Morgunblaðið - 24.12.1918, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1918, Side 1
6 argrantrr I*riðjiiclag 24 4es. 1918 M0R6DNBLADID 44 tölublaA R't< 1 T'srsitT! nt. 5 K t nev Viihiálmut F'nsen í'Void P ' trtðj:t Aftreiðs us'mi ar. jo> f Friður á jörðu! (P' Sálarrannsóknafélag '/í'n íslands. [Inngangsræða á stoínfundi[ félagsins. Eftir Einar H. Kvaran. ^að hefir fallið í ruití hlutskifti að vera frummælandi á þessum fundi. Eg tel það þá mitt verk, að f?era einhverja oiurlitla grein þess, hvernig þetta félag er hugsað, sem f*tlast er til, að við stofnum hér í völd, og hvað fyrir okkur vakir me6 stofnun þass. éegar farið var að tala um að stofna þetta félag, virtist mér nauðsyn bera til að gera uppkast að nokkurs konar stefnuskrá fyrir félagið, svo að mönnum gæti orð- ið ljóst, til hvers væri verið að stofna. Hún var orðuð að eins til bráðabirgða, og verður væntanlega orðuð af nýju og betur af nefnd, sem sjálfsagt verður faiið að semja frumvarp til laga fyrir félagið. En eg geri ráð fyrir, að í þessu upp- kasti mínu séu tekin fram megin- atriðin. Margir þeirra, sem hafa tjáð sig ætla að ganga í félagið, hafa ekki séð þetta uppkast. Eg ætla því að að leyfa mér að lesa það. TILGANGUR væntanlegs Sálarrannsóknafélags Is- lands, orðaður til bráðabirgða. 1. Að efla áhuga þjóðarinnar á and- legum málum yfirleitt og sérstaklega fræða félagsmenn og aðra um árangur- inn af sálarlífsrarmsóknum nútímans, einkum að því leyti, sem þær benda á framhaldslíf manna eftir dauðann og samband við framliöna merm. Þeim til- gangi hygst félagið að ná meðal ann- ars með fyrirlestrum og umræðum og útgáfum rita eða stuðningi að þeim. 2. Að stuðla að sálarlífsrannsóknum eftir megni, t. d. með því að gangast fyrir því, að félagsmenn eigi kost á að komast á sambandsfundi með góð- um miðlum, innlendum eða útlendum. 3. Félagið starfar á grundvelli þeirr- ar sannfæringar, að samband bafi fengist við framliðna menn, og vill efla og verja þá sannfæring eftir því sem kostur verður á og þörf gerist. Með þessu er samt ekki gefin yfirlýsing um sannfæring hvers einstaks félags- manns. Eins og þið heyrðuð, hefi eg hyrjað þessar greinar nm tilgang félagsins á þvi, „að efla áhuga þjóðarinnar á andlegum málum yfirleitt* ‘. Mér finst hina mestu nauðsyn hera til þess. Eg hefi ferðast tölu- vert nm landið nokkur undanfarin sumur. Og eg hefi séð það, mér til mikillar sorgar, að andlegu máliu eru í flagi með þessari þjóð — að minsta kosti að því leyti, sem kirkj- an er við þau riðin. Á stórum flák- um á landinu stappar nærri, að guðsþjónustur séu alveg að leggj- ast niður. Þar sem guðsþjónustum er haldið uppi, má segja, að það sé víða til málamynda eingöngu — svo fámennar eru þær somkomur. Húslestrar eru víst nærri því með öllu úr sögunni um alt land, með fram vegna þess, að fólki er ekki séð fyrir neinum húslestrarbókum, sem nú eru við þess hæfi — gömlu bækurnar orðnar alveg ólesandi, að mönnum finst. Jafnvel kverin, sem bömin eru kúguð til að læra, flytja margar kenningar, sem allur þorri landsmanna, og einkum æðstu prestar landsins, telja mis- skilning og villu. Mér finst það hneyksli vera nokkuð skilmerkileg bending um, hvernig ástatt er, hvað kæruleysið og tómlætið er orðið gegndarlanst. Ekki er nokkur vafi á því, að mikill hluti þjóðarinnar ber í brjósti þrá eftir æðri hugsjónum en þetta daglega, jarðneska líf fær- ir þeim. Hjá sumum er þráin ljós, hjá sumum óljós. Menn reyna að fullnægja henni með ýmsum hætti — einkum, að mér skilst, með skáldsagnalestri. Það situr auðvit- að ekki á mér að reyna að aftra því, að menn leiti til þeirra svaia- linda. En ekki er þess að dyljast, að misjafnlega hreinar og tærar eru þær. Engum, sem skyn ber á, getur dulist það, að sumt af þeim skrifum bendir huganum burt frá sannleikanum og veruleik tilver- unnar. Til kirkjunnar leita menu nú yfirleitt ekki til þess að fá þrá sálar sinnar svalað. Mér finst það bersýnilegt, að trúarlífið — með- vitundin um samband vort við al- heiminn, lotningin fyrir æðstu öfl- um tilverunnar, bænræknin, traust- ið á hinu góða, eftirsóknin eftir þeim fjársjóðum, sem liafa gildi á himnum, svo að eg nefni nokkurar bliðar trúarlífsins — mér finst það bersýnilegt, að þetta skrælni alt að meira eða minna leyti, ef þjóðin hættir alveg að finna til þess, að hún hafi nokkurn skapaðan hlut að sækja til þeirrar stofnunar, sem einni er ætlað að halda trúarlíf- inu vakandi — og ef ekkert annað kemur í staðinn. Og mér finst tæp- lega þurfa annað en heilbrigöa skynsemi til þess að sjá það, að með þessu fari forgörðum mikið andlegt verðmæti með þjóð vorri. Auðvitað er þjónum kirkjunnar þetta jafnljóst eins og öllum öðr- vun. Á hverri einustu synodus, að minsta kosti síðan eg kom keim til Islands fyrir 23 árum, hafa þeir verið að veina um þetta,hvað kirkj- an sé að missa tökin á fólkinu. Þeir hafa verið að bollaleggja ýms ráð. Öll þeirra ráð hafa reynst gersam- lega ónýt. Alt af hefir starf þeirra orðið máttlausara og áhrifaminna með hverju árinu, sem liðið hefir. Mikið hefir mig furðað á því, að þeim skuli aldrei hafa hugkvæmst eitt ráð, sem eg hefi mikla trú á. Mér þykir það því íurðulegra, sem þeirra mikli meistari, Jesús Kristur, hafði áreiðanlega mikla trú á. Mér þykir það því furðu- trú á því ráði. Mér skilst svo, sem hann hafi í raun og veru ekki haft neina trú á neinu öðru ráði. Þetta ráð er sannleikurinn. Krist- ur sagði skýlaust, að til þess væri hann fæddur og til þess væri hann í heiminn kominn að bera vitni sannleikanum. Hann ætlaði sann- leikanum, og engu öðru en sann- leikanum, að lyfta mönnunum upp úr hvers konar eymd og gera þA frjálsa. Það liggur við, að eg blygð- ist mín fyrir að þurfa að standa hér og minna þá menn á þetta, sem sérstaklega hafa tekið að sér að reka erindi Jesú frá Nazaret. Vegna hvers segi eg þetta? Eg segi það vegna þess, að á síð- ustu 60—70 árunum hefir verið að finnast óendanlega dýrmætur sann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.