Alþýðublaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 6
6 AlþýðublaðiS Laugardag 10. maí 1958 ( Utan úr heími ) Jnkob Sverdrup: ÞAÐ var eixginn útslitinn og veikiaður forseti, sem ég fékk tækifæri til að hitta á blaða- mannaifundi í Waslhington fyr- ir skommu. Eisenhower bar höfu&ið hótt dg var léttur í sporí þegar hann kom inn, og svaraði hinum- nærgöngulu spurningum blaðamannanna giaðlega og snöggt, En það voru ' aðeins fyrstu spurningarnar, sem höíTðu góð áhrif á bann. Þetta var nefnilega sá frægi fundur þegar Eisenhowef missti vald á skapi sínu hvað eftic annað. Fyrsta sprengingin varð, þegar biaðakona nokkur ' spurði, hvort áætlunin um end urskipulagningu varriarmái- anna fæli ekki í sér hættu á hernaðareinræði. Enginn furðar sig á því, að Eisenihower skyldi reiðast slíkri spurnmgu, en blaðamenn, sem t'l þekkja, fullyrtu við mig. að fvrir ári síðan hefði Eisenhow- er aðeins brosað að sams kon- ar spurningu. Truman reiddist oft. en Eisenlhower hefur hing- að til haft vald á skapi sínu. Enda þótt þessi atburður hafi verið talinn bera vott um heilsu brest, hafa mareir túlkað hann sem sönnun fyrir aukinni Dwight D. Eisenhower. spennu í stjórnmálalíifi Banda ríkjanna. Blaðamenn fullyrða. að Eisenhower hafi aldrei fyrr þurft að svara jafn nærgöngul- um spurningum. En gagnrýnin nær langt út fyrir raðir blaða- manna. Áætlunin um endurskipu- lagningu vamarmiálanna er að rmklu leyti verk Eisenihowers, en vernarmálaráðherrann, Me- Síroy, hefur þurft að svara .nörgum spurningum vegna aennar í þingnefnd þeirri, sem aefur með þau mál að gera. ílafði varnarmálaráðherrann ákki þegar nóg völd? Hver voru takmörk valds hans? Eis- enhower var sakaður um að skipuleggja herforingjaráð eftir prússneskri fyrirmynd. McE!- roy tókst með lagni að komast hié alvarlegum deilum um þessi rnál, en nú virðist vera að sjóða upp úr. líin nýja varnaráætlun gerir ráð fyrir auk.nu valdi varnar- málará&herrans og varnarráðu- neytisins, — á kostnað hinna ýmsu deilda hersins. Það er eidflaugatæknin, sem gerir siíka nýskipan óhj'ákvæmilega. Hin gamla skipting hersins í f.ota er úrelt orðin, og reiptog deildir landhers, flughers og bessara deilda hefur seinkað framleiðslu nýrra vopna. En bandarískir þingmenn líta alla sentralíseringu óhýru auga og hafa því tekið upp baráttu fyr- ir hinni venjubundnu skiptingu hersins, og sjálfstæði hinna ýmsu deilda hans. Allri gagn- rýninni hefur verið beint að McEIroy, en aHir vita, að Eis- enhower er sá, sem á bak við henn stendur. Eisenhower stendur og fellur raeð því, hvernig greiðist úr et'na'hagsvandamálunum. Hann virðist gera rað fyrir, að allt muni lagast án< þess, að til kasta ríkisstjómarinnar þurfi að koma. Hann hiýðir í einu og ötlu -hinum íhaldssömu ráðgjöf ttm sínum:, en beir vilja fyrir alla muni halda fjárlögum greið'sluhallalausum. En fjöl- margir hagfræðingar banda- riskir, ekki sízt prófessorar við ýmsa háskóla, eru mjög and- vigir stefnu forsietans í þessum málum. Þeir láta mikið á sér bera, skrifa langar bla&agrein- ar og mæta á fundum hj'á þing- nefndum og allir ráðleggja þeir iækkun skatta til þess þannig að auka kaupgetuna. Ef ekki verður gripið tii skattalækkun- sr, hlýtur kreppan að verða óg urleg og þeir bæta við, að hægt hefði verið að ráðá niðurlögum kreppunnar, ef til róttækra að gerða hefði verið gripið þegar í upphafi. A&gerðaleysið er öllu öðru háettulegra. segja þeir, sera gagnrýna stefnu Eisenhowers. Kið furðuiega við þessa kreppu ex það, að sparifé eykst stöðugt, en verziunaramsetning ■ og framleiðsla dregst saman. Það bendir tíi þess, að fólk óttist framtíðina og búist við. erfið- léjkúm. (Jafnhliða ráðaleysi stjórnar- innar . r efnahagsmiálum ríkir mikil óvissa og hik þeirra á með al, er að utanríkismálum starfa. Vætor Reuther, hinn þekkti verkalýðsforingi, sagði nýiega: Yið Bandaríkjamenn virðumst gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að spádómur kom<múnista um auðlvaldskrepp urnar rætist. Og Allen Dulles bróðir utanríkisháðherrans hef- ur haldið ræðu um hinar skuggalegu íramtiíðarhorfur, og benti á, að franileiðsla Rússa ykist jafnt og 'bétt á sama tima og framleiðslan í Bandaríkjun- ura dregst saman. Eisenhöwer verður að láta til skarar skríða, e£ ekki á illa að fara. FÉUGSLÍF á moirgun kl. 8,30 e. h.: sam- koma, Gunnar Sigurjónsson cand. tlieol talar. Allír velkomnir. VIÐ SJÁTJM það fyrir okkur daglega, að einhver óþekktur og lítill fyrir mann að sjá er að koma, og annar þekktur og Vel á sig kominn er að hverfa a£ lífssviðinu. Enda þótt við söknum nálægðar roskinna manna eða aldinna, þá er ekk- ert óeðlilegt við það, bó slíkir menn hverfi, en við hvarf þeipra rif jast upp ýmislegt sem sameiginlegt hefur á dagana drifið, og þannig er það nú, þegar þeir Ragnar Sigurðsson og Svavar Þjóðbjömsson hafa báðir dáið svo að segja sam- tímis, bá fæ ég löngun til að minnast þeirxa með nokkrum orðum: Ragnar Sigurðsson, var fædd ur á Akranesi 1. júlí 1901. Hann ólst upp með foreldnun sínum, S'igurði Jörundssyni, sem enn er á lífi 94 ára, og Salvöru Jónsdóttur, en hún lézt 1939. Árið 1929 kvæntist Ragnar leftirlifandii. konu sinni Fri0- björgu Friðbjörnsdóttur. Þeim varð 8 barna auðið, og lifa 7 þeirra, og eru hin mannvæn- legustu. Eins og flestir þeir, sem voru á svipuðum aldri og Ragnar, fór hann að stunda sjó- mennsku strax og kraftar ieifðu, og jafnvel fyrr. Sjó- mennsku stundaði hann sem að alstarf til ársins 1942, en þá keypti hann jörðina Læk í Leirársveit, og bjó þar ágætu búi í 10 ár, eða til 1952, en þá flutti hann aftur til Akraness, enda þá farin að fá aðkenn- ingu af sjúkdómi, svo að hann taldi sig ekki geta unnið að búi. sínu svo sem þörf væri. Ekki lágu leiðir okkar sam- an við sjómennskustörf, en mér var kunnugt um, að hann var hinn nýtasti maður Við alla vinnu, kappsfullur og lagvirk- ur. Þegar Verkalýðsfélag Akra- ness var stofnað, gerðist hann einn af stofnendum þess, og var jafnframt áhugasamur um málefni þess félags, enda á- hugasamur um allt sem heyrði til að bæta lífskjör fólks til sjáyar og sveita. Ég þakka Ragnarj góð kynni. ; Hann andaðist eftir mjög stranga legu í Sjúkrahúsi Akra ness 2. maí, og var jarðarför hans gerð 9. maí. Ég vötta hans ágætu konu, börnum hans og öðrum aðstand endum hans mína dýpstu sam- úð. Svavar Þjóðbjörnsson var fæddur 14. nóvember 1888 að Deildartungu í Reykholtsdal. Foreldrar hans voru Þjóðbjörn Björnsson og kona hans Guð- ríður Auðunsdóttir, sem bæði eru dáin. Snemma var Svavar talinn með bráðduglegustu verka- mönnum, enda eftirsóttur til hverskonar landbúnaðarstarfa, meðan hann dvaldi í sveitinni, en 1914 kvæntist hann sinni ágætu konu. Guðrúnu. Finns- dóttur. og fluttist þá til Akra- ness og stofnaði þar heimili, fyrst sem leigjandi, en 1921 byggði hann hús sitt Sandgerði (Suðurgata 60), þar bjó hann með konu sinni, bar til hún lézt 1942. Þeim hjónum varð 7 dætra auðið og lifa 5 þeirra, er syrgja nú sinn ástkæra föð- ur, ásamt mönnum sínum og mörgum börnum þeirra. Það vildi þannig til, að við Svavar urðum nánir samstarfs- menn í félagsmálum. Þegar elzta kaupfélagið var stofnað hér á Akranesi, vorum við báð- ir töluvert riðnir við stofnun þess, fen Svavar miklu meir við uppgjöf þess, þar sem honum, ásamt Jóni heitnum Jónssyni skósmið, var falið að hafa á hendj skuldaskil þess, en þetta var upphaf afskipta hans af samvinnufélagsskap á Akra- nesi, því hann var nokkru síðar viðriðinn stofnun pöntunarfé- lags og síðast Kaupfélags Suð- ur-Borgfirðinga, og stjórnarfor maður þess var hann frá stofn- un þess, til aðalfundar 1956, að hann baðst undan endur- kosningu vegna þess, að hon- um hafði nokkuð daprazt heyrn, svo að hann taldi sig leldd' getöi næglianlega fylgzt með umræðum. Þegar Verkalýðsfélag Akra- ness var stofnað, var Svavar meðal stofnenda þess og tók virkan þátt í undirbúningi að stofnun þess. Þegar ég var kos- inn formaðuj- félagsins á fyrsta aðalfundi þess, var hann kos- inn varaformaður, og það var hann jafn lengi og ég var for- maður. Ég minnist þess, að samstarf okkar var með ágætum. Hann var félagsmaður, sem vakti á sér fullkomið traust samfélaga sinna. Hann vann félagsstörfin vegna þess, að þörf var fyrir það, sem unnið var að hverju sinni. Slíka menn er gott að eiga samstarf við. Framhald á 4. síðu. Íslenzk og erlend úrva!sljé$ effir iuiiiiny Jónsdótfur frá Pisnrum. ÉG UNDI ekki á æskuistöðvum, fannst þar allt vera lágt og smátt, og hugur minn horfði löngum. til hæða í suðurátt og faðmaði fjallið eina, fjallið töfrablátt. Til guðsifja foldin færði fjallið í biminslaug, er röðull kvöldsins því rétti rauðagullsins baug. Þaðan kom þeyrinn söngvinn, þangað öminn flaug. Mörg fímindi und fót ég Iagði, unz fjallið eina ég vann. En ís þess ég þekkti aftur, þess eldur mér sjálfri brann, og skriður þess hrynja og hrapa í hjarla mér áður fann. Að baki mér bernskulöndin úr blámistri hófu sig. Eg leitaði um þyrnileiðir og leyndan, grýttan stig að dásemdum fjærsta fjallsins, en fann aðeinS sjálfa mig. Of seint er nú heima að halda, því hj artaslátturinn dvín. Allt líf mitt var för til f jallsinis, sú för var ei næsta brýn. í fjarlægðar sinnar fegurð hafði fjallið komið til mín. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.