Alþýðublaðið - 24.12.1928, Page 4

Alþýðublaðið - 24.12.1928, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ „Nú erum viÖ komnir, þú skalt beygja þig þegar við göngum ítm, hér er lágt,‘‘ sagði læknir; þeir voru komnir að lágu moldar- hreysi. „Dálagleg byrjun þetta,“ hugsaði prestur, og elti lækiliriinn dimm göng. Læknirinn opnaði dyr, og þeir stóðu í lítilli, en hreinlegri stofu. Þar lá maður í rúmi, en steinolíulampi á veggn- um bar daufa birtu um herbergið. „Hvernig líður yður?“ Ég skrapp hingað til að óska yður gleðilegra jóla, og nýi prestur- inn vax svo göður að verða mér samferða til að heilsa upp á yð- iir,“ sagði læknir. Augústínus þekti Geir varla, hann var svo innilegur og blíður. En sjúkling- urinn snéri sér fram. „Ert það þii, Augústínus, ég vissi að þú myndir koma,“ sagði veikur rómur. „Hildur!“ kallaði séra Augúst- ínus, og eldheitur blóðstraumur skauzt upp í kinnar hans. „Verið þið bæði sæl, og gleði- leg jól,“ sagði læknirinn og vatt sér út. Séra Augústínus stóð þarna holdvotur og starði á Hildi. Það var sama blíða andlitið og fyrr, sem harnn sá nú, en það var ná- bleikt. Þó skein út úr þvi sama barnslega traustið og fyrr. Og Augústínus heyrðii í sífellu eins og klukknahljóm orðin hennar: „ég vissi að þú myndir koma“. Hún hafði þá alt af treyst honum, honum, sem enginn hafði neitt traust á. Hann skildi ekki hvað þetta var, því að hann var alveg ringlaður, en það var eins og að vakna hjá honum einhvex skiln- ingsglæta á því, að það væri eitt- hvað að fyrir honum og fyrir henni, og fyrir öllum mönnum, 'Og þó alt í móðu. „Hvar er barnið?“ spurði séra Augúsíínus. Hann vissi ekkert hvað hann álti af sér að gera, og sagði þetta heldur en ekkert. Hildur hafði stöðugt horft á Augústínus blíðum, bláum. augun- um og svaraði honuin nú: „Bam- áð þitt, Augústínus, og barnið miitt Iiggur þarna í vöggunni.“ Augústínus beygði sig ofan að vöggunni og sá sællegt smábarns- andlút með blá augu, sem horfðu á hann, — augun hennar Hildar. Og þegar augun höfðu horft á hann. urn stund, kviknaði bros á baxnsandlitinu, þetta ómælisbros, sem enginn á til nema smábarn, og barnið teygði að honum litlu hendurnar. Séra Augústínus tvísteig um stund við vögguna. Það voru ein- hver öfl, hann vissi ekkert hver, sem börðust fast um í honum'. Svo spyrnti mannseðlið — frum- eðlið, sem hann hafði erft frá for- feðrum langt frammi á öldum, þegar þeir hentu sér á hölunum um frumskóga hitabeltisins, af sér öllum böndum. Hann þreif barnið í fang sér og mild, róleg gleði, '— föðúrgleðin, vafði sig um hug hans, og hann gekk að rúminu og kraup niður við síokkinn. „Geturðu fyrirgefið mér, Hild- ur?“ spurði hann. Hildur svaraði engu, en leit á hann bfáum augunum og Iagði hendina á höfuð honum. Og nú faim séra Augústínus líða um sig þann straum, sem ekki hafði far- ið um hann undan vígsluhöndum herra biskupsins. Og nú varÖ hann prestur, nú tók hann vígsl- una. Það hafði orðið andvökunótt fyrir séra Augústinusi, — fyrsta andvökunóttin, en það var von. Það biðu hans nú allar þær spurningar ösvaraðar, sem lífið var búið að rétta að jafnöldrum hans og honum líka, en hann einn hafði látið undir höfuð leggjast að svara. Því var hann orðinn þetta sál- rýra vesalmenni í presísiíki? Það var peningunum að kennia; hefði faðir hans verið fátækur, hefði farið um hann sem aðra. Og ef faðir hans hefði ekki vsrið ríkur, hefði líf hans ekki verið lifað í því áhyggjuleysi, að hann glataði tilíinninganæmi slnu, og þá hefði hann frá upphafi vitað að harm elskaði Hildi og aldrei við hana skilið. Það voru peningamir, sem ollu öllu illu og hann böivaði þeim. Og trúin á guð og verka- hring hans vaknaði afíur og hann þakkaði guði, sem hafði bjargað honum á elleftu stundu undan fargi þeirra. En hvað átti að gera, og hvérn- ig átti hann að vinna verk sáitt? Hann hugsaði og bbllalagði, og alt af varð niðurstaðan söm og jöfn, að til alls þurfti peninga. Þetta hafði honum aldrei hug- kvæmst fyrr af því, að hann haifði aldrei þurft að hafa neitt fyriir neinu. Svo för hann að hugsa vandlega um alt ráð penmganna, þessara dauðu hluta. Hann sá og skildi nú, að þeir gátu ekkert gert nema hendur manna léku um þá. En þá gátu þeir gert bæðí gott og ilt. Það fór þó ekki eftir þdm, heldur eftir handbrögðun- um, sem höfð voru við þá. Það var auðurinn, en ekki peningarn- ir, sem var óvinurinn; meðferð þeirra, en ekki þeir sjálfiir; auð- urinn, en ekki öflun fjár; niður- skjfting fjárins, en ekki það sjálft. Alt þetta sá nú séra Augústínus, og nú vissi hann skyldu sína. Nú skildi hann því sveinninn Jesús hafði fæðst í jötú í peningshúsd, en ekki í svefnherbergi með ný- tízku húsgögnum á auðugu kaup- mannsheimili. Á jóladaginn stóð séra Augúst- ínus á predikunaTStölnum og las: upp frásögn Lúkasar af fæðingu Krists, ísem lögboðið er, og tök svo til máls: „Svo að vér, systur og bræðuir, megum skilja atburð þann, er hér var lýst, að guðsson, sem átti alls annars úrkostar, skyldi fæðast í jötu í peningshúsi, skulum vér í dag hugleiða orð Matteúsarguð- ispjalls í 10. kap„ 9—11. versi, er hljóða svo: „Fáið yður eigi gull, né silfur né eirpeninga í belti yðar; dgi mal til ferðar, né tvo kirtla, né skó, né staf, því að verður er verkamaðuirinn fæðis síns.“ Svo fór séra Augústímus að skýra fyrir kirkjufölkinu hina spöku viðvörun guðspjallamanns- ins við auðinum. Menn skyldu hvorki safna gulli eða eir í budd- ur sínar eða í banka, ekki seðia í veski eða innstæðu á spariisjóðs- bækur, og ekki neinu öðru þvi, sem til peninga yrði metið, held- ur ætti hver maður að vinna fyr- ir þörfum sínum frá degi til dags. Þeir, sem söfnuðu auðinum, tækju brauð frá munni annara, sem þá ekki fengju að vinna þó þeir gæíu og vildu, heldur væri ráð þei'rra og farsæld fengin þeim á vald, sem auðinn hefðu. Drottinn guð hefði ekki skapað tiil þess beim- inn, að hann væri spilavíti, þar sem hverjum, er í hann væri bor- inn, væri skylt að spila og leggja líf sitt undir. Spilavíti, þar sem tilviljunán kastaði teningunum svo, að fyrir suma kæmu upp af handahöfi tólfin öll, en aðra tvö augu. Guð hefði gefið mönn- um vi-t, svo að þeir bæði í and- legum og veraldlegum efnum skipuðu málum sjfnum svo, að hag hvers einasta einstaklings væri borgið. Og séra Augústínus minti á alt það böl, sem gín við þeim, sem auði hafa safnað. „Heimskingi! áþessari nóttuverð- ur sál þin af þér heimtuð, og hver fær þá það, er þú hefir aflað?“ „En,“ lauk séra Augústínus máli sínu, „öldum saman hefir verið alin upp í mannkyninu aurasýki og ágirnd, og hún er runnin okk- ur svo í merg og blöð, að hver okkar, sem þreifar um fylgsni sál- ar sinnar, mun finna hana ein- hvers staðar. Nú skulum við líta til austurs á altarismyndina af Kristi, þegar hann er að hreinsa musterjð. Sagði ekki Kristur sjálf- ur að sál vor væri musteri hdl- ags anda. En úr því að vér vitum að musteri sálar vorrar er af aldalöngum vana orðið að mang- arabúð, þá skul.um við biðja þess að Kristur geri ekki musteris- hreinsunina endasleþpa, en .að ftann gangi um helgidóm hjartans hjá sérhverjum okkar og reki þar út víxlarana og steypi niður borð- um þeirra er með peninga verzla, svo að hugskot vort megi, í stað þess að vera ræningjabæli, verða musteri manngæða og bróðiurkær- leika til allra manna — allra landa lits og blands, — en ekki til eins eða tveggja. Þá mun heimurinn og niannlífið taka á sig annan svip.“ Þegar séra Augústínus för úr stóinum, mátti sjá mörg svip- brigði í kirkjunni. En bankaúti- bússtjörinn beygði sig að heldrá kaupmanni, sem hjá honum sat, og hvislaði: „Hann er bolsi, mannskrattinn.“ Þeir hittust aftur í anddyrintt að lokinni messu.séra Augústfnus og Geir læknir. „Átt þú ekki ráð á áhöldum til að flytja veikan maann?“ sagði þrestur. „Hildur ætlar að flytja sig heim núna samstundis. Þú hjálpar mér með það.“ Læknirinn játti þvi vingjam- lega. „Og ef þú svo vildir gera svo vel að koma heim til okkar á eftir. Bæjarfögetinn hefir, þó ekki væri það umtöfulaust, lofað að gefa okkur saman í dag þ<5 heilagt sé,“ sagði séra Augústín- us. „Hefurðu tekið eftir þvi, að komið er glaða sölskin?“ spurði læknirinn og leit fast á prest. Prestur leit til sólarinnar, tók í hönd læknis og sagði: „Slol salutis, — það er söl hjálpræð- isins.“ Jól. Jól ájörðuJ Klukkurnar kalla, kœrleikssðnguar englanna hljóma fgrir mennina alla, en Lotningin hafði drepið á dyr er deginum tók að halla, Jól á jörðu! Klukkurnar kalla, Nú hœkkar jörðin og hœkkar í himnesku jólaljósin, og skuggarnir hverfa úr skamm- degisbggð, pá skelfur hið lágci og smœkkar, en friður drottins vefur alt í faðm- inn bliða sinn og fagnandi hjartað stœkkar, pví lifið l himininn hœklcar. Og Betlehemsstjarnan yfir brautum blikar oss i gleði og prautum. Á eyðisöndum minninga eiga flest- ir jól í innstu bygð, að fremstu sœuar- ströndum. Þar grœr oss Ijúfur lundur, par Ijómar himnesk sól, og verndarenglar vaka, í veðrum er par skjól, en lindin helga líður fram, par lauga sig mannahjörtu, en sárin mýkjast og sefinn flýr, pá signa oss geislarnir björtu. En helgum ómi klukkurnar kalla, kœrleikssöngvar jólanna hljöma fyrir mennina alla, en stjarnan fagra blikar yfir brautum. Kristján Sig. Kristjánsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.