Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 3

Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 3
MORGUNBLADIÐ 7- árg. 47. tölnblað Miðvlkndag 24- desember 1919 Isafoldarprentsmiðja IeöíIeq Enn þá einu sinni eru þau kom- in, jólin, sem ávalt vekja meiri eða minni tilhlökkun og grleði lijá göml- um og ungum. Ennþá minnast mil- jónir manna víðsvegar um heim, atburðarins, er gerðist í Austur- heimi fyrir 1919 árum; að .rninsta kosti má ganga að því vísu, að allir kristnir menn, hvort sem þeir kalla sig kirkjutrúarmenn eða e'kki, geti engin jól látið líða svo, að þeir biegði ekki upp í huga sér ein- hverri mynd af atburði hinnar fyrstu jólanætur, ljósri eða óljósri, eftir ]iví, á hverju andlegu þroska- stigi þeir standa í þessu tilliti. Yæri ekki þessu þannig farið, og jólin ættu ekki annað á bak við sig cn ytri venju, þá er eins lfklegt, að þau væru fyrir löngu liðin utidir lok. Þessa er hér minst til þess að benda á, að það er ekki hin ytri viðhöfn ein, sem heldur jólunum við, eins og hinir grunnfærustu kynnu að æt'la. Hitt er annað mál, að hinn margvíslegi ýtri unaður, sem menn búa sjálfum sér og öðr- um á jólunum, getur haft sína þýð- ingu fyrir helgi þeirra, getur orðið til þess að auka jólagleðina, líka þá verulegu og sönnu. Jólin eru í hug- um margra öðrum tímum friðheilg- ari fyrir því, sem er lágt, 'ljótt og ílt, jafnvel lasthneygðir menn stilla sig helzt á jólunum, og almennings- álitið vítir þá, sem láta standa sig að hneyxlanlegu athæfi á hátíðinni Jólin eiga að vera friðhelg fyrir öllu því, sem truflar trú og til- beiðslu manna. Þau lýsa enn friði á jörðu í anda og krafti hersveit- anna hjá Betlehem, friði ekki ein- ungis í hverri mannssálu fyrir sig, heldur einnig friði manna á mi'lli, svo að þeir geti sem einn maður tekið á móti því fagnaðarefni, sem allir eiga kost á og enginn má án vera. Og sameiginlega benda jólin öllum upp á við; „hærra, hærra“, hrópa þau til allra, 'hærra í hugsun, orði og verki, hærra þér glöðu og hryggu^ háu og lágu, vísu og fá- vísu. Þér, sem eruð ka'llaðir gleði- og gæfumenn; séuð þér nefndir svo af því þér njótið auðæfa, heilbrigði og metorða, þá hugsið eftir því, að þó þetta sé alt dýrmætt, þá er það þó 'lítilsvirði móti hinni sönnu jóla- gleði, gott ef þér njótið hvorrar- tveggju gleðinnar, þá getið þér borið saman og athugað, hvora þér munduð síður vilja missa. — Þér hryggu og beygðu, hærra með hug- ann, þangað til þér komið auga á Ijós í myrkrinu, þá munuð þér sjá, að allar þessar raunir og eymdir, sem hafa be^’gt yður og bugað, eru þó ekki óbætanlegar, jafnvel með- an hér er dvalið, því jólagesturinn gefur yður von um endi allra þess- 'ara þrauta, bót allra þessara meina. — Þér háu og mikilsmetnu, líka þér megið hefja hugann hærra, alla leið til hans, sem jólin eru helguð, og úr þeirri hæð mun' yður sýnast metorð og mannvirðingar býsna smáir hlutir. — Og þér lágu og lítilmótlegu, sem aðrir láta eins og þeir sjái ekki, vitið, að þér hafið hinn sama aðgang að jötunni lágu eins og aðrir, og minnist þess, að bann, sem í jötunni fæddist, og sem síðar hafjii ekki það, er hann gæti hallað að höfði sínu, kallaði yður sína minstu bræður. — Og þér hin- ir vitru, eða réttara sagt sem eruð nefndir svo, einnig til yðar 'kalla jólin: „hærra“, því betur má ef duga skal, og ekki megnar allur yðar vísdómur og fróðleikur að af- má eina einustu af misgerðum yðar, ekki gerir hann yður óþarft að beygja kné fyrir alvizku drottins, ekki leysir hann yður frá þörfinni á hinum einfalda jólaboðskap. — Og 'loks: Þér fáfróðu og fávísu, einnig yður vill jólaboðskapurinn færa upp á við. Þér eruð nógu gáf- aðir til að taka á móti boðskap jól- anna, eins og guðspjöllin flytja yður hann og til þess að treysta honum. Að þessu leyti standa vitr- ingar heimsins yður ekki feti fram- ar, þér þurfið ekkert að öfunda þá. Til allra eiga jólin og jólaboð- skapurinn því erindi, en alvörumál er það, að undir erindislokum boð- skaparins til þín og mín er það komið, hvort okkur hefði vei*ið betra að vera aldrei fæddir. — Jólin eru stundum kölluð hátíð barnanna og má það vel til sanns vegar færast. Þau minná á fæðing barnsins, sein ö'llum varð meiri, af konum fæddum, en þau mega eink- um kallast svo vegna þess, að jóla- gleðin lýsir sér hvergi fagurlegar en hjá bömunum. Það getur varla fegri og gleðilegri sjón, en jóla- klædd börn, hlustandi með ailri at- hygli, sem þau eiga til, á hina ein- földu og dýrðlegu jólafrásögu. Þetta hefir svo djúp áhrif, að marg- ur fullorðinn minnist jólanna frá æskudögunum sem hinna sælustu unaðsstunda lífsins, og margt sakn- aðartárið hefir sú endurminning framleitt af augum hinnafullorðnu, ekki sízt þeirra, sem fyrir eigin tii- verknað eru orðnir einmana og yf- irgefnir, og enginn hirðir framar um að gleðja á jólunum. Það er því ekki þýðingarlaust að gera jólin svo hátíðleg og eftirminnileg fyrir börnin sem framast er unt. En eig- um þá vér hinir eldri að láta böm- in ein um jólagleðina, eigum vér að láta oss nægja að gleðja þau 1 Að vísu er það ávalt gleðiefni, að gleðja aðra, en hin sánna jólagleði kemur þó ekki fyrir það eitt. Hún kemur með því einu, að vér verðúm börn á ný, tokum við boðskapnum um fæðingu freisarans með ekki meiri tilhneigingu til rannsóknar en bam ið, setjum oiss fyrir 'djónir hina helgu atburði jólanæturinnar með ímyndunarafli þéss og þökkúm föð- urnum á hæðum þennan mesta vel- gjörning hans með innileik þess. Með því, að gera barnið að fyrir- mynd vorri í þessu, missum vér ekki neitt, en vinnúm þann fögn- uð, sem öllum stundlegum fögnuði er æðri og þann frið, sem veröldin getur hvorki veitt né tekið. Þetta er í sannasta og dýpsta skilningi „friðurinn á jörðu“ og hvert heim- íli, seni hans nýtur, hvert hjarta, sem hann rúmar, er ofurlítil Para- dís fyrir sig. — Miklum tíðindum þótti það sæta, og mörgu hjarta varð léttara, þegar friði var lýst eftir heimsstyrö'ldina miklu fyrir rúmu ári, én meiru skiftir það þó, ef friðarboðskapurinn fráBetlehem nær sönnum tökum á vorum innra manni, því þá þurfum vér ekki að óttast ósigur í því stríði, þar sem allir eru herskyldir, en höfum vissa von um sigur bæði í lífi og dauða. Þó ekkert væri til að gleðja sig við w jólunum. annað en þessi von, þá væri það nóg, en því fremur meg- um vér þakka guði þar sem hann hefir gefið oss svo margt fleira. Þessum hugleiðingum skal 'Iokið með ósk um gleðileg jól til allra, ungra og gamal'la nær og fjær, að sem Aestir megi gera jólahátíðina sem gleðilegasta og ánægjulegasta að ytra hætti, en allra helzt þó, að Ijósið og lífið, frólsið og friðurinn frá jólagestinum himinsenda megi verða eign þeirra. Gleðileg jól!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.