Morgunblaðið - 29.07.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1925, Blaðsíða 2
MOR t U NBLAÐIÐ <2 Ullarballar 7 Ibs. og 7% Ibs. Seglgarn Kmomilirliiii .lirlar' li. 211 bygdur 1919, með 2. ára Alfavjel 7 hesta og 4 hesta yfirkrafí, rúmar 6 smálestir ad stœrð, í Agætu standi er til sölu i Vestmannaeyjum nú þegar. — Allar frekari upplýsíngar gefur undirritaður. Vestmannaeyjum 25. júli 1925. Ólafsson, bæjarstjóri. Heilbrigöistíöinöi. I FRJETTIR, Heilsnfar hefir yfirleitt verið gott í ReykjaVíkurbœ fyrrihiata jjúlímánaðar. Aðallega borið á hálsbólgu. Um miðjan mánuðínn f '>r að bera á veikindum á ungu fólki, hitasótt með útbrotum. Utbrotin óg veikin yfirleitt talsvert mis- munandi. Sjúkdómui þessi virðist helst yera „rauðir hundar“, en á all- mðrgum líkist hún mest sjaldgæf- iim, næmum sjúkdómi, sem á læknamáli er nefndur „Erythema inf ectiosum". Veikin virðist standa yfir un €ina viku. Eru sumir sjúklinga'-n- Sr svo lítið veikir, að þeir eru úti og leggjast ekki rúmfastir. Alls vita læknar um 16—20 sjúkdómstilfelli. Hjeraðslæknir Landsins mesta ruslakista. b NiSvL Verðhækkun landsins. , pað hefir gengið hjer eins og erlendis, að verð kaupstaðalóða hefir hækkað stórkostlega, er b®- irnir uxu og margir urðu um boð- ið. Lóð undir lítið íbúðarhús í Reykjavík kostar nú ekki minna en 2—3 þúsund krónur og alt upp í 20 þús. sje hún á besta stað. Allir játa, að þessi mikla verð- hækkun á einföldum íbúðarlóðum 8je skaðleg og að hún ætti að Tjettu lagi að renna í bæjarsjóð, >ví ekki er hún sprottin af að- gerðum lóðareigenda. Fátæklingar hafa ekki efni á því að kaupa lóð •dýru verði og háa loðarverðið eyk- ur auk þess dýrtíð í bænum, hækk ar húsaleigu og verkakaup en ger- ir jafnframt öllum atvinnuvegum þyngra undir fæti. Mörg önnur vandræði hljótast af þessu, ekki síst þau, að menn reyna að byggja meira en góðu hófi gegnir á lóð- unum. Bakhús eru bygð í húsa- görðum, sem áttu að standa auðir, svo ljós og loft kæmist að húsun- um, nýju húsin taka oft alla sól og útsýn frá þeim gömlu o. s. frv. Önnur afleiðing af háa lóðarverð- inu er sú, að farið er að byggja húsin marglyft. pegar þessi óheilla stefna er komin í algleyming, verður byggingin marglyftar sam- stæðar húsaraðir og húsagarðarn- ir þröngir og dimmir. Dæmí þessa má sjá í Kaupmannahöfn og eink- um í sumum stórborgum í Skot- landi. Það eru þessar borgir, sem hafa komið þeirri trú inn hjá mörgum íslendingum, að marglyft hús og mikið þröngbýli sje sjálf- sagt í öllum myndarlegum bæjum. Erlendis eru menn komnir á, alt aðra skoðun. Kjallaraibúðir. í ReykjaVík býr fjöldi manna í kjöllurum, og svo mun þetta einn- ig vera í öðrum kauptúnum. — Þessar kjallaraíbúðir ættu að hverfa sem fyrst, því kjallarar eru illa fallnir til íbúðar. Helstu ókostir þeirra eru þessir: 1. Raki er mjög algengur í kjöllurum, og ber margt til þess. Gólfin eru ekki ætíð svo þjett sem skyldi, vatn vill ganga í vegg ir.a, þrátt fyrir einhverja ófull- komna bikun, þegar húsið var bygt. Ralkur jarðvegur liggur að þeim alla tíð og oft eru þeir vatnsósa eftir rigningar. Þá eru og veggirnir oft og einatt svo kaldir að þeir sudda af vatns- gufunni í húsinu. Af rakanum stafa aftur mörg óþægindi: vont loft, mygla, skemd á húsmunum, fatnaði o. fl. Þó fæst af þessu sje beinlínis lífshættulegt, þá liggur í augum uppi hve illar slíkar í- búðir ern og óvistlegar. 2. Loft í kjöllurunum er oft- ast vont. Rakinn veldur nokkru um það, en nokkru jarðvegurinn. Úr honum sýgst ætíð meira eða minna af miður góðu loft.i inn í húsið, ekki síst gegnum gólfið, jafnvel þó það sje gert úr góðri steinsteypu. Þá er það auðsætt, að alt göturyk berst miklu auð- veldara inn í 'kjallarann, ef þar er opnaður gluggi, heldur en á efri hæðunum. Yfirleitt er miklu erfiðara að hafa opna glugga í kjöllurum en annarsstaðar í hús- inu, og þetta á sinn þátt í þvi að loftið spillist. 3. Birtu og sólskins nýtur illa í kjöllurunum, að minsta kosti þar sem þjettbýlt er og hvert húsið skyggir á annað. Þá eru og gluggar á kjöllurum venjulega litlir. 4. Hitun er oft erfið, vegna þess að veggirnir eru rakir og kaldir. Þessir voru þá helstu ókostirnir og þeir eru svo miklir, að yfir-j leitt ætti ekki að leyfa íbúðir í: kjöllurum, nema alveg sjerstak- lega vel sje frá þeim gengið og kjallarinn að mestu ofanjarðar. 1 Reykjavík þyrfti að haga þessu þannig, að smámsaman væri kjall- araíbúðum fækkað, fyrst þeim allra verstu og síðar hinum. Eftir< 10—20 ár ættu allar kjallaraíbúðir að vera bannaðar. Það er hvort* sem er enginn hagnaður að hafa j þær. Ef íbúðarkjallari er að öllu, leyti svo vel gerður, sem nauðsyn* krefur, verður hann dýr. G. H. i er lífsreynsla mín, að margt þjóð- fjelagsböl, bæði fyr og síðar, stafi af klofningi í skoðunum manna á trú, þjóðernismálum og þjóð- ski]>ulagi, og fyrir þessar mótsetn- óngar hafi menn gleymt að rækja betur hin almennu lögmál lífsins. Það þarf, að innræta öllum þá kenningu, að trúar-, stjórnmála- og þjóðskipulagsskoðanir eru mynd af okkur sjálfum, að ekk- ert trúarkerfi nje stjórnamála- skoðun hefir inni að halda allan sannleikann, að hugsjónir mann- ‘ anna breytast með tímanum, og að engin þjóð eða kynflokkur hef-. ir rjett til að þrýsta að öðrum skoðunum sinum og kenningum. Leyfði fjárhagur tekjustofnar- innar það, að hún gæti tekið þátt í sameiginlegu menningarstarfi, ‘ nefnilega baráttunni til þess að. au'ka verðmæti lífsins á öllum svið ; um, mundi það verða í samræmi1 við lífskoðun mína.“ Gleraugul Lestrargleraugu, Útigleraugu, Sólgleraugu Rykgleraugu, Stangarnefklípur, Sjónaukar, Mesta úrval! Verðið óheyrilega lágt. öll samkepni útilokuð. i Laugavegs Apótek Sjóntækjadeildin M.F EIMSKIPAFJELAGf* ISLANDS Y JL REYKJAVÍK . 'k* ,,Esja“ Kristindómurinn og þróun- arkenning Darwins. fer hjeðan á þriðjudag 4. ágúsfe vestur og norður kringum land; kemur á allar hafnir samkvæmt 10. ferð áætlunarinnar. Vörur af- hendist í dag eða á morgun og farseðlar sækist á morgun. „Sigri þróunarkenningiu, fellur , kris tindómurinn ‘ ‘. Erfðaskrá Chr. Michelsens. Vísindastofnun, sem vinna á að sameiginlegu menningarstarfi. Iifskoðun hins látna höfðingja. í erlendum skeytum hefir ver- ið sagt frá ákvörðun Michelsens iheitins, forsætisráðherra, að allar eftirlátnar eigur hans, 9—10 milj., gangi til að koma upp vísinda- stofnun í Noregi, er beri nafn hans. I stofnun þessari á að vinna að frjálsri vísindalegri starfsemi, og | öðru andlegu þjóðnytjastarfi. Á slofnunin að afla sjer ungra vís- indakönnuða, er skara þykja fram úr í sinni grein. Auðsjeð er á á- kvæðum þeim um laun þeirra, sem Michelsen hefir sett í arf- leiðsluskrána, að hann ætlast til að þeir verðí fjárhagslega sjálf- stæðir. Eiga launin að verða helmingi hærri en venjuleg pró- fessorslaun. Við stofnunina eiga helst að vinna Norðmenn. En af útlendingum sitja Svíar og Dan ir fyrir ásamt íslendingum. Stofn- unin á að vera í Bergen. Embættin á að veita til 5 ára í senn, og eiga vísindamennirnir að skuldbinda sig til að gera einu sinni á ári hverju, opinberlega grein fyrir árangri vísindastarf- semi sinnar það árið. Við stofnunina á að vinna að rannsóknum á trúfræðilegri heim- speki, sálarfræði, lífðlisfræði, nátt- úruv'ísindum og læknisfræði. Þá segir og 'í arfleiðsluskránni, og er það ef til vill eitthvert merkasta atriðið: „Þá vil jeg leiða athyglina að því, að æskilegt væri, að hafiS yrði við stofnunina, þegar efna- hagur leyfði, víss^dalegt starf, er miðaði að því, að auka samúð og sáttfýsi þjóða í milli og kyn- flokka, bæði á sviði trúar, þjóð- mála, stjórnmála og fjármála. Það Fyrir mjög stuttu birtist er- lent skeyti hjer í blaðinu, sem hermdi það, að kennari einn, ,T. T Scopes, í Tenesse-ríki í Ame- ríku, hafi verið dæmdur í 100 dollara sekt, fyrir að skýra börn- um frá þróunarkenningu Darwins. Var það álit undirrjettarins, sem dæmdi hann, að með þessu hefði hann gengið á snið við kenningar kristindómsins, og væri það hættu- legt. Þó ótrúlegt sje, vakti þetta mál óhemju athygli, ekki aðeins í Ameríku, heldur og v'íðsvegar um heim. Voru símuð mörg þús- und orða skeyti frá Ameríku um þetta efni meðan á málarekstrin- um stóð. Ástæðan til þess að málinu var hróflað, eða sú, sem mest mátti sín, var sú, að í lögum Tenesses- ríkis er það bannað að kenna nokkuð það, er fari í bága við biblíuna. Þá jók það og nokkuð á at- hygli þá, sem málinu var veitt, að kuniiur stjórnmálam. og fyrv. for- setaefni, J. Bryan, tók málið að sjer fyrir ríkisins hönd. Fær?5i hann það fram í sóknarræðu sinni, að þarna væri að ræða um baráttu milli kristindómsins og þróunarkenningarinnar, og ef þró- unarkenningin sigraði þá væri kristindómurinn úr sögunni. Ógurlegur mannfjöldi flyktist til Dayton til þess að fylgja gangi málsins. Gárungarnir skýrðti bæ- inn upp og nefndu hann apabæ- inn. Fólkið bjó í tjöldum og járn- brautarvögnum. Hingað og þang- að var slegið upp spjöldum, sem á var málað með stóru letri: „Guð eða Gorilla-api!“, „Kristin- dómur eða Darwinskenning!“ o. s frv. Öllu sem fram fór í rjett- arsalnum var víðvarpað um alla álfuna. og hundruð kvikmynda- manna, teiknara og blaðamanna> slógust um fyrstu og helstu frjett- irnar. Það var talið líklegt að kennar- inn yrði dæmdur, því í dóminum áttu aðallega sæti gamlir bændur úr Tennesse-ríki, og. þeir bera ekki mikla lotningu fyrir kenningum Nýkomið i Stumpasirs, Tvistt&u, Ljereft» Lastingur, Ermafóður, Vasaefni. Sími 144. Pappfrspokar lægst verð. Harluf Claoaen. Slml S8> Sokkar \ úr ísgarni frá 2,65 úr silki frá 5,25 Allir nýtiaku litir. ÍM Eiill lanlseit. Laugaweg AUGLÝSINGAR óskast sendar tíraanlega. Darwins. Nú er dómur þeirra fall- irn, og er þá talið víst> að leik- urinn berist ti! bæstarjettar Bandaríkjanna. Kennarinn» Scopes, er ungur maður, og þóttist vera í sínum fulla rjetti að fræða börnin um þróunarkenninguna. Daginn áður en niál hans var dæmt, skemti hann sjer í bifreið á götum bæj- arins með unnustu sinni, ungri, laglegri stúlku. Hún hefir látið þess getið, að sjer stæði á sama, hvort forfeður kennarans værw apakettir eða froskar. Al

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.