Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 1917next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 08.07.1917, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.1917, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Frá Petrograd Sundfungin 1 Riisslandi eykst stöðugt. Hver höndin er upp á mót annari og herinn er hvergi nærri tryggur. í höfuðborginni sjáifri gengur alt á tréfótum, en bráðabirgðastjórnin hefir til þessa getað haldið nokkurn- veginn í hemilinn á lýðnum, vegna þess að hún hefir haft setuliðið Kó- sakka á sínu bandi. Hér • á myndinni má sjá herlið Síberíumanna og Kósakka halda vörð á götu i Petrograd skamt frá þinghúsinu, þar sem hermanna og verka- mannaráðið situr á fundi. þuml. á lengd, og vart mun hægt að taka lengra hnífsbragð með venju- legum sjálfskeiðing. Margur lætur oft hjáliða að vita strákapör hinna siðlausu götudrengja, en þegar svona löguð ódáðaverk fara að eiga sér stað, gengur ódygðin og grimdin svo úr hófi fram, að vart verður orða bundist. Það er undarlegt lunderni, að hafa ánægju af að særa með hnífum saklausar skepnur, sem verða á vegi þeirra. Ef einhver vissi, hver valdur er að framanskráðum skurði, vona eg að hann gari mér þann greiða, að skýra mér frá því. 2. júli 1917. Sóltn. Einarsson. Bannið í Rússlandi. Fréttaritari »Associated Press< í Petrograd símar svo um mánaða- mótin maí—júní: Vegna þess hversu hin ólöglega Vodka-sala hefir stórkostlega aukist og drykkjuskapur magnast i landinu, hef- ir framkvæmdanefnd hermanna og verkamannaráðsins gefið út áskorun þessa til þjóðarinnar: — Vér höfum orðið varir við auk- inn drykkjuskap í Petrograd og öðr- im borgum i landiuu. Hann gerir allsstaðar vart við sig, á gðtunum, járnbrautunum, i verksmiðjunum og hermannaskálunum. Það er gnægð af vodka i þorpunum og eins á vig- stöðvunum. Rannsóknir hafa leitt það i ljós, að margir af hinum sár- grætilegu atburðum, sem urðu hér i fyrri viku, voru drykkjuskap að kenna. Áður hélt keisarinn drykkju- skapnum við, vegna þess að það styrkti veldi hans. Nú reyna keis- arasinnar að breiða áfengi út um landið, til þess að koma á óreglu og borgaiastyrjöld svo að þeir geti end- urreist hásæti keisarans. Manndráp munu fylgja í fótspor Vodka. Þorp- in munu berast á banaspjót. Og þá munu skósveinar keisaravaldsins koma fram úrfelum og þáhefjastafturþeirat- burðir er urðu hér 1915. Starfi stjórn- arbyltingarinnar munu óvinir þjóð- arinnar drekkja í blóði. Enginn hef- ir rétt til þess að kaupa Vodka eða drekka það. Látum það hverfa úr landinu ásamt gömlu stjórninni. — Svo mörg eru þau orð, bætir blað- ið við. Það er víst eigi margt af þvi, sem aflaga fer i Rússlandi að eigi sé keisaranum og stjórn hans kent um. Það er svo létt að skella allri skuldinni á aðra. En nokkuð kveður þetta við annan tón heldur en lofsöngur sá, er sunginn var Rússakeisara, þá er hann bannfærði áfengi í landi sínu. Og óneitanlega virðist þetta ávarp bera vott um það, að bannlögin hafi eigi reynst jafn vel í Rússlandi, eins og sumir hafa af látið. Knattspyrna. Hinn glæsilegi sigur »Fram« (5:0) yfir »Knattspyrnufélagi Reykjavikur< þ. 2. júli minnir helzt á stærsta sig- ur Dana yfir Svíutn í maímánuði síðastl. — þar sem Danir unnu með n mörkum á móti o. Einkennilegur dómur. Uppsalamarkvörðurinn hljóp úr markinu, þá skorar mark mið-fram- herji Köpings-flokksins, en á meðan að knötturinn var á leiðinni í markið snertir einn af varnarmönnum knött- inn — og vildi þar með hindra að marki yrði náð — þó skeytti dóm- arinn bví ekki, og dæmdi löglega »skorað mark« — þó að varnarmað- ur hafi snert knöttinn með hend- inni á vítateigi, — og er þessi dóm- ur í alla staði réttur (sbr. 17. gr. knattspyrnulaganna). Er þetta til at- hugunar ísl. knattspyrnudómurum. „Ræningja“ kalla Englendinga þá knattspyrnu- menn sem aldrei eru á sínum rétía stað á leikvellinum — þegar knatt- spyrnumót fara fram. — Frægan sveitaforingja enskan, Harold Flem- ming að nafni, kalla þeir ræningja (robber) vegna þess að hann leikur allsstaðar á leikvellinum (þar sem honum þóknust) en er ekki alt af hægri forvörður, eins og hann á að vera. — Af þess háttar ræningjum hafa verið hér (og eru reyndar enn þá) nokkuð margir. (Ath. fylkinga- skipun leikmanna þegar kappmót fara hér fram í Rvík). Jeg neita — Á knattspyrnumóti kom það fyrir að knötturinn varð fastur i viðar- grein, er breiddi anga sína yfir leik- völlinn. Leikm. kiifraði þegar upp í tréð og kastaði knettinum (með hendinni) á leikvöllinn. Heimtuðu mótherjar þá aukaspyrnu, þar sem leikm. hefði snert knöttinn með hendinni á leikvellinum (en það er óleyfilegt samkv. leikreglum). Sam- þykti dómari þetta. En þegar átti að fara að fremja aukaspyrnuna, hrópaði si er sótt hafði knöttinn: »£§’ neita ekki að aukaspyrnan fari fram, heldur að hún verði framin á vellinum, því að samkv. knattspyrnu- lögunum skal fremja aukaspyrnu jrá peitn stað, er yfirtroðslan átti sér stað (sem sé hér uppi í viðargrein- inni)«. Nú fór að vandast málið. Vel rættist þó úr þessu. Eftir að dómari hafði ráðgast við merkja- verðina. Lét hann knöttinn falla á jörðu (sbr. 16. gr. knattsp.laganna). í ágústmánuði slðastl. buðu Svíar til sin ameriskum knattspyrnuflokk. Keptu þeir nokkrum sinnum saman og fór fyrsti leikurinn svo að jafn- tefli varð (1 : 1). Næsti leikur fór svo að Ameríkumenn unnu með 3 : 2. í þriðja sinni unnu loks Svíarnir með 3 : o. Þessir þrír kappleikar fóru fram í Stockhólmi. Þá fór næsti kappleikur fram í Gautaborg. Þann unnu Amerkíkumenn með 2 : 1. Varð þá fólk þar hamslaust af reiði (því Gautaborgarar hafa orð á sér að vera beztu Knattspyrnumenn í Svi- þjóð) og kastaði grjóti á bifreiðarnar er fluttu Ameríkumenn burt frá leik- vellinum. — Gautaborgarbúum fanst Ameríkumenn »spila oj hart<.<. Skítugir bankaseöiar Það hlýtur að vekja athygli allra og einkum þó útlendinga, hvað banka- seðlarnir, sem i gangi eru á meðal fólks eru frámunalega óhieinir og ógeðslegír. Það er svona rétt þar um að hreinlátir menn geti fengið af sér að snerta við þeim, og mundu auðvitað heldur ekki gera það ef þeir mættu ekki til oft og tiðum. — Sóttkveikjur eru áuðvitað á þess- um seðlum svo miljónum skiftir, svo að þeir eru hreint og beint hættulegir, fyrir heilsu manna. — margir hafa líka þann leiða sið að kuðla bankaseðlunum niður i peninga- buddur, í stað þess að eiga veski til að geyma þá i. Allir þeir sem peninga viðskifti hafa með höndum, ættu að gera sér að skyldu að senda strax alla rifna og skítuga seðla i bankana og fá skift á þeim. Og bankarnir sjá auð- vitað þann sóma sinn að láta aldrei frá sér mnað en sæmilega hreina seðla. Reynist brestur á þessu, verð- ur heilbrigðisstjórnin að grípa hendi til. H. Vorsóknin á vesturvigstöOvunum. Henni er ærið ólíkt lýst i ensk- um og þýzkum blöðum. Hrósa hvorutveggju sigii og segja frá mikl- um óförum óvinanna. Er eifitt, enn sem komið er, að sjá hvorum veitir betur, en líklegast þó, að hvorugur geti á öðrum unnið. Sérstaklega gera þýzku blöðin mikið úr mannfalli bandamanna og telst þeim svo til, að þeir hafi mist i vorsókninni um 300.000 jallinna 0% seerðra. Þjóð- verjar fullyrða, að stöðvum sínum sé hvergi hætta búin, að allar árásir bandamanna hafi verið gersamlega árangurslausar og hafi þeir þó fast- lega búist við því að vinna fullan sigur í þetta sinn og rjúfa herlinu Þjóðverja. Sjóorustan í Adriahafi þ. 15. maí. Um þessa orustu bárust óljósar fréttir fyrir skömmu. Herstjórnin austurríkska skýrir frá því, að tund- urbátar sinir hafi þá sökt einum itölsk- um tundurbátaspilli, þremur flutninga- skipum, 20 vopnuðum varðskipum smáum og tekið 72 Englendinga til fanga. Þá hittu sprengikúlur frá austurrikskum flugbátum 2 beitiskip og stórskemdu þau, en þýzkur neð- ansjávarbátur sökti einu ensku beiti- skipi með 4 reykháfum. Ekkert skip mistu Austurríkismenn í þessari við- ureign og þótti vel sloppið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 243. tölublað (08.07.1917)
https://timarit.is/issue/98024

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

243. tölublað (08.07.1917)

Actions: