Morgunblaðið - 23.01.1916, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1916, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Fyrir kaupmenn: iwl t\ heimsfræga svissneska cacao, og át-súkkulaði, svo sem »Mocca«, »Berna«, »Milk« og fleiri tegundir, ávalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrirlísland. Höfuðbólið Lágafell ásamí JSœRjarRoti\ Jœsí iií áBúéar i Jaróögum 1916. A jörðinni er og fylgir henni: 1. Tvilyft íbúðarhús bygt af timbri að stærð xi-|—12 álnir með stein- kjallara, ásamt viðbyggingu 8-j-n álnir, einlyftri. 2. Fjós af timbri og járni yfir 15 kýr. 3. Heyhlaða áföst fjósinu af timbri, járni og steini, sem rúmar 600 bestburði af heyi. 4. Fjárhús yfir 200 fjár, bygt að mestu af timbri og járni. 5. Vatnsleiðsla er bæði í ibúðarhúsinu og fjósi. 6. Tún jarðarinnar er að mestu slétt og gefur af sér í meðal ári 350 hesta af töðu, alt girt með gaddavír. 7. Útheyskapur jarðarinnar er út frá túninu, og allur heyskapur hennar hefir af dómkvöddum mönnum verið metinn alls 2000 hestburðir. Hlunnindi jarðarinuar eru laxveiði i Leirvogum og hafa þar t. d. veiðst í þremur ádráttum 127 laxar siðastliðið sumar. Jörðin liggur 12 kílómetra frá Reykjavik og akbraut þaðan heim í hlað. — Hagbeit fylgir jörðinni mikil og góð, bæði sumar og vetrarbeit. Jarðir þessar geta einnig fengist keyptar ef um sen^ur verðið og útborgað er minst 10.000 krónur. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til undirritaðs eiganda jarðanna. Álaíossi 17. janúar 1916. Bogi A. J. Pórðarson. Bifreiðakensla. Þar eð Stjórnarráð íslands hefir löggilt mig sem kennara við Over- land-bifreiðar, leyfi eg mér hér með að biðja alla þá, er ætla sér að læra, að vera búnir að tala við mig ekki seinna en 25. janúar 1916. Virðingarfyllst. Gunnar Gunnarsson, Hverfisgötu 90. Nokkrir erfiðleikar. (Eftir »Daily Mail«) Hin síðustu stóru Zeppelins-loft- iör hafa ákaflega stóran loftbelg, lík- an að lögun og vindil og er hon- um skift i 25 hólf, sem eru fylt tneð Hydrogen,' sem er hið léttasta gas er menn þekkja. Undir belgn- um eru þrjú »skip« úr aluminium, og í hverju þeirra er sterk bifvél og hafa þær allar þrjár til samans hér um bil 1000 hesta afl. En til þess að koma í veg fyrir að jafnvægið raskist er að eins varpað niður úr miðskipinu. Þótt engar nákvæmar skýrslur hafi fengist um það, hve mikið þessi nýustu loftför bera, þá er það þó víst, að þau geta borið 12—ijsmá- lestaþunga alls. Þar með er talin áhöfnin, matvæli, olíur, skotfæri og sprengikúlur. Það er auðvitað und- ir því komið hve miklar olíubirgðir loftförin hafa, hvað langt þau geta flogið í einni stryklotu, en þessj nýustu loftför geta að minsta kosti flogið 1300 mílur. En það er aug- ljóst, að þvi skemri leið sem þeim er ætlað að fljúga, því meiri þunga geta þau flutt með sér af sprengi- kúlum, og það er sérstaklega þess vegna, að Þjóðverjar hafa gert birgða- stöðvar í Belgíu, eins naírri Eug- landi og unt er. Þessar birgðastöðv- ar eru áfangar á miðri leið. Ef loft- förin hafa t. d. áfangastað í Zee- briigge og taka olíu og sprengikúl- ur, þá er vegalengdin til Lundúna og þaðan aftur hér um bil 250 míl- ur. Það má búast við því að þá vegalengd • geti Zeepelinsloftförin flutt með ser 3—4 smálestirafsprengi- kúlum. Loftförin eru mjög háð veðráttu. Vindar, þokur, ský og kuldar eru óvinir þeirra og há þeim mjög. Þó fóru þau herför til Yarmouth 19. janúar í fyrra. Vindar. Hinar eldri gerðir af Zeppelinsloft- förum áttu sér skæðan óvin þar sem vindurinn var, einkum vegna þess að flughraði þeirra var eigi meiri en 40 mílur á klukkustund. í hvass- viðri og stormi gátu þau enga björg sér veitt og mörg hin fyrri slys þeirra voru þvi að kenna. En smám- saman hefir flughraði þeirra verið aukinn og nú geta þau jafnvel flog- íð í móti stormi og ofviðri. Það var sagt í París fyrir fáum dögum, og haft eftir bestu heimildum, að ftönsk flugvél, sem gatjj farið 75 vnílur á klukkustund, hefði nýlega eh Zeppelinsloftfar án þess að ná Því. Hvernig sem á þessu getur staðið, þá er það þó kunnugt, að hm nýustu Zeppelinsloftför geta flogið mílur á klukkustund í kyrru veðri. Hagkvæmust vindátt fyrir Zeppe- ^sloftförin til þess að fara herför Englands, væri auðvitað hæg austanátt. Þá hefðu þau byr með sér meðan þau eru fullhlaðin, en er þau hafa kastað niður sprengikúlun- um, þá léttast þau svo mjög að þeim yrði það hægðarleikar að fljúga á móti nokkurri golu. Þetta kem- ur þó líklega aldrei til greina vegna þess að vindar ráða ekki um það hvenær herför skuli gerð. Ský. Skýin eru loftförunum ekki til ama nema að því leyti, að þau hylja jörðina sjónum flugmanna. Regn- ský, sem liggja nærri jcrðu, eru þeim verst, en létt ský, sem eru hátt í lofti og rofin með köflum, gætu orðið' þeim til nýtja, því að loftförin geta falist bak við þau. Skýjað loft er óhagkvæmast þegar frost er, eins og síðar mun frá skýrt. Þoka. Þokur eru loftförunum verstar. Til þess að þau geti komið fram ætlunarverki sínu, verða þau að sjá til jarðar og átta sig þar á ýmsum merkjum. Enda þótt áttavitinn komi þeim að góðu haldi, þá er þó ekki hægt að stýra loftförunum rétt f þoku vegna loftstrauma. Vindar eru hið sama fyrir loftförin og sjó- straumar fyrir skip, nema hvað þeir eru breytilegri. Það verður þvi nauðsynlegt fyrir flugmenn í fram- tíðinni, að geta stöðvað loftförin og mælt út með lengdar og breiddar- gráðum hvar þeir eru stadd'r — og það er engin ástæða til þess að ef- ast um það að slíkt verði gert — en þess eru enginn dæmi enn þá. Á þann hátt gætu þeir nákvæmlega reiknað legu Lundúnaborgar, enda þótt alt England væri þoku hulið. í þeim herförum, sem Zeppelins-loft förin hafa gert til Englands, hafa þau augsýnilega treyst á landmerki til þess að átta sig, en hafa að eins haft áttavitann með til vonar og vara. Bezta og gleggsta iandmerk- ið er auðvitað Thames, og því mið- ur er ómögulegt að fela hana. í litlu tunglskini um nótt mun hún jafnvel vera sýnileg langar leiðir sem silfurlitt land. Annað mikilsvert atriði er það, að þoka hylur alveg skotmarkið, og þarf því tæplega að óttast árás Zeppelins-loftfara þegar þoka er i austanverðu Englandi. Lojthiti. Lofthitinn hefir ekki svo ákaflega mikil áhrif á Zeppelins-loftförin og sumir segja. En þó er það marg- reynt, að í sólskini geta þau borið meiri þunga heldur en i köldu veðri og loftþykni. Þó stafar það ekki af þvi, að loftið sjálft sé hlýtt, heldur vegna hins, að sólargeislarnir hita loftbelginn mjög. En loftförunum kemur þetta ekki að iiði þá er þau fara til Englands, þvi að þau eru neydd til þess að ferðast á næt- urnar. Kuldi 0% ísinq. Þessir erfiðleikar, sem hér hafa verið taldir, eru þó ekki jafn slæmir og frost og ising til samans. Margir msnn eru hissa á þvi, að Zeppelins- loftförin skuli ekki hafa komið til Lundúna síðan um miðjan október- mánuð. Astæðan til þess er augljós. Veðráttan, sem ríkir um þessar mundir yfir Norðursjó og Bretlands- eyjum, er þannig, að loftförin geta ekki komist hingað. Hver einasti flugmaður kannast við það, að þá er flogið er gegnum ský, verða föt manns döggu slegin og vængir flugvélanna gegnvotir á augabragði. En sé ising, legst hún á vængina og flugvélina sjálfa og verður smám saman að þykkri klaka- húð. Það eru mörg dæmi þess, að flugvélar, sem hafa farið mjng hátt, koma niður með klökuga vængi. Zeppelins loftförin eru háð sama lög- máli, nema hvað þau standa ver að vigi gegn því heldur en flugvélarnar. Ummál hinna stóru Zeppelins-loft- fara er um 90.000 ferfet. Nú vitum vér það, að hvert kubikfet af klaka vegur 57^/2 pund (enskt), og af því getum vér séð, að klakahiið, sem ekki er þykkri en lfxg úr þumlungi mun vega hér um bil 14 smálestir sé hún jöfn yfir allan loftbelg loft- farsins. En við skulum nú gera ráð fyrir því, að hún leggist eigi nema á efri helming loftbelgsins, en samt sem áður mun hún þá auka þunga loftfarsins um 7 smálestir. í slyddu- veðri verður þessi klakahúð ennþá þykkri, sé langt flogið, en jafnvel þótt hún sé ekki meiri en fyr er getið, þá mundu þó loftförin ekki geta borið hana. í sambandi við þetta má og geta þess, að Zeppelins- loftförin verða að fljúga svo hátt í lofti, að þar er vanalega frost um þetta leyti árs. 1-2 stór brúkuð trérúmstæði með fjaðra- madressum til sölu. Lanra Nielsen Austurstr. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.