Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 5

Morgunblaðið - 24.12.1919, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 geima, og þessi maður, sem annars kunni sig svo vel í kvennahóp, því hann var eigandi að svo mörgu, sem þeim var hugleikið, verð feiminn og klaufgefinn í nærveru hennar. Þessvegna óx viðkynning þeirra sáralítið. , Martine var ekki lík öðrum kon- um; alt dálætið, sem merni sýndu henni fékk ekki á hana. Það var eins hún vænti einskis og ætti engar óskir. Eitt kvöld stóð hún við búðar- borðið og var að handleika perlur, sem lágu þar. Kom hann þá til henn- ar, tók í höndina á henni og horfði í augu henni og spurði: — Þykir yður gaman að perlum ? — Hum — sagði hún kæruleysis- lega. Fullur þrár og eftirvæntingar opnaði hann glerhurðina út að sýn- isglugganum og mælti: — Veljið það af þessu, sem þér éskið helzt að eiga. Fyrst leit Marine á hringi, nætur- gimsteina, en auglit hennar stað- næmdist við perlufesti sem lá til sýnis í gluggunum í flauelshylki. Þetta þykir mér fallegt! Daryel beit á jaxlinn. — Já, þetta þykir mér fallegt, endurtók hún. —Vitið þér hvað það kostar? — spurði hann og tók það úr gluggan- um. Það kostar tvö hundruð þús- ixnd franka. Hún horfði hvast á gimsteina- salann án þess að mæla orð frá munni og án þess að hreyfa legg eða lið. En þögn hennar var svo mikiiúðleg og stórfeld að honum varð erfitt um mál. Með skjálfandi hendi rétti hann henni hálsbandið og mælti: — Eg svík ékki loforð mitt . — eg skammast mín aðeins fyrir að hafa sagt yður verðið. — En hvað gefið þér .... þér megið ekki halda að það eigi að vera ........ að eg kref jist nokkurs .... En samt.... Hann lagði festina um háls henni «n af því að hún svaraði engu dró hann við sig að hneppa henni. — Viljið þér eta miðdegisverð með mér eftir dálitla stund . — svo að eg verði að minsta kosti sá fyrsti, sem sér yður með þennan skartgrip. Hann færði sig nær henni, auð- mjúkur og biðjandi. Hún ypti öxlum með fyrirlitn- ingarsvip, flutti sig fjær honum, tók af sér perlufestina og mælti: — Eg sé fyllilega, herra Daryel, að við munum aldrei skilja hvort annað. Eg er ekki föl fyrir einn skartgrip, en af því að þér, eins og eg sé, ekki þekkið miminn á ást og kaupskap, þá leyfið þér mér máske, að segja yður meiningu mína í þessu máli .... Enginn getur keypt mig fyrir smáræði, litla, lélega hálsfesti, sem er meingölluð .... Lítið þér bara á, perlurnar eru ekki einu sinni hvítar, miðperlan er gljáalaus og ekki kúlumynduð .... Tvö hundruð þúsund franka? Svei attan! Hún er tæplega þrjátíu þúsund franka virði Hann kallaði upp yfir sig: — Þrjátíu þúsund? Nei, heyrið þér nú. Þetta er dýrgripur .... Það er .... — Það er hálsfestin mín, herra minn, og það er verðið, sem þér haf- ið borgað mér fyrir hana. Eg verð hessvegna að álíta, að það sé sanjv virði. Nema því að eins að þér haf- ið prettað mig þá .... eða þér reyn- ið að pretta mig í dag. En hvort heldur er, þá .... Hann stóð með perlufestina í hendinni og áður en hann vissi af var hún horfin út úr dvrunum. Eftir □ue Eklund @ Rithönd Hinriks Grahm ritstjóra var eitt af því furÓulegasta sem nokkur maður gat séð.Hún var sem sé svo ó'læsileg að það var ómögu- legt að greina stafina sundur. Svo langt sem menn mundu aft- ur í tímann hafði hún verið smá, ótrúiega smá — en ;þó ekki svo dvergsleg að 'hún gæti ekki orðið ennþá smágerðari eftir því sem ár- in liðu fram, og það varð hún líka. Síðustu mánuðina sem Grahm rit- stjóri lifði, var hún líkust því, að lúsarungi hefði dottið ofan í blek og að því loknu farið að iðka víða- vangsh'laup á pappírsblaði. í fyrstu höfðu aðeins fáir út- valdir getað stafað sig fram úr rithöndinni hans Grahm, en að iok- um fór svo að enginn gat það. Jú, einn: Alfred Bernsten setjari. — Hvernig hann gat það vissi enginn, en víst var um það, að þegar hand- rit kom frá Grahm, þá setti Bern- sten úr „petit“ eða „corpus“ „gegn umslegið“ eða „kompress“, alveg eiús og Grahm vildi hafa það. Afleiðing þess varð sú, að tengsl urðu mikil milli Grahm ritstjóra og Bernsten setjara, sem varð að flytja með honúm frá einu blaðinu tii annars. Hvers virði var honum annars penninn ? Þegar Hinrik Grahm sótti um nýja stöðu hafði hann ávalt þann fyrirvara við, að Alfred Bernsten setjari fengi líka atvinnu á sama stað. Og af þvi að hverju blaði var sómi að nafni Hinriks Grahm, fekk hann altaf sínu framgengt. Engum einasta af öllum aðalritstjórum í Stokkhólmi hefði komið til hugar að mæla á móti því að Hinrik Grahrn ritstjóri og Alfred Bern- sten setjari væru, í orðsins fylstu merkingu, eitt, óaðskiljanlegir eins og Síamstvíburar. Yæri annar ráð- inn hlaut hinn að fylgja með. Það var deginum ljósara. Nú skyldi maður halda að Hinrik ritstjóra hefði fallið þetta illa. En þó undarlegt megi virðast, þá var það öðru nær. Hann var orðinn svo vanur þessu, sem fyrir annara sjónum virtist svo undarlegt, að honum datt aldrei í hug að hugsa um það. Líka hefði mátt kenna honum ráð til þess að losna við þetta á hægan hátt. Hann þurfti ekki ann- að en að læra hina haganlegu og tímasparandi list, að skrifa með rit vél. En slíkt hafði honum aldrei komið til hugar. Þó hann fylgdist yfirleitt vel með tímanum var hann í sumu tilliti mjög forn í háttum. Hann bar ódrepandi hatur til tal- síma og sporvagna, bifreiða og rit- véla. Og einu sinni hafði hann í vinahóp strengt þess heit að braga- fulli að nota aldrei þessi tæki, sem væru frá kölska komin og stríddu á móti guðs og manna lög- um. Og enginn hafði séð hann rjtifa það heit. Hinrik Grahm hafði eitt ár yfir fimtugt er hann deyði, og fer hér á eftir sönn og málskrúðslaus lýs- ing á hinum hörmulegu æfilokum hans. Hinrik Grahm ritstjóri var — að því er virðist fyrir fult og alt — orðinn meðritstjóri við „Svenska Aftonbladet' ‘. Rökrétt afleiðing þessa var sú, að setjarinn Alfred Bemsten var — sömuleiðis að því er virtist að fullu og öllu — orð- inn starfsmaður í prentsmiðju sama blaðs. Þar var enginn kurr, en friður og öllu óhætt. Báðir þessir menn iifðu í andans einingu við stjóm- endur blaðsins. Þar var ástúð og vinátta á báða bóga. En svo, eitt fagurt og kyrt vor- kvöld, kom reiðarslagið, eins og þjófur á nóttu, og öllum að óvörum eins og það kemur oftast til veikra mannanna bama. Setjarinn Alfred Bernsten varð skyndilega veikur. Setjarinn Alfred Bemsten fekk stóra f jólubláa ígerð undir vinstra handarholið. Enginn gat gizkað á hvemig hún hafði þangað komist, hvorki læknirinn né setjarinn Alfred Bemsten. En þama var hún nú samt, það var staðreynd, sem ekki var hægt að ganga fram hjá. Setjarinn Alfr'ed Bemsten fekk hitasótt og varð að leggjast í rúmið. Setjarinn Alfred Bemsten varð mjög veikur og fékk óráð. Læknir- irinh komst að því, að úr litlu f jólu- bláu ígerðinni, undir vinstra hand- i'rholinu á setjaranum Alfred Bern- sten„ hafði orðið blóðeitrun. Setjar- inn Alfred Bernsten var skorinn tvisvar sinnum og sveif milli lífs og dauða. Þessa dagana var Hinrik Grahm ritstjóri ekki með sjálfum sér. Hann ráfaði um eins og daufur skuggi af smni fyrri tilveru. Hann gat ekkert unnið. Hann gat það ekki — og þó hann hefði getað það — að hverju gagni hefði það komið. Enginn gat ráðið rúnir hans, enginn lesið hand- rit hans. Enginn nema setjarinn Alfred Bernsten, og nú hafði sjálf- ur myrkrahöfðinginn laumað bann- settri ígerðinni undir vinstra hand- arholið á honum. Hinrik Grahm bað um lausn frá starfinu og fékk hana. Hann trufl- aði hina ritstjórana við „Svenska Aftonposten1 með þessu eirðarlausa rápi á ritstjórnar skrifstofunni, því hann gat ekki setið kyr. Og hvað hafði hann að gera þar, fyrst hann gat ekki unnið. Hann varð veikur sjálfur, — af eintómri samúð — og varð að fara í rúmið. Snemma dags einn rnorgun í maí, áður en nokkur hundur eða hani hafði lokið upp augunum, dó setjar- inn Alfred Bernsten. Hinrik Grahm ritstjóri var látinn vita undir eins. Hann varð eins og n.ýfallinn snjór í framan er hann heyrði tíðindin, og hendurnar skulfu. — Æ, æ, .... muldraði hann. Setjarinn Alfred Bernsten var grafinn. Meðal kransanna mátti líta einn afarstóran, úr hvítum liljum, f rá Hinrik Grahm. „Til hins einasem hefir skilið mig“ var letrað með gulum stöfum á blátt silkibandið. Hinrik Grahm gat ekki fylgt sjálf- ur, því hann lá áfram í rúminu mjög þungt haldinn af hugarangist. Þegar hann loksins kom á fætur var hann vesall aumingi, eins og maður, sem hefir gert reikning ráðs- mensku sinnar hér á jörðu. Því, hvers virði var hann nú. Ekki túskildings virði — síður en svo. Enginn skildi hann framar, tunga hans var þögnuð. Aldrei áttu lesendur „Svenska Aftonposten* ‘, það er að segja sænska þjóðin, að fa að njóta pennalipurðar hans og landskunnu kýmni framar. Hann var farlama ómagi, sem mundi verða þjóðfélaginu til byrði og lenda á gamalmannahæli. Hann gekk þungum skrefum út á Norðurbrú, steig upp á steinriðið og fleygði sér út af. Nokkrum tím- um seinna fanst líkið af honum í lvgnunni við þjóðmenjasafnshúsið. Hinrik Grahm ritstóri hafði eigi flúið örlög sín. v; •. • ý-r .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.