Morgunblaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 8
8 þó hætt, þennaa dagixm. Og hann átti að fá kaupið sitt í dag og fyrir það ætlnðu þau að kaupá til jól- anua. Nú hafði hún beðið lengi eft- ir honum. Hvað skyldi búðir amn- ars vera lengi opnar í kvöld? JEtli það verði ekki farið að loka ? Gott áttu þeir, sem voru þó svo efnum búnir, að þurfa ekki að geyma jólakaupin fram á síðustu stundu, og þurfa ekki að hnitmiða niður hvort þeir mættu kaupa þetta eða hitt, til þess að geta líka keypt annað enn nauðsynlegra. Vrar þetta öfund og möglun? Nei, guð minn góður! Hvorki vildi hún mögla né öfunda neinn mann, allra sízt á sjálfri hátíð frelsarans. Hún var þó við góða heilsu, og það var mest um vert. Margir efnaðir menn lágu nú sjálfsagt í rúrninu, fár- veikir, sumir kanske við dauðann. t>eir áttu bágra en hún. Já, víst mátti hún þakka fyrir, að henni leið þó ekki ver en þetta.--- Kirkjuklukkunum er hringt. Óm- arnir berast um allan bæ, kastast milli húsanna, eins og þeir vilji guða á hvem glugga ogminnamenn á, að nú sé mál að ganga í guðshús. Þeir guðuðu líka á gluggann hjá gömlu konunni. Hún kiptist ofurlítið við, er hún heyrði þetta gamalkunna hljóð. Svo iagði hún prjónana í kjöltu sér og draup höfði. Löngu liðinn sálmasöngur ómaði í sál hennar. Hún heyrði organtónana og þekti lögin. Hún heyrði raddimar og hvemig þær margfölduðust í hvolf- þaki kirkjunnar. Og hún sá í anda söfnuðinn og prestinn og alla ljósa- dýrðina. Æjá, þetta var nú í fyrsta skifti í f jöldamörg ár, að hún hafði ekki farið til kirkju á aðfangadags- kvöld. Og tvö tár rannu niður hrukkótta vangana og féllu niður á hendur hennar ískaldar. Þá var eins og hún vaknaði af svefni. Það var eins og tveir eld- neistar hefði hrokkið á handar- bökin. Og hún brá upp svuntu- hominu og þurkaði sér um augun. Svo vermdi hún hendumar við 'lampaglasið. Kirkjuklukkunum hringt! Ham- ingjan hjálpi okkur! Og Siggi ekki kominn heim. Hún vissi, að búðum var altaf lokað þegar byrjað var að hringja. Og þau áttu ekki neitt til jólanna. Ekki nokkra vitund. Varla nóga steinolíu á lampann. Og eng- -an mat — og ekkert jólakerti! Henni varð litið út um glugg- ann. í húsinu á móti voru allir gluggar uppljómaðir. Einn þeirra var opinn, og hún sá þar inn í stofu. Stórt jólatré stóð á miðju gólfi, al- skreytt og með ótal Ijósum. Og um- hverfis það gengu hjónin með börn sín og sungu jólasálma. Hún heyrði óminn — heyrði líka að einhver lék undir á hljóðfæri.Böminhorfðu hugfangin á jólatréð og allar jóla- gjafirnar og sælgætið, sem á því var, og brostu í laumi hvort til ann- ars. Það vora siðuð böm og gátu vel beðið gullanna sinna og sæl- gœtisins þangað til sálmamir vora I MORGUNBLAÐIÐ sungnir á enda. En þau voru sjálf- sagt ekki svöng heldur. Þau vora auðvitað nýkomin frá glæsi'legu matborði, þar sem réttirnir voru taldir í tugum og hver öðrum góm- sætari. -----r- Gamla konan situr með höndur og prjóna í kjöltu sér og gleymir að verma sig. Þessi sýn heillar hana. En ekki nema um stund. Svo fyllist hugurinn beiskju. Hér situr hún einmana og yfirgefin á sjálfri fæðingarhátíð frelsarans og á ekk- ert til að bovða. En beint á móti, svo sem tuttugu álnir þaðan sem hún situr svöng í kulda og hálf- myrkri, lifir fólk í allsnægtum, borðar meira en það hefir lyst á, hefir svo mörg ljós, að miklu bjart- ara er inni heldur en um hádag og kyndir ofnana svo mikið, að það þarf að hafa gluggana opna til þess að kafna ekki í hita. Hvaða réttlæti er nú í þessu? Ekkert — alls ekk- ert réttlæti. Hvað hefir hún gert það, er guð þurfi að hegna henni fyrir? Ekkert — alls ekkert. Guð er ekki góður, það getur ekki verið satt, fyrst hann er svona harður við suma. Það er enginn góður. Allir eru vondir. Siggi líka. Já, Siggi, hann er jafnvel verstur. Ljótu sögumar um hann vora líblega sannar. Hann lætur móður sína gamla sitja hér í kulda og myrkri og matarleysi á sjálfum jólonum. Og þótt hann hefði ekki getað útvegað neitt, þótt fátæktin hefði verið svo mikil, að þau hefði eigi getað keypt neitt, þá hefði hann þó að minsta kosti get- að verið heima hjá henni í kvöld. Það hefði þó mýkt bölið; þau hefðu þá getað talað saman, hugg- að hvort annað, og hann hefði get- að lesið fyrir hana lesturinn. Hann vissi þó vel hvemig ástatt var og hann vissi, að hún gat ekki komist í kirkju. í þess stað er hann að slarka einhversstaðar úti í bæ á sjálfa jólanóttina. Nei, Siggi var vondur, vondur.----------- Lengra komst hún ekki, því að þá greip gráturinn hana. Hún grúfði sig niður að höfðalaginu í rúminu og grét svo ákaft, að henni fanst brjóstið ætla að springa. Það var hinn þungi grátur gamalmennisins, sem tæmir öll tár á svipstundu og verður svo tárlaus, krampakendur ekki, þangað til ,.ann hjaðnar niður og líkaminn er máttvana eftir og sálin hálf sturluð. Því að gráturinn færir mönnum ekki sömu fróun í elli og æsku. Hún lá þannig nokkra stund og vissi naumast af sér. Hugurinn stóð kyr og hún kendi ekki kuldans á höndunum. Svo hrökk hún upp við það, að barið var að dyrum. Hún reis upp í skyndi, þerraði augun og sagði eins og ósjálfrátt með lágum, hálfbrostnum rómi: Kom inn! Inn kom stúlka með drifhvíta svuntu. Það var vinnukonan í hús- inu gegnt á móti, þar sem jóladýrð- in var mest. Hún var með stóran bakka í fanginu og hvítan dúk breiddan yfir. Hún bauð gott kvöld og gleðileg jól. — Frúin sendi mig hingað til þín með dálítið af mat þeim, sem við höfðum á borðum í kvöld. Hvað — ertu ein heima? Og hún tók dúkinn af bakkan- um, breiddi hann á borðið og raðaði á það diskum og leirílátum með ýmsum kræsingum. Ilmsæta gufu lagði um a'lt herbergið. Og seinast komu tvo stór kerti og tvær greinar -af jólatré. Gamla konan starði á alt þetta eins og hún skildi ekkert hvað fram fór og engu orði kom hún upp. — Hvar er sonur þinn? Er hann ekki heima hjá þér í kvöld, sjálft jóiakvöldið ? Þá fékk hún mælið og stamaði: Hann Siggi? —,—Nei, hann---------- hann fór í kirkju. Eg gat ekki farið. — Það er samt ljótt af honum að vera ekki heima. — Nei, nei, hann gerir aldrei það sem ljótt er, hann Siggi minn. Og nú rifjaðist upp fyrir henni hvað hún hafði hugsað um hann áður. Og henni fanst hún þurfa að bæta fyrir það með einhverju. Svo fór hún að segja frá því með ákafa, hvað hann Siggi sinn væri góður við sig. Þetta og hitt hefði hann gert fyrir sig. Hann væri altaf að hugsa um sig — reyna að láta sér líða vel. Og eins og hún stæði frammi fyrir einhverjum ákæranda hans, taldi hún upp hvert dæmið á fætur öðra 'honum til hróss, þang- að til roði var farinn að færast 1 kinnfiskasogið andlitið, bara af tómri ákefð. —Svona, svona, góða, sagði vinnu- konan. Nú kveiki eg hérna á kert- unum og set þau á borðið hjá þér. Svo skalt þú gera þér gott af matn- um, ílátin geymir þú til morguns. Eg verð að flýta mér. Góða nótt! Og hún á burt. Gamla konan horfði þugfangin á ljósin. Hún gleymdi öllu öðra þeirra vegna. Jólin vora þá komin til hennar! Blessuð jólin! Jú, guð var góður! Og fólkið sem hafði sent henni þetta, það var líka gott. En hvað hún hafði hugsað syndsam- lega áðan! Að henni skyldi nokk- urn tíma detta svona ljótt í hug. Á sjálft jólakvöldið.Hún hafði ekki einu sinni þakkað fyrir sendinguna. Hún hafði jafnvel sagt ósatt. Og yfirkomin af iðran og trega kraup hún niður við borðið, hall- aði höfði að því og baðst fyrir Hún var í þann veginn að standa upp aftur, er barið var að dyrum. Hurðin var opnuð og inn ruddist sendisveinn með stóran kassa full- an af ýmsum varningi. Hann af- sakaði hvað hann kæmi seint, an hann hefði ekki getað komið fyri hefði ha'ft svo mikið að gera. En hann kvaðst hafa iofað Sigga þvb að láta það ekki bregðast að koma með þetta í kvöld. — Óg svo rauk hann út.------ Enn varð hún svo undrandi, að hún gat ekki áttað sig fyrst í stað. Frá Sigga — ? Fullur kassi af hinu og öðru! Og það var fremur osjalf- rátt en af forvitni, að hún fór að skoða í kassann. Jú, þama kom alt það, er þau höfðu talað um, að þau þyrfti til jólanna. Og miklu meira. Skjálfandi höndum fór hún um hvern hlut og rakti sundur umbúð- ir. Hún skildi ekkert í þessu, an hlýr gleðistraumur fór um hana alla’. Siggi hafði þó munað eftir henni mömmu sinni. Hapn var bezti drengurinn sem nokkur móð- ir átti — þrátt fyrir alt.----- Fnn opnuðust dymar og nú var það Siggi sjálfur sem inn kom. Honum varð fyrst orðfall er hann sá ljósin og matmn á borðinu, sem enn var óhreyfður. En svo áttaði hann sig skjótt og öll ölvíma rann E honum í einni svipan. — Gleðileg jól, mamma mín, og rrirgefðu hvað eg hefi látið þig iða lengi! Þá gleymdi hún öllu öðru, en ,gði hendurnar um hálsinn á hon- in og kysti hann hvað eftir annað. — Góði, góði drengurinn minn! uð blessi þig og gefi þér gleðileg il Og vism og loppio ,“'dd‘ • , »pp 4 vanga harn. til þoas atl Lappa honum. _ Hvaða ósköp er þer kal , arnma. Nú ætla eg þegar að brjota ður kassann þann arna ogkveikja pp með honum, svo að hlýtt verði árna inni. Svo geturðu sagt mer itir, hvemig á þessu stendur. g hann leit til borðsms. Meðan hann var að kveikja upP ofnkytrunni, stóð hun yfir bonu y var að hugsa um það, kva® icrníSnr hvað STllð ® ^ ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.