Alþýðublaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 3
Laugardag 10. maí 1958 AlþýðublaSiB 3 Alþgöublaðiö Útgefandi: Pátstjóri: Fréttastjóri: Auglýsíngast j óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 8 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverflsgötu 8—10. E fnahagsmáliii ÞÁ ÞAR'F ÞJÓÐIN ekki að bí'ða öllu lengur eftir þeim ráðstöfunum í efnahagsmálum, sem fyrir dyrum hafa stað- ið síðan um áramót. Enginn, sem um þessi mál ræðir af stillingu. og viti, nieitar þvi, að þjóðin hlýtur að horfast í augu við. þá staðreynd, ef vel á að fara, að hún verður að byggja afkomu sína á eigin framleiðslu og starfi. Á und- aníörnum árum h>efur sú lenzka verið í landi hér, að cþarft væri að skyggnast til morgundagsins í fjármálum, allt bjargaðist einhvern veginn, engin ástæða væri til uggs út af þróuninni í efnahagsmálunum. Þetta hefur reynzt gersam- lega rangt. eins og raunar-við mlátti búast. Enginn byggir upp bú eða rekur það til lengdar. án þess. að gæta að grunn- inum og láta til framtíðarinnar. Þjóðarbúið er engin undan- tekning í þessum e.fnum. Það er vitað miál, að efnahagiur landsins. var mjö-g bágrir, þegar stjórn Ólafs Thors fór frá völdum fyrir tveim árum. Þar hafa þó ekki öll kurl komið til grafar, ag er almenningi ekki fullljóst, hve ástandið var alvar- legt, enda hefur Sjálfstæéisflokkurinn gert allt til að breiða yfir og fela hið sanxia í þessum efnum. Hefur Morg u-niblaðið látið sér sæma að húa til þjóðsögur um eitt- hvert dýrtíðailástand í el’nahagsom!áIunum, þegar Ólafur Thors stýrði þjóðarskútunni, þótt vitað sé, að orsakanna tíl núverandi ástands er að rekja til valdatímabils hans. Það er ekki nema eðlilsgt, að aimenningur fylgiist af á- huga mieð umræðunum um hinar nýju ráðstafanir, sem fíkisstjórnin hyggst gera. Óeðlilegur dráttur hefur orð- ið á þessum mlálum, engurn til góðs, en sennilega til mikils ógagns fyrir fiesta. Vinnustéttunum er að sjálfsögðu mikið í mun, að þessar ráðstafanir komí >ekki harðast niður á þeim, sem sízt skyldi, enda er hlutverk niúverandi stjórnar að sjá um, að svo verð'i ekki. Verkamenn og sjómenn og aðrar lausráðnar vinnustéttir ver.ðía jafnan harðast úti, ef til þrautanna kemur. Þær þur.fa þvi stcðugt að vera vej á verði, þegar nýjar efnahagsriáðstafanir eru gerðar. Slíkar ráðstafanir eru í rauninni sktoting þióðarteknanna, en öðru verður þó ekki skipt en aflað er. Hag hinna lægstlaunuðu má ekki bera fyrir borð. Samt verður að fleyta þjóðarskút- unni áfram, og ef um fórnir þarf ac vsra að ræða, verða þær að vera í sair.fæmi við aíkcrnu o°; efnahag fólksins. Engin annarlsg sjónarmið rnega þar kon:a til greina. Þjóði'nni er nauðbynleg't að fá sem beztar upplýsingar um vandamáiin, þegar spiiin eru lögð á borðið. Ríkis- stjórnin hefur unsið svo lengi að þessuni m'álum, að al- menningur væntir að vónum hins bezta, sem völ er á. Ríkisstjórninni er þetta ljóst, enda á lnin tilverurétt sinn undir því, að dómur þjóðarinnar verði henni liagsæður í þessuni el’niim. Þegar hún nú leggur málin undir þann dóm, er það í Jrausti þess, að almenningur geri sér fulla •grein fyrir þeim vanda, scm að liefur steðjað. Fhigufregnir ALLS KONAR flugufregnir >hafa gengið af ráðstefnu utanríikisr'áðherra Atlantshafstoandalagsþjóðanna, sem stað- ið hefur 'yfir í Kaupmanna'höfn að undanföirnu. Sérstak- lega hafa þessar hæpnu lausafregnir verið um störf og við- brögð Guðmundar I. Guðmundssonar utaniríikisráðherra út af landhelgismálinu. Hafa suniar þær fréttir, sem gripnar hafa verið hvað ákafast á lofti og prentaðar feitletraðar í blöðum, reynzt staðlausir statfir mjeð öllu. Þessu er mjög' illa farið. Landlhelgismlálið er sivö vaxið, að íslendingar eiga ekki að taka undir rangacr erlendar fréttir, sem gætu orðið til að skapa tortryggni um mlálið og' spilla fyrir samstöðu allra um það. Þetta hefur þó Verið gert, og er það til lítils sóma. . Ylfirleitt eru íslendingar ekki nógu sómakærir, ef and- stæðingur á hlut að miáli. En þegar þióðarsómi bíð.ur, eiga vær.ingar að víkja. Mörg mál eru sem betur fer stærri en flokksrígur og pólitískt þras, og iandhelgism/álið er eitt af þeim. Því ber að harma, að rnenn skuli ekki hafa hemil á sér, þegar um hæpnar fréfctir er ,að ræða, en kjósa heldur að fara. mieð fleipur, þótt það verði til skaða. Leíkfélag Reykjavíkur: Sigríður Hagalín og Steindór Hjörleifsson leika börn þeirra hióna. og er leikur Sigríðar í hlutverki Mariu Rosariu mjög vandaður og hugsaður; leikur Steindórs í hlutverkí Amadeos með ágætum í fyrsta þætti, en dalar nokkuð er á leikinn líð- ur. Árni Tryggvason er bráð- skemmtilegur eins og vænta mátti í hlutverki „Pokaprests- ins“, og synd væri að segja að Nína Sveinsdóttir drægi af sér í hlutverki Adelaide gömlu. Þá tekst og Guðrúnu Stephen- sen vel upp í hlutverki Assuntu og Áróra Halldórsdóttir leikur skemmtilega hið litla hlutverk Donnu Peppenellu. Knútur Magnússon leikur Errico, og er leikur hans í sjálfu sér góður. Hinsvegar er gerfi hans þannig að' það skapar misræmi í leikn- um; það er með öllu ósenni- legt að ástir séu með honum og Amaliu Jovine, slíkur virð- ist aldurs- og þokkamunur beirra á sviðinu. Valdimar Lárusson leikur Peppa ,,Tjakk“ og nær sæmilega heimsku hans og fáfræði: Karl Sigurðsson lögregluforingja og tekst ekki Blómsveigur lagður á stall íninmsmerkis Abrahams Lincolas i Washinston á þjóðhátíðardag Bandaríkjaima. „NÓTT YFIR NAPOLI“ er bráðskemmtilegt leikrit og þar að auki eins og það sé skrifað sérstaklega fyrir okkur. Að minnsta kosti mun varla hjá því fara að það veki til um- þenkingar einhverja af þeim sem muna svipaða tíma hér á landi og höfundur lýsir þar hjá löndurn sínum í Napolí. Þá er leikrit þetta og samið af mikilli kunnáttu og sviðsi'eynslu; höfundur beitir þar af þjálfaðri leikni því gamla áhrifabragði Shakespeares að láta jafnan kátlega atburði fara á undan harmrænum ofj ekkv brestur hann mannþekkkingu, einkum eru kvenpersónur leiksins með afbrigðum vel gerðar. Leik- stjórn Jóns Sigufbjclrnssonar er mjög góð og ber því vitni að hann þekkir ítalska af eigin sjón og revnd, og leiktjöld Magnúsar Pálssonar, einkum í fyrsta þætti, eru með ágætum. Og svo er það Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki Genn- aro Jovine. Leikur hans er manni ógleymanlegur og á- reiðanlega er Jovine eitt hið mesta leikafrek hans á síðast- liðnum árum. Hin pólitísku ræðuhöld hans við raksturinn, undirbúningurinn að því að leggjast á líkbörurnar og loks hin alvarlegu átök í síðasta þætti, — það er sama hvaða dæmi er tekið, leikur Brynjólfs er frábær, þaulhugsaður og hnitmiðaður, jafnvel hver vöð- vadráttur í andliti hans sem skiptir svipbrigðum í sífellu, svo ekki leynir sér að suðræn glóð býr inni fyrir þrátt f.yrir bá ytri ró og sáttfýsi, sem þraut ir og hörmungar tveggja heims styrjalda, einfæði og áþján hafa kennt honum. Helga Val- týsdótir leikur Amalíu konu hans, — og af þeim tilþrifum, sem. teljast verða sjaldgæf á íslénzku leiksviði. Tækist Helgu að túlka skaphita og til- flnningaofsa á jafn frábæran hátt og henni tekst að sýna gegndarlausa skaphörku og miskunnarleysi þá ætti hún sannarlega allt í að gera okkur Amalíu svo eftirminnilega að lengi yrði til jafnað. Árni Tryggvason sem pokaprestur og Brynjólfur Jóhannesson. eem Genaro Jovine. nema sæmilega og Theódór Halldórsson leikur lækni, við- ISelga Valtýsdóttir — Amalia; Kuútur Magnússon — Enrico. vaningslega en framsögn hans er skýr og látlaus. Loks leikur Guðmundur Pálsson Spasiano endurskoðanda og gerir það að mörgu leyti vel, en gjama mætti í'ómur hans vera íyllri, 'einkum undir lokin. Segja mætti mér að leikrit þetta gæti orðið lífseigt hér á sviði. það hefur margt til þess. Það er í senn fyndið og alvar- legt, vekur jöfnum höndum til hláturs og íhygli, og það taíar til okkar á margan hátt. Það er vel gert og vel leikið, sum hlutvierkin og atriðin með á- gætum, — til dæmis þegar Ámalía sezt að veizluborðinu í lok annars þáttar. Ætli mörg- urn áhorfendum verði ekki hugsað eitthvað á þá leið að þar megi þeir taka sneið sena eiga. . . Loftur Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.