Morgunblaðið - 22.10.1916, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
í Karpatafjöllum.
Nú er komin vetrarveðrátta suðuFí Karpatafjöllum og; er þegar kominn svo mikill snjór þar, að flestir
vegir eru ófærir, nema þeir sem liggja um stærstu skörðin. Og bráðum dregur að því, að þúr verði ófærir Hka.
Þess vegna er nii barist þar svo ákaflega. EfRússar ná ekki skörðunum núna, þá verða þeir að bíða næsta vors.
Hér á myndinni sézt austurríkskt stórskotalið á ferð um eitt af þessum skörðum.
Ræða
Bethmann-Hollwegs.
Vér höfum áður birt kafla úr
þeirri ræðu, þar sem kanzlarinn
talaði um friðslit Rúmena. Mein-
leg villa hafði slæðst þar inn.
Kanzlarinn sagði, að Karol kon-
ungur hefði viljað veita Miðríkj-
unum en ekki bandamönnum.
Hér kemur nú framhald ræð-
unnar.
Um orusturnar.
Á vígvöllunum hafa harðar
orustur verið háðar að austan,
vestan og sunnan. Síðan í önd-
verðum júlí hafa Frakkar og
Bretar sótt á hvíldarlaust og með
miklum ákafa hjá Somme. Hin
mikla samdginlega sókn banda-
manna, sem lengi hafði verið
spáð, hófst nú. Nú átti að sigra;
nú átti að rjúfa herlínu hinna
hötuðu Þjóðverja; nú átti að
frelsa Frakkland og Belgíu og
brjótast yfir Rín inn í Þýzkaland.
En hvað skeði? Frakkar og
Bretar hafa unnið nokkuð á, það
er satt. Fremstu varnarstöðvar
vorar hafa þokast nokkuð aftur
á bak. Og vér höfum einnig
mist mikið af mönnum og her-
gögnum. Það er óhjákvæmilegt
í slíkri höfuðsókn, en það sem
óvinirnir ætluðu sér — að brjót-
ast í gegn á stóru svæði og vinda
úr höndum vorum stöðvar vorar
að vestanverðu — það hefir þeim
ekki tekist.
Vígstöðvar vorar eru enn traust-
ar og órofnar. Grimm og æðis-
gengin er orustan hjá Somme og
enn er eigi séð fyrir endann á
henni. Hún mun krefjast enn
meiri fórna. Vér missum ef til
vill nokkur þorp enn þá, en óvin-
unum mun ekki takast að brjót-
ast í gegn. Vér höfum fulla
tryggingu fyrir því, þar sem her-
foringjar vorir eru og hin dæma-
lausa hreysti þýzku hersveitanna.
Að austanverðu er enn barist
af ákafa. Þegar þeir Karl erki-
hertogi og Linsingen hershöfð-
ingi höfðu stöðvað hinar áköfu
tilraunir Rússa að brjótast í gegn
um stöðvar Austurríkismanna,
hófu Rússar nýja sókn um sama
leyti og sóknin var hafin að vest-
an. Hjá Narajowka, vestan við
Luck og í Karpatafjöllum hefir
þessi sóknaralda brotnað og Rúss-
ar beðið blóðugt tjón. Hér er
einnig barist enn, en vér skulum
áreiðanlega halda stöðvum vorum.
Síðustu mánuðina hafa banda-
menn verið að klekja út ráða-
bruggi á Balkan til þess að vinna
að kollvörpun Miðveldanna, að
stía sundur Þýzkalandi og Asíu-
löndum Tyrkja, að leggja undir
sig Tyrkland, Búlgaríu og Aust-
urríki, til þess að geta síðan ráð-
ist á Þýzkaland með öllu bol-
magni. Til undirbúnings þessu
hafa bandamenn nú haft her í
Saloniki í nærfelt ár. Nýjum
hersveitum hefir verið aukið við
þann her. Frá öllum álfum heims
hefir herliði verið safnað þangað
og ennfremur frá Frakklandi,
Bretlandi, Rússlandi, Ítalíu, Serbíu
og að lokum frá Portúgal.
Hver er áranguriun?
Sviksemi Rúmeria fullkomnaði
þessa fyrirætlan, en aftur spyr
eg: Hver er árangurinn? Sam-
vinna hinna ágætu bandamanna
vorra verður eigi trufluð. Við
hlið vora standa Austurríkismenn
og Ungverjar á vígstöðvunum frá
Narotchvatnisuður í Transylvaníu.
Tyrkir berjast norður í Galizíu.
Þýzkar, búlgarskar og tyrkneskar
hersveitir hafa unnið sigur á
Rúmenum í Dobrudscha. í Make-
doniu berjast þær hlið við hlið.
Þær fyrirætlanir bandamanna að
sigra oss í Dobrudscha og Make-
dóníu, eru að engu orðnar. Sal-
onikiherinn hefir aðeins gert dug-
laus áhlaup, en Þjóðverjar, Búlg-
arar og Tyrkir sækja norður, í
stað þess að Rúmenar og Rússar
sæki suður, eins og bandamenn
ætluðust til.
í stuttu máli: Óvinirnir hafa
unnið ofurlítið á hjá Somme, en
það hefir engin áhrif á hernaðinn
í heild sinni. Annarsstaðar höf-
um vér allstaðar hrundið áhlaup-
um óvinanna og kollvarpað þannig
fyrirætlunum þeirra á Balkan.
Þannig heldur hinn ógurlegi ófrið-
ur áfram. Nýjar þjóðir sogast
inn í hildarleikinn. Fyrirætlanir
óvina vorra eru augljósar. Þeir
ætla að sundra Miðríkjunum í
mola, Rússar eiga að fá Miklagarð,
Frakkar Elsass-Lothringen, ítalir
Trentio og Rúmenar Transylvaníu.
En síðan ófriðurinn hófst höfum
vér eigi barist fyrir neinu öðru
en frelsi voru og tilverurétti.
Friður.
Þess vegna urðum vér fyrstir
allra þjóða til þess að lýsa yfir
því, að vér værum fúsir til frið-
ar. Eg talaði ljóst um þetta hinn
9. júlí 1915 og síðan hefi eg hvað
eftir annað lýst því yfir. Mr.
Asquith og Robert Cecil lávarður
geta eigi sneitt hjá ummælum
mínum með því að segja að Þýzka-
land haíi aldrei komið fram með
neina friðarskilmála eða þá óað-
gengilega friðarskilmála, sem mis-
bjóði öðrum þjóðum. Vér gerð-
um vora skyldu, en enginn skyldi
ætla að vér gætum nú boðið neina
friðarskilmála, þegar óvinirnir
segja, að friður væri r.ú svívirð-
ing við minningu þeirra, sem
fallið hafa, eins og Briand komst
nýlega. að orði. Þeir halda áfram
ófriðnum vegna þess, að þeir
ætla að koma fyrirætlunum sín—
um í framkvæmd. Það er drotn-
unarlöngun bandamannaað kenna,.
að daglega hlaðast nýir valkestir
á vígvellina. Forsætisráðherra
Frakka sagði nýlega, að Frakk-
ar berðust fyrir óhagganlegunœ
friði, þar sem alþjóðadómur ætti'
að gæta frelsis þjóðanna. Þetta
er einnig það, sem vér óskum
eftir.
En heldur Mr. Briand það, að
fyrirætlanir þær, sem leiddu til
bandalagsins fyrir ófriðinn —
hefnigirni Frakka, ásælni Rússa
og heimsdrotnunargirni Breta,
hatur þeirra, löngun þeirra til
þess að troða aðrar þjóðir niður
í sorpið, löngun þeirra til þess
að útiloka aðra eigi einungis í
ófriðnum, heldur einnig að hon-
um loknum, — heldur Briand að
með þessu verði lagður grund-
völlur að alþjóðasamkomulagi til
þess að tryggja frið og heiður
þjóðanna og samvinnu þeirra í
þágu mannúðar og menningar?
Eða heldur M. Briand í alvöru,
að hann sé fær um að koma
hugsjónum sínum í framkvæmd,
með eyðileggingarófriði, þar sem
seinustu æskumenn Frakklands
láta líf sitt á vígvöllunum hjá
Verdun og Somme?
Til þess að sýna hvað vér sé-
um afturhaldssöm þjóð, sem nauð-
syn beri til að sigrast á vegna
frelsisins, er því nú haldið fram að
kei8arinn hafi einu sinni neytt á-
hrifa sinna á Rússakeisara til þess
að koma í veg fyrir framsókn
Rússa til frelsis. Þessi staðhæfing
er ósönn. Eg lýsi því yfir í heyr-
andi hljóði að hún er sannleik-
anum algerlega gagnstæð. Það
er Rússa sjálfra'hvernig þeir fara
með sín málefni. Eg skal eigí
eyða fleiri orðum að því. Eg
hugsa að eins um hag Þýzka-
lands. Og það er virðing fyrir
rétti Þjóðverja, sem vér krefj-
umst af öðrum þjóðum, hver sem
stjórn þeirra er.