Alþýðublaðið - 28.05.1920, Side 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
eru orðnir lciðir á kúgun Breta.
Eins og menn muaa, reyndu bolsi-
víkar að brjótast inn í lönd Breta
þar, en hættu við. Þegar Afghan-
ar og Indverjar spurðu það, hófu
þeir uppreisn, en gátu aldrei tekið
höndum saman við Rússa, voru
undirokaðir áður. Þá hafa Persar
ekki búið við nein sældarkjör frá
hendi Breta, en nú er þar kominn
rússneskur her, sem heimtar að
þeir hverfi algerlega á burtu það-
an. í Egiftalandi logar alt í upp-
reisnum, enda hefir brezk stjórn-
vísi aldrei verið svívirðilegri en
einmitt þar. Þá munu Alzir, Tunis,
Tripolis og Marokkobúar ekki una
vel yfirstjórn Frakka og ítala, sem
ekki hefir verið nein fyrirmynd,
enda gekk Frökkum æði illa að
sigra uppreisnarforingjann Abd el
Kader, sem kunnur er fyrir hina
frækilegu baráttu sína fyrir sjálf-
stæði Alzirbúa. Nú hafa Anatoiíu-
búar bæzt í hóp hinna óánægðu
og hafa hótað að hefja heilagt
stríð. Eins og gefur að skilja,
mun Evrópumönnum lítil hætta
stafa af því, en þarna eystra búa
miljónir kristinna manna, bæði í
Armeníu og fleiri stöðum. Sumar
þjóðir þar, sem Mohammedstrú
játa, svo sem Kurdar og Tjerkess-
ar, eru löngu kunnar að afburða
hreysti og grimd, svo hættulegur
leikur er það, sem bandamenn
leika. Því skeinuhættir munu þeir
verða, játendur íslamstrúar, þegar
þeir hafa gripið hinn græna fána
Mohammeds til að falla eða sigra
fyrir kenningar spámannsins. Þeir
munu nú ca. 230,000,000 talsins
f heiminum.
H.
Rannsóknarnefnd
hefir verið skipuð af öldungadeild-
inni í Washington, til þess að
rannsaka hið háa verð á skófatn-
aði og öðrum leðurvarningi. Hafa
þingmetm sannfærst um, að eitt-
hvað sé meira eða minna bogið
við verðlagið. Skýrslurnar sýna að
skór, sem seldir voru í búðum
fyrir 9 dali 1919 og kosta nú
tó>5o dali, kostuðu í innkaups-
verði 4 36 dali 1919 og 5 40 dali
í ár. Leðrið og atrnað efni í skóna
kostaði árið sem leið 2 33 dali og
verkalaun 90 cent; þetta ár er
efnið 3.37 dali og verkalaunin x.04
dali. Verksmiðjueigendur höfðu í
ábata á hverju pari 89 cent 1919
og 1.04 dali í ár. Skóverzlanirnar
hafa því hækkað skóverðið um
helming eða því sem næst, frá
innkaupsverði, Ástæðan fyrir þess-
ari rannsókn varð til með einkenni-
legum hætti. Einn af þingmönn-
unum keypti sér skó, sem kostuðu
20 dali. Þótti honum það all hátt
og leitaði upplýsinga hjá verk-
smiðjunni um verð hennar og var
það 8 dalir. Það þótti þingmann-
inum furðu langt gengið og nú
hefir hann komið þessari rannsókn
af stað, og er hann sjálfur for-
maður nefndarinnar/ Hkr.
Ekki er ólíklegt, að rannsókn
þessi eigi nokkurn þátt í verðfalli
skóvöru, sem sagt er að orðið
hafi nú nýlega í Bandaríkjunum.
tltlenðar fréttir.
Leningrad.
„Echo de Paris" flytur þá fregn,
að Petrograd (St. Pétursborg) skuli
framvegis heita Leningrad, til heið-
urs Lenin á 50 ára afmæli hans.
Danir fá feeint loftakeytasam-
band rið Bandaríkin.
„Times" segir frá því, að í
New York sé nú nefnd danskra
sérfræðinga til að semja við
Bandaríkin um beint loítskeyta-
samband milli Danmerkur og
Bandaríkjanna.
Vcrkföll í Japan.
Sporvagnaþjónar í Tokio í Japan
hófu verkfall fyrir skömmu. En
yfirvöld Japana fara ómjúkum
höndum um verkfallsmenn. Hafa
þeir strax tekið höndum 47 leið-
toga verkfallsins og bannað allar
samgöngur. En þrátt fyrir þessar
hörðu ráðstafanir auðvaldsins láta
verkfallsmenn engan bilbug á sér
finna.
Hundrað ára afmæli Herfeert
Spencers.
í lok síðasta mánaðar voru lið-
in 100 ár frá fæðingu Herbert
Speccers f Derby á Englandi.
Hann var spekingur að viti, og
ritaði geysimikið. Mörg af ritum
hans lifðu vart sjálfan hann, sök-
AlþýdnblaðiO
er ódýrasta, fjölbi’eyttasta eg
bezta dagfelað landsins.
Kanpið það og lesið, þá
getið pið aldrei án þess verið.
um þess að þau voru eins konar
vísindaleg alfræðisorðabók, en
tímarnir og hugsunarháttur manna
eru breytingum undirorpnir. En
um önnur rit hans, svo sem „The
Study of Sociology" og „First
Principles" er öðru máli að gegna.
Á íslenzku mun hafa verið þýdd
eftir hann bók um uppeldismál.
Bissolati látínn.
Signor Bissoiati, foringi jafnað-
armanna á Ítalíu, er nýlátinn 6
Róm. Hann var áður ráðgjafi á
stríðstímunum. Jarðarför hans fór
fram á kostnað hins opinbera, að
viðstöddum yfir 100 þingmönnum.
Japnnar hervæðast.
Japanar eru ein af þeim fáu
þjóðum, sem óx fiskur um hrygg
af heimsstyrjöldinni.
Nú búa Japanar sig að sama
skapi undir stríð, sem þeir geröu
fyrir stríðið við Rússa 1904.
Nú hafa þeir í smfðum 2 her-
skip, bæði 40 þús. tonn að stærð,,
annað 700 fet á lengd, en hitt
800 fet.
Japanar hafa nú lært alt sem
læra má af vestrænum „teknisk-
um“ vísindum, og munu bráðlega-
geta farið að kenna vestrænu
þjóðunum.
Ouatemala
er, eins og menn vita, eitt af smá-
ríkjunum f Mið-Ameríku. í smá-
ríkjum þessum eru tíðum óeirðir
og stjórnarskifti. Sá, sem hefir
verið forseti þar um nokkurt skeið,
heitir Cabrera. í síðasta mánuði
var honum vikið frá af þinginu,
en hann sat sein fastast. Var sfð-
an sendur her á hendur honum
og varð hann loks að gefast upp
eftir 6 daga vörn.
Nýi forsetinn heitir Herrera og
hann hefir lofað að koma á friði
og spekt í laudinu, en Cabrera er
nú fangi stjórnarinnar. Munu slfk
stjórnarskífti eigi einsdæmi þar um.
slÖðir.