Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Andlit mótað. Lundúnablað spyr, hvort hægt sé að kalla þá veru mann, sem hvorki hafi nef, varir, kinnar né höku eða hvort hún geti orðið að manni. Blað- ið svarar spurningunni á þá leið, að ekki þurfi að leita langt aftur í tím- ann til að sannfærast um, að það hefði verið kallað kraftaverk, ef slík vera hefði nokkurn tima átt að geta talist með mönnum. En nú er öðru máli að gegna. Nú eru það daglegir viðburðir, eink- um í Rotchild-spítalanum í París, að skapa og ummynda andlit manna. Tveir læknar eru nefndir, sem leikn- astir eru í þeim listum, þeir Forestin og Taffer. Frönskum blaðamanni var nýlega leyft að koma inn í spítalann til að sjá með eigin augum »kraftaverk« læknanna. Aðstoðarlæknir bauð hon- um að líta á mynd af manni, sem særst hafði í skotgröfunum frönsku og fluttur hafði verið i spítalann. »Það var hræðileg mynd«, segir hinn franski blaðamaður. »Neðri hluta vinstri kinnarinnar vantaði, hökuna, varirnar og nefið. Gat það verið mannsmynd? Gat það, sem mynd- in var af, nokkurn tíma orðið að manni ?« A meðan blaðamaðurinn var að horfa á myndina, brá sjúklingi fyrir í hinum enda gangsins og virtist vera á leið út. Aðstoðarmaðurinn benti honum að koma til þeirra. »Þetta er maðurinn«, sagði að- stoðarmaðurinn. Blaðamaðurinn starði á manninn og trúði hvorki því sem hann sá né heyrði, svo læknirinn bætti við brosandi: »Þetta er mað- urinn, sem myndin er af; það er satt. Það er maðurinn, sem var kinnlaus, hökulaus, neflaus og vara- laus«. Blaðamaðurinn hélt að læknirinn væri að draga dár að sér, því sjúklingurinn bar fá merki þess, að myndin gæti verið af honum. Vinstri kinnin var nákvæmlega eins og sú hægri, eins og þær hefðu báðar verið steyptar f sama mótinu og haka, varir og nef, voru hin fegurstu. Enn þá sáust að vísu ljósleitar rákir á andlitinu, för eftir nálar læknisins, en þau voru sem óðast að hverfa. Sjúk- lingurinn staðfesti sögu læknisins. »Já, myndin er af mér og engum öðrum«, sagði hann. »Þeir græddu lítið á að rífa í sundur á mér andlitið; læknirinn þarna getur gefið öllum langt nef, sem reyna að afmynda fólk. Þú sérð að hann hefir »smíðað* nógu snot- urt andlit á mig. Satí að segja held eg, að það sé öllu snotrara en það var og ekki verð eg hugminni en eg var, þegar eg heilsa þeim aftur í holunum*. Hann kveikti í vindl- ingi og hélt leiðar sinnar, en að- stoðarlæknirinn hélt áfram sögu hans. »Mr. Morestin gerði þetta undra- verk«, mælti hann. »Hann skar stykki úr baki sjúklingsins og fylti með kinnina og fláði húð af bakinu til að klæða með varirnar. Þannig fíetti hann hold og húð af ýmsum hlutum líkamans og sletti á andlitið eftir því sem með þurfti«. Að lokum sagði aðstoðarlæknirinn honum, að í spítalanum væri að minsta kosti þrjátíu sjúklingar, sem fengið hefðu sams konar eða svipaða bún- ingsbót, og þegar einn væri orðinn heill heilsu, kæmi annar í hans stað. (»Lögberg<). D AGBÖRIN. SZZ2I Afmæli í dag: Johanne H. Zimsen húsfrú. Marta Stephensen jungfrú. Grímur Ólafsson bakari. Einar Benediktsson skáld. J. M. Maelenberg prestur. Ólafur Daníelsson dr. phil. Thj. Klingenberg konsúll. Friðfinnur Guðjónsson L a u g a- v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk- leg afmæliskort. Sólarupprás kl. 8.9 f. h. Sólarlag — 4.10 e. h. Guðsþjónustur í dag, 22. sunnnu- dag e. trín. (Guðspj. Tíu þúsundir punda, Matth. 18, 1.—20., Mark. 4, 21.—25.). í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson, kl. 5 síra Bj. Jónsson. í fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ól. Kl. 5 síra Har. Níelsson. Hjónaefni : Anna Oddbergsdóttir jungfrú og Eiríkur Helgason stud. theol. Sterling fór til útlanda f gærkvöldi. Átta sjómenn fóru með skipinu og eru þeir á leið til Þýzkalands að sækja þangað botnvörpung, sem þar hefir verið smíðaður. Til Vestmanneyja fóru Þorst. Jónson, Anton Bjarnason kaup- maður o. fl. Bannið. Sterling hefir legið við hafnarbryggjuna undanfarna daga. — Hefir lögreglan haldið vörð á bryggj- unni, til þess að hindra það, að áfengl yrði flutt í land. Fyrsta dýrasjúkrahús á Norðurlöndum. Fyrir rúmum mánuði var opnað og vigí dýrasjúkrahús, í Emdrup í Danmörku og er það hið fyrsta sjúkrahús á Norðurlöndum í þeirri grein. — 1 Ameríku hafa slík sjúkrahús verið reist víða, en í Evrópu hafa þau eigi þekst að þessu. Og það má telja það tilviljun eina að þetta sjúkrahús var reist. — Veilauðug keriing hafði mælt svo fyrir í erfðaskrá sinni að eigum sinum skyldi vaiið til þess að reisa sjúkrahús fyrir dýr, og það hefir verið gert og nú stendur sjúkrahúsið þarna sem fagur minnisvarði góðs dýravinar. Efst á myndinni sézt sjúkrahúsið, þá fyrsti sjúklingurinn og siðan stofan þar sem sjúktingarnir eru »skornir«. STEINOLÍA. Ódýrasta steinolían í bænnm. Kaupið steinolíu að eins eftir vigt. Tóm föt undan steinolíu, sem keypt er hjá okkur, kaupum við aftur á 6 krónur hvort. Ceres er enn á VestfjörSum. Skip- ið fer héðan aS öllu forfallalausu á miSvikudaginn. Snúið yður til: Verzl. V O N, Laugavegi 55, Leikhúsið. í kvöld sýnir Leikfó- lagiS tvö smáleikrit: Brúðkaupskvöld- ið eftir Peter Nansen, og Apann eftir Joh. Heiberg. Bæði eru leikritin með afbrigðum skemtileg, svo fult ætti að verða í Iðnó í kvöld. °g Verzl. á Vesturgötu 50. Talsími 353. Talsími 403. Landsins bezta úrval af Síðustu simfregnir London 30. okt. kl. 5.30 siðd. Georg konungur er á góðum bata- vegi. Hann hefir sofið allvel í dag og verkurinn i rénum. Hann er hitalaus og æðaslögin eru regluleg. Rammalistum fæst á Laugavegi 1. Innrömmun fljótt og vel af hendi leyst. Þar fást einnig beztar tækifærisgjaflr, svo sem: myndir, myndastyttur o. fl. Alt óheyrt ódýrt. Komið og reynið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.