Morgunblaðið - 23.01.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ingum, alt eftir efnum og ástæðum. Nokkurt skraut þarf altaf á þessa kjóla, einkum vegna þess hve pilsin eru síð, og því er þessi kjóll lagður með flaueli eins og sést á mynd- inni. Allir þessir kjólar eru með löngum ermum, en á danskjólum og veislukjólum er það tízka að hafa örstuttar ermar eða sléttar ermar sem ná niður undir olnboga. Tízkan í klæðaburði barna er ná- skyld hinni tízkunni og þess vegna eru nú börn klædd í flauel. Þeir kjólar þurfa ekki annað skraut en kraga og uppslög á ermum úr hrá- silki og bryddingu á barminn. Litla telpan sem er að naga á sér fingur- inn (8. mynd.) hefir jafnvel fengið ofurlitla húfu úr fíaueli. Kápan er aðeins lauslega fóðruð til þess að hægt sé að taka fóðrið undan i vor þegar fer að hlýna í veðiinu. — Takið eftir vösunum á kjól telp- unnar á 7. myndinni. Þeir eru nú »hæstmóðins« og fara vel. Kaupmannahöfn i des. La fenme. Herskyldan i Bretlandi. Ræða Asquiths i neOri deild þingsins. Fyrir hálfum mánuði fór eg fram á það við þingið, að það samþykti að auka herinn enn um eina miljón manna. Þá var skýrsla Derby lá- varðar eigi öðrum kunn en stjórn- inni. Vér höfðum þó eigi haft næg- an tima til þess að athuga skýrsl- una, en það sem eg fer nú fram á við neðri deild þingins er komið fram eftir nákvæma athugun á ár- angrinum af liðsöfnuninni. Þing- mennirnir hafa haft skýrslu Der- i höndum síðan í gærmorgun, og eg tel það víst að allir hafi kynt sér hana rækilega. Eg skal þvi eigi rekja hana neitt til hlítar, en eg verð að minnast á tvö eða þrjú atriði í henni, áður en eg kem að aðalefni ræðu minnar. Fyrst er þá að minnast á það, að samkvæmt skýrslu Derbys hafa nær 3 miljónir manna gefið sig fram til hermensku, eða lofað að starfa fyr- ir land sitt á annan hátt. Þegar dregnir hafa verið frá þeir 400,000 menn, sem læknarnir haía þegar hafnað, þá eru þó enn eftir rúm- lega 2,500,000. Ef vér leggum nú saman tölu þeirra, sem þegar eru gengnir i herinn, en þeir eru 275,000, og tölu þeirra sem þegar má fara að æfa, en það eru 343,000 ógiftir menn og 487,000 giftir menn — þá höfum vér þegar eina miljón nýrra sjálfboðaliða. Þá hygg eg að rétt sé að minnast á það að ógiftir menn, sem taka má i herþjónustu, eru ta1dir 1,500,000. Derby lávarður segir okkur að af þeim hafi hann erigar fregnir fengið af 651,000. Af þessum 2,500,000 mönnum, sem gefið hafa sig fram, ganga margir úr og er ekki enn hægt að gera sér grein fyrir því hve margir þeir verða. Það er einnig athugavert hve margir eru þeir ógiftu menn, sem Derby lávarður hefir ekki fengið neinar fregnir af. Það er eigi ætlan mín að rekja út i æsar árangur liðsöfnunarinnar, en eg held að óhætt sé að fullyrða, að hann sé furðulegur og ágætur. Og hann ætti að sannfæra banda- menn vora og óvini um það, að þjóð vor er viðbúin hvenær sem þess er krafist af henni, að hún leggi sitt i sölurnar. Það voru nokkuð skiftar skoðanir um það snemma í haust, hvort vér mundum betur geta gert skyldu vora í ófriðnum með því að halda áfram sjálfboðaliðssöfnun og að hún yk- ist svo sem reynsla hafði sýnt að þörf var á, eða með þvi móti að koma á herskyldu i einhverri mynd. Og það var talsverður skoðanamun- ur um þetta meðal manna, sem annars voru á sama máli, og það voru jafnvel skiftar skoðanir meðal ráðherranna. Eg heid að þessi skoð- unarmunur sé enn ríkjandi. Miu skoðun er fullkunn og hefir opin- berlega verið birt. Mín skoðun er sú — og eg tala þar eingöngu fyrir minn munn en ekki alls ráðaneytisins — að árang- urinn af liðssöfnun Derbys lávarðar sé sá, að engin þörf sé á allsherjar herskyldu. Að minsta kosti mun eg ekki fylla flokk þeirra manna, sem halda öðru fram. Frumvarp það, sem eg ætla nú að leggja fyrir þingið er þannig úr garði gert, að eg hygg að allir geti fallist á það, hvort sem þeir eru á móti þeirri reglu að koma hér á almennri herskyldu eða álíta hana óþarfa eins og eg. Frum- varpið er komið fram í sérstökum tilgangi — það eru efndir á því lof- orði, sem eg gaf þinginu þegar Derby lávarður var að hefja liðsöfnun sína — mig minnir að það hafi ver- ið 2. nóvember. Eg hygg það réttara til þess að koma í veg fyrir allan misskilning, að eg lesi orðrétt upp það sem eg sagði þá. Mér fórust þannig orð: »Derby lavarður og aðrir hafa sagt mér, að nokkur efi sé um það meðal kvæntra manra, sem skorað er á að ganga nú í herinn, hvort sem þeir hafa nú þegar gengið í herinn eða lofað að ganga í herinn, hvort þeir verði eigi kallaðír, en ungir menn ©g ógiftir sitji heima og geri ekki skyldu sína. Fyrir mitt leyti vil eg taka það fram, að eigi skyldu kvænt- ir menn skyldaðir til þess að ganga f herþjónustu fyr en — eg vona með sjálfboðaliðsstefnunni, eða þá með öðrum ráðum — að ógiftir menn hafa gert skyldu sína.« Þetta voru min orð og þau hafa verið endurtekin í bréfaviðskiftum okkar Derby lávarðar. Nú ætla eg að koma með þrjár spurningar þessu viðvíkjandi og reyna að svara þeim. Hvers vegna var þetta fyrirheit — því fyrirheit var það — gefið ? Hverjar eru afleiðingar þess? Er nú komið svo sem til var tekið og ef svo er, hvernig eiga þá framkvæmdirnar að vera ? Hvers vegna var fyrirheitið gefið? Það var gefið vegna þess að eg heyrði það úr öllum áttum, að kvænt- ir menn sem væru fúsir til þess að ganga í herinn, drægju sig i hlé hrönnum saman vegna þess að þeir vildu hafa tryggingu fyrir því að þeim yrði ekki kipt frá heimilum sínum og störfum á undan ókvænt- um mönnum, sem ekki hefðu jafnar skyldur að rækja og þeir. Það er ekki orðum aukið þótt sagt sé að hefði þetta fyrirheit ekki verið gefið, þá er hætt við því að allar liðsöfnunartilraunirnar hefðu kollvarpast. Og hvernig hefðum vér þá verið staddir! Eg bjóst aldrei við þvi — eins og eg sagði þinginu á sínum tíma — að nokkru sinni kæmi til þess, að efndanna þyrfti að leita með lögum. Eg vonaði það að svo mundi ekki verða, en eg varð að vera við öllu búinn, og vegna þess að eg þóttist þess fullviss að liðsöfnun Deibys mundi verða sig- ursæl, þá áleit eg það skyldu mína að gefa þetta fyrirheít. Þá kem eg að annari spurning- unni: Hverjar eru afleiðingar þessa fyrirheits? Eg held að allir þeir, sem tekið nafa þátt í liðsöfnuuinni miklu viðurkenni það, að áhrif þess hafa orðið mjög mikil. Það er óefað að margir giftir menn, sem að öðrum kosti hefðu ekki boðist til herþjón- ustu, hafa gert það. Og þá kemur þriðja spurningin: Svo sem eg gat um áðan, þá hefir Derby lávarður áætlað að ekki hafi náðst til 650,000 ókvæntra manna, en mikið verður að dragast frá þeirri tölu til þess að sjá hverjir eru tæk- ir til herskyldu. Við skulum draga frá helminginn, jafnvel meira en helminginn, en samt er eftir mikið. Hinn fyrverandi innanríkisráðherra, vinur minn og gamall samherji, sem eg sakna svo mjög úr ráðuneytinu að eg get ekki komið orðum að því, heldur að afgangurinn verði svo nauðalítill, að ekkert muni um það muna. Ef eg væri á sama máli og hann, þá mundi eg segja að eg áliti að eigi væri kominn tími til þess að uppfylla fyiirheitið. En eg er ekki á sama máli og hann. Skyldur vorar — eða mínar að minsta kosti — eru framast af öllu þær, að vér verðum að efna þau loforð, sem vér höfum gefið. En ef svo er, sem eg efast ekki um, að þessir menn hafi ekki gefið sig fram eins og þeim ber, þá eru aðeins tvær leiðir til þess að fullnægja lof- orðum vorum. Hinn fyrri er sú, að leysa alla kvænta menn frá her- skyldu er þegar hafa gefið sig fram — en þeir eru 400,000 — en þá verður það skarð í herinn að eg sé ekkert ráð til þess að fá þá miljón manna, sem þingið hefir þegar sam- þykt að bæta við herinn. Hin leiðin er sú, að taka alla þá ógifta menn, sem að ástæðulausu hafa vanrækt það að ganga í herinn, eins og talin er skylda þeirra við ríkið á svona timum, að taka þá al- veg ems og hina, sem þegar hafa gefið sig fram. Og i þessu frum- varpi er farið fram á það að þessl leið sé valin. Frumvarpið er samið samkvænú loforði því er gefið var og stílað eingöngu til þeirra, sem liðsöfnu11 Deibys átti að ná til. Það er þess vegna bundið við Stóra-Bretland ein* göngu, alveg eins og liðsöfnun Der- bys. (Kölluðu þá margir: Hvers vegna? Frumvarpið á að ná til allral) Brezkir karlmenn, sem höfðu náð 18 ára aldri 15. ágúst 1915 og ekki náð 41 árs aldri, voru þá ógiftir eða barnlausir ekkjumenn, eru með fruffl' varpi þessu herskyldir frá þeim degii þangað til ófriðnum er lokið. Lögin koma í gildi þann dag er tiltekinn verður með opinberri til' kynningu, þó ekki síðar en hálfuW mánuði eftir að þau hafa venð stað- fest af konungi. Þó eru nokkrir þeir menn, sem frumvarp þetta nær ekki til, og get' ur ekki náð til, og skal eg hér geta þess hverjir eru undan þegnir: 1. Menn, sem ekki eru regluleg' ir þegnar Stóra-Bretlands, eða þótt- þeir séu það, ef þeir eru kennarar, eða vinna að einhverju sétstöku starfi i líka átt. 2. Menn sem eru í hinu reglu- lega liði eða varaliðinu, eða »Terri- torials« eða gengist hafa undir her- skvldu erlendis. 3. Menn sem eru í sjóliðinu, eða þótt þeir séu þar ekki nú, ef þeif hafa fengið undanþágu hjá flotamála- stjórninni. 4. Menn sem starfa fyrir trú, þá er lögin öðlast gildi eða eru höfuð einhvers trúarflokks. 5. Menn sem hafa|fengið undao- þágu áður en lögin ganga í gildi, eða hafa gefið sig fram og verið teknir i herinn síðan 14. ágúst 1915. Þá eru og nokkrar undantekningaf- Það er áreiðanlega í þágu þjóðar- innar að þeir menn, sem stunda eiO' hverja þá atvinnu, sem þjóðinni er bráðnauðsynlegt að rækt sé, verði ekki teknir i herinn. Seinasti sonur skal ekki heldur tek- inn frá móður sinni. Eg veit um mæður, sem hafa sent þrjá og íjóf3 sonu sína í nerinn og síðasti sonut hennar á eins mikla kröfu til þesS að vera undanþeginn herskyldu eius og nokkur annar. í þriðja lagi era þeir undan teknir, sem annaðhvott eru veikir eða ekki hæfir til her' þjónustu. Ennfremur skulu þeir menn undanteknir, sem vinna í skrif' stofum stjórnarinnar. Eg vona það enn, að þetta ftu®' varp verði óþarft. Látum rnennm3 gefa sig fram nú þegar! Látum þ koma af frjálsum vilja I Það er n^í ur timi til þess! Hermálaráðuneyt1 gefur þeim enn tækifæri til ÞeS^ Liðsöfnunaraðferð Derbys hefir ve ^ ið tekin upp aftur! Eg er fyllHefl á sama máli og margir vinir min að það muni vera besta og el , stj asta úrlausnin 1 Að minsta verðum við að reyna að ná í rneI\t ina ef það er hægt, en jafn *r verðum við að gæta þess, að ^ getum fengið eins marga menn * þingið samþykti að bæta vío inn. ... 1 , íi-1 m •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.