Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.12.1915, Side 4

Morgunblaðið - 05.12.1915, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Kjallarinn í kirkjugarðinum. Á fundi bæjarstjórnar 2. þ. m. urðu miklar umræður um kjallara- byggingu lyfsalans í kirkjugarðinum gamla. Á næsta fundi þar á undan hafði Jón Þorláksson skorað á borg- arstjóra að hlutast til um það, að verkið yrði stöðvað, og síðan hafði borgarstjóra borist önnur áskorun í sömu átt, undirskrifuð af tíu bæjar- fulltrúum. Borgarstjóri hóf máls og kvaðst hafa athugað málið betur eftir sið- asta fund. Gamlar bækur bæjar- stjórnar bæru það með sér, að lyf- salanum hefði þrisvar verið mælt út land þarna hjá og í kirkjugarðinum. í fyrsta skifti hefði það verið árið 1862. Þá hefði Randrup verið hér lyfsali og hefðu honum verið mæld ar út 2Y2 alin skilyrðislaust. Árið 1879 hefði Kriiger — sem þá var lyfsali hér — fengið útmældar xo álnir austan af gamla kirkjugarðin- um með því skilyrði, að sú land- spilda yrði að eins notuð til trjá- ræktar. í aprílmánuði árið 1883 hefði Shieroech landlæknir fengið umráð yfir kirkjugarðinum með því skilyrði, að hann hefði þar aldin- garð, en ekki kálgarð, og þar mætti ekki byggja né byggja láta. Fyrir þetta leyfi hefði hann átt að greiða 25 króna eftirgjald á ári. Jafnframt hefði þá legið fyrir beiðni frá Shier- bech um það, að Kröger lyfsali mætti fá 2 álna spildu austan af þessari lóð og var það veitt með sömu kjörum og hitt leyfið. Þetta alt hvað borgarstjóri bygg- ingarnefnd hafa verið ókunnugt um, þá er hún lagði til að Christensen lyfsala væri leyft að byggja kjallara á þessari lóð, vegna þess að afsali fyrir lóðinni hefði aldrei verið þing- lýst. En að þessum upplýsingum fengn- um, og vegna áskorana, kvaðst hann hafa skrifað lyfsalanum og skýrt honum frá öllum málavöxtum og því, að ekki mætti byggja á þessari lóð nema með sérstöku leyfi bæjar- stjórnar og byggingarnefndar. Lyf- salinn hefði svo stöðvað verkið um um miðjan dag á þriðjudag. Ritaði nú lyfsalinn borgarstjóra bréf, og kvað sér hafa verið ókunn- ugt um það, að nokkur kvöð hvíldi á þessari lóð, er hann sótti um byggingarieyfið. Mæltist hann til þess, að fá að halda áfram bygging- unni og þá yrði jafnframt þinglýst þeirri kvöð, sem á hinum hluta lóð- arinnar hvíldi, svo eigi yrði um það vilzt síðar. En yrði sér neitað, kvaðst hann mundi leita réttar síns um það, að bærinn greiddi þann kostnað, er hann hefði haft við bygginguna, og þann kostnað, sem af því leiddi, að koma garðinum í samt lag. Jafnframt gat hann og þess, að gröftur sá, er komið hefði upp úr garðinum, hefði þegar verið jarðaður utan við kjallarann undir umsjá annars dómkirkjuprestsins. Þá hafði og borgarstjóra borist bréf frá landlækni Guðmundi Björnssyni, þar sem hann mæltist til þess, að iyfsalanum yrði leyft að halda áfram byggingunni. Færði hann fram þær ástæður, að lyfjabúðinni væri nauð- syn á auknum húsakynnum, og þá sérstaklega eldföstum kjailara, eins og þessi væri, til þess að geyma þar eldfima vökva og svo þyrfti hún og betri efnarannsóknarstofu (La- boratorium) en áður hefði verið. Jón Þorldksson: Það er ekki hægt að álasa byggingarnefnd fyrir það, þótt hún vissi eigi áður af þessari kvöð. En þegar grafið var fyrir kjallaran- um og beinagrindurnar fóru að koma upp, pd var ástæða til að hætta verkinu þegar í stað. Eg get alls eigi fyrir mitt leyti, gefið atkvæði með því nú, sem bæjarstjórnin hefir þrásinnis áður neitað: að gera kirkjugarðinn að byggingarlóð. Það er eigi svo undarlegt þótt af- sali fyrir þessari lóð hafi ekki verið þinglýst. Lóðin er aíhent með sér- stökum sktlyrðum, þeim, að þar sé stunduð aldinrækt og ekkert annað. En svo er álitamál hver á að borga verkið og sýnist mér þá að þrent komi til greína: 1. Að lyfsalinn eigi að greiða kostnaðinn vegna þess að hann hefir bygt á annars manns lóð — eða bæjarins. 2. Þeir menn, sem standa að byggingarmálum bæjarstjórnar, og sannist það fyrir dómstólunum að að þeir hefi sýnt einhverja van- rækslu, og í þriðjalagi ætti bærinn að borga. Mér er þetta tilfinningamál. Eg vil ekki að verkinu sé haldið áfram. Eg veit það, að enn er sú skoðun ríkjandi, og var þó sterkari áður, að leyfar manna ættu að hafa friðhelgi og að grafró mætti engi maður raska. Byggingarnefnd og bæjarstjórn hafa ekki leyft byggingu nema á lóð lyfsalans sjálfs, en nú er það aug- ljóst, að hann á ekki pessa lóð. Mér er svo sagt, að þegar Shierbech land- læknir fékk leyfi til þess að byggja í kirkjugarðinum, þá varð urgur mik- ill í bænum, og varð það til þess, að hús hans var fært út fyrir garð- inn sjálfan. Ennfremur er mér sagt svo, að þá er lyfsalinn fékk leyfi fyrir lóð úr kirkjugarðinum, þá hafi honum verið gert að skyldu að girða þessa lóð. Nú veit eg ekki hvert álit bæjarstjórnar hefir verið um þessa girðingu, en sjá má, að hún hefir þegjandi tekið það gilt, að girt væri að eins að vestan. Nú er það mín tillaga, að bæjarstjórn krefjist þess, að lyfsalinn hætti byggingunni og setji girðingu á lóðarmörkin að austan, eins og hlýtur að vera til- skilið í samþykt bæjarstjórnar áður. Sneinn Björnssson sagði það eigi aftur tekið, sem þegar hefði gert verið. Beinagrindur þær, sem upp- hefðu komið á þessu svæði hefðu verið grafnar undir umsjá prests í öðrum stað. Það væri sæmilegt og væri það tvísýnt hvort þessi reitur, þar kjallarinn er, væri lengur kirkjugarður. Það væri auðvitað til- finningamál að ekki væri raskað leyf um framliðinna, en nú væru ný lög, að eftir 50 ár mœtti gera raskanir í kirkjugörðum. Annars kvaðst hann álíta tiboð lyfsalans betra en búast mætti við af nokkrum manni, enda væri lyfsalinn valmenni. Það gæti skeð að hann hefði þegar unnið hefð á þessari landspildu og hún væri orðin hans eiqn, enda þótt hún hefði í öndverðu verið látin af hendi með sérstökum skilyrðum. Tryggvi Gunnarsson kom með fyrirspurn um það hversu lengi gilti sú friðhelgi, sem keypt væri með legkaupinu. Kvaðst hann alt af hafa séð gröft koma upp þá er grafir væru teknar og fáraðist enginn um þá röskun á ró framliðinna. Ann- ars fanst honum ekki mikið um friðhelgi grafa og þótti sem hyrfi af þeim helgiljóminn nú á dögum, þegar ófriður vært og menn væru kasaðir hundruðum saman út um holt og heiðar. Mælti hann með þvi að leyfð yrði byggingin í kirkju- garðinum ais það væri sýnt, að vel hefði verið farið með leyfar fram- liðinna. Benedikt Sveinsson svaraði Sveini Björnssyni og kvað hér ekki vera um neina hefð að ræða. Landið hefði verið afhent með sérstöku skil- orði. Kvöðinni, sem á hefði verið lögð, hefði verið fullnægt til þessa. Landið hefði aldrei verið notað til annars en aldinaræktunar, svo sem tilskilið var, og þvi gæti eigi verið fallin nein hefð á það. Hér væri spurningin um það, hvort bærinn ætti að láta lyfsalann fá svæðið undir kjallarann. Með þvi væri fordæmið gefið, að gera kirkjugarðinn — hinn sögulegasta kirkjugarð landsins — að byggingarlóð. Það vildi hann eigi. Að gefa lyfsalanum lóðina væri ekki viðlitamál, enda hefði engum komið það til hugar. Kvaðst hann því eindregið vilja styðja tillðgu Jóns Þorlákssonar. Sigurður Jónsson kom með ýmsar upplýsingar málinu viðvíkjandi. Lét hann það uppi, að hann væri hinn eini maður í bæjarstjórn, sem ásök- unarverður væri, byggingarleyfisins vegna, sökum þess, að honum hefði verið málið kunnara en flestum öðrum. — En sér hefði skjöpl- ast, þegar er málið var fyrst til umræðu, og taldi til þess afsak- andi ástæður. Las hann því næst upp öll þau skjöl, — að því er vér hyggjum —, er lúta að afhendingu kirkjugarðslóðarinnar. Var í þeim margur fróðleikur og ýmislegt skemti- legt, eins og t. d. það, að Veltu- sund átti einu sinni að ná alla leið frá sjó og suður að Tjörn. Var við það reist eitt hús — hús Indriða Einarssonar skrifstofustjóra — og stendur nú þess vegna eitt og af- skift frá götum bæjarins, vegna þess að horfið var frá þvi, að hafa göt- urnar svo sem áður hafði ákveðið verið. — — Það væri of langt mál, af maður ætlaði sér að rekja allar umræðurnar. Veitti ekki af mörgum Morgunblöð- um til þess að rísa undir þeirri byrði, því umræður um málið stóðu fullar tvær stundir. Þó mætti geta þess, svo að það gleymdist ekki, hver niðurstaðan varð af öllu þessu skrafi. Lysalanum var leyft að halda áfram byggingunni, og greiddu að eins fjórir menn atkvæði gegn því. Voru það þeir: Benedikt Sveinsson, Jón Þorláksson, Geir Sigurðsson og Arinbjörn Sveinbjarnarson. En þó höfðu 10 — segjum og skrifum tíu —- bæjarfulltrúar skorað á borgarstjóra, að stöðva verkið I VÁTIJYGGINGAI^ Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Glslason. Brnnatryggingar, sió- og strtðsvátryggingar. O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutimi 10—xi og 12—3. Det kgL octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgögn, aUs- konar vöruforða 0. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatrygrgingar. Heima 6 V*—7 */*• Talsimi 331. SSHJBM- LfOGMENN Sveinn Björnsson yfird.lögm. Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Slm! 202. Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kí. 11—12 og 4—6. Eggert Olaessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. yaajulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16. Jón Asbjörnsson yfird.lögm. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Sími 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 siðd. Guðm. Olaísson yfirdómslög®- Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarroálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstími kl. i° — 11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá' helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi 278' Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverflsgötu 40. Sími Helgi Helgason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.