Morgunblaðið - 25.06.1916, Qupperneq 3
25. júní 230. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
Á tali.
Dagen efter Martengás i
Lnnd. Kandidat Stoop yáekes
vid 11-tiden pá förmiddagen
af ett infernaliskt ringande
i telefonen. Tvár butter och
nagot hakis svarar han med
skoflig stámma:
— Hallá! Lasse-Maja.
— Lasse-Maja. Hva fad-
ren, han ar ju död för hundra
ár se’n!
— Jag vet! Mentelefon-
suhhorna1) koppla2) ju át
helvete jamt.
Strix.
Morgunblaðið var um daginn að
kenna mönnum heilræði um talsíma-
notkun. Það var nú alt gott og
blessað, en þar var aðeins farið út í
smávægilegt aukaatriði, sem litlu
skiftir. Aðalgallana við notkun tal-
simanna hér er að finna á Miðstöð-
inni, og fæ eg ekki betur séð en að
Gísli verði að manna sig upp og
breyta reglunum, þvi frágangssök er
liklega fyrir hann að reyna að breyta
stúlkunum. Skal hér farið nokkrum
orðum um galla þá, sem helzt hafa
angrað mig við notkun talsíma.
1. gr. í gömlu reglunum byrjar
svo: Sá er ætlar að simtala snýr
hringingarsveifinni þrjá snúninga, og
lætur heyrnartólið hanga á króknum
á meðan. Þegar hringingunni er
lokið tekur hann heyrnartólið af
króknum og heldur því fast að eyr-
anu og bíður par til miðstöðin geqnir
Ef farið væri eftir þsssu, yrði lang
oftast ekkert úr samtali; i stað þess
sæti dauður og stirðnaður maður ná-
lega við hvert talfæri i bænum með
heyrnartólið í höndunum.
Betur held eg það reynist að snúa
þrisvar sinnum þrjá snúninga og láta
liða gott andartak á milli hverra
hringinga, taka svo heyrnatólið af.
Með því móti lánast mér ojt að ná
tali af miðstöðinni án frekari fyrir-
hafnar, og það er minni töf að því
að eyða þessum andartökum strax,
þegjandi og hljóðalaust, heldur en að
eiga það á hættu að þurfa að hringja
og biða — hringja og bíða — hringja
Og bíða og gefast svo upp, en það
hendir ekki ósjaldan með gamla
kginu.
Þá held eg áfram með 1. grein-
Ina: ........Þá er miðstöðin hefir
svarað, segir hann númer þess not-
anda, er hann vill hafa tal af. Mið-
stöðin endurtekur númerið...........
Þetta veit eg ekki hvort er rétt í
reglunum, Að minsta kosti er
*eynslan sú, að miðstöðin nefnir eitt-
Vert annað númer, og svo kemur
alt annar maður til viðtals en til var
stofnað, þv{ ekkert dugar að þræta
Vlð miðstöðina. Það er þó sök sér,
ve^ getur hizt svo á að maður
- r . að tala við hann. Það lik*
tst Vlnnubrögðunum hjá manni ein-
• m .sem e8 þekki. Hann hefir feikn-
öll af bókum og blöðum, skjöl-
reIef°nsubba = símamær.
) koppla = gefa samband.
um og skrifum liggjandi hvað innan
um annað og hvað ofan á öðru á
skrifborðinu hjá sér. Þegar hann
svo þarf að brúka eitthvað af því við
störf sín, þá leitar hann á borðinu
en finnur það ekki. í stað þess finn-
ur hann venjulega eitthvað annað,
sem hann hefir vantað daginn áður
eða nokkrum dögum áður og sezt
þá við að vinna úr því.
Verra er það, hvað oft hittist svo
á, að sá er á tali, sem maður ætlar
að finna að máli. Sérstaklega vill
það brenna við á borgaralegum kaffi-
tímum. Eg man sérstaklega eftir
einu dæmi. Eg þurfti að tala við
kaupmann hér í bænum og hringdi,
en fékk það svar hjá miðstöðinni,
að hann væri á tali; svo reyndi eg
við og við á næsta hálftíma, en fekk
alt af sama svar. Loks náði eg í
hann og byrjaði með þvi að svala
mér svo lítið á honum fyrir mál-
æðið og sagði: »Það er naumast
að þér þurfið að talac. »Eg«, sagði
kaupmaðurinn, »eg hefi ekki talað
við nokkurn mann í ugglausa tvo
tíma og enginn hefir hringt til mín<.
Þegar svo stendur á fyrir mið-
stöðinni, held eg það væri heppi-
legast, að hún segði manni hispurs-
laust, hve langan tíma þetta tal
mundi taka, t. d. 10 minútur eða
stundarfjórðung.
Verst af öllu er þó hve afarerfitt
reynist oft að losna úr sambandi,
getur það komið sér illa, sérstaklega
hafi sambandinu verið þröngvað upp
á mann, þ. e. maður fengið skakt
númer.
Þetta kom’fyrir mig um daginn.
Eg ætlaði að hringja upp mann, sem
eg þurfti nauðsynlega að tala við.
Eg hringdi og fekk miðstöðina eftir
venjulega bið og bað um númerið.
Miðstöðin var auðvitað ekki á samá
máli í fyrstu, en þó hélt eg að mér
hefði tekist að sannfæra hana; það
reyndist samt nokkuð öðru visi.
Samband fekk eg, og það var kven-
maður, sem svaraði. Eg spurði því:
»Ætli N. N. sé heima?«. »Það er
ekki þar«, var svarað. »Viljið þér
gera svo vel að hringja af« sagði eg.
Og við hringdum bæði. Nú lét eg
líða nokkur augnablik og hringdi
svo aftur og sama röddin svaraði.
»Hver er það annars, sem miðstoð-
in endilega vill láta mig tala við«,
spurði eg. »Eg heiti Karólina,
Kom-an«, svaraði stúlkan. Eg sagði
til mín, og svo töluðum við saman
um hríð, til þess að lofa miðstöð-
inni að átta sig; hringdum svo af
enn á ný. Nú lét eg líða hér um
bil hálftíma og hringdi svo aftur.
Sama stúlkan. »Við fáum ekki
skilnaðc, sagði eg í vandræðunum,
og enn töluðum við og gekk nú
samtalið út yfir miðstöðina. En svo
fór mér að leiðast, enda var ekki
laust við að eg væri hálfhræddur
við afleiðingarnar af þessn nauð-
ungarsamtali. Eg lét því heyrnar-
tólið á krókinn í síðasta sinn og
hringdi af. En siðan hefi eg ekki
þorað að hringja. Og enginn hefir
hringt til mín, því eg er auðvitað
alt af »á tali«.
Þess ber þó að geta, að einstöku
heiðarleg undantekning er frá þessu
ólagi, en það er eins og í hlutaveltu,
þar eru »núllin< tíðust og rusldrætt-
irnir, sem engu eru skárri eða jafn-
vel verri, en sjaldgæfastir eru happ-
drættirnir og oft svo seindregnir, að
fólk stundum efast um að þeir séu
í kassanum.
Nú hefi eg verið að hagsa um
þetta talsímamál og hefi komist að
þeirri niðurstöðu, að blótbindindi er
gersamlega óhugsandi meðal talsíma-
notenda, og ef einhver finnur minsta
snefil af tilhneigingu hjá sér til
kvenhaturs, þá ræð eg honum frá
því að fá sér talsíma.
Þó er þetta ólag á miðstöðinni
ekki tilgangslaust, ef vel er að gáð.
Finni einhver löngun hjá sér til að
æfa sig og stæla í kristilegri þolin-
mæði og umburðarlyndi, þá er bezta
ráðið að fá sér talsíma. Sámt væri
óskandi, að prestarnir gætu fundið
upp eitthvert annað ráð til þess, svo
talsímarnir gætu orðið góðir »tif
síns brúks«.
Elendínus.
Brenninetlur.
Herra ritstjóri!
Þér segið frá því í blaði yðar í
gær, að í Þýzkalandi og Austurríki
sé nú verið að gera tilraun með
brenninetlurækt í stórum stíl, en
eins og kunnugt sé hafi menn til
þessa álitið brenninetlur »eitt hið
versta illgresi«.
Hér á landi vaxa tvær netluteg-
undir, brennigrasið eða urtica urens,
sem hér er algeng í Reykjavlk og
stórnetla eða urtica dioica, sem eg
hygg að vaxi ekki hér eða sé að minsta
kosti mjög sjaldgæf. Stefán skóla-
meistari Stefánsson segir í »Flora
íslands<, að stórnetlan vaxi hér á
landi á nokkrum stöðum við bæi og
þá venjulegast ? stórum þéttnm runn-
um, sem taka meðalmanni undir
hönd eða meira. Jurtin er tvíbýlis-
jurt, en karlplantan hefir ekki fund-
ist hér svo menn viti. Álítur Stefán
því að jurtin tímgist og breiðist út
með jarðstönglunum. Brennigrasið
eða brenninetlan er þar á móti ein-
býlisjurt og sáir sér óspart út eins
og við allir þekkjum.
Það er sjálfsagt stórnetlan, sem
Þjóðverjar eru nú að gera tilraunir
slnar með. En þeir hafa ekki fund-
ið upp á neinu nýju eða réttara
sagt, fyrst nú »uppgötvað< nothæfi
netlunnar. Suður í löndum notuðu
fornmenn netluna sem grænmeti og
sem læknislyf. Skotar, Svíar, Norð-
menn og aðrar þjóðir hafa öld eftir
öld notað stórnetluna sem græn-
meti, til skepnufóðurs og til þess að
vinna dúka úr. A siðari hluta
átjándu aldarinnar var í Svíþjóð og
viða annar staðar rætt og ritað um
að rækta stórnetluna sem fóðurjurt.
A síðari hluta nítjándu aldarinnar
hafa Þjóðverjar ritað um notagildi
Chivers'
fruit salad
(blandaðir ávextir, niðutsoðnir)
er óviðjafnanlegt!
Biðjið nm það hjá kanpmanni
yðar!
stórnetlunnar til vefnaðar, en það
mun helzt hafa staðið fyrir fram-
gangi þessa máls, að ódýrara var að
vinna baðmullina. Sem sagt, netlu-
málið nefir verið og er sílifandi.
Þeir, sem rita um ræktun netlurn-
ar, telja henni margt til gildis. A
Rússlandi, Ítalíu og í Galizíu er sagt
að hænsnum sé alment gefnar netl-
ur með öðru fóðri og verpi þau
betur af því. í Danmörku kvað
hestum vera gefnar netlur og þykir
þeir verða íaliegri í hárum af þvi.
Kýr eiga að mjólka betur af netlu-
gjöf, 'smjörið að verða fallega gult
og sauðfénaður að verða ullar betri
o. m. fl. Sagt er að vefnaður úr
netlum hafi silkigljáa á sér.
Ef vera kynni að einhverjum les-
anda »Morgunblaðsins< þætti gaman
að, tek eg hér upp nokkuð af því,
sem Björn prófastur Halldórsson
ritar 1781 um stórnetluna í »Gras-
nytjumc sínum:
». . . Af netlu má fá hör og
þat hefir eg reynt á netlu þeiri
sem eg hefi fengið hingat úr
Steingrims-firði.
Enskir gjöra smá lerept úr netlu-
hör, sem þar af kallaz nettildúkur,
eða netludúkun af sama efni gjör-
iz lika góðr skrifpappir. Saxaða
netlu eta hæns vel, og bú-peningr
allr etr únga netlu, áðr enn hún
hleypr í njóla og trenaz: peningr
mjólkar vel af henni, verðr og so
hraustr og feitr: tvisvar á sumri
má slá netlu, um Jónsmessu og
um höfuð-dag; þriðja hvort ár
verðr hún þó að fella fræ, annars
deyr hún út.
Netlu-knappar eru í Sviaríki
etnir með káli, eins tilbúnir, á
meðan þeir eru ungir«.
Það er ekki óliklegt, að Þjóðverj-
ar, aðrir eins snillingar og þeir eru
í flestu, kunni að finna upp ein-
hverjar aðferðir til þess að vinna úr
netlunni svo að ræktun hennar borgi
sig, og gæti það þá hent, að við hér
færum að hugsa út í það, að það
hefði þó ekki verið nein ástæða til
að velja þessari skrautlitlu, en þrótt
miklu jurt smánaryrðið »illgresi«.
H. Th.
Tveir menn, sem voru samsekir í
morðtilraun þeirri, er gerð var á
soldáni Egyptalands í fyrra, hafa
verið dæmdir til dauða og hengdir.
En maður sá, sem kastaði sprengi-
kúlunni að vagni soldánsins, hefir
eigi fundist enn.