Alþýðublaðið - 28.05.1920, Síða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
blaðsins er í Alþýðuhúsinu við
Ingólfsstræti og Hverfisgötu.
Sími 9@S.
Auglýsingum sé skilað þangað
eða í Guteriberg í síðasta lagi kl.
10, þann dag, sem þær eiga að
koma í blaðið.
Um dagimi 09 vegiim.
40 ára prentaraafmseli eiga
þeir í dag Guðjón Einarsson og
Guðmundur Þorsteinsson. Þeir eru
báðir vinnandi setjarar í Guten-
berg og ekkert lát á þeim, þó
þeir séu svo lengi búnir að standa
við kassana. Alþbl. árnar þeim
allra heilla í tilefni af vel unnu
starfi þeirra, og væntir að þeir
megi sem lengst njóta sín enn þá.
Skúli Fógeti kom í gær frá
Englandi, hLðinn kolum. Hafði
danskan póst.
Fiskmarkaður í Englandi er
mjög lélegur, og hafa togarar, að
sögn, fallið um þriðjung í verði.
Syrtir ,því meira að, og er ekki
gott að segja hvar lendir.
Skjaldbreið kom inn í gær
með um 50 tn. af reknetasíid.
Veðrið í dag.
Reykjavík .... ASA, hiti 6,8.
Isafjörður
Akureyri . .
Seyðistjörður
Grímsstaðir .
Vestm.eyjar .
Þórsh., Færeyjar
Iogn, hiti 8,8.
logn, hiti 7,0.
S, hiti 7,6.
logn, hiti 6,5.
logn, hiti 8,3.
NA, hiti 8,4.
Stóru stafirnir merkja áttina.
-i- þýðir frost.
Loftvog stöðug, hæst fyrir aust-
an land. Hæg suðaustlæg átt.
Farþegar á Islandi voru með-
al aunara: Jónas Jónsson frá Hriflu
og kona hans (dvelja í Englandi
í sumar), Jakob Möller ritstjóri,
Halldór Sigurðsson úrsmiður, Páll
Bjarnasón kennari, Einar Péturs-
son, Jón Björasson og kona hans
og frú Kristín Jacobson.
Alþýðukrauðgerðin hefir opn-
að nýja bi;ausölu á Hverfisgötu 34.
Hermannaglettur og Yilli-
dýrið verða leikin á morgun í
Iðno.
Maður druknaði í fyrradag á
Dýrafirði. Hét hann Jens Guð-
mundsson og var kaupm. á Þing-
eyri. Féll hann út úr báti er hann
var að vitja um net einsamall.
Tjarnarvegurinn. Verið er nú
að gera við tjarnarvegiun, sem
sigið hefir mikið frá því í fyrra.
Eru brautarkantarnir nú þaktir
grasrót, sem sannarlega ekki var
vanþörf á að gert yrði. í sam-
bandi við þetta má geta þess, að
ekki væri vanþörf á, að vegirnir
kringum Tjörnina væru algerlega
friðaðir fyrir bifreiðum og hjóium,
að minsta kosti á öllum helgidög-
um og frídögum. Fólki, sem er á
gangi sér til skemtunar, er ekki
‘lengur vært á aðalgötum bæjarins.
Og hvað væri þá eðlilegra en að
það fengi friðland á þessum veg-
ura. Enginn staður er betur fallinn
til skemtigöngu, en einmitt þessi,
ekki sfzt, ef „artað" væri ögn upp
á Tjörnina og umhverfi hennar.
Samvinna þar. Skipstjórafélag-
ið og Sjómannafélagið f Færeyjum
hafa gert með sér þann samning,
að enginn skipstjóri megi taka á
skip hjá sér mann, sem ekki er í
Sjómannafélaginu, gegn þvf, að
enginn sjómannafélagi ráðist á
skip hjá skipstjóra utan Skipstjóra-
félagsins. Olíkt er hún betri sam-
vinnan þar, en hérna.
Suðurland fer 31. þ. m. austur
um land til Fáskrúðsfjarðar.
Helgi Yaltýsson kom með
Koru með allan farangur sinn, en
skildi íjölskyldu sína eftir í Noregi
fyrst um sinn.
Hendrik S.-Ottosson biður þess
getið, að hann muni stefna Birni
Halldórssyni fyrir þau hin ósvífnu
meiðyrði, er hann setur nafn sitt
undir í grein, er stóð í Vísi í gær.
Clotliilde kom af veiðum í
morgun með dágóðan afla (60 föt
af lifur).
Enginn fundnr verður í verka-
mannafélaginu Dagsbrún á laugar-
daginn.
Sa
sem vill vera viss um sð verka-
lýðurinn lesi auglýsingar sínar,
verður að auglýsa í Aíþýðublað-
inu, sem er eign verkalýðsins og
gefið út af honum.
Skoyti frá bolsivíkmn
1. maí.
Miðstjórn rússneska Bolsivíka-
flokksins sendi eftirfarandi loft-
skeyti út um allan heim 1. maí:
1. Breytum frídögum vorum í
frídagavinnu.
2. 1. maí leggja öreigarnir af
stað í herferðina gegn auðvaldinu.
Rússnesku verkamennirnir eru að
hreinsa burtu leyfarnar af sora
auðvaldsfyrirkomulagsins.
3. „Kommunísmi" er afspreugi
bungurs og harðræðis; hann vinn-
ur sigur með svitabylgjum öreig-
anna; hann mun 'hrósa sigri, er
hann hefir veitt öllu mannkyninu
gleði og hamingju.
4. Verkamenn og bændur sigr-
uðust á Denikin og Koltchak,
með riflum og vélbyssum; þeir
afmá minning þeirra með hamri
og plógi.
5. ;Valdið er frá Guði," segja
klerkarnir. „Auðsins er valdið,"
segja auðmennirnir. „Verkamann-
anna er valdið," segjum vér.
6. Munum hinn ósigraða óvin
vorn 1. maí. Munum vesturvíg-
stöðvarnar.
7. Vér krýnum nýjan konung
til valda á jörðunni. Vinnan skal
verða konungur jarðarinnar.
8. Sigrið kulda og hungur með
skipulegri vinnu.
9. Auðvaldið baðaði landið blóði.
Verkamennirnir baða það svita.
Auðvaldið gerði landið að dýflissu.
Oreigarnir gera þaö frjálst land
frjálsra manna.
10. Hinn rauði fáni vinnunnar
blaktir hátt yfir alla veröld í dag.
Undir honum berjast þúsundir og
niiljónir til sigurs.
(Sent út af Wireless Press og
birt í fjölda útlendra blaða).