Morgunblaðið - 18.12.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNPLAÐJÐ hefir orðið fyrir, rnælti hr. Niel- sen. Og það sorglegasta er, að það er ákaflega erfitt að útvega annað skip í stað Goðafoss. Vit- anlega fáum við aldrei skip, sem jafnast á við Goðafoss fyrir nokk- urt verð líkt því, sem hann kost- aði oss fyrir ófriðinn. Hver ein- asta skipasmíðastöð mundi krefj- ast töluvert meira en helmingi hærra verðs nú fyrir skip eins og Goðafoss var, en fyrir ófriðinn. Það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir okkur að útvega skip nú þegar. Félagið er þegar komið svo langt á leið, að því nægir ekki eitt skip. Það má til að eignast skip, sem annast flutninga til og frá Norður- og Austurlandi. Hluthafar þar eiga fulla heimt- ingu á því. Auðvitað væri bezt fyrir félagið, að bíða með að kaupa skip þangað til verð þeirra lækkar, en taki maður tillit til samgönguleysisins, sem nú er, þá verður ekki hjá því komist, að kaupa skip þegar í stað. En það er dýrt og vér ráðumst í það í fullu trausti þess, að vér munum njóta aðstoðar alls landsins til þess. Vér reiðum okkur á það, að landsmenn taki höndum sam- an og styðji Eimskipafélagið til þess að komast út úr mestu vand- ræðunum. Vér höfum þegar orðið þess varir, að landsmenn hafa ekki látið hugfallast við Goðafoss- strandið. Hafa nokkrir sýnt sam- úð sína með því, að kaupa nýja hluti í félaginu. Fyrir nokkrum dögum keypti H. P. Duus (kon- súll Ól. ulafsson) hluti fyrir 5000 kr. og vér búumst fastlega við, að aðrir geri hið sama. Það sem vakir fyrir okkur er að kaupa flutningaskip, en leggja minni áherzlu á farþegaþægindi að svo stöddu. Svo sem kunn- ugt er var þegar ákveðið, að kaupa flutningaskip að ófriðnum loknum. I stað þess að kaupa nú farþegaskip fyrir Goðafoss, er hýggilegast að kaupa flutninga- skipið nú þegar og svo eignast annan Goðafoss þegar betur árar. Líklega mun þvílíkt skip, 1300 —1500 smálestir, fást fyrir lx/2 milj., en leggja verður svo mikið fé til fyrningar skipinu, að það á fáum árum verði félaginu eigi dýrara, en þó það hefði verið keypt fyrir ófriðinn. Til þessa þurfum vér styrk allra góðra ís- lendinga. — Herra Nielsen tjáir oss að hann hafi þegar fengið tilboð um skip erlendis. Sjálfur hefir hann og símað til útlanda og leitað upplýsinga um skipakaup. Býzt hann við að fara til útlanda á Vestu eftir jólin, og vonandi tekst honum að línna hentugt skip. Vér skulum. aldrei trúa því að óreyndu, að íslendingar bregðist nú Eimskipafélaginu, einmitt þeg- ar því liggur mest á. Það koma líklega aldrei aftur jafn erfiðir tímar fyrir félagíð, og að það á framtíð fyrir höndum, hefir það fullkomlega sýnt þessi tæpu 3 ár sem það hefir lifað. Menn ættu að muna eftir Eimskipafélaginu nú um jólin. Hlutabréf í nýja skipinu er einhver fallegaata og gagnlegasta jólagjöfin, sem kostur ær á um þessar mundir. Duglegir drengir geta fengið að selja „Fuglavinínn“, sem allir lofa er lesið hafa. Guðgeir Jónsson. Hattzkabúðin JJusíurstræíi. Miklar birgðir af allskonar hönzkum skinn fyrir karlmenn, kvenfólk og börn. Jtanzkahort er bezra J ó t a g j ö f i n Flóabáturinn „Ingólfur" fer til Borgarness fostudaginn 22. þ. m. i í stað miðvikudagsins 20. þm., eins og stendur í áætluninni. Níc. Bjarnason. Carbotinium til að hreinsa með Tis kverkttnarfjús er nauðsynlegt fyrir öll fiskverkunarpláss. Fæst í verzt. Sigurjóns Pjefurssonar. caa DAGflORiN. css» Afmæli f dag: Anna Thoroddaen, húsfrú. Margrét horkelsdóttir, kensluk., Sigr. P. Jónsdóttir, húsfrú. Thora Melsted, húsfrú. JÓIa- og nýárskortin sem F r i S- flnnur L. Guðjónsson gefur út, eru hverjum manni kærkomin sending; á þeim eru íslenzk erindi og heilla- óskir svo fjölbreytilegt að hver og einn getur þar fundið það sem hann er ánægður með. Sólarupprás kl. 10.24 S ó 1 a r 1 a g — 2.24 Háflóð í dag kl. 11.1 og kl. 11.37 Ceres kom til Leith á föstudaginn. Skátahreyfingin heitir dálítill bækl- ingur eftir Selmu Lagerlöf. Hefir Guð- mundur skáld Guðmundsson þytt hann á íslenzku og var hann seldur á göt- unum í gnr. Munu margir geta haft gott af því að lesa h„fin. Botnía fer héðan í dag. Með henni verða margir farþegar til Austurlands, Þorsteinn Ingólfsson kom hingað á á föstudaginn frá Kaupmannahöfn. Vesta kemur hingað líklega tveim dögum fyrir jól. Jarðarför Þórhalls biskups kvað eiga að fara fram fimtudaginn 21. þ. m. • Jólasýningu höfðu margir kaup- menn í gluggum sínum í gærkvöldi. Múgur og margmenni var fyrir fram- an hverja búð alt kvöldið. Káðherra. Þingflokkarrnir eru nú á BÍfeldum fundum og bollaleggingum um hver eigi að komast í ráðherrasess- inn — til næsta þings. Því þá má búast við að skift verði um stjórn að nýju. Líklega verða ráðherrarnir þrír að þessu sinni og verður þá líklega eitt- hvað gert í stjórnar->ráðinu«. Það kemst aldrel friður á fyr en meir en helmingur þingmanna er orðinn ráð- herrar. Kjósendafnndnr var haldinn í Báru- búð í gær kl. 2. Umræðuefni: D/r- tíðarmál almennings. Þar var þetta samþykt: Fundurinn skorar á alþingi 1. að afneraa þ6gar í stað vegna dvrtíðar sykur og kaffitoll. 2. að láta landsjóð taka þegar að sór einkasölu á steinolíu, kolum salti og tóbaki. 3. að landsjóður kaupl nauðsynja- vörubir’gðir og selji þær með inn- Lestrarfélag kvenna Reykjavikur, >Útsalan< verður i Iðnó í kvöld. Nefndln. íæst hjá Johs. Hansens Enke Tlmar flistir kaupir A veginum rr.illi Hafnarfjarðar og Rvikur tapaðist ij. þ. m. látúnsbúin svipa. Skilist til Sigurgeirs Gisla' sonar í Hafnarfirði. Dreng eða ungting vantar til að bera út MQRGUNBLAÐIÐ kaupsverði til bæjar- og sveita- félaga og verkmannafólaga meS líkum hætti og gert var haustið 1914. 4. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að sjá um að við væntanlega endurskoðun á verð- lagi hins svokallaða euska samn- ings verði tekið tillit til þess að kaup sjómanna og verkamanna þurfi að hækka bráðlega að mun frá því sem nú er. 5. Fundurinn skorar á þingið að sjá um að skipuð verði verðlagsnefnd. Samsöngur var haldinn á Akranesi í gær. Hólt hann söngfólag, er nefnist »Svanir« og var það stofnað í fyrra. Bjarni Björnsson hefir verið uppi á Akranesi undanfarna daga og hefir verið að skemta mönnum þar með söng sínum. 1 kvold hefir Lestrarfélag kvenna útsölu á ýmsum munum í Iðnó. Er þar eitthvað við allra hæfi, bæði karla og kvenna og Kklegt að menn styrki þarft fyrirtæki með því að koma þang- að og kaupa — sór í hag líka, auð- vitað. Veðrið I gær Sunnudaginn 17. des. Vm. n. andvari, frost 1,5. Bv. logn, frost 6,0. íf. logn, frost 2,7. Ak. logn, frost 5.0. Gr. Sf. n.v. kul, frost 9,0. Þh., F. n.n.v, gola, hiti 1,1. — » —--------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.