Morgunblaðið - 16.08.1925, Side 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Vitið þið hvað PIX ei*‘
þótt skinnið sje skafið“. Kleó-
patra skapaði móð og skifti um
ibúning daglega. Ifún mun þó hafa
fundið hjá sjer þá -Iífsköllun að
vera það, sem H. K. Laxness kall-
ar „barneignavjel“, engu síður en
frú Xanþippa. Um þá miklu bú-
konu sagði maður hennar: Hún
gefur mjer börn, en hænurnar
gefa mjer egg. Iíann var eins og
kunnugt er erkislóði, og matmeira
að sitja hjá og hjala viö Aspasíu
en sækja vatn í pottinn fyrirkonu
sína. „Xanþippa átti Sókrates, sú
fjekk nóg af honum“.
Snoðkollur kvenna er engin nýj
ung. Einu sinni fundu rómversk-
ar konur upp á því, að skella af
sjer hárinu. 0g eftir miðja 19. öld
varð þetta tíska í Ameríku. Flest-
ar íslenskar konur, sem fóru til
Ameríku á árunum 1880—1890,
snoðkliptu sig, þegar þær komu
vestur. Jeg hefi sjeð fjórar íslensk
ar konur snoðkliptar, sem komu
frá Ameríku, nokkru fyrir síðustu
aldamót. Jeg hygg því, að snoð-J
kollur kvenna sje engin nýjung í
hinum „malbikaða lieimi“, þótt ó-
skaplega mikið sje ritaö og rætt
um þetta fyrirbæri í malbikuðu
löndunum, eftir því sem H. K.
L. segir. Það lítur út fyrir að
mennirnir sjeu að verða að andleg
iim dægurflugum, og hættir að
muna liðna tímann. Þeir muna
ekki stundinni lengur, að fátt er
nýtt undir sólunni,
Undarlegt er það, hve karlmenn
hafa oft. borið hreldan hug vegna
itískuháttu kvenna. Kannast ekki
margir við ,,sóninn“ lijá Kató,
Karlamagnúsi, Guðmundi Berg- ,
þórssyni, Bjarna á Siglunesi o. s.
frv. Guðmundur orti „Skautaljóð-
in“ frægu. Hann hæddist mjög að
fiöfuðbúningi kvenna, t. d. faldin-
um. Út af því reis mikil ljóða-
deila. Bjarni orti um tískubúning
kvenna. Þar er þetta: „Ó hvað mín
sæmd og rausn upp rís / með
röndótta svuntu úr Paradís / og
herðaklút himneskan, ' gulldregin
er á hornum hans / horfa munu
piltar á þann“. Þessu svaraði
lcvennagidlið Sigurður Breiðfjörð.
Þetta er 2. hendingin iir svari
lians: „— .-------Þær lirósa sjer
fcetur hreinlátar, en hinar ódáms-
kindurnar' ‘.
Annars má geta þess, að oft
hafa það verið karlmennirnir, sem
hafa kent konum nýja tískuhætti.
Þeir eru líka hjegómagjarnir og
tískudáendur eins og þær. Þótt
það sje nokkuð á annan veg og
yfirleitt minna beri á þessu smá-
sálareðli hjá þeim. Það voru ekki '
konur, sem fundu upp á því fyrst
að vera öðruvísi klæddar en karl- .
menn. Oft hefir líka kirkjan og
ríkisvaldið skipað á um sumt í i
fcúningi kvenna suður í löndum ;
og það síðar haft smitandi áhrif 1
frá landi til lands. Hygnar og liag
sýnar konur á íslandi í fornöld
vildu heldur ganga í setgeirabrók-
nm en í opnum buxum, sem eru
heilsuspillandi og ófagrar. En karl
mennirnir hafa víst ekki kunnað
því vel. Það var sem sje sett í lög
af karlmönmun, að það skyldi
metin skilnaðarsök milli lijóna, ef
kona „skerst í setgeirabrók“. Lúð
vík 14., með því nafni, kendi hirð
konum sínum að ganga í silkisokk
um og hafa á fótum skó, með 10
þumlunga háum hælum. Hann
klæddi þær líka í út.þöndu skíðis-
pilsin, sem voru 4 álnir í þvermál.
með löngum silkislóða. Einnig skip
aði hann stúlkunum við hirð:na
að taka upp þann enska tískuhátt,
að hafa hárið strokið upp í álnar-
háa strýtu utanum þar til gerða
höfuðgrind. Með þessum hárbún-
aöi gátu þær illa legið eða sofið.
En þetta þótti fínt. Og heldur
vilja sumir deyja, jafnvel úr
hungri, eða glata nafni sínu, en
að yfirgefa tískuna eða móðinn.
Eitthvert ástarvælu skáldið
‘fann upp á því að syngja kven-
mannsmittinu dæmalaust lof. Það
var því lengi móðins hjá konum
I að vera mittisgrannar. Þær lögðu
mikiar þrautir á líkamann til þess
•að gera hann vanskapaðan. Karl-
mennirnir smíöuðu lífstykkisteina
svo konur gætu reirt sig saman
og fengið líkan vöxt og sum skor-
dýrin. Skáldin sungu sí og æ um
„grönn“ eða „mjó“ mitti. Því
hærra sem ljet í skáldunum um
,,mittin“ og þeir góndu meira á
þau, þess fastara reirðu stúlkurn
ar lífstykkið um sig. Nú, þegar
þær eru hættar þassari heilsudrep-
andi heimsku, þá taka karlmenn-
irnir upp lífstykkin og reira sam
an á sjer miðjuna! Margt fleira
hafa konur lært af karlmönnum,
sem þær eru svo ávítaðar fyrir,
t d. að drekka vín, reykja o. s.
frv. Það mun satt vérá, sem skáld
ið kvað: „Guð hefir skapað. vífin
veik, en veikari menn þau gerðu“
Jeg hygg, að mest af tískutildri
kvenna stafi af því, að þær vilja
þóknast karlmönnunum sem best.
Þær hafa tekið eftir því, að þegar
einhver kjmsystir þeirra fær sjer
búning með nýrri gerð, þótt af-
káralegur sje og ófagur, þá hæn-
ast margir ungu mennirnir mest
að henni. Þá kemur afbrýðissemin
og samkepnisandinn vaknar. Ef
ungir menn í borginni gerðu til
dæmis einskonar verkfall í nokkra
rnánuði þannig, að þeir sætu aldr-
ei hjá, gengi með nje hjöluöu við
snoðkliptar „tískudætur", þá
mundu allir kvenlegir snoðkollar!
líða undir lok og allar meyjari
verða hárprúðar. Tískan þarf nærj
ingu, eins og margt annað í ver-
öldinni. Vilji þeir eigi kannast við
hana, sem hún er uppalin til að
þjóna, þá veslast hún upp.
Miklu umburðarlyndari eru kon
ur en karlmenn, þegar um tísku
er að ræða. Þær hafa aldrei ávítað
karlmennina, svo vitaö sje, þótt
þeir hafi á ýmsum tímum búið sig
afkáralega og skift oft um tísku
af lítilli hagsýni eða skynsemd.
Karlmennimir hafa t. d. ýmist
fc-aft hár niður á herðar, verið
stuttkliptir um evru, krúnurak-
aðir eða liaft 10 marka „parruk“
(hárkollur) á höfðinu. Þeir hafa
ýmist verið alskeggjaðir eins og
Adam, með vangaskegg, slcegg-
kraga, hökutopp, yfirskegg, „ensk
an topp“ á efri vör undan nös-
i-num, eða þá skegglausir eins og
Njáll. Máttur skeggtískunnar er
,nú svo magnaður, að jafnvel karl-
ar á áttræðisaldri tæta af sjer alt
skeggið, svo kerlingar þeirra
þekkja þá ekki lengur.Konur hafa
ttkið öllum þessum skeggtísku-
þvltingum með þögn og þolin-
mæði. En karlmennirnir hafa
kveinað og barið sjer á brjóst,
jþvenær sem ltonur dyttuðu eitt-
hvað að hárbúnaði sínum eða
tóku upp nýtt snið á fötum sín-
pm, ef ske kynni að þær stæðu
betur að vígi í vissri samkeppni
við kynsystur sínar.
Verið þið rólegir piltar, sem
saknið silltimjúku, löngu kvenlokk
anna. Þeir koma aftur. Það sem
einu sinni hefir verið yndi og
augnagaman manna, kemur aftur,
bótt það glatist um tíma. Þegar
allar stúlkur og konur verða snoð
kliptar, eldri og yngri, þá kemur
einhver Messalína fram fyrir
augu pHtanna með lokka og hár-
prúð, eins og ITallgerður og
Hrefna.
S. Þ.
Frá Dal í Dalsfirði,
Viðbót við frásögn Sveins Jóns-
sonar um daginn.
Brjef Einars Baldvins Guðmunds-
sonar frá Hraunum, er hann sknf- j igna fyrir ákveðið verð, þegar þarf
hann mjer til samferðár heim til
sín,- úr því leið mín lægi norður
um, til þess að sjá bygð þá, er
hinir fyrstu landnámsmenn íslands
hefðu búið í, áður þeir gerðust
íslendingar. Norðmenn álíta nefni-
lega, að Dalir hafi heitið „Fjalir“
í fornöld, og þeir Ingólfur og
Hjörleifur átt þar heimili, áður
þeir fóru að byggja ísland, og
hjeldu Dalamenn, þó mest fyrir
forgöngu jungfrúar Vonens, mikla
veislu hjá sjer í minningu þess,
þegar þjóðhátíðin var hjá oss, og
skutu saman fje fyrir uppdrætti
af sveitinni, er sendast skyldi ís-
landi að gjöf, eins og getið mun
hafa verið um í blöðum hjá oss
heima. Samskot þessi urðu þá að-
eins 1200 kr., en þar eð málarinn
vildi hafa 2000 krónur fyrir mynd
ina, eftir þeirri hugmynd, sem
fyrir var ætluð, var fjeð sett á
vöxtu og framkvæmdinni skotið á
frest. Sagði jungfrú Vonen mjer,
að fjeð væri nú þegar fengið og
myndi því bráðum farið til að
mála myndina og hún send til ís-
lands.
Jeg dvaldi 2 daga ií Dölum, og
fjekk þar, að sumu leyti sýnis-
horn af sveitasiðum Norðmanna,
en jeg ætla- ekki að þreyta þol-
inmæði þína með öðru um þá, en
lítilli frásögu um bóndabrúðkaup,
er jeg sá þar. Jeg reikaði þar um
tímanlega dags, til að litast um,
ásamt fjórum heldri mönnum, er
einnig voru gestkomandi í Dölum,
og bar okkur þá að húsi einu, er
ung hjónaefni voru að týgja sig
í: okkur var jafnskjótt boðið inn.
Var verið að búa brúðurina í hið
norska brúðarskraut, sem er sjer-
staklegur þjóðbúningur, er einn
eða fleiri í bygðarlaginu eiga og
VeB^ðlækkpn á
fremköllun og kópíéringu
Sportvöruhús Reykjavíkur.
(Einar Björi &son )
Húsmseður!
Allir vilja hafa kökurnar sem
bestar, en til þess þarf að hafa
gott hveiti. Þið ættuð því allar að
kaupa það í
versi. ÞÖRF,
Hverfisgötu 56, því þá verðið þið
vissar um að fá kökurnar ykkar
verulega hvítar og góðar.
i maPi
24 versfccæiiL
23 Potd*«n,
27 ?o««btirf
KlApparstíg 29. ,
Málnin
líeggfóðup.
Nýkomnar miklar birgðir. Höf-
um afar fjölbreytt úrval.
Einnig: Loftpappír, hvítan,
Maskínupappír Panelpappa, —*-
Striga.
H.f. Hfli St Ljós.
aði úr Noregi 1878.
i
á að halda. Þessi skrautbúningur
er fyrst og fremst einskonar mött-
Hjer á dögunum hittum vjer ^ ujj yj?jr jiergar 0g brjóst, alsettur
Svein Jónsson, og sagði hann þá: málmskjöldum og víravirkis-
frá því, að nýlega hefði hann rek-; sjírailji. um hálsinn silfurkeðja og
ið sig á í Andvara frá 1879, brjef t negan j henni þrjvi nisti, er hanga
frá Noregi. Höfundur þeirra er ofan fyrir brjóstin. um mittið
Einar B. Guðmundsson frá Hraun-
um, faðir Páls Einarssonar hæsta-
rjettardómara og þeirra systkina.
Var Einar heitinn í Noregi árið
1878 til þess að kynna sjer ýmis-
belti, er mjer virtist svipað eins
og á skrautbúningi vorum. Það
sem verulegast er þó við búning
þennan, er þó hin mikla brúðar-
kóróna, algjörð úr glæstum málmi
legt er að fiskiveiðum lýtur. Kom | (játúni eða „yltu sijfri) með llang.
hann þá að Dal í Firðafylki a | laufum ajt { kring að ofan.
heimili Nikku \ onen. Hana hefir j Undaii henni fjellu ýmislega lit
því mismint gömlu«konuna, að hún borðabönd niður að mitti og milli
hafi aldrei hitt íslending nema þeirra sast hár brúðarinnar ófljett
Felixsoninn. En hún er líka 89 að falla uiður um herðarnar. Alt-
ara- af var leikið á hljóðfæri (violin)
Brjef E. B. G. kemur svo mikið og (jansað! og þegar brúðurin var
við sögu Sveins, að vjer birtum albuin, tók hinn leiknasti af pilt-
það hjer alt, eins og það var prent
að í Andvara.
Álasundi 28. desbr. 1878.
Jeg gerði krók á leið mína hing-
að frá Björgvin, og fór inn í Dali
í Firðafylki. Þar búa systkin tvö,
er heita Jóhann og Nikka Vonen,
unum hana fram á leiksviðið og
stje dans með henni, með hægð og
gætni samt, svo brúðarskrautið
færi ekki :í óreglu. Ekki var
gleymt að veita; einn maður gekk
um með stóra ölkönnu í annari
hendi og ölkollu í hinni, og veitti
, liverjum er liafa vildi. Máttum
bæði ógift. Hann er hermaður og: .* , ,
- ,ivið aukagestirnir til að drekka
byssusmiður, en hun styrir par í , , ~ . ,
J , sina kolluna hver; var það oi o-
Dölum kvennaskóla,sem er i miklu I ., ,,,. , ,.
’ j svilnð, sem og sja matti a hmu
áliti, svo heldri menn senda þang-
’ , v. * 7 hyra og fjoruga viðmoti sumra
að dætur sínar víðsveþar að úr
landinu, þó flestar frá Björgvin.
Voru námsstúlkurnar 40 í skóla
þessum, þegar jeg kom þar. Sögðu
allir þessa jungfrú Vonen mjög
mentaða konu. Hún kann töluvert
í íslensku, var vel heima í forn-
sögum vorum og yfir höfuð að
tala hrifin fyrir öllu íslensku, að
mjer virtist svo. Jeg kyntist Jó-
hanni Vonen í Björgvin, og bauð
brúðkaupsgestanna. Þegar brúður-
in hafði sýnt leikfimi sína í dans-
inum, var innan skamms gengið
til kirkju, og fylgdi því engin við-
höfn önnur en sú, að hljóðfæra-
leikarinn sýndi leikfimi sína alla
leið að sálarhliðinu og ljek þar
þangað til allur hópurinn var kom
inn í kirkju. Þar varð býsna löng
bið eftir prestinura, en undireins og
hann kom, gekk söngmaður íkór-
dyr og söng þar einsamall vers-
ið: „Fyrsta brúður“, o. s. frv. á
norsku. Að því búnu leiddust brúð
hjónin að grátunum og stóðu þar
meðan vígslan fór fram; síðan var
sungið eitt vers eftir. Var þá hiuni
andlegu athöfn lokið, en byrjað
aftur að skemta sjer í veislusaln-
um, er jeg nú ekki sá á; en af þvú
að sjá einn boðsmanna halda heim
til sín um daginn gat jeg ráðið,
að vel hefði verið veitt. Mjer var
sagt, að bændabrúðkaup í Noregi
stæði jafnaðarlegast í 3 daga þeg-
ar efnað fólk ætti í hlut, en þessi
veisla átti ekki að vera lengur en
daginn, og hjelt allur hópurinn á
tveimur bátum úr Dölum rjett
fyrir rökkrið heim til brúðhjón-
anna, með leikarann og fiðlu hans
syngjandi í öðrum stafni á stærri
bátnum en brúðhjónin í hinum, og
ætlaði þar að nota kvöldið efir
föngum til að skemta sjer.
Síðara daginn sem jeg var f
Dölum, var afmæli yngisfrúar
Vonens, og hjelt hún þá stóreflis
veislu með miklum viðhafnar og
kaupstaðarblæ; en á eftir veisl-
'unni var leikinn sjónarleikur
: (nefndur „Abekatten“) og var
umbúnaður til þess hjer um bil sá
sami sem á leikhúsum. Stóð hann
liðugar tvær klukkustundir og var
j hin besta skemtun. Leikararnir
' voru skólastúlkur og fengu þær
góðan orðstír fyrir frammistöðu
sína. Þótti mjer slíkt bera vott um
rausn þessa fólks (Vonens) að
kosta til hans jafnframt veisl-
unni.