áður. Herlán Kanada. Mr. White, fjár- málaráðherra < Kanada hefir lýst þvi yfir að Kanada muni taka átta eða t<u miljón sterlingspunda herlán < vetur, líklega um miðjan janúarmánuð, því þá eru bankarnir bezt birgir að fó. Savinsky. Þegar það var ljóst að svar Búlgara til Rússa var ófullnægj- andi, kröfðust sendiherrar Rússa, Frakka, Breta og ítala þess, að fá vegabréf og fóru heimleiðis litlu síðar, allir nema Savinsky, sendiherra Rússa. Kann varð eftir. Vita menn eigi hvað veldur, en »Times« segir að það sóu eingöngu hans einkamál, sem haldi honum kyrrum. (His stay will be of a strictly private nature). En þegar þess er gætt, hvernig honum var bor- in sagan heima < Rússlandi áður en friÖBlitin urðu milli Rússa og Búlgara, er það ekki að kynja þótt hann só ekki óðfús að komast heim þangað. Búlgarar hafa farið þess á leit við Rúmena að þeir flyttu fyrir sig 6000 Búlgara frá Þýzkalandi suður yfir landamærin. Sendiherrar bandamanna < Rúmeniu vinna á móti þessu með oddi og egg, eigl svo mjög vegna þess, að þeim sé ekki sama þótt Búlgararnir komist heim til sín, held- ur óttast þeir það, að eitthvað kunni að slæðast með af þýzkum liðsforingj um. % Nýtt sprengiefni. Danskur verkfræðingur, K. V. Nielsen að nafni, hefir nýlega fund- ið upp nýtt sprengiefni, sem hann kallar -»^AeroliU. Segja dönsk blöð að það sé töluvert betra en önnur sprengiefni, sem nú tíðkast, og sé þar að auki ekki eins hættulegt, þar eð það þarf sérstakan útbúnað til þess að sprengja það. Hélt Nielsen þessi sýningu á verkun efnisins og fór sú tilraun vel fram. Danska herstjórnin hefir pantað 30 þús. pund af sprengiefni þessu hjá Niel- sen, sem hefir reist sér verksmiðju í nánd við Kaupmannahöfn. Er talið að efni þetta muni geta haft mikla þýðingu, einkum nú á þess- um ófriðartímum. Staaff látinn. Fyrverandi forsætisráðherra Svía, Karl Staaff, er nýlega látinn. Hann var að eins 5 5 ára að aldri, en hafði um mörg ár verið einn af allra fremstu stjórnmálamönnum Svía. Honum er lýst svo, ' að hann hafi Fyrir kaupmenn: Cfyivers niðursoðnu jarðarber og Fruit Salad ávalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Heqhjavík. Einkasala fyrir ísland. HUIKDSIIllllKDMIlll Kaupið Morgunblaðið sem ætíð flytur nákvæmastar og mestar fréttir frá ófriðnum mikla og ölíu, sem við ber utan lands og innan. Nýir áskrifendur fá blaðið ökeypis það sem eftir er mánaðarins. MHHIHD0||1]||1]|^)0|1]H||^ Með e.s. „Slerling" komu: Ofnar - Eldavélar -- Þvotfapottar og margskonar r Ö r i Eldfæraverzl. í Kirkjustr. 10. Sími 35. Sími 35. Hver er ,Horacie? verið vitur maður, en eigi að þvi skapi framsýnn, en hafi þó jafnan kunnað að laga skoðanir sinar eftir því, hver rás viðburðanna var, og aldrei sýnt þann eintrjáningsskap, sem auðkennir marga stjórnmála- menn. Hann var aðalmaður frjáls- lynda flokksins um mörg ár, en kom þó ætíð þannig fram, að andstæð- ingar hans hlutu að bera virðingu fyrir honum og þykja vænt um hann. Regnkápur karla, kvenna, drengja og telpu panta eg undirritaður með þvi sem næst innkaupsverði, fyrir hvern er hafa vill. Fyrir kvenfólkið úr 30 mis- munandi gerðum (Faconer) að velja, og fyrir karlmennina úr 12 gerðum. Sýnishorn fyrirliggjandi, engin fyrir- fram greiðsla. Fljót afgreiðsla. Carl Lárusson. Fyrst um sinn Þinghdltsstr. 7, uppi. Heima kl. 1—4. daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.