Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1918, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ * Reslusjðri um rálstafanir til að tryggja verslun landsins. Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til lands- ins, eru hjermeð sett eftirfarandi fyrirmæli: 1. gr. Skylt er kaupmönnum, fjelögum svo og einstökum mönnum að senda sjórnarráðinu fyrir 9. júni næstkomandi nákvæmar skýrslur, að við- lögðum drengskap, um allar birgðir af ull, sem eru í eign þeirra eða vörslum og til hafa fallið fyrir 1. janúar 1918. í skýrslunum skal'greina, talið i kílógrömmum, hve mikið sje af eftirgreindum tegundum og hvar þær sjeu geymdar: 1. Hvít vorull með fallegum blæ, 2. Hvit vorull óflokkuð, 3. Öll önnur hvit vorull, 4. Alsvört vorull, 5. Mislit vorull, 6. Hvit haustull, 7. Mislit haustull. Þegar gefnar eru skýrslur um birgðir af ull, sem geymdar eru í böllum, skal greina brúttó-vigt (þ. e. umbúðirnar taldar með). Þegar annar maður en eigandi gefur skýrslur um ullina, skal hann jafnframt greina, hver sje eigandi hennar. 2. gr. Landsstjórn íslands kaupir allar birgðir af ull, sem til eru í landinu og til hafa fallið fyrir 1. janúar 1918, í þeim flokkum og fyrir það verð, sem 1 hjer greinir: 1. Öll hvít vorull, með fallegum blæ, vel þvegin og vel þur 2. ÖIl önnur hvit vorull, vel þvegin og vel þur . . — 3-^9 0. Nr. 1 og 2 blönduð saman . 1 v-K> OO S-K> 1 1 3. Oll alsvört ull, vel þvegin og vel þur .... 4.00 4- Öll mislit vorull, svört vorull og hvít vorull, sem ekki telst til ofannefndra flokka, vel þvegin og vel Þur ! . __ 2i8é 5- Hvít haustull, óþvegin en þur, sem þó ekki má vera blönduð höfuðull, fótaull eða blóðugri ull, nje / neinum annarlegum efnum — 2.88 6. Mislit haustull, óþvegin en þur, sem þó ekki má vera blönduð höfuðull, fótaull eða blóðugri ull, nje neinum annarlegum efnum — 2.51 Seljandi greiðir flutningskostnað á ullinni til næstu útflutnings- hafnar, nema öðrnvísi um semjist. 3- gr- Skylt er eiganda eða umráðamanni ullarbirgða, sem fallið hafa til fyrir 1. janúar 1918, að tilkynna stjórnarráðinu fyrir 9. júní næstkom- andi, hvort hann vilji selja landsstjórninni ull sina með skilmálum þeim^ sem greinir í 2. gr. Oll sala á ull, sem til fallið hefir fyrir 1. janúar 1918, til annara en landsstjórnarinnar er bönnuð frá útkomu þessarar reglugjörðar,J svo og allur útflutningur slíkrar ullar, frá öðrum en landsstjórninni. 4- gr- Nú vill eigandi eða umráðamaður ullarbirgða, sem um ræðir í reglu- gjörð þessari, ekki selja landsstjórninni ullina og skal hún þá tekin eignarnámi. 5- gr- Brot gegn ákvæðum 1. og 3. gr. reglugjörðar þessarar varða sektum alt að 500,000 kr. og ennfremur skal jafnan, auk sektar, greitt tvöfalt andvirði ullar þeirrar, sem ekki er gefin skýrsla um, samkvæmt 1. gr., eða ekki tilkynt er um sölu á samkvæmt 3. gr. eða seld öðrum en lands- stjórninni eða reynt að flytja út eða flutt út af öðrum en landsstjórn- inni, enda varði brotið ekki þyngri refsingu að lögum. UU sú, sem ekki er gefin skýrsla um eða ekki tilkynt um sölu á eða seld öðrum en lands- stjórninni eða reynt að flytja út eða flutt út af öðrum en landsstjórn- inni, er að veði fyrir sektunum. 6. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. Aður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. ' 7- gr- Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum þessarar reglugjörðar, sker stjórnarráðið úr ágreiningnum. 8. gr. Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar i stað. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. f stiórnarráði íslands, 31. maí 1918. Siguréur cJonsson. Oddur Hermannsson. Plusch-hattar og svartir og gráir flókahattar nýkomnir i verzlun Jóns Hallgrímssonap, Bankastræti 11. A. GUDMUNDSSON h;eildsöluyerzlun Bankastræti 9. Sími 282. hefír fyrirliggjandi: Fiskilínur 5, 4, 3*/„ 3, 2Va, 1V2 °g lXA lbs- — Ljábrýni — Skó- fatnað allskonar — Unglingafatnað — Drengjaföt og Kápur — Regnkápur karla og kvenna — Enskar húfur — Einstakar buxur — Kvensokka — Kvennærfatnað allskonar — Lífstykki — Silkitrefla — Silki- og Flauelisbönd — Handklæði — Silki og ýmsa aðra Alnavöru — Tvinna — Manchettskyrtur (hvítar) — Tannbursta. AÐVÓRUN. Eigendur sauðfjár þess, sem gengur i Einarsstaðatúni, eru hérmeð ámintir um að hirða það tafarlaust, annars verður það sett inn á kostnað eigenda. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.