Morgunblaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ t 9 Kristóf er Eftir Johan Fredrik Vinsnes Þau voru tvö heima. Móðirin, rúmlega tvítug, og son- ur hennar, fárra mánaða. Barnið hvílir í kjöltu móður sinn- ar mett og værukært. „Stúfurinn“, hvíslar hún og þálít- Ur hann á hana stóru, bláu augunum sínum, sem eru undarlega raunaleg, þrátt fyrir glaðlegt yfirbragð. Og hann fálmar með litlu höndunum. Hann glennir greipar eins og ketl- ingur og beygir svo fingurnar aftur letilega. Brúnleit flétta hennar hangir fram yfir öxlina og niður aða barn- inu. Og það er að burðast við að ná i hana. Pabbi er farinn til skrifstofunnar. Þau eiga heima nokkuð ntan við borgina. Og þess vegna verður hann að fara með járnbraut heiman og heim. Hún er ekki nema 2^ ára, og þekk- ir lítið lífið og mennina, því jafn- vel nú á dögum eru þó til nokkrir, sem liafa fengið að lifa í friði. Hún veit fátt. Eu hún treystir Sigurði eins og hún treysti pabba og mömmu meðan hún var barn. Þau vissu alt. Og þau sáu um alt. Þetta traust veitir henni öryggi. Henni finst sem hún eigi heima í óvinnandi borg. En nú er hún orðin móðir. Og þetta atvik hefir orðið til þess, að það er sem hún hafi borist upp í einn af turnum borgarinnar, þar Bem er vítt útsýni. Hún sér nú það Sem hún sá ekki fyr og skynjar nú það, sem hún hafði aldrei haft grun Ué hugmynd um. Já, útsýnin, sem henni hefir opn- »st, er ótakmörkuð. Og hún horfir Uieð undrun út í eilífðina. Og þá hverfur henni öryggið smám saman. Það hefir verið vakað J'fir henni. Og henni finst að ekkert Ut geti hent sig sjálfa. En það var Uú þýðingarminna en áður. En barnið, sem hún hefir í kjölt- Unni — Kristófer var hann skírður — og systkini þau er hann kann að oignast, og börn þeirra og barna- böm og svo koll af kolli? Út frá þessari öruggu borg verða þau öll að íara. Örlögin bera þau burt, eins og frækorn sem vindurinn feykir og sáir einhversstaðar á víðavangi. itver átti að gæta þeirra þar t Yisna blutu þau hvert á eftir öðrú, en Vaxa upp aftur í nýrri kynslóð, visna og vaxa, vaxa og visna og sigð dauðans slá þau niður. Þegar fuglsunginn flýgur frá breiðrinu, þá ofsækja hann öm og fálki og veiðibjalla. Og það skiftir engu máli þótt unginn sé sjálfur örn eða fálki eða veiðibjalla, já, jafnvel þótt hani; væri ránfugl allra ránfugla. Tíminn ofsækir hann, nær honum og lemur hann svo að hinir sterku vængir brotna og hin fránu augu bresta. Og er það ekki undarlegt: — Nú var hún ekki eins örugg um Sigurð t ins og áður. Það gat eitthvað komið fyrir Uann. Járnbrautarslys, stórkostlegt járnbrautarslys gat komið fyrir. Það gat verið að á hann yrði ráð- ist. Það gat vel verið að vindurinn feykti niður þakhellu og fleygði henni í höfuð hans og rotaði hann samstundis. Það gat vel verið að bifreið æki á hann og hryggbryti hann. Henni hafði oft fundist að nú kæmi menn með hann og bæri hann inn í gegn um hliðið og heim malar- tröðina. —Áður var það, þá er slík ímynd- un hreyfði sér hjá henni, að það fór hrollur um hana, en rétt á eftir huggaði hún sig við það, að hún gæti þá fylgt honum út í dauðann. Enginn hlutur var sjálfsagðari. — En nú — nú gat hún það ekki. Ef Kristófer litli misti pabba sinn, þá var móðirin honum þeim mun dýr- mætari. — Og áður, þegar sá ótti greip hana, að Sigurður mundi hætta fé sínu um of — því að hann var áræð- inn, þá huggaði hún sig með því, að þótt þau yrði fátæk og yrði að búa í súðarherbergi, þá gerði það ekkert til, því þau yrði þó saman. Og það gat vel verið að það yrði til þess að þeim þætti að eins vænna hvoru um annað en áður. Já, það gat vel verið að hún yrði honum þá miklu meira virði en nú, að hún yrði honum þá ekki að eins vinur, heldur einnig samverkamaður hans, vinnukona hans, sem eldaði matinn handa hon- um og reiddi hvílu hans. — Já, henni lá stundum við að óska þess að þannig færi. En færi nú illa, þá fengi þau ef til vill að hafa með sér vöggu og vagn Kristófers. En hann fengi ekki að aka í fallegum garði, heldur á rykugum og þefillum götum. Hann yrði hrakinn burtu úr hinum bjarta og loftgóða sumarbústað. Og á þrejrttum og fátæklegum armi móð- ur sinnar yrði hann borinn upp í óvistlegt og lítið þakherbergi. Og yrði hann veikur, þá fengi hann ekki jafngóða aðhlynningu og hjúkrun eins og nú. Og á sumrin yrði hann að sitja á tröppunum í svækjunni / að húsabaki, þar sem fatadfuslur hengi til þerris og geðillar kerling- «r rifust. Og liamí fengi ekki þá skólament- un sem hann þarfnaðist til þess að komast áfram í lífinu. Hann yrði ekki mentaður maður og fengi al- drei góða konu af góðu foreldri. — Hugsunin lamast. — -------En svo sér hún alt í einu andlit í huganum. Hárið er rautt. Kinnarnar freknóttar. Augnahárin hvít. Munnurinn stór og rauður. Það er kvennmannsandlit, sem hún sér. Og um þessa konu er gufa af fýsnum og' vonsku. Og sjá, hún beyg- ir sig niður að ungum manni. Hún lýtur niður að fölu enni ungs manns. Og ungi maðurinn er Kristó- fer hennar. Og sjáið nú: — Með hinum áfergjulegu, blóðmiklu vör- um og rándýrstönnunum kyssir hún hann. En sá koss er bannvænn. — Kristófer hennar — hann vefur arminum um háls hennar og drekkA ur bölvun sína, glötun sína og dauða Móðirin hrekkur ósjálfrátt við, er hún sér þessa sjón. Og barnið í kjöltu hennar verður vart við það. því það hrekkur líka við. Það var í þann veginn að sofna, en opnar nú augun og lítur á mömmu sína. Og það er eins og meðfædd gáfa þess hafi grun um skelfinguna í augum móðurinnar, því að það fer að gráta Og þá lyftir móðirin því upp og faðmar það að sér. En hún getur ekki varist gráti. Og tárin falla á andlit bamsins. — Barnið hljóðar og móðirinn grætur. Það líður nokkur stund áður hún getur huggað það aftui’ og hún getur það ekki fyr en, hún hefir jafnað sig. Að lokum eru þau bæði nokkuð róleg. En hinni kyrlátu gleði er lokið. Barnið er með augun galopin og horfir stöðugt á móður sína með augnaráði, sem bæði er raunalegt ag rannsakandi augnaráði, sem er eins og starað sé út í þoku. Og bros móðurinnar er þess ekki megnugt að vekja bros aftur. Það er ekki það ljós í því, er tendrað geti ljós. Brosið er dauft og uppgerðar- legt. Eilífðin svífur umhverfis hana og hugsanirnar halda áfram imdir íestingu hennar. „Þér famast ef til vill vel, dreng- urinn minn. En litli bróðir þinn, sem á að hvíla í kjöltu minni og vera mér jafn kær og þú, hann kann að hitta ókindina og verða þræll hennar. Og þótt öllum þeim börnum, sem eg kann að eignast, farnist vel í völundarhúsi lífsins, þá getur barnabami mínu farnast illa. Það kann að mæta ókindinni. Já, Kristófer, eg skal sem amma hampa Sigurði syni þínum í kjöltu minni, og þá mun mig grípa hin sama hræðsla og nú og hún mun gagntaka mig enn öflugar, vegna þess, að þá er eg orðin gömul og veikluð og liefi ekki það mótstöðu- afl, sem eg liefi nú. Og dóttir mín, ef hún verður rokkur, og litla, ljúfa konan þín, Kristófer, munu báðar verða varar \ið ótta minn. Skýin safnast saman yfir liöfði mínu og minna. Óveður er í nánd og það kemur upp úr djúpi hins ókunna. Það er þrumuveður í lofti. — Elding. — Hvert barna minna b.cfir hún lostið? Og hver ertu, Kristófer litli ? Eg þekki föður þinn. Það er ástríkur og hugrakkur maður, sem maður hlýtur að elska. Sjálfa mig þekki eg nokkurn veginn. — Auðvitað leynist í hugskoti mínu margt ljótt, sem eg hefi haldið leyndu fyrir öll- um, og látið dafna og ólga, stundum látið undan og síðan orðið að berj- ast við það. Og bæði Sigurður og foreldrar mínir hafa hjálpað mér í þeirri baráttu. En lengra aftur í tímanum? Lengst aftur —? Föður Sigurðar þekti eg ekki. — Hver var hann? Ef til vill var hann léttúðugur, slarkari. — Móðir Sigurðar er þög- ul og fráhverf. Hana þekki eg al- drei. Eg veit að hún hefir verið börnum sínum góð móðir og barist vel áfram, eftir að hún varð ekkja. En meira veit eg ekki. — Fyrir for- oldrum mínum hefi eg bara borið lotningu. Eg hefi ekki reynt að dæma framferði þeirra. Það sem þau vildu hlaut að vera rétt. Þó kom það fyrir, að mig langaði til að gera uppreist gegn þeim. En ef mér varð það á, þá fékk eg alt af sam- vizkubit. — Hvort var nú heldur, að þau hefði alt af rétt fyrir sér, eða var það að eins ímyndun mín? Voru þau góð eða hélt eg að eins að þau væri góð og göfug og rétt- lát?“ Hún veltir þessu fyrir sér. Nei, hún veit það ekki. Hún þekti ekki einu sinni foreldra sína. Og lengra aftur í tímanum. Hver var ætt Sigurðar og hver var hennar ætt ? Það gátu hafa verið hættulegir, vondir og óhreinlyndir menn þar á meðal, enda þótt hún vissi það ekki. Það gat hafa verið óþokkalýður, ■lygið fó'lk og eigingjamt. — Og lengst í burtu sá hún í anda villu- menn og rándýr. — Oó blóð þeirra rann í æðum Kristófers. Lengst aft- ur í tíÆarmm lá uppspretta blóðsins hjá villumönnum. Og meðai andlit- auna sem henni fansthúnsjániðurí hyldýpi tímans, sá hún kvenmanns- andlitið, sem hún hafði séð rétt áð- ur. — Nú, sonur hennar var þá hjá systur sinni, þegar hann var hjá ókindinni I — En sál hans V — 1 sái hans voru skuggadjúp og hrika- gljúfur. — „Litla, fagra andlit, ertu að eins dulgerfi? — Fagra rósrauða blóm, ertu runnið upp af eitraðri rót?“ „Og þú ert kominn til mín frá eilífðinni, innan frá eilífðinni í sjálfri mér og ætt minni ertu kom- inn. — Þú hefir komið inn í líf mitt og átt kröfu til þess. Þú ert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.