Alþýðublaðið - 01.05.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1958, Síða 4
Alþýðublaðið Fimmtudagur 1. maí 1958. I VERKAME'NT'I um Leim allan! j; Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga sendir ykkur öllum innilegustu bróðurkveðj- I ur í tilefni fyrsta maí. Fyrir níu árum voru Jfessi orð rituð á skj aldarmerki Alþjóðasambandsins: BRAUÐ — FRIÐUR FRELSI Síðan hacfa frjáls verkalýðsfélög fengið miklu áorkað, bæði hvað sn'ertir efnahags- legar umbætur og auknar atvinnutrjrgging- ar. Kaup verkamanna hefur hækkað, vinnu- skilyrði bætt, vimmstundum fækkað, ekki aðeins í hinum sterkari iðnaðarlöndum, , heldur og þar sem efnahagsaðstæður er-u ! síðri, enda þótt þar sé margt enn ógjört. — Fólk hefur kynnzt hóflegri velmegun, eink- um í hinum sterkari iðnaðarlöndum. En þó hefur óvætt víðtæks atvinnuleysis og efna- hagslegrar kyrrstöðu enn einu sinni skotið upp kollinum. Það er aldrei hægt að líta á velmegun sem sjálfsagðan hlut. Hún fæst ekki nema með vinnu, baráttu og skipulagn- ingu. Allt frá upphafi hefur Alþjóðasambandið stuðlað að því, að komið verði á aiþjóðlegri efnahagssamvinnu á æ víðtækara svæði. —• Stofnun alþjóðlegra efnahagsstofnana eða annarra, sem bundnar eru við ákveðin lönd eða svæði, er skref í rétta átt, en samtök frjálsra verkalýðsfélaga verða ávallt að vera áhrifamikil innan þeirra, ef þau eiga að geta lagt fram sem ríkastan skerf til velferð ar mannkynsins. Alþjóðasamhandið ber einnig þungar á- ^yggjur vegna þeirrar óvissu, sem ríkir á sumum vörumörkuðum, eins og t. d. niörk- uðum fyrir plantekruuppskeru og helzíu máímtegundir. Það er nauðsyhlegt, að kom- ast að alþjóðlegum samningum, sem miða ekki aðeins að því að skapa öryggi á vöru- mörkuðum, heldur tryggja verkamönnum einnig sanngjörn og örugg laun. VERKAMENN! Á. þessum d,egi viljum við einnig láta í Ijós þá von, að menn í hinum æðstu á'byrgð- arstöðum muni halda áfram að beita sér- af öllum mætti fyrir því að dregið verði úr ósamlyndi í alþj óðamálum og reyni að leysa mest aðkallandi vandamál okkar daga: að stöðva vágbúnaðarkapphlaupið og forða heiminum frá hættunni af kjarnorkustyrj- öld, sem gæti ekki leitt til annars en enda- loka mannkynsins sjálfs. Þetta er öld stórstígra vísindalegra og tæknilegra framfara á svo að segja öllum sviðum mannlegrar viðleitni. Áhrifa sjálf- virkni er þegar farið að gæta aSls staðar og skapar það vandamál, sem varða mjög all- an vérkalýð. Tilhúnir gervihnettir svífa um- hVerfis hnöttinn. Það er meistaralegt afrek mannsandans, þýðingarmikið tii að auka þekkingu mannsins, en viðbjóðslegt, ef þeim er ætíað að slá ótta og óhug í hjörtu mann- anna. Um leið og geysimikil viðleitni er gerð til þess að rannsaka hinn ytra geim, skulum við minnast þess, að langtum meira þarf að gera til þess að afmá hungur. og kvilla, sem enn ógna miklum hluta mann- kynsins, af yfirborði jarðar. Á tíu ára afmæli yfirlýsingarinnar á mannréttindastofnskrá Sameinuðu þjóðanna í október 1958 fylkjum við liði með þeim, sem' eru reiðúbúnir að berjast fyrir fram- kvæmd hennar um allan heim. Og við mun- um jafnframt halda áfram baráttu okkar fyrir því, að Sameinuðu þjóðirnar verði sí- fellt áhrifameira verkfæri í þjónustu mann- kynsins. VERKAMENN HINS FRJALSA MEIMS’ I dag helgum við okkur á ný baráttunni fyrir frelsi: mannanna og lausn úr efnahags- legum, þjóðfélagslegum og stj órnmálalegum þi'ældómi. Ef menn hafa nokkum tíma gert sér von- ír uni, að kommúnistískt einræði gæti orðið frjálslynt, þá hafa þær vonir brostið fyrir fuMt og allt. Reyndin hefur verið sú, að allt frá því að hin djarfa uppreisn ungv.ersku þjóðarinnar og barátta fyrir frelsi var bæld niður á svo svívirðilegan hátt, höfum við borft á það, að ails staðar hefur verið hert á ólinni. Jafnframt er haldið áfram þeirri heimsveldisstefnu að binda frjálsar þjóðir í þrældóm. Það getur verið, að hópur einræðisherra og hexnaðareinvalda hafi minnkað, en það er langt frá því, að fasistahættan sé enn úr sögunni, og hin' illræmda Frankóstjórn er enn við líði. Og ekki geta stjórnmálalegar breyting- ar leynt hinni sáru fátækt almúgans í Mið- Austurlöndum. Enda þótt nýlendustefnan sé á undan- haldi, megum við aldrei linna baráttu okkar fyrir rétti allra þjóða til þess að ráða sjálfar örlögum sínum, né heldu'r hverfa af verðin- um, þegar um er að ræða brot á réttindum þeirra, sem.nýlega hafa hlotið frelsi. Styrk- ur hins frjálsa heims er-kominn undir því, að hann sé fullfcomlega frjáls.. VERKAMENN HINS FRJALSA HEIMS! Á þessu stutta tímabili, aðeins níu árum, hefur vegur Allþjóðasambands frjálsra verka lýðsfélaga vaxið ört, og nú nær það til 137 verkalýðsfélaga í 95 löndum, og meðLima- fjöldinn ej- samtals 55 milljónir. Það talar alls staðar máli verkalýðsins, hinna frjálsu og þeirra, sern enn eru undirokaðir, og það ep enginn sá afkimi til á jörðinni, þar sem rödd þess heyrist ekki. Aldrei hefur nauðsyn á samheldni meðai verkamanna allra þjóða verið méiri en nú. Tilmæli okkar um stuðn'ing við sjóð þann, sem stofnaður hefur verið til þess að efla alþjóðlegt samstarf, hafa þegar fengið góð- ar undirtektir. Sjóðnum er vel varið í hinni miklu baháttu til þess að styrkja raðjr ofck- ar og skiþuleggja hina óskipulögðu, Fylkið ykkur um Alþjóðasamband frjóilsra verkalýðsfélaga í baríáttunni .fyrir þjóðfélag'slegu og efnahagslegu réttlæti ; og fyrir varanlegum friði! ... . Sækið fram iundir merki frelsisins með Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga! • • • • • Biðjið um Brussel. — Zoya Skourdina, sem sá umþjálfun Spútnik-tík- arinnar Loiku, lýst því yfir í Brussel á fimmtudaginn að eitt af því erfiðasta í starfi hennar væri að verða ekki of hænd að hundunum. ■ „Við þekkjum þessa geim- hunda allt frá þvx þeir koma í þennan heim. Það er erfitt að komast hjá því að finna til með þeim, en við verðum að þvinga okkur til að takasömu afstöðu til þeirra og bóndinn til húsdýra sinna og gera þá ekki að kjölturökkum. Laika var sérlega efnilegur hundur. Hún var fljót að læra og var. mátulega stór. Ég hugsaði oft til hennar, þar sem hún geyst- ist umhverfis hnöttinn alein, en hún var þjálfuð til þess og henni leið að vísu bærilega. dó samstundis, þegar kallið var komið“, sagði Zoya Skourdina, sem dvelst um þessar mundir í höfuðborg Belgíu í sambandi við Heimssýninguna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.