Alþýðublaðið - 24.12.1928, Page 11
«
Halldóra reis á fætur og fitl-
aði við svuntuhomið.
— Hefir . . . hefir oddvitinn
ekkert talað um mig við þig?
— Ónei; það er nú orðið svo
Jangt síðan ég hef séð hann, bless-
aðan ððlinginn þaran ama.
— Ég . . . ég vil, að þú vitir
það, Gunnar, að hann . . . hann
vill . . . viil hafa mdg burt úr
sveitinni. . . . Ég er búin að biðja
þá þrjá að taka mig, og enginn
þeirra vildi gexa það.
Gunnar rak upp á hana stór
augu.
■— Já; hann vili ekki að ég
eignist hér sveit.
Gunnar hallaðist fram á hend-
ur sér og virtist hugsá. En bráit
stóð hann á fætur og stakk hönd-
unum í buxnavasana.
— Ég sæki þig á skildaganum
þínumi í vor. Það er ákveðið mál,
svo sárgrætilegt sem mér þykir
nú að verða að gera á móti
blessuðum oddvitanum okkar,
eftir alla þá umhyggju, sem hann
hefir sýnt mér og minum.
— Og þö að oddvitinn komi,
þegar hann fréttir þetta?
Gunnar hristi höfuðið.
— Veri hann alt af velkom-
Snn, blessaður! En það breytir
engu uim þetta; Dóra- auimnginn.
„Framar ber að hlýða guði en
mönnum'' — eða svo segir séra
Helgi i sinni bók.
Halldóra stóð um stund eins
og agndofa. Svo leit hún ó Gunn-
ar og augun ljómuðu.
— Þetta vildi ég geta launað
þér, Gunnar, sagði hún og rétti
honum hendina.
— Ekkert að launa. Þakkaðu
þei-m, sem þakka ber og þig hafa
sent hingað. . . . En nú ætla ég
að biðja konuna að koma með
skolp fyrir þig í bolla.
. . . Gunnar fylgdi Halldóru til
sjávar, þá er hún hafði drukkið
kaffið. Hún kvaddi hann inni-
lega, ‘ för síðan af stað og tók
ærið rösklega í árarnar. ... En
Gunnar stóð í fjöru og horfði
á eftir henni.
Ja, þvílikur kvenmaður! Sú gat
nú damlað, þó að hann kældi.
Það veitti heldur ekki af, þegar
hann rak úr sér suðvestan spýj-
urnar á haustin. . . . Og líklega
mundi þessi manneskja geta sett
hné undir bát í fjöru. . . . Hm.
... Að hann skyldi nokkum
tíma fara að efast um það, að
guð og lukkan greiddu fram úr
fyrir honum. . . . Þau hættu ekki
við hálfnað verk. Ónei, nei.
VIII.
Þegar sú fregn barst til Einars
oddvita, að Halldóra færi að
Máfabergi, varð hann alveg hissa.
Hann sat lengl þögull og horfði
því nær þunglyndislega niðui'
fyrir fætur sér. . . . Nei; hann
hafÖi ekki talað við Gunnar; ekki
varað hann við að taka Halldöru.
. . . Og n.ú var svona komið. Og
oddviti stundi þungan. ... Ja;
ekki vissi hann, hvort hann átti
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
að fara. að eyöa orðum við hann
Gunnar!
En það varð nú úr, að oddviti
fór út að Máfabergi. Þegar þang-
að kom, vax Gunnar að koma af
sjó með fullorðinn landsel í
bátnum. Oddviti xeyndi bæði með
illu og góðu að koma Máfabeigs-
bóndanum í skilning um, að það
væri ilt fyrir hreppinn, að Hall-
döra ynni sér þar sveitfesti, en
alt varð árangurslaust. Gunnar
blessaði oddvita og þakkaði hon-
um alla hans umhyggju, taLaði
um guð og lukkuna, soldátabyss-
una og selinn, en gat ómögulega
iofað því að taka ekki Halldöru.
Og oddviti hvarf heim, sár og
reiður. Þótti nú flestum Gunnax
gerast erfiður hfeppsn.efndinni
og öþarfur sveitinni. Fékk odd-
viti enn á ný að heyra, að hon-
um hefði verið nær að taka svo
ærlega i taumana í byrjmi, að
Gunnar hefÖi ekki reist bú á
Máfabergi og gengið að eiga Ás-
gexði. Hafði oddviti1 af þessu
mikla skapraun, og bölvaði hann
Gunnari oft og innilega.
Halldóra flutti að Máfabergi á
tilskildum tíma, og vaxð nú
Gunnari gott til fanga, því að
Halldóra reyndist jafn liðtæk á
sjó og landi. En ekki hafði hún
verið árið út í nýju vistimni,
þegar þau skelfilegu tiðindi bár-
ust bæ frá bæ í allri Höfðavík,
að fædd væru þrjú börn á
Máfabergi — og væri Halldóra
möðir að einu þeirra. Hrepps-
nefndin hélt þegar fund á heimili
oddvita, og vaxð það að ráöi, að
reynt skyldi að fá prestinn til
þess að sjá um, að Halldóra
flytti þegar í stað frá Máfabergi.
Fór oddviti með einum samnefnd-
armanni sinum á fund prests. En
prestur var þá ekki sárlega þæg-
ur ljár í þúfu. Hann sagði, að'
náttúrlega mundi hanin áminna
Gumnar og Halldöru með kristi-
legri alvöru, en annars þyrfti nú
Gunnar nauðsynlega að hafa
vinmUkonu, og ekki mundi vera
að því hlaupið að fá manneskju
í baslið og baxnahópinn á Máfa-
bergj. Nú, aÖ vissu leyti væjri
það líka hreppsnefndarinnar sök,
að Halldóra hefði farið til Gunn-
ars. . . . Fóru hreppsnefhdar-
mennirnir svo frá presti, að þeir
fengu ekkert loforð um hjálp í
málinu, — en það sveið odd-
vita mest, að hann heyxði ekki
betur en það hálfgert hlakkaði í
guðsmanninum yfir óförum
hreppsnefhdarinnar. Sá oddviti,
að hann hafði ekki farið hyggit-
lega að ráði sínu, þá er honn
hafði hleypt þykkju í prest — og
iðraði hann þess nú sárlega. . . .
En þó hét hann með sjálfum séír,
að hann skyldi reyna að auð-
mýkja prest, ef tækifæri gæfist.
Oddvitá og Jöni á Hóli, sam-
nefndarmanni hans, koim nú sam-
an um, að boða Gumnar á fund
sinn og tala ærlega yfir hausa-
mötunum á honum. Hann hlaut
þö að skammast sín, mannhelvítið
— ja, hver vissi nema að hann
skammaðist s;n svo, að unt yrði
að fá hann til að láta Halfldóru
fara.
Gunnar lét ekki standa á sér.
Hann kom strax og hann fékk
boðin. Hreppsnefndarmenniinir
heilsuðu honum kuldalega og
skipuðu honum að koma með sér
fram í stofu. Sagði oddviti hon-
um aö setjast og tók sér sæti
beint á móti honum. Jón settist
og þannig, að hann ætti sem
hægast meö að hafa áhrif á
Gunnar með svip og augnaráði’.
Gunnar var sakleysislegur og
rólegur, tók upp pípu sína og
tróð í hana tóbaki. Svo skimaði
hann um stofuna, skoðaði hana
hátt og lógt.
— Ef maður hefði nú svona
stofu á Máfabergi, sagði hann og
velti vöngum.
Oddviti leit til Jöns og kinkaði
kolli, eins og hann vildi segja:
— Þarna heyrirðu nú, hvernig
hann er!
-— Ja; mikið mætti maður
skammast s;n, sagði Gunnar enn
fremur. — Ja; ég segi það nú
barasta. Mikið mætti maður
skammast s;n, þegaT maður kem-
ur á svona heimili úr bölvuðum
eiði þrengslunum á Máfabergi!
— Þar sagðirðu þó einu sinni
satt, Gunnar, sagði oddviti svo
hörkulega, sem honum var unt.
— Mikið mættu menn eins og
þú skammast sín, ef þeir hefðu
vit á!
— Satt segirðu, blessaður! Það
er bölvuð skömm að því, hvernig
maður býr.
— Ég átti nú ekki við það;.
Húsin á Máfabergi eru vlst full-
góð fyrir þig. ... En það var
annað. Það er svo sem ekkert
ljótt, sem maður fréttir af þér!
Gunnar hvítmataði upp á hann
augunum.
— Nei; það gengur alt saman
vel.
— Vel! Já; ekki spyr ég nú að!
— Já; þeim heilsast báðum
hreint furðanlega, Ásgerði minni
og Halldóru aumingjanum. . . .
Og blessaðir hornungarnir eru
frískir og rétt skapaðiff.
Oddvitinn skalf. Og hann leit
til Jóns á Hóli. En Jón virt-
ist ekki eins svipharður og hann
hafði verið. Það var eins og hann
væri meira hissa en reiður. Og
oddvita sárnaði. Það ætlaði þá
vfst ekki að verða mikill styrkur
að honum Jóni. . . ,. En Gunnar
skyldi nú hafa það! Og oddviti
spratt upp úr sæti sfnu og fcrepti
hendurnar um borðröndina.
— Sérðu það virkilega ekki,
mannkvikindi, hvert þetta stefnir?
Er þér varnað alls vits og áLLrar
sómatilfinningar? Og hefirðu
ekki minsta snefil af. ábyrgðair-
tilfinningu? Sérðu ekki, hvaða
voði og svívirðing þetta er? Hleð-
ur fyrst niður börnum ineð kon-
unni og svo farinn að eiga höd-
kxakka!
Gunnar var nú bínnn að kveikja
11
í pipunni. Hann þrýsti hölcunnii
bfan í bringuna og hvirflaði um
sig þykkum reykjarskýjum.
— Þetta er svo sem ekki nema
satt og rétt í alla staði, sagðf
hann auðmýktarlega. — Það var
ekki sem þénugast, að þau skyldu
verða þrjú. En þeim lof, sem
lofið ber. Það var guðs og lukk-
pnnar handleiðsia, að ekki fóH
vér en fór.
Oadvitinn gapti. Og nokkur
augnablik stóð hann grafkyr og
þögull. Svo sagði hanh Lágt og
mæðulega:
— Ja; guð almáttugur miskunni
mér! Mi-i-k-ið er að mega ekki'
flytja svona manndjöful út í hafis-
auga.
Gunhar tók út úr sér pipuna og
ininiieikinn og sakleysið ljómaði
úr augum hans, þá er hann leit
á oddvitann.
— Það er sárgrætilegt, vinurv
að þú skulir verða að hafa alt
þetta ergelsi út af mér og minnf
velferð. . . . En maður getur þö
huggað sig við það, sem ég
nefndi áðan, að guð og lukkan
stýrðu því þannig, að ekki fór.
ver en för. Það var hvorki mér
né Döru aumlngjanum að þakka,
að það urðu ekki tvíburar líka
hjá henni.
Oddvitinn horfði eitt andartak
á Máfabergsbóndann, en leit síð-
an á Jón á Hóli. . . . En hvað
var þetta? Jön var lagstur fram
á borðið með olnbogana undir
hausnum. Hann var þó v;st ekki
að hlæja? Og oddvitinn brá við,,
rauk fram að hurðinni og opnaði.
Svo benti. hann skjálfandi hendi
á dyrnar og horfði tindrandi
augum á Gunnar.
— Ú-ú-t! Oddvitinn sagðá að
eihs þetta eina orð.
Gunnar tautaði eitthvað í
skeggið. Svo stakk hann pípunni
í vasa sinn, tók húfu sína og
labbaði lúpulegur fram í göngin.
— Vertu sæll og blessaður —
og þið báðir tveir, sagði hann
síðan blíðlega.
Oddvitinn skelti ’svo hart aftur
hurðinni, að þilið skalf. Svo þaut
hann að glugganum og opnaði.
Það var ekki vanþörf á að hleypa
út Máfabergsfýlunni. . . . Því
næst snéri hann sár að Jóni, sem
nú var risinn upp og var hálfveg-
is skömmustulegur á svipinn.
• — Það vax ekki lítil hjálp að'
þér! Það sér á, að þú ert trún-
aðarmaður sveitarinnar. Þú
hlakkar líklega til þess, að það
fæðist tvö, þrjú börn á Máfa-
bergi órlega!
Jón leit í augu oddvitanum.
— Ég er nú ekki annað en
manneskja, þó ég sé aldrei nema.
í hreppsnefndinni.
IX.
Árin liðu, en ekki leitaði Gunn-
ar til hreppsnefndarinnar. Hanin
virtist nú líka, eins og vera bar,
halla sér aðallega að konunni, því
að hún átti barn á hverju ári, en
Halldóra bætti ekki við sig nema