Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 3
2. júní 205. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Mannhelgi. Eítir E. Kjerúlf. Niðurl. Eg hefi reynt hér á undan að sneiða hjá að svara því, sem ýmsir bannvinir hafa ritað um bannmálið, vegna þess, að þar hefir hver vit- leysan rekið aðra. Og til þess að hrekja þær allar, hefði þurft heila bók en ekki blaðagrein. Þó get eg ekki gengið fram hjá einni grein vegna þess, að hún er ólík öllum hinum þvættingnum. Hún tæðir um siðferðilega réttarstöðu bannvina til þess að kúga oss and- Stæðinga slna með bannlögunum til þess annað hvort að verða algerðir bindindismenn, eins og þeir, án til- lits til þess, hvort það er vilji okkar eða ekki, eða að öðrum kosti að sitja í fangelsi eða greiða svo háar sektir, að það yrði flestum um megn. ö. o. að dansa eftir pípu bann- ^ina, hvort sem vér álítum það bezt íyrir oss sjálfa eða ekki. »Vér ein- ir vitum«, hið gamla máltæki allra kúgara og einvaldsherra, er rist á skjöld bannvina. Grein þessi birtist f ísafold og er eftir Halldór Jónasson. Eins og áður er sagt, sker hún sig úr því, sem bannvinir hafa ritað, vegna þess að hún ræðir um aðalatriði í þessu máli, sem sé það, hvort barátta bann- vi°a sé háð á siðferðilegum grund- velli 0g hvort réttarstaða þeirra þar sf Ieiðandi sé siðferðileg. Með þessu stendur og fellur það, sem bannvinir eru að berjast fyrir. Röksemdafærsla Halldórs er þessi: »Bannmenn trúa því, að þeir berj- ist fyrir góðum málstað, og þeir vinna í þeim tilgangí að vernda gagn þjóðarinnar í heild sinni*. »Andstæðingar hafa enga trú og enga hugsjón nema þá að vernda sinn persónulega geðþótta*. »Bannmenn vinna og hafa í heil- m3nnsaldur unnið með fastri fyr- irætlun að föstu marki og með svo reglubundinni starfsemi, að eins dæmi eru hér á landi*. »Hinu megin sést ekkert starf og engin samtök önnur en þau, að eyða árangrinum af starfsemi bannmanna*. »Látum nú svo vera, að sjálft markmið bannstefnunnar gæti orkað tvímælis, þrátt fyrir svona góða trú svona eindreginn vilja, þá hefir samt svona löguð og svona löng starfsemi skapað sér réttartök * sem andstæðingurinn fasr engu orkað gegn, jafnvel þótt hann hefði mikið til síns máls«. Eg lendi hér f hálfgerðum bobba vegna þess, að Halldór ritar svo dult, að eg er ekki viss um, hvort eg skil hann rétt; orðið »réttartök« og það, sem á eftir fer, bendir til þess, að hann dragi samlíkinguna frá íslenzku glímunni. Nú þekki eg að eins ein glímutök, sem sá glímu- maður, er jafnvel hefir mikið til *) Auðkend af Halldóri Bjilfum, en ■ekki mér. sins máls, ekki fær orkað neinu gegn, hafi mótstöðumaðurinn málstað, sem gæti orkað tvímælis, en það eru — »prœlatök<. Auðvitað hefði Halldóri ratast satt á munn, ef þetta væri meining hans og hann með orðinu »réttartök« ætti við »þrælatök« og að bannmenn eftir því með sinni löngu starfsemi hefðu náð' þrælatök- um á andstæðingum sinum 1 Þetta liggur beint við; en hins vegar á eg bágt með að ímynda mér, að Halldór meini þetta, þó það sé í raun og veru sannleikur; held- ur verð eg að ætla að hann trúi þvi, að þessi langa barátta bannmanna, sem hann talar um, hafi skapað þeim »rétt« »ofurmenna« þjóðfélaganna, og því sé þýðingarlaust að berjast gegn því, er þeir vilja vera láta. Þetta kemur og vel heim við það, er hann segir síðar, að .þótt í andstæðinga- flokki bannmanna sé nýtir menn, þá eigi þeir að skilja það, að þeir eigi »ekki einu sinni tillögurétt fram- ar, hvað þá meira«. Annaðhvort hlýtur hann að meina, en hvort heldur sem er, þá er það rangt. Trú, góður tilgangur og löng starfsemi getur aldrei breytt órétti í rétt, ofrfki f sanngirni og kúgun i virðingu fyrir mannhelgi annara. Þetta er eg líka sannfærður um, að Halldór skilur, ef hann athugar mál- ið; en vilji hanu ekki gera það, þá hann um það. Setjum svo, að til væri maður, sem talinn væri af sumum skaðleg- ur þjóðfélaginu.. Nú væri nokkrir menn í þessu sama þjóðfélagi, sem tryðu því, að eina ráðið til þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrifþessa manns, væri að taka af honum rétt- inn til að lifa þ. e. a. s. myrða hann; þeir gera þetta í þeim tilgangi að vernda þjóðfélagið í heild sinni, og þeir vinna að þessu i heilan manns- aldur. Dettur nú nokkrum manni í hug að halda þvi fram, að þetta morð sé framið á siðferðilegum grundvelli, og að það veiti morðingjunum siðferði- lega réttarstöðu, að þeir trúa þessu, gera það í góðum tilgangi og hafa mdirbúið morðið rakilega í manns- aldur, jafnvel þótt það væri með starfsemi, sem væri einsdæmi í því landi. Auðvitað ekki, og það vegna þess, að fyrir lagalega réttri breytni manna er að eins einn siðferðilegur grund- völlur til i lögskipuðu þjóðfélagi, og það er stjórnskipunarlög landsins, en þau fyrirskipa, að það megi ekki skerða mannhelgi neins, nema lög- skipaðir dómarar hafi dæmt þann dóm, að hann hafi fyrirgert mann- fielgi sinni með starfi sínu, og þetta verður þó fyrst að sanna dómur- nnum. En það er hæpið, að þessum »trú- mönnum* tækist þetta vegna þess, að skoðun þeirra byggist^á trú, og það, að margir eru á annari skoðun, dregur úr sönnunargildi þessarar trúar. Dæmið er i fullu Samræmi við röksemdafærslu bannvina, þegar þeir verja bannlðgin. Þeir segja : vér trúum þvi, að sá sem drekkur vín, sé skaðlegur i þjóðfélaginu, jafnvel þótt hann skaði hvorki sjálfan sig né sína, vegna þess að það er honum að kenna, að vin er til í landinu. Sé tekinn af honum rétturinn til þess að hafa vín um hönd handa sjálfum sér, með þvi að banna öllum að flytja það til landsins, þá er tekið fyrir alla vínnaut og þá einnig ofdtykkju, sem ekki er hægt að aðgreina frá hófdrykkju, vegna þess að það er ekki hægt að benda á takmörkin. Og hvernig fara þeir svo að þvi að svifta menn réttinum til þess að ráða sjálfir gjörðum sínum við sjálfa sig eða lenda i klóm réttvísinnar, ef menn ekki una því? Jú, þeir láta alþingi, sem ekkert dómsvald hefir, kveða upp þann dóm, að þeir segi satt og trú þeirra sé rétt, og þess vegna skuli þessi réttur manna afnuminn; en til þess að þetta væri löglegt, þyrfti að breyta stjórnarskrá okkar á löglegan hátt, i þessa átt, en það er ógert enn. Bannvinir mútuðu með at- kvæðum sinum þingmannaefnunum, tóku af þeim fyrirfram loforð um það, að greiða atkvæði bannlögum, sem engi vissi, hvernig áttu að vera! Þeir létu fara fram alþjóðaratkvæði um lög, sem engi yissi, hvernig áttu að vera l Nú getur samkvæmt heilbrigðri skynsemi ekki farið fram atkvæða- greiðsla um það, hvort það, sem enginn veit, hvernig er eða verður fyrir komið, skuli verða að Iögum eða ekki. Að minsta kosti skyldi maður halda, að þjóðin væri þá spurð um það á sama hátt eftir á, hvort hún væri ánægð með lögin. En það fæst ekki. Hvar sem drepið er niður fingri, verða fyrir manni þrælatök ofrikis- ins og fyrirlitning á mannhelgi ann- ara og almennum réttarfarsreglum, Þetta er sá siðýerðilegi grundvöll- ur, sem bannmenn byggja á. Þetta er sú siðjerðílega réttarstaða, sem þeir hafa unnið með baráttu í manns- aldur I En þjóðin hefir í mörg ár barist fyrir þeim rétti, að fá mannhelgi sina viðurkenda að fullu, þannig, að hún sé sjálfri sér ráðandi í öllu, bæði út á við og inn á við, og að réttur sá, sem stjórnskipunarlög hennar veita henni i heild sinni sem íslenzkri þjóð og hverjum einstakl- ing hennar út af fyrir sig, til þess að vera fullvaldur yfir gjörðum sin- um við sjálfan sig, verði ekki skert- ur af útlendum né innlendum kúg- urum. Þetta hefir ekki fengist. Við andbanningar að mista kosti viljum ekki, að bannvinir og lög- gjafarvaldið skerði þá mannhelgi, er stjórnarskráin veitir oss, alveg án til- lits til þess, hvort við neytum víns eða neytum þess ekki. Margir okkar bragða ékki vín — en það verður ekki sagt um ýmsa, sem greitt hafa bannlögunum atkvæði, eða vilja ekki nema þau úr gildi og verða þvi að teljast bannvinir. Þeir drekka vin sumir hverjir, hvenær sem það býðst, o|f því óþarft fyrir bannvini að brýna andbanninga með drykkjuskaparorðinu. Hitt ætti að liggja þeim meira á hjarta að kom- ast eftir því, hverjar göfugar hvatir hafa gert þessa drekkandi jábræður þeirra að bannvinum. En veiti löng barátta fyrir ein- hverju máli siðferðilega réttarstöðu, og því heldur Kalldór fram, þá er áreiðanlegt, að sú réttarstaða, sem hefir skapast oss með baráttu for- feðra okkar fyrir þeim mannréttind- um, sem stjórnarskráin veitir, á meiri rétt á sér en réttarstaða bann- vina, vegna þess að baráttan fyrir stjórnarskránni er eldri og enn hald- ið áfram. Auk þess er hún að öllu leyti samboðin góðum drengjum, en það verður tæplega sagt um baráttu bannvina fyrir bannlögunum, sam- kvæmt framanskráðu. En það er óþarfi að vísa í mín orð um þetta, þessu til sönnunar, því hér eru orð bannvinarins Halldórs Jónassonar, þar sem hann er að klína á oss andbanninga drykkjuskaparorðinu. Hann gerir okkur upp orðin og þau hljóða svo: »Látið okkur vera, sem drekkum í. hófi, við eigum rétt á því að vera i friði með okkar nautn, sem ekki skaðar oss sjálfa*. Þessi orð eru, auk þess hvað þau eru drengileg, bein ósannindi! Ef andbanningur talaði í þessa átt, mundi hann segja: Bannmennl látið oss í friði, á meðan við ekki gerum á hluta yðar. Hvort við drekkum «ða drekkum ekki, gerum oss sjálfum skaða eða skaða ekki, kemur engum við nema sjálfum oss, ef við ekki vinnum öðrum mönnum tjón beinlinis eða óbeinlinis og fram- kvæmum það þannig, að sá eða þeir, sem fyrir tjóninu kunni að verða, geti ekki varað sig á því eða komist hjá þvi, ef þeir vilja. Til þessa höfum vér rétt. Með öðrum orðum, vér eigum rétt og heimtingu á þvi, að löggjafarvaldið virði mannhelgi okkar. — Halldór Jónasson segir að réttur okkar sé hugmynd, sem hangi i lausu lofti, og að »allur réttur þarfnast ræktun- ar og umönnunar, og tilveran heimt- ar sér »borgaðan hann upp í topp«, eins og alt annað, sem hún nærir og gefur lif«. í þessum orðum, sem eg tilfæri hér orðrétt eftir bonum, er saman- kominn sá auvirðilegasti hugsana- vellingur, sem eg hefi séð á prenti eftir nokkurn mann, og er það þó mikið sagt, en ekki ofmikið þó. Hér er að ræða urn siðferðilegan, lagalegan rétt, og það er hugtak, sem hvergi þekkist nema i viðskift- um manna innbyrðis. I náttúrunni sjálfri þekkist hann Jekki. »Réttur þess sem voldugri er« ríkir^i nátt- úrunni, en eins og allir vita, er það hugtak jafn óskylt og ólíktjsiðferði- legum rétti eins^ogj eldurinn vatn- inu. Því fer svo fjarri,| að||náttúran næri og gefi lif siðferðilegum rétti, að það mætti fremur segja, að húu legði hann i 'einelti. En auðvitað er hvorugt rétt vegnajlþess, að nátt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.