Morgunblaðið - 09.04.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1925, Blaðsíða 2
ORGUNSLAÐIÐ Gráfikjur, Döðlur, Apricots. þurkaðar, Eplif þurkuö, Ferskjur, Rúsinur, Sveskjur. Karlmanna- í skófatnaður " ' með þessu merki er bestur v R e y n i ð * 6. LÉIii Skóverslun. Heilbrigðistíðinði. FRJETTIR vikuna 29. mars til 4. apríl. Yfirleitt er heilsufar óvenju- gott eins og verið hefir undan- famar vikur — rjettara sagt und- anfarna mánuði. Mænusótt hvergi. Mislingar eru alveg horfnir úr Vestmannaeyjum, þar sem mest hefir borið á þeim að undanförnu. peir eru líka horfnir úr ýmsum öðrum hjeruðum landsins, þar sem þeir hafa gert vart við sig, og alstaðar hafa þeir skilið eftir mjög svo marga, sem gátu fengið mislinga, og er það, fyrir lækna, eftirtektarvert. Jeg hjelt þeim væri lokið hjer í Rvík, en svo er dkki. Læknar hjer sáu þessa viku tvo nýja sjúklinga. Kvefsóttin heldur enn áfram, stöðugt væg. Taugaveiki veit jeg hvergi af. Barnaveiki: Einn sjúklingur í Rvík þesa viku. Sanókrysinið. Þetta nýja lyf gegn berklaveiki hefir nú verið reynt á ellefu sjúklingum á Víf- ilsstöðum (yfirlæknir Sigurður Magnússon) og tveim sjúklingum hjer í bæjarspítalanum í Reykja- vík (yfirlsdknir Matthías Einars- son). Allir þessir þrettán sjúfe- lingar hafa þolað meðalið heldur vel. Um árangurin vil jeg ekkert segja, enda þótt mjer sje mjög vel kunnugt um, hvernig þetta hefir gengið. pað eru þeir l.ekn- ar, sem við þetta fást, sem eiga frá að segja síðar meir. í sumar sem leið, fór yfirlækn- innn á Vífilsstöðum til útlauda meðal annars í því skyni, að kynna sjer Sanókrysínmálið í Danm. Jeg verð að segja, að mjer. fanst ekki mikið til um frjettirnar; mjer runnu í hug orð, sem einn góður kenari minn (Próf. C. M. Reisz) sagði við okkur fyrir 35 árum, þegar Robert Koch gerði kunnugt sitt tuberkulin. Jeg man það vel, að próf. Reisz sagði þá við okkur: „Jeg held ekki, að hjer sje fundið fulgilt ráð til að lækna berklaveiki, en jeg held að hjer sje um merkilega nýjung að ræða.“ Sama kynni að mega segja um sanokrysinið. Og þetta verð jeg að taka fram: 1) pað er ekki viðlit að eiga við þessar Sanokrysintilraunir annarstaðar en í góðum sjúkra- húsum. 2) Dómur íslenskra lækna bíð- ur. En tilraununum verður hald- ið áfram. Meira get jeg ekki sagt. 7. apríl 1925. G. B. Vetrarföt. 5. Sokkar og skór. Það er fljói- sagt, að betri so'kka fáum vjcr r.aumast en vel gerða þykka ís- lenska sokka. peir eru bæði sterkir og hlýir en oft h æ r,' r mönnum við að gera þá helsi til fína og veigalitla. Hitt er ekki að undra, að ekki veitir af að vera í tvennu í frostum og ill- viðrum: sokkum og þykkum há- leistum. íslensltu skórnir hafa þá einu kosti, að þeir eru ljettir og heima unnir. Annars eru þeir óþrifa- legir, haldlausir og hlífa fótun- um lítt en geta þó þrengt að þeim og aflagað þá, er þeir skorpna eða frjósa. Engir skinn- sokkar eða annar slíkur umbún- aður getur fyllilega bætt úr þessu. Jeg býst við, a,ð einu hentugu sl< órnir sjeu útlendir biksaumað- ir leðurskór, en þeir þurfa þá að vera svo víðir, að þeir þrengi als ekki að fætinum og falli þó jafn- framt sæmilega að honum. pá þurfa og samskeytin milli skónna og buxnanna að vera svo úr garði gerð, að snjór geti alls ekki kom- ist niður í skóna og bráðnað þar. L. H. Miiller og fjelagar hans | notuðu til þessa sjerstakar segl- dúkshlífar og má vera að þær sjeu besta ráðið. Oft eru útlendir vetrarskór fóðraðir með flóka eða jafnvel loðskinni og eru þá stundurc með trjebotnum. Aldrei verflur slíkt fóður þrifalegt, og ætti a.ð vera óþarft, ef sokkar og háleist- ar eru hlýir. Trjebotnarnir eru bæði hlýir og ódýrir, en henta auðvitað ekki nema skamt sje farið. pó að sl'íkur skófatnaður, sem hjer er lýst, nægi hverjum gang- arnli manni, sem oftast gengur sjer til hita, þá er hann ekki ein- : blítur fyrir þá, sem ríða eða aka. I Ef menn hreyfa sig lítið verður j þeim kalt á fótunum, þó oftast j inegi þá grípa til þess ráðs að ganga sjer til hita. jpeim, sem ekki nægir að vera í tvennu og með góða hæfilega víða skó, verður ekki gefið ann- að ráð en að gera sjer háleista úr loðskinni og hafa þá utanyfir ( sokkunum. Bestir munu þeir vera úr hæfilega loðnu liund- skinni, en vel má klippa hárið hæfilega snögt, ef það er ofmikið. Skinnið þarf auðvitað að vera áiúnssútað og þrífast vel. Stein- grímur læknir Matthíasson h'”- reynt slíka loðháleista og gefist þeir vel. Jeg hefi nú drepið á helstu atriðin 5 gerð vetrarfata. Jeg vil aðeins bæta einu við. pað er ekki lítið áríðandi, að hnappar, sem hneppa þarf í illviðrinu, sjeu svo góðir og greiðir aðgöngu sem frekast má. Best væri að geta hnept frá sjer og að sjer með vetlingum, og þetta má að vísu gera með því að nota stórar stroffur eða spennur. pó er þess síður þörf, ef vetlingar eru svo góðir, að lítil hætta sje á að njaður verði loppinn. Allur þorri Islendinga, s 'u þurfa að vera úti í vetrarhríðun- um þjáist meira eða minna af kuldanum. pað væru ekki lítil framfðr og menningarvottur, ef öllum væri hlýtt og notalegt. — Vjer getum áreiðanlega bætt úr þessu. Ekki er annar galdurinn en að halda vel og skynsamlega á því, sem náttúran hefir lagt oss upp í höndurnar, en þá þarf um leið að brjóta bág við gaml- an vana og hversdags tísku. pví miður eru það fæstir, sem hafa þor eða þrek til þess. Menn ótt- ast að gera sig hlægilega, nenna ekki að hugsa um hlutina, reyna þá og prófa og því fer sem fer. Fornmannafötin. Reykvíkingum befir oft orðið starsýnt á mann einn, sem gengur hjer í forn- mannabúningi, með hár niður á herðar og „gullhlað um enni.“ pessi maður hefir þor og þrek til þess að brjóta bág við tísk- una og þökk hafi hann fyrir það. pó hefði jeg talið það miklu hyggilegra og horfa meira til framfara, ef hann hefði ekki elt þessa fornu tísku, heldur gert sjer það að markmiði, og fá sjer svo hentug og jafnframt þaégileg föt, sem auðið væri. Jeg tel það illa farið/ að tíska skuli ráða öllu í fataburði og fleiru. Hvers- dagsbúningur karla og kvenna á að vera svo hentugur sem auðið j er, skjólgóður, ódýr og haldgóður nÍEÖ e.s. Island fEngum uiö: Rauðu olíuofnaglösin. Uppþvottakústa. Gólfkústa. Gólfskrúbbur. Skóbursta. Fatabursta. Pottaskrúbbur. Þvottabala. Þvottabretti, gler. Þvottapotta, galv. 3. st. Gólfklúta. Kolaausur. Steikarpönnur. Maríugler. Höfum ávalt nægar birgðir af Eldfærum frá L. Lange & Co., A/S. Svendborg, svo sem: „Scandia“-eldavjelarnar, margar stærðir. „Dan -ofna, til hitunar á einu eða fleirum herbergjum. „Regulerings“-ofnar, margar stærðir. Rör, Leir, Steina og alskonar varahluti. Johs. Hansens Enke Laugaveg 3. Sími 1550. RCyKJflUlKUR CANDIDA verður leikin annan páskadag kl. 8 síðdegis. — -á-ðgöngumiðar verða seldir á* laugardag kl. 4—7 og á annan páskadag kl. 10—12 og eft/ir kl. 2. Síðasta sinn. Brauns-Verslun Aðalstræti 9. Nýkomins NÝTÍSKU KÁPUTAU í mörgum litum. Blátt Gabardínutau, alullar. :£ . J Drengjafrakkaefni, Rykkáputau, frá 9.75. Blátt Cheviot í drengjaföt, mjög gott. . -,j Kvensokkar, í öllum litum og gæðum. i Barnasokkar, svartir og mislitir, allar stærðir og m. m. fl. Karlmanna- og unglinga- FOT Nýkomin með e.s. Island Brauns verslun, Aðalstræti 9. Nýtisku Kirimmsibkir í stóru úrvali nýkomið með e.s. Island i Brauns verslun, Aðalstræti 9. og helst svo, að hvert heimili geti komið honum upp. Tískan má engu um hann ráða. Sparifötin mega menn gera fyrir mjer eft- ir fornmapnabúningi eða útlendri tísku en hollast væri það þó fyrir oss, að ■ einnig þau væru sniðin eftir þeim innlendu efnum, sem vjer höfum úr að spila og því veðurlagi, sem hjer gerist. pan gætu verið smekkleg fyrir því og oft er útlenda tískan blátt. áfram ljót. Sjómenn vorir eru áreiðanlega lengst á veg komnir í því að hafa hentug föt, en eflaust fer því fjærri að þau sjeu svo góð og hentug sem vera mætti. G. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.