Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 7 þeir menn, sem lesa sigurfregn- irnar með fögnuði og hugsa að eins um hve margir ferkílómetrar lands hafi unnist, en ekki um þá valköstu, er þekja það land. Geggj- aðir eru þeir, sem hafa tjaldað milli sín og manneðlis sjálfs sín með mislitu fánatjaldi, til þess að þurfa eigi að sjá, hvert rang- læti er framið gegn meðbræðrum þeirra úti á vígstöðvujium. Geggj- aður er hver sá, sem getur hugsað, talað, deilt og sofið meðan hann veit, að aðrir menn skríða yfir sundurtætta jörð með iðrin hang- andi úti og drepast eíns og skepn- ur, á miðri leið til umbúðastöðv- anna, — en langt á burtu situr kona hjá tómu rúini, eirðarlaus af hugarkvíða. Geggjaðir eru allir þeir, sem ekki heyra stunurnar, óhljóðin, brakið og brestina á víg- stöðvunum — kveinstafi, formæl- ingar og hryggilega dauðadaga —, fyrir ys og þys dagsins, eða nautn næturhvílunnar. Geggjaðir eru þeir, sem hvorki sjá né heyra, en ekki eg! Geggjaðir eru þeir, sem eru svo sljóir, að sálir þeirra titra eigi af meðaumkun og gremju. Geggjaðir eru allir þeir, sem eru sem strengja- laus fiðla, að eins bergmál af há- vaða fjöldans. Eða eru það ef til vill hinir heilbrigðu, sem eru svo minnissljóvir, að engin mynd fær að festa í huga þeirra fremur en á ónýtri ljósmyndaplötu? .... Er það eigi einmitt minnið, sem er æðsta hnoss tilverunnar? Það er sá auður, sem dýrin eiga ekki, vegna þess að þeim gleymist jafn- harðan hin líðandi stund. A nú að lækna mig svo að eg gleymi, eins og minnið væri ein- hver sjúkdómur? Án þess gæti eg þó ekki verið með sjálfum mér, því að hver maður er mótaður af minn- ingum lífsins og lifir því að eins, að hann sé eins og myndavél, full af myndum endurminninganna. Ef eg gæti eigi sagt hvar eg er upp- alinn, hvernig háralitur föður míns var eða augu móður minnar — ef eg gæti eigi, hvenær sem á þyrfti að halda, flett upp í endurminn- ingum mínum á réttum stað, þá lægi næst að telja mig „senil“ eða „geggjaðan“. Já, þarf maður þá, til þess að vera talinn „með öllum mjalla“, að geta farið með heila sinn eins og reikningsspjald og samkvæmt skipun geta þvegið af þær myndir, sem hin ógurlegasta skelfing hefir brent inn í sálina — rifið þær burtu eins og blað úr ljósmyndabók? .... Einn mann sá eg deyja skelfing- ardauða. Hann var rifinn sundur í ofboðslegu stríði milli jötnanna lífs og dauða. Er eg geggjaður, vegna þess að eg sé alt af í anda alt dauðastríð hans — eins og augna- hliksmyndir, mótaðar í heila minn — meðan alt það, sem gerist, minn- ir mig vorkunnarlaust á það 1 .... Eg geggjaður ? — en hinir allir, sem geta hlaupið yfir það eins og auða blaðsíðu, að bræður þeirra eru tættir sundur, limlestir og sundur- marðir, engjast sundur og saman á gaddavír, þangað til lífið kvelst úr þeim að lokum — eru þeir heil- brigðir? .... Jæja, herrar mínir og læknar, hvar á eg þá að byrja að gleyma? Á eg að gleyma því, að eg hefi verið í stríðinu? Á eg að gleyma þeirri stund, þegar drengurinn minn stóð náfölur og skjálfandi við hlið móður sinnar á hinni sótugu járnbrautarstöð og eg teygði mig út um gluggann á járnbrautar- vagninum og talaði með uppgerð- arkæti um endurfundina, enda þótt sál mín drykki í sig með græðgi hvern drátt og svip í and- liuum þeirra, eins og þegar maður svelgir vatn, til þess að slökkva hinn óþolandi þorsta. eftir heilla daga göngur? Á eg að gleyma þeirri sárbitru, nístandi kend, sem greip mig, þegar hlið járnbrautar- stöðvarinnar lokaðist og hún gleypti konu, barn og heiminn? Og ferðalaginu til dauðans — á eg að slíta endurminningar þess burtu úr mér og fleygja þeim eins og'ónýtri tusku ? — Á eg að gleyma því, hvernig mér var innan brjósts, þegar alt af varð hljóðara um- hverfis mig á hverri viðkomustöð, eins og lífið sogaðist smám saman burt, þangað til um miðnætti, að að eins tveir sofandi hermenn sátu í vagninum og eg sá náfölt og af- myndað barnsandlit svífa í hinni hvikulu birtu steinolíulampans ? Er það ótvírætt veikindamerki, að þessar endurminningar um að skilja við ástvini og heimili og æða út í hatur og hættur eru óaf- máanlegar og sem ólæknandi sár? Hvað er óskiljanlegra en þetta, að æða út í nóttina með sextíu kíló- metra hraða á klukkustund, hurt frá öllu því, sem manni þykir vænt mn og burt frá örygginu; að yfir- gefa járnbrautarlestina og fara yf- ir í aðra, vegna þess að einmitt hún flytur mann þangað, sem ósýnilegar vélar spú glóandi járni, og dauðinn þenur út þéttriðið dráttarnet úr stáli og blýi? Og hver getur máð úr huga mér myndina af hinni litlu og óþrifa- legu járnbrautarstöð, þar sem skjálfandi og syfjaðir hermenn, skjálfandi og syfjaðir hermenn, á- áhugalausir og guðmóðslausir, horfðu á eftir farþegalestinni þeg- ar hún rendi inn í skóginn, með ljósum í öllum gluggum, og þeytti eimpípuna glaðlega ? Hver getur nokkru sinni rifið úr sál minni end- urminninguna um það, þá er við skildum við farþegalestina í hrá- slagalegum ljósaskiftum, til þess að ferðast til dauðans? Og þótt eg gæti nú gleymt þess- ari fyrstu, endalausu nótt, þá væri þó eftir minningin um morguninn, þá er lestin staðnæmdist á hliðar- braut úti á víðáttumiklu, dagg- votu og frjósömu engi, og þeir, sem voru forvitnir, fengu að heyra það að við yrðum að hleypa sjúkra- lestunum fram hjá okkur. Hvemig ætti eg að geta gleymt endurminn- ingunni um þann daun af lysol og blóðgufu, sem lestirnar spúðu eins og drekar út yfir engið? Mun eg eigi alla æfi sjá í anda þessar enda- lausu slöngur, sem hlykkjuðust treglega áfram, eins og þær væru ofhlaðnar af sundurtættu manna- kjöti? í gegn um hundruð glugga sáum við hvítar sáraumbúðir og starandi, sljó og glergljáandi augu. Liggjandi, samanhnipraðir, saman- þjappaðir eins og fé í kví, lágu líkamir manna hver við annan og héngu eins og blóðugar blómlilífar út á fótskarimar, — eins og ótæm- andi gnægð þjáninga og neyðar. Og þessar leyfar æsku og þreks horfðu með meðaumkun, já, með meðaumkun, á járnbrautarlestina okkar! Er það geðveiklun, að þessi meðaumkunartillit, sem blóð- stokknir vanskapningar beindu til ungra og hraustra manna, brenna eins og óslökkvandi eldur í sál minni? Og þann grun, sem þá fór eins og kuldahrollur um alla lest- ina, þann grun um helvíti, sem betra mundi að flýja reifaður í blóðugum druslum, heldur en steypa sér inn í heill og lifandi — þennan kuldahroll, sem síðan er orðinn að vissu, reynslu og endur- minningu, ætti eg að geta hrist af mér meðan slíkar lestir ber fyrir menn dag eftir dag! .... í hvert sinn sem minst er á herflutninga, og nýjar orustur, gægist undan- tekningarlaust fram úr gleymsk- unni endurminning um fyrstu kynni mín af stríðinu. Og eg sé brautina, sem lestirnar hafa farið eftir og á teinum og undirlægjum glitra blóðdropar, eins og leiðar- vísir til ví&vallarins! Til „vígvallarins“ ! Er það af því að eg sé geðveill, að eg get ekki mælt eða skrifað þetta orð án þess að gremjan geri mig hásan? Eru það ekki hinir, sem eru geggjaðir, þeir sem horfa á þessa vanskapninga og líkaverk- smiðju með samblandi af aðdáun löngun og samúð, eins og þeir séu heillaðir? Væri ekki réttara að at- huga sálarástand þeirra manna? Má eg svo skýra hinum háttvirtu læknum, sem vaka yfir mér með meðaumkun, frá því, að fáein orð, sem sigað hefir verið á mannkynið eins og ólmum hundum, eiga sök á allri bölvuninni? „Vígvöllur“ — „óvinur“ —• „het judauði1 ‘ — „sigur' ‘. Með lafandi tungu og blóðhlaup- in augu æða þessir sporhundar yfir heiminn. Miljónir manna, sem með mikilli samvizkusemi eru bólusettar gegn taugaveiki, bólu- sótt og kóleru, eru nú tryltar, mil- jónum er troðið saman í járn- brautarlestir — hingað og þang- að —, þær fara syngjandi hver mót annari og höggva, leggja, skjóta hver á aðra, sprengja hver aðra í loft upp, leggja fram kjöt sitt og bein í það blóðuga deig, sem friðar- kökuna á að baka úr handa hinum hamingjusömu, sem fórna uxahúð- um og kálfskinnum sínum með hundrað prósent ágóða fyrir föður- landið, í staðinn fyrir það, að hætta sínu eigin skinni fyrir þrjátíu Heller á dag! .... Hugsið um það, ef orðið „stríð“ vœri enn eigi fund- ið upp og væri eigi helgað af þús- und ára notkun, vafið innan í hringlandi og marglitt skart. Hver mundi þá dirfast þess að flytja slíka ræðu í staðinn fyrir setning- una „að segja stríð á hendur“ : — Eftir langar og árangurslaus- ar samkomulagstilraunir fór sendi- herra vor hjá nágrannaþjóðinni heimleiðis í dag. í glugganum í hægindavagni sínum hefir hann í síðasta sinn tekið hinn háa hatt sinn ofan fyrir herrum þeim, sem fylgdu honum, og mun eigi fram- ar ganga brosandi í móti þeim, fyr en þið hafið drepið mörg hund- ruð þúsund menn af nágranna- þjóðinni. Farið því af stað! Inn í flutningavagnana, sem ætlaðir eru 6 hestum eða 28 mönnum hver! Akið í móti hinum !Drepið þá, sag- ið af þeim hausana, hafist við í vot- um jarðgryfjum eins og villudýr, verðið úrvinda af þreytu, viltir og morandi í lús, þangað til við álítum að tími sé til þess kominn að taka aftur sæti í hægindavögnunum, að taka aftur ofan hina háu hatta og deila kurteislega og formlega um það í skrautlegum sölum hvern hagnað verksmiðjueigendur vorir og stórkaupmenn skuli hafa af manndrápunum. Þá megið þið, ef þið eruð þá eigi að rotna í jörðu, eða haltrið húsa á milli sem betlar- ar; koma aftur heim til fjölskyldu ykkar, sem er hálfdauð af sulti og verður að leggja helmingi harðara að sér en áður, en gera þó minni kröfur, svo að þið getið með svita og skorti borgað þá skó sem þið hafið slitið á óteljandi hergöngum og þau föt sem hafa fúnað utan af ykkur!.... Heimskur væri sá maður sem ætlaði að afla sér liðs með slíkri ræðu! En það er enginn svo. Þeir sem svelta, frjósa, drepast niður og eru drepnir úti á vígvöllunum, gera það vegna þess að þeim hefir verið kent, að þannig hljóti það að vera og öðru vísi eigi, þá er hinn ólmi rakki „stríð“ hefir brotið af sér fjötrana og bitið heiminn í æði sínu. Voru þau stríð þannig sem hafa fengið oss orðið „stríð“ í arf? Var það ekki löngunin eftir taumlausu æfintýralífi — löngun eftir fögr- um konum og gulli og hestum, sem rak farandriddarana á stað ? En er þetta þá stríð, að svínbeygja sig imdir járnharðan aga, að leika ósjálfstæður tafl við þær forynj- ur, sem gjósa eitri og aldurnari? Stríð hét það, þegar aukakröftun- um allra þjóða áflogaseggjum lenti saman. Þeir æskumenn, sem þótti of þröngt heima, lögðu á stað örir af sínum eigin líkams- krafti, sem spriklaði í hverri taug. En nú, á sama orðið að gilda, þegar menn eru rifnir úr heimilum sín-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.