Morgunblaðið - 22.10.1916, Page 5

Morgunblaðið - 22.10.1916, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ s Hiddaraíið. Riddaralið, sem áður var prýði og aðal-traust hvers hers, er nii að hverfa úr sögunni. Það er eigi hægt að heita því þir sem fyrir eru skotgrafir, torfvigi og gaddavirsgirðingar. Og því er þess nti getið sem merki- legs atburðar í hvert skifti, sem riddaralið er sent fram til víga, — í sókn þeirri, sem bandamenn halda nú fram á vesturvigstöðvunum hafa þeir einstöku sinnum brugðið fyrir sig riddaraliði. Hér á myndinni sézt franskt riddaialið bjótast yfir ána Somme. Tilgangur Breta. En Bretar? Þeir hafa enn eigi látið neitt uppskátt um það her- fang, sem þeir þykjast munu fá í nýlendum og Lítlu-Á3íu.« En þeir ætla sér meira. Þeir fara ekkert í launkofa með það hvern- ig þeir ætla sér að fara með Þýzkaland. Vér eigum aldrei framar að verða sjálfstæð þjóð. Varnarlaust ríki, öreiga og ein- angrað af öllum þjóðum, ríki sem á sér engrar viðreisnarvon — þannig vilja Bretar að Þýzka- land verði. Þá, þegar ekkert er- að óttast frá Þjóðverja hálfu, þegar Frakklandi heíir blætt til ólifis, þegar bandamenn eru orðn- ir þrælar Breta í fjárhagslegum skilningi, þegar hlutlaus riki verða að lúta boði og banni Breta — þá er heimsveldishugmynd Breta orðin að staðreynd. Fyrir þessu berjast Bretar með meiri tilkostnaði og krafti en dæmi eru til í sögu þeirra og með því að brjóta hverja reglu alþjóðalaganna á eftir annari. Hver sá þýzkur stjórnmálamað- ur, sem hikaði við að nota nokk- urt það vopn, er stytt gæti ó- friðinn gegn slíkum óvini, hann ætti skilið að hengjast. Einkunnarorð Þjóðverja. Þegar vér urðum að draga sverð vor úr sliðrum í ágústmán- uði 1914, þá vissum vér að vér áttum hjarta og heimili að verja gegn öflugu bandalagi og oss nær ofurefli. En þá blossaði upp i allra hjörtum sú föðurlandsást, sem menn höfðu eigi þekt áður, menn skeyttu ekkert um dauða en voru vissir um sigur. í dag, eftir tveggja ára bardaga, blóðs- úthellingar og þjáningar, vitum vér betur en nokkru sinni áður að vér eigum að eins eitt eink- unnarorð: »Stöndum fastir og sigrum.® Vér munum sigra. Framh. á 7. siðu. ------------------ Kafli úr stélræðu. (Eftir franskan prest). — — Ef til vill ertu móðir og hefir mist son þinn. — Þú hafð- ir hugsað um hann ár og síð og þá ánægju, sem þú mundir hafa af honum. Nú er kallið komið að þér að gera það sem þú vænt- ir af honum og sem hann mundi hafa gert í þínum sporum. Þú miklaðist af þvi að hann vildi fórna sér fyrir aðra. Nú verður þú að gera það í hans stað. Ef til vill ertu ekkja. Fyrir fáum mánuðum nutuð þið hjónin hinnar hreinu gleði heimilislífs- ins, sem getur þó leitt til sam- eiginlegrar sjálfselsku. Ykkur leið svo vel á kvöldin, þegar kveikt hafði verið á lömpunum og þá gleymduð þið heiminum og öllu nema ást ykkar. Nú er þetta liðið. Aldrei koma þeir aftur þessir sæludagar, sem bæði er gleði og sorg að minnast. En þú vilt ekki að hann, sem þú unnir, hafi fallið til einkis. Þú tekur á þínar herðar það starf, sem hann hafði hafið. Þig hefir ef til vill aldrei órað fyrir því. Aldrei hafði þig grunað að sá dagur mundi rísa, að þú yrðir að starfa fyrir Frakkland. En nú kemur kallið, þarna að norðan, frá hinum miklu sléttum Norður- Frakklands, Argonneskógum og hinum fögru Vogesafjöllum. Kall- ið kemur til þín frá nýluktri gröf þess manns, sem skildi til fulls hina miklu köllun sina í skot- gröfunum. Þú ert erfingi hans og þú átt að gera þennan arf arðberandi fyrir börnin ykkar. — RáðuneytisbreytÍDg i Rússlandi. Samkvæmt siðustu erlendum blöðum er svo að sjá, sem ráðu- neytisbreyting muni vera í að- sigi í Rússlandi. Stiirmer forsætisráðherra er far- inn til Ítalíu, og er því borið við, að hann ætli að leita sér þar heilsubótar. En sendiherra Rússa í Róm, M.# Giess, hefir verið kvaddur heim. Jafnframt hefir Kokovstoff, fyrverandi forsætis- ráðherra, verið kvaddur til Petro- grad. Sálarfræði vinnunnar. Dr. Guðm. Finnbogason hóf á fimtudagskvöldið, er var, fyrir- lestra sína á háskólanum um sálarlífið og vinnuna. — Voru bekkir á heimspekisdeildarstof- unni alskipaðir. Prófessor Ágúst Bjarnason, sem er forseti deildarinnar, »leiddi doktorinn í kór« með nokkrum vel völdum orðum. Gat þess, að gleðiefni væri að fá hér nýjan kraft og góðan mælskumann að háskólanum og vonaði að eigi liði á löngu áður en dr. Guð- mundur yrði þar fastur kennari. Síðan hóf dr. Guðmundur máls og lýsti viðfangsefni sínu. Aðal- atriðin í fyrirlestrum sínum mundu hérumbil verða á þessa leið: Þreytan, eftirlíking og kapp, laun og hagnaðarvonir, viunugleðin, aðstæðurnar við verkið, verkefnin og verkfærin, timaskeið sálarlífsins, vinnunámið, andlega vinnan. Lýsti hann síðan þeim aðferð- um, sem fundnar hafa verið upp til þess að mæla vélmagn líkama mannsins og orkuneyslu hans við ýmsar aðstæður. Var erindið býsna fróðlegt og náði auðsjáanlega sterkum tökum á athygli áheyrenda; var líka flutt með áhuga og fjöri eins og dr. Guðm. er lagið. Eins og kunngert er í kenslu- skra háskólans verða þessir fyrir- lestrar haldnir framvegis á hverju fimtudagskvöldi kl. 9. H. Kjösendafundiir var haldinn i Hafnarfirði í fyrra- kvöld. Höfðu allir frambjóðendur kjördæmisins verið boðaðir á fund- inn, og mættu þeir allir. Fundur- inn hófst kl. og stóð til kl. 21/2 í gærmorgun. — Smáskærur urðu milli frambjóðendanna, en yfir- leitt fór fundurinn vel fram. »Agitation« hefir sjaldan verið meiri þar syðra, heldur en nú. Cigarettur frá 6. Mnratti, Sons & Co, Ltd» eru beztar. Margar tegundir fyrirliggjandi,, þar á meðal: ,Golden Flake' og ,After Dinner‘. Aðalumboðsm. fyrir ísland: 0. J. Havsteen. Niðursoðið kjðt trá Beauvais þykir bezt á feröalagL-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.