Morgunblaðið - 29.07.1925, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1925, Blaðsíða 6
UO&GtlH&EaBIÐ „Sparisjóð Reykjavíkur/' eins og hann í raun og veru er. Breyta um nafnið og láta hann draga inn af lánum sínum svo mikið, að hann geti borgað ríkissjóði til baka það sem hann á í bæjarsjóði. Ijíka mætti gera hann að hluta- fjelagsbanka. Að öðru leyti kæri jeg mig ekki um að fara inn á afsákanir í greinargerð hæstv. fjármálaráð- herra, hvernig á því stóð að und- irbúningur málsins hefir orðið eins og raun er á, en jeg hefi það á tiifinningunni, og hafði á síð- asta þingi, að það væri ákveðinn hugur hæstv. fjármálaráðherra að láta Landsankann verða seðla- banka, og hefir hann því leitað á- lits hjá þeim, sem hann treysti að væru sjer sammála. En jeg álít að próf. Nielsen hefði átt að gefa stjórn Þjóðbankans danska þetta álit, en ekki ísl. stjórninni, og láta hana bera ábyrgð á þess- um skjölum. Og þá efast jeg um, að þetta álit hefði verið eins úr garði gert eins og það er. KJÖT- ÚTFLUTNINGURINN. Eins og kunnugt er, var fimm manna nefnd skipuð í fyrrasumar, til þess að athuga kæliskipsmálið. í nefndinni voru þessir: Emil Nielsen framkvæmdarstjóri, C. Proppé útgerðarmaður og Halldór porsteinsson skipstjóri, Jón Árna- son framkv.stj. og Tryggvi pór- hallsson ritstjóri. Áður en nefnd þessi settist 'á rökstóla, hafði Nielsen útvegað uppdrátt og tilboð um kæliskip 1500 tonn að stærð, með vönduð- um útbúningi til þess að frysta kjöt, og flytja það fryst, og til þess að kæla og geyma kælt kjöt á efsta dekki lestarrúmanna. Svo átti að vera umbúið í skipi þessu, að hægt væri að nota það til hvaða flutnings sem væri, þá tíma ársins, sem eigi væru fluttar hjeðan þær vörur, sem frystaþarf eða kæla. Skip þetta átti að kosta 1 miljón kr. hjá Flydedokken í Khöfn. Nefndin sest á rökstóla. Verkefni hinnar svonefndu kæli- skipsnefndar var í stuttu máli, að rannsaka til hlýtar, hvað gerlegt væri, til að tryggja mönnum flutn ing á frystum og kældum mat- vælum til útlanda, og sjerílagi að athuga, hvort tiltækilegt þætti að sinna þessu tilboði, að láta byggja 1500 smálesta skip, með full'komn um útbúnaði, til þessháttar flutn- inga. Af því að menn töldu það vafa- samt, að landbúnaðurinn einn gæti staðið straum af rekstri þessa dýra sk-ips, var áformið, að nefndin gengi úr skugga um, hvort sjávarútvegurinn myndi eigi einnig geta haft not af kæli- og frysti-útbúnaðinum. Nefndarálitin tvö. Á öndverðum þingtíma birti nefndin álit sitt. Hafði hún klofn- að, og voru nefndarálitin því tvö. Frá meirihluta nefndarinnar, þcim E. Nielsen, C. Proppé og Hall dóri porsteinssyni, og frá minni- hluta, Jóni Árnasyni og Tryggva. Allir nefindarmenn sammála í verulegum atriðum. pó nefndarálitin væru tvö, var nefndin sammála í verulegum at- riðum. pað var t. d. sameiginlegt álit allra, að sú leið myndi reynast ófær,,að frysta kjötið í lestarrúm- um skipsins. Nauðsynlegt yrði að frysta kjötið í landi, áður en það yrði sett í skipið. pá var það og álit allra nefndarmanna, að eigi mundi hægt að hugsa til þess, að flytja kjötið kælt í stórum st'íl til Englands. Útilokað væri það með öllu að nota þá aðferð, nema þá aðeins með beinum ferðum frá öruggum höfnum. Og jafnvel þó svo yrði gjört, væri það undir hælinn lagt, hvort betur gæfist, heldur en að frysta það, því nauð- synlegt er, að selja kælda kjötið jafnóðum og það kemur til Eng- lands, ef það á ékki að skemmast, en fryst geymist kjötið mánuðum saman. En síðan skilja leiðir nokkuð. Meiri hluti nefndarinnar segir sem svo, að þareð það er fullvíst, að það muni hafa mikinn kostnað 'í för með sjer, að halda hjer úti kæliskipi, vegna þess að það fær ekki nægilegan flutning nálega 10 mánuði ársins, þykir rjett að ganga úr skugga um, hvort hag- nrinn af frystingu kjötsins er sambærilegur við væntanlegan reksturshalla af skipinu. Leggja nefndarmenn því til, að tilraunum með flutning á ósöltuðu kjöti til Englands verði haldið áfram. Athuganir minnihlutans. Þeir Jón Árnason og Tryggvi pórhallsson tóku það að sjer að athuga þá hlið málsins, er veit að landbúnaðinum sjerstaklega. Áliti þeirra fylgja ítarlegar skýrslur um Ikjötinnflutning til Englands, útflutning hjeðan, verð- lag 'í Englandi á frystu kjöti, sbr. við verð saltkjötsins. hjeðan o. fl. Að fengnum upplýsingum um þetta gerðu þeir áætlun um það, hve mikið hefði unnist á undan- förnum árum, ef kjöt hefði verið selt fryst til Englands. Samanburður á verðlagi í Eng- landi á frystu kjöti frá Nýja Sjá- landi og verði því, sem fengist hefir fyrir ísl. kjötið, sýnir, eftir skýrslum þeirra Jóns og Tryggva, að á árunum 1004—1914 var verð- ið á frysta kjötinu frá Nýja-Sjá- landi 8—29 aurum hærra á kg., og á árunum 1920—1923 33—141 eyri hærra en verð saltkjötsins. Gjöra þeir ráð fyrir, að 2/5 af kjötinu hjeðan mætti flytja út fryst. Verðmunurinn á þessurn hluta kjötsins reiknast þeim að orðið hefði ca. 100—250 þús. kr.i árlega á árunum 1904—1914, (þó ekki nema 50 þús. árið 1906), og árin 1920—’23 400—1600 þús. kr. Tillögur. Að þessu athuguðu líta þeir svo á, að nægileg trygging sje fyrir því, aí5 hagur af frystingu kjöts- ins jafni kostnað við kaup og rekstur kæliskipsins. Lögðu þeir til, að 100 þús. kr. yrðu veittar árlega að láni úr ríkissjóði t.il frystihúsbygginga á útflutnings- höfnum, og ráðist yrði í skipa- kaup sem fyrst. Rejmsla um frystingu matvæla. Sendimaðm■ og umboðsmaður Sa- broes í Árósum. Eins og kunnugt er, þurfa Dan- ir mjög að nota kælingu og fryst- ingu á matvælum þeim, er þeir senda til Englands. Hafa þeir því mikla reynslu í þeim efnum. Sú var tíðin, að danskt smjör var notað á skipum, til þess að bera á við, til að verja fúa. pá þótti það ekki manna matur. Skamt hefði búnaður Dana komist, ef þeir hefðu ekki komist á það Iag, að geyma sumar útflutningsvörur sínar í frysti- og kælihúsum. — Ómögulegt er þar að nota frysti- aðferðir með 'ís. Nota verður vjel- ar. Bestar frystivjelar í Dan- mörku eru frá Thos S. Sabroe í Árósum. Einn þeirra manna, sem mest hefir fengist við starfrækslu ís- húsa hjer á landi, er Gísli J. John- sen í Vestmannaeyjum. íshús hef- ir verið starfrækt í Eyjum til margra ára, einkum til beitu- geymslu. Hefði oft verið þröngt fyrir dyrum fyrir útveginn í Eyjum, ef íshúsið hefði ekki verið þar, til þess að geyma beituna. Gísli er umboðsmaður fyrir Sa- broe hjer á landi. Hann fór þess a leit í vetur við fofstj. verslunar- innar, að sendur yrði hingað verk- fræðingur, til þess að skýra frystihúsmálið fyrir mönnum.. — Verkfræðingur kom hingað óg dvalfii hjer í bænum uin tíma. Hann gaf fjárveitinganefnd neðri deildar margar mikilvægar upplýsingar. Viðtal við hann birtist í Verði. Afgreið8la málsins á Alþingi. Afgreiðsla málsins frá Alþingi var í stuttu máli þessi: Alt að 100 þús. kr. verði veitt- ar til láns árlega úr Viðlagssjóði handa þeim, er koma vilja upp frystihúsum á útflutningshöfn- um. Ríkið tekur á sig halla þann, er kann að verða við tilraunir þær, sem gerðar verða með fryst- ingu á kjöti, flutning á því og sölu þess í Englandi. En um kaup á kæliskipi var ekkert ákveðið að þessu sinni; þótti of viðurhlutamikið að ráð- ast í það. Ákveðið að leigja skip í ár. Aftur á móti verður sú leið farin, sem meiri hluti kæliskips- nefndar benti á, að leigt verði skip til kjötflutninga á næsta hausti. Hefir Samband íslenskra sam- vinnufjelaga það mál með hönd- um. Hefir því borist eitt tilboð um leigu á skipi frá Thos. S. Sa- broe eða Gísla J. Johnsen umboðs- manni Sabroes. Hve langt það mál er kornið, vitum vjer eigi. En Sambandið hefir víst eigi tek- io neítt skip á leigu ennþá. Víst er um það, að bændur munu fylgja máli þessu með hinni mestu eftirtekt, og er það hið mesta gleðiefni að málið er nær endanlegri úrlausn en það var fyrir ári síðan. Talið er sjálfsagt að ráðist verði í, að koma frysti- tækjum á laggirnar á einum tveim útflutningshöfnum. Er í ráði að það verði gert á Hvammstanga fyrst. Kjöttollsmálið sæla ýtti undir menn með það að sjá kjötútflutn- ingsmálinu borgið betur en hing- að til hefir verið. Viljum vjer þó á engan hátt. draga það í efa, að vjer fáum að njóta þeirr- ar rýmkunar á tolli framvegis hjá iNorðmönnum, er fjekst í fyrra. En taka verður það til greina, að Norðmenn eru búmenn, engu síð- ur en við, og vinna þeir að því öllum árum að auka sauðfjárrækt 'sína, nota hagbeitina betur S fjall-löndum sínum en hingað til. Og starfi þeir að þeim umbótum með sömu alvöru og festu og búnaðarfrömuðirnir tala um þær, getur þess eigí orðið langt að bíða, að markaðurinn fyrir ikjöt vort þrengist þar mjög. Að því keppa Norðmenn, eins og eðlilegt er. SPÆ J AR AGILDR AN yfir svo að segja takmarkalausu afli til þess að gera yður lífið sem erfiðast og hættulegast. Því farið þjer ekki hjeðan úr París? En jeg hefi víst þegar sagt yður of mikið. — Því skyldi jeg fara hjeðanf spurði Duneombe gremjulega. Jeg hefi ekki brotið í bág við nein lög hjer, og geri engum neitt, það jeg til veit. Jeg er hjer í einkaerindum, og óska að vera í friði. — Þjer eruð jafn þrár og allir aðrir landar yð- ar, mælti de Bergillac brosandi, annars mundu þjer sjálfir sjá, hve mikil hætta yður er búin með því að vera hjer, án þess að jeg stofnaði mjer í voða við það að benda yður á það. En hvað um það — þjer farið hjeðan innan lítils tíma. Það er ekkert eðlilegra eða auðveldara. Ósamlyndi hjer við spilin t. d. Þjer verðið í minni hluta, og blandið nafni yðar við hneykslismál, ef þjer hverfið ekki á burt innan sólarhrings. Jeg gæti nefnt þúsund aðrar aðferðir, sem hægt væri að nota til þess, að kúga yður til að hverfa hjeðan í skyndi. .— Þjer virðist vera öllu þessu kunnugur, mælti Duncombe. Þjer vitið þá að sjálfsögðu einnig um það, sem jeg hefi einkum verið að grenslast eftir hjer, og vildi gefa nokkur ár af lífi mínu til þess að komast að. Ungi maðurinn leit á Duncombe hvössum augum. — Herra Duncombe! Jeg get ekkert sagt yður, Pi6 er meira að segja óvarlegt af mjer að aðvara yður, en gæti það orðið til þess, að þjer færuð hjcð- an, mundi það ekki skifta miklu máli fyrir mig. — Má jeg bjóða yður vindling? — Nú, Louis, hvernig gekk það? — Louis hafði komið og sest og athugaði þá báða, sem fyrir voru, með mrkilli gaumgæfni. — Mennirnir komu eftir stutta stund, svaraði Louis. Duncombe stóð upp. — Jeg hefi lofað yður í hugsunarleysi að spila. Jeg hafði sem sje lofað manni nokkrum að hitta hann í gistihúsinu klukkan sex, svo jeg verð að fara strax. Louis leit eldfljótt til Bergillae, en á andliti hans var ekki nokkra breytingu að sjá. — Eins og yður líkar þest, sagði Louis svo. Ef til vill getið þjer komið síðar. Viljið þjer ekki borða með okkur klukkan hálf níu? — Jeg er yður mjög þakklátur, svaraði Dun- combe, en jeg get, því miður ekki þegið yðar ágæta boð. Þegar jeg hefi lofað einhverju, kann jeg betur við að efna það. Louis hneigði sig með mikilli kurteisi, og Dun- combe fór. ! XII KAFLI. Lögreglan eltir Duncombe. Duncombe sá Spencer ekki í þrjá daga. Þeir dagar voru langir og leiðinlegir, og hann var eins- kis vísari. En á fjórða degi komst hann að iraun um, að hornim var veitt eftirför, livert, sem hann fór. Það var ekki farið neitt leynt með það. Jafn- vel á gistihúsunum sáu menn um hverja hreyfingu hans. 'tíann bjóst við, að lögreglan mundi standa þar á bak við. Og hann þurfti ekki að vera lengi í vafa um það. Umsjónarmaður gistihússins bað hann að tala við sig' á skrifstofu sinni. •— Jeg bið yður að fyrirgefa, mæiti hann, að jeg verð að leyfa mjer að koma með eina spurningu. — Spyrjið þjer eins og yður líkar?, mælti Dun- combe. — Þjer hafið eflaust orðið þess var, herra minn, að þjer standið undir eftirliti lögreglunnar. — Eklci get jeg neitað því. Hvað meira? Uinsjónarmaðurinn ræs’kti sig. — Hingað koma alþjóðamenn, herra minn, mælti hann síðan, og við viljum helst ekki loka dyrunum fyrir neinum. En því ber ekki að neita, að við höfum enga skemtun af að hafa lögregluna á gægjum hjer. — Það þykir mjer heldur ekki!, hrópaði Dun- combe. En hvernig eigum við að losna við hana? — Þjer skiljið mig víst eldu fyllilega sagði um- sjónarmaðurinn kurteislega. Þtð eruð þjer, sem eruð á einhvern hátt 'kominn í klæmar á lögreglunni. Og þess vegna er það ósk okkar, að þjer flytjið hjeðan. Duncombe vildi helst vera, kyr á sama stað. Far- angur Phyllis Poynton stóð tnn í herbergi því, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.