Morgunblaðið - 03.12.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ef íslendingar ættu að fá þar forréttindi. — Loks segir blaðið, að ýmsar hugmyndir J. D. um Grænland séu alls ekki réttar, eins og t. d. það, að Austurfjörð- ur sé hérað, sem »Grænlendingar sjálfir aldrei koma til«. — En þrátt fyrir margar athugasemdir, sem gera megi, sé þó ekki hugs- unin fráleit, og síðar geti ef til vill gott af henni leitt. Þó að þessi blöð, sem á málið hafa minst, hafi ýmislegt að at- huga, einkum við tillögu J. D., tala þau öll mjög hlýlega um hana og um lofsverðan áhuga J. fyrir málinu. Þótt tillaga hans sé að mörgu ónákvæmnari en tillaga H. 0., er það ekki nema eðlilegt, þar sem H. 0. hefir sjálf- ur verið á Grænlandi og öllu þar nákunnugur. Hingað til hefir að eins heyrst áiit Dana áþessum uppástungum, en ekki væri ófróðlegt að heyra, hvernig íslendingar sjálfir líta á þetta. Séu þeir hugsuninni mjög fráhverfir, er fyrirætluninni koll- varpað. — Þó svo væri, að inn- flutningur til Grænlands frá ís- landi kynni að verða Grænlandi og Dönum til góða — sem ann- ars er óvíst — verður fátt séð sem bendir til þess að slíkur innflutningur verði íslendingum sjálfum til hagnaðar. — »Politi- ken« hefir bent á, að varla mundu landskostir Grænlands laða íslendinga til sin og eins hefir verið tekið fram, að útflutningur frá íslandi til Grænlands og Ameríku sé ekki samanberandi eins og J. D. virðist gera. Þar að auki er útflutningur íslendinga vestur um haf nú hverfandi lítill. Flestir munu álíta, að nóg sé til að gera heima á ísJandi fyrir þá, sem nú eru þar, og þyrfti manns- afli þar fremur að aukast en minka. Og flyttu íslendingar til Grænlands, voru þeir heimaland- inu tapaðir. Velmegun þeirra þar — ef ráð má gera fyrir henni, kæmi Dönum, en ekki okkur til góða. Því hér er ekki verið að tala um, að fsland eignaðist ný- lendu á Grænlandi og sem það hefði hagnað af, unz og t. d. þegar íslendingar ná sér í ný- lendu í Afríku e. þ. h., og ný- lendan tilheyrir móðurlandinu. Boelcke. Svo sem getið hefir verið um hér i blaðina er þýzki flugmaðurinn Boelcke nýlega látánn. Misti hann lífið á þann hátt, að hann misti stjórn á flugvélinni í lendingu á bak við vígstöðvar Þjóðverja. Hafðihann þá skotið niður 40 flugvélar fyrir bandamönnum og var langfrægastur allra flugmanna. Hinn 11. nóvember kastaði brezk- ur flugmaður kransi og bréfi niður jið baki vígstöðvanna hjá Somme. Pelesch-höli. í borginni Simaia í Siebnbiirgen, sunnan við Predal-skarðið, er sum- arbústaður Rúmeníukonungs, höllin Pelesch. Simaia er nafnkunn fyrir náttúrufegurð og heilnæmt Ioftslag. Hún stendur hjá járnbrautinni, sem liggur milli K^onstadt og Bukarest. Á kransinn var letrað: »TiI minn- ingar um kaptein Boelcke, hinn hrausta og drenglynda mótstöðu- mann vorn, frá hinni konunglegu brezku flugmannasveit*. Og í bréfinu stóð: »Til liðsfor- ingjanna í flugliði Þjóðverja á þess- um slóðuro. Vér vonum að þér finnið þennan krans, en þykir leitt hvað hann kemur seint. Vér sam- hryggjumst vinum Boelckes og við- urkennum allir hreysti hans«' Friðspjöll á friðarfundi. Friðarfund átti að halda í Cardiff nýlega. Var Winstone, formaður námueigenda félagsins í Suður-Wales, fundarstjóri. En um 10 þús. and- mælendur komu óboðcir á fundinn, og ruddu sér braut inn í fundarsal- inn, þrátt fyrir tilraunir lögreglunn- ar að bægja þeim í burtu. Ræðu- menn voru dregnir niður af ræðu- pallinum og þeim fleygt út úr saln- um, en óróaseggirnir slógu siðan á fundi, og samþykti áskorun um það að halda ófiiðnum áfram af öllu kappi. Gula hættan. Japan er áreiðanlega eina ófriðar- landið, sem hefir auðgast vegna ófriðar- ins. Eftlr að hinn sáralitli hluti jap- anska hersins og flotans, sem teflt var fram gegn óvinunum, hafði náð Kintschau, þýzku nýlendunni í Kína, frá Þjóðverjum, hafa Japansmenn eng- an þátt tekið í styrjöldinni nema það, að búa til sem mest af skotfærum og selja Rússum þau með afarkostum. En jafnframt vinna japanskir kaup- menn og atvinnurekendur af fremsta megni að því, að ná undir sig allri verzlun í Sfberíu austanverðri. Hver verksmiðjan á fætur annarl rís þar upp fyrir japanskt fó og verzlunin er þegar að mestu leyti f höndum Japans- manna. Erlend blöð herma það, að Japan hafi grætt óhemju peninga á þessari verzlun. Og það þykir líklegt að eftir ófriðinn muni Rússar kaupa af Japansmönnum mikið af þeim vör- um, sem þeir áður fengu frá Þýzka- landi. Hætt er við, að Japanar muni nota sér ástandið 1' Norðurálfu, til þess að ná undir sig markaði þeim, sem hinar ófriðarþjóðirnar höfðu fyrir vörur sínar í Síberíu og Rússlandl austanverðu. Himinhenda. Leiðrétting og viðbót í greininni Himinhenda siðast- liðinn sunnudag hafði ýmislegt misprentast, og má því ekki vera ómótmælt, að menn lesi »nýjar drepsóttir* þar sem eg hafði skrifað: nýr drepsýkill. En sýkil eða sýkistefil nefni eg það, sem menn hafa kallað sóttkveikju (paþógen bakteria). í Lögréttu 15. nóv. er mynd af ungversk- um lækni dr. Czernel, og sagt að hann hafi fundið »geril, sem valdur er að vissri tegund tauga- veiki«. Það er sá sýkill sem eg á við. Er þess getið, að sýkill þessi sé einn hinn næmasti sem aögur fara af. En eg hygg að eiturvera þessi, þessi nýja við- bót við flóra infernalis, hafi ein- mitt til orðið á þessum tímum. Slíkar verur vinna mjög á móti þvi sem eg kalla samstilling lífs- kraftanna, og mundu eftir trú Persa, vera taldar heyra undir ríki myrkrahöfðingjans, Ahrí- mans, sem eg í giein minni nefndi Angurmagna. Var trú Persa ein- hver hin bezta að því leyti sem þeir hugðu, að allar umbætur á mannlífi miðuðu til þess að efla ríki ljóshöfðingjans, Ahura mazda. En það nafn hygg eg þýði hinn bjartasti; er það mjög eftirtektar- vert hve mörg goðanöfn þýða: hinn skínandi eins og sjálft orðið guð. Mun það sýna sig, að því verður ekki móti mælt, að orðið guð þýðir einmitt það, eins og mjög er skiljanlegt, þar sem aukn- ing lífsaflsins leiðir til þess að hinar lifandi verur fara að skína. Hér á jörðu þar sem hið æðra líf hefir átt svo örðugt uppdrátt- ar, eru það einkum skorkvikindi og smokkfiskar sem geta borið mjög fagra birtu. En þar sem hið æðra líf hefir haft meiri við- gang, eru það verur i manns- mynd sem skína fegurst, guðir, vættir og ljósálfar, sem einmitt nefnast svo vegna þess að það lýsir af þeim. Og komið heflr það fyrir að menskir menn hafa farið að skína hafi þeir komizt í samband (fyrir íleiðing nokkurs- konar, indúktíón) við þesskonar ljósverur. Ljósverur slíkar eru það sem Plató kallaði ídeur, fyrir- myndir; en vér á jörðu hér er- um einungis eftirmyndir eða eftir- likingar, mímemata, eins og lesa má hjá Plótín, sem var hinn mesti spekingur. Er það mjög eftirtektarvert, að orðið líkami, líkur hamur, þýðir nokkurnveg- inn sama sem mímema. En ekki munuð þið í öðrum stöðum finna það sem hér er sagt um ídeurn- ar; mun þó sannast að það sem hér er sagt, er réttara en það sem áður hefir ritað verið um það efni. Undir því er alt komið, að fyrirmyndirnar, ídeurnar, nái að hafa sem mest áhrif á hinar ófullkomnu eftirmyndir, míme- mata, og að eftirmyndirnar geti orðið hinum guðlegu fyrirmynd- um sem líkastar. Þessi samstilling hinna full- komnari og hinna ófullkomnari lífmynda var tilgangurinn með blótum fornmanna, og var það auðvitað mikill misskilningur, að hinum æðri verum væri nokk- ur þægð í blótfórnunum. En hitt greiddi mjög fyrir samstillingunni, að menn væru saman glaðir og í góðum hug hver til annars, eins og verið gat í blótveizlunum. En persneskir spekingar höfðu bezt tekið það fram, að til þess að færast nær guðlegri fullkomn- un, þyrfti að bæta þeesa jörð og þetta líf. Einnig með vegagerð og jarðabótum var eftir þeirra trú, unnið að því að efla guðs ríki, Helgi Pjeturss Óíriðarsmælki. Zeppelin-lojtfar var nýlega skotið niður skamt frá Saloniki. Tveir af flugmönnunum komust undan á flótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.