Morgunblaðið - 02.04.1916, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
JTlotiíenegro.
Vitri asninn.
Nafnkunnur Afríkufari hefir sagt
þessa sögu:
A einni af ferðum mínum hafði
stjórnin í Tunis fengið mér lifvarð-
arlið þarlendra riddara, til þess að
gæta þess, að Arabar rændu mig
eigi né dræpu, því þeir eru uppi-
vöðslumenn miklir. Foringi þessara
riddara var aldraður maður og reið
hann asna. Varð eg þess fljótt var,
að menn hans álitu þennan asna
einhverja yfirnáttúrlega veru.
Einhverju sinni hvarf mér úr mitt
og ýms áhöld, og eg vissi þegar,
að einhver af fylgdarmönnum mín-
um var valdur að hvarfi gripanna,
því að við vorum þá langt frá öll-
um mannabygðum. Eg skýrði for-
ingjanum frá þessu og kallaði hann
þá saman alla menn sina og skip-
aði þeim að skila þýfinu innan stund-
ar. Eg lét þess getið við hann, að
eg ætti þess litla von að heimta
gripina aftur. Hann mælti þá:
— Bíðið við, herra minn; ef alt
um þrotnar, þá skal eg láta asnann
minn finna þjófinn.
Auðvitað lét þjófurinn ekkert á
sér bæra, og foringinn mælti þá til
manna sinna:
— Nú fæ eg asnanum mínum
málið til úrlausnar. Eg ætla að skipa
honum að finna þjófinn.
Síðan fór hann inn í hesthúsið,
þar sem asninn var, og dvaldi þar
drykklanga stund. En er hann kom
aftur, mælti hann til mannanna:
— Nú farið þið hver á eftir öðr-
nm inn í hesthúsið og takið i hal-
ann á asnanum. Um leið og þjóf-
urinn tekur i halann, mun asninn
slá hann svo hastarlega, að hann
mun takast á loft.
Eg þóttist þess alveg viss, að for-
inginn væri að leika með mig. —
Mennirnir gengu einn á fætur öðr-
um inn í hesthúsið og auðvitað sló
asninn engan þeirra. Foringinn
skipaði þeim siðan í fylkingu og
skoðaði hendur þeirra mjög grand-
gæfilega.
Alt í einu staðnæmdist hann fyrir
framan einn manninn og mælti:
— Þú ert þjófurinn!
Manngarmurinn tók að nötra af
hræðslu og játaði það á sig að hafa
stolið gripunum og grafið þá bak
við tjaldið okkar. Þar fundust þeir
líka.
Eg þóttist þess fullviss, að asninn
væri eigi gæddur neinum yfirnátt-
úrlegum gáfum og bað þvi foringj-
ann að segja mér frá hvernig þessu
viki við.
— Það er ákaflega einfalt, mælti
hann og hló. Allir mennirnir trúa
því, að asninn geti fundið stolna
muni. Eg vissi að þjófurinn mundi
þess vegna eigi þora að taka í hal-
ann á honum. Þess vegna stráði
eg dufti, sem sterk lykt er að, á
nalann. Mennirnir héldu að eg væri
að skoða hendur sínar, en eg var
að þefa af þeim. Maður sá, er eng-
inn þefur var að, var auðvitað þjóf-
urinn, þvi að hann hafði ekki þor-
að að taka í halann á asnanum.
Eg hló og dáðist að kænsku
gamla mannsins.
Legu landsins geta menn séð á
þessari mynd. Að norðan og vestan
liggur Austurriki (Bosnía og Heize-
govina), að norðaustan og austan
Serbía, að sunnan Albanía og Adría-
haf.
Landið er alt hálent og fjöllótt
mjög, einkum að vestan. Heitir sá
hluti þess Czernagora (Svörtufjöll)
á máli landsbúa, og venjulega kalla
þeir því nafni alt landið. En hinn
hlutinn heitir Brda, og er hann
nokkru frjósamari. Eru þar skógar
í fjallahlíðunum, en Svörtufjöll eru
ber og nakin. Hlíðar þeirra eru
snarbrattar og gil og gljúfur skerast
um fjöllin þver og endilöng.
Hæstu fjöllin er Durmiter, 2528
metrar, Kom, 2448 metrar og Sto,
2268 metrar. Ár eru fáar i landinu
og renna í djúpum og þröngum
giljum. Stærsta áin heitir Moratsha
og fellur hún i Skutarivatnið. Piva
er önnur mesta áin og fellur hún
til norðurs í Drina. Zeta heitir ein
og rennur hún í Morátsha. Fjöldi
litilla stöðnvatna er á milli fjallanna.
Veðrátta er þar mjög óstöðug,
og ólík í hinum ýmsu héruðum.
í Czernagora er köld veðrátta og
úrkomusamt, en rétt þar fyrir sunn-
an er loftslag milt sem í Neapel.
Vaxa þar i dölunum fikjur, döðlur,
appelsinur, olíuviður, möndlutré mór-
berjatré og pálmar, og snjór sést
þar eigi á sumrum nema á hæstu
fjallatindum. Annars er jurtagróður
landsins heldur fáskrúðugur, og dýr
eru þar fá. Þó hittast þar birnir,
úlfar og villisvín. Landið er strjál-
bygt og eru Svartfellingar flestir
grisk-kaþólskrar trúar. Rússakeisari
var áður höfuð kirkunnar þar í landi,
en þó eiga landsmenn einn æðsta
prest, og nefnist hann Vladika.
Svartfellingar eru nraustir menn
og harðfengir, en mentun þeirra er
á heldur lágu stigi. Hefir þeim þó
fleygt fram núna á siðustu árum að
þvi leyti. Þeir erum fátækir menn
og sparsamir. Vel efnaður er talinn
hver sá maður, sem hefir svo sem
600 króna tekjur á ári. Húsakynni
eru mjög iéleg, og svipar þeim uokk-
uð til þeirra húsa, er landnámsmenn
reistu hér á landi. Eru það skálar,
þar sem menn sitja, snæða, sofa og
elda mat sinn. Er það víða, að eld-
ur er kveiktur á hlóðpm, og fer
reykurinn út um stromp á mæni
hússins. Sums staðar er kvikfénað-
ur hýstur i þessum skála lika. í
Czernagora eru húsin flest hlaðin
úr steini, en í Brda eru timburhús.
í höfuðborginni sjálfri, Cettinje, eru
flest húsin úr steini og einlyft.
Svartfellingar eru frændræknir
menn; halda ættirnar saman, og er
eizti maður höfðingí í hverri ætt.
Er það altítt að 2—300 merm af
sömu ætt búi saman. Svartfelling-
ingar eru sundurgerðarmenn og þyk-
ir gaman að klæðast í skart. Eiga
þeir sinn þjóðbúmng; er hann ein-
kenniiegur mjög, og halda þeir trygð
við hann, þrátt fyrir áhrif menning-
arinnar.
Á 14. öld hét landið Zeta, og lá
þá undir Serbíu. Árið 1389 lögðu
Tyrkir Serbíu undir sig og flýði þá
fjöldi Serba til Svörtufjalla og settist
þar að. Stofnuðu þeir þar frjálst
ríki, sem aldrei hefir unnist fyr en
nú. Er saga þess óslitin bardaga-
saga, og höfuðféndur þess hafa Tyrk-
-ir verið. Svartfellingar tóku hraust-
asta manninn til foringja og erfðu
afkomendur hans foringjatignina.
En sú ætt var aldauða árið 1421.
Þá var Stefán frá Svörtufjöllum kos-
inn landstjóri. Var hann hraustur
maður og vitur. Hann reisti tvær
borgir við Adríahaf og gerði
bandalag við Feneyjar gegn Tyrkj-
um. Sonur hans hét ívar, og var
kallaður hinn svarti. Hann var hin
mesta hetja, og er það enn þann
dag í dag rómað þar í landi, hversu
hraustlega hann varðist Tyrkjum,og
honum þakkað það að landið gat þá
varið sjálfstæði sitt. Um hann geng'
ur sú sögusögn i Montenegro, ^
hann muni snúa sér í gröf sínni af
fögnuði, þegar Tyrkir verða hraktir
úr álfunni.
Þótt Svartfellingar væru samtak1
í því að verja land sitt gegn Tyrkj'
um, þá var þó hver höndin upp á
móti annari meðal þeirra. Reyndu
ættirnar á alla lund að skara eldi að
sinni köku, og varð hiriu litla ríkl
mikið tjón að því. En árið 1696
komst til valda sá maður, er Danilo
Petrovitsch Jiét, og tókst honum að
binda enda á innanlandsdeilurnar.
Hann gerði bandalag við Rússland
og Feneyjar, og árið 1711 fékk hann
því til leiðar komið, að konungs-
tignin skyldi ganga að erfðum til
niðja sinna
Svartfellingar þóttust öruggir, þeg-
ar þeir höfðu náð bandalagi við
Rússa og treystu þeim eins og nýju
neti. Arið 1788 lenti Rússum og
Tyrkjum saman í ófriði, og skoraði
þá Katrín drotning önnur á Svait-
fellinga að grípa til vopna og létu
þeir ekki biðja sig þess tvisvar.
Börðust þeir eins og ljón í þrjú ár,
en þegar friður var saminn, gleymdu
Russar þeim alveg. En eftir þenn-
an ófrið komu nokkur friðarár, og
notaði konungurinn, Pétur I., þann
tíma til þess að koma á betra skipu-
lagi ir.nanlands. Átti hann þó fult
í fangi með það, því að landsmenn
vildu eigi greiða neina skatta, en
voru jafnan fúsir til þess að berjast.
Árin 1803—1807 og 1810— 1814
áttu Svartfellingar í ófriði við Tyrki
og náðu þá Cattaroborg. Árið 1830
kom Pétur annar til valda. Hann
hafði dvalið lengi í Petrograd og
lagði hann mikið kapp á það, að
menta og fræða þjóð sína. Gafst
honum tími til þess í nokkur ár, en
1840 hófst ófriður við Tyrki enn
að nýju og stóð sú styrjöld næf
óslitin fram til 1878. Nikita kon-
ungur kom til ríkis árið 1860, þegar
föðurbróðir hans, Danilo konungur,
var myrtur. Tveimur árum síðar
þröngvuðu Tyrkir mest kosti Svart
fellinga. Óðu þeir þá yfir landið
og náðu höfuðborgiuni á sitt vald
Urðu Svartfellíngar þá að beiðast
friðar, og fengu sæmilega friðarkosti
fyrir milligöngu Rússa. Arið 1878
voru þeir hepnari. Unnu þeir þá
hvern sigurinn á eftir öðrum, og
þegar friður var saminn . i Berlío
það sama ár, fengu Svartfellingar
svo mikla landaukningu, að riki
þeirra stækkaði rúmlega um helming
(3100 ferrastir) og var viðurkent af
stórveldunum sem sjálfstætt ríki. Þó
voru settir þeir kostir, að það mretti
ekki hafa herskip af neinu tagi, og
ekki heldur leyfa herskipum annara
þjóða að nota hafnir slnar. En jafn-
framt fengu Svartfellingar fyrirheit
um það, að skip þeirra skyldu vera
undir vernd austurrikskra konsúla.
í Balkanófriðnum fékk Monte-
negro enn laglega landaukningu, eD
nú hefir hin hrausta fjallaþjóð orðið
að lúta i lægra haldi fyrir Austurríkis-
mönnum. Það frelsi, sem hún hefif
getað varið í sex aldir og hefir fórn-
að svo miklu blóði fyrir, er nú 3
henni tekið eftir drengilega vörn-
En hver verður framtíð hennar, og
hver verður framtið Belgíu, Serbíu/-
Albaníu og Póllands?