Morgunblaðið - 07.03.1926, Page 8

Morgunblaðið - 07.03.1926, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Kjóiatan, ullar eru best og' ódýrust í í Bliii 1 Laugaveg. fflanlanlaniallar (Uiz Reykið ekka CIGARETTUR nema þær sjeu góðar Craveu „A“ er eina sígarettutegundin, sem búin er til með það fyr- ir augum, að skemma ekki hálsinn; hún er bragðbetri en aðrar sígarettur. Craven „A(l er sígarettan yðar. CRAVEN ,A‘ sígarettur fáið bjer alstaðar. Reykið Craven „A“ og sannfærist um ágæti hennar. Besftu lauíó-lamparnir þeirrar breytingar á lögunum, sem frv. færi fram á: Maður er að ala,upp son sinn og menta, með það fyrir augum, að hann eignist jörðina, og sitji hana eftir sinn dag, en á fleiri erfingja, svo hann verður að hafa selt jörðina áður en hann fellur frá. Nú verður maðurinn ófær til að búa sjálfur, veikist eða deyr, en sá, sem hann ætlar að taki við jörðinni, er annaðhvort of ung- ur td þess að búa, eða lítið eitt á veg kominn með að stunda nám það, er hann hefir lagt fyrir sig til að byggja á framtíðarstarf sitt. Þegar svona stendur á, ligg- ur ek'ki annað fyrir, en að ann- aðhvort verði jörðin seld sveitar- stjórninni, eða komi til erfingja- skifta að eigandanum látnum. . Sjálfsábúðarrjetturinn tryggasti grundvöllur undir afkomu landbúnaðarins. Flm. vjek þá nokkrum orðum að því ákvæði laganna, er hljóða um forkaupsr.jett sveitarfjelaga að jörð-um. Taldi hann þau á- kvæði skerðing á sjálfsábúðar- rjettinum, en hann væri þó af öllum rjettsýnum mönnum talinn tryggasti grundvöllurinn undir af komu landhúnaðarins. Reynslan hefði líka sýnt það og sannað, að þær jarðir væru að jafnaði betur setnar og bættar á margan hátt, er ættu því láni að fagna að hald- ast sem lengst í sömu ættinni. Enda lægi sú skyldutilfinning í eðli mannsins, að varðveita sem best, fegra og bæta, það, sem feðgarnir hefðu sjerstaklega búið þeim í hendur; í því sambandi mætti benda á það, að þar sem óðalsrjettur hefði verið löggiltur værí þetta orðið að helgri skyldu. pá kvað flm. suma vera þeirr- ar skoðunar, að með því að sveit- arfjelögin eigr jarðirnar, sje það betur trygt, að þær lendi ekki í braskarahöndum og bæti hitt upp, að sjálfsábúðinni var glatað. Ein- hlítt væri það þó ekki, enda þekti hann jafnvel eitt dæmi þess, að sveitarf jelag rataði krókaleiðir braskarans, engu síður en hver annar einstaklingur: Sveitarfjelag braskar með forkaupsrjettinn. Nýverið keypti sveitarfjelag jörð eina til þess að forða því, að hún yrði eign annars sveitarfje- lags, sem falast hefði eftir kaup- um á henni En það kom brátt í ljós, að hreppsnefndin hefði eigi keypt jörðina til eignar sveitar- fjelaginu, lieldur seldi hún hana | þegar inn-sveitarmanni, sem þó var ekki í neinum vandræðum, því hann sat á sjálfs síns eign, en I vildi heldur búa á þessari' jörð. j Enda flutti kaupandinn þangað J og fór að búa þar, en eignarjörð ! sína, þá er hann bjó áður á, ljet hann sem fótaskinn undir ná- granna sinn, sem þótti land- þröngt heima fyrir, og setti að- eins þangað húsfólk. Þó að hrepps nefndin kæmi jörð þeirri, er húu seldi í sjálfsábúð aftur, varð hún þó þess valdandi að önnur jörð var svift ábúð. Og enn varð hún valdandi þess, að opnuð var leið fyrir sveitarfjelag það, sem okki náði kaupum á jörðinni að fá hana fyrir hækkað verð hjá þeim sem keypti. Flm. kvað frv. þetta miða að jþví að bæta úr þessum göllum, sem nú hefðu verið tald\r með því að undanskilja forkaupsrjett- ar-ákvæðum laganna frá 1919, niðja jarðeiðenda, börn þeirra, fósturbörn og systkini. Kvaðst flm. jafnvel hafa kosið að fara enn lengra í þessu efni og láta frv. einnig ná til barna-barna og annara niðja, en sem þó gæti ekki ágreiriing valdið í fram- lcvæmd. Yæri þessu síðasta dkotið fram til ath. nefnd þeirri, sem málið fengi til meðferðar. TXL HAFNARFJAEÐAR er besft að aka i hinum gjjóð- frægu nýjj Buick bifreiðum frá SteiadðrL Tvílyft íbúðar og verslunarhús við aðalgötu á Siglu- firði (gegnt verslun Helga Hafliðasonar) er til sölu. Húsið er 12,56x10 m. úrtimbriog járnklætt. Lóð 520 ferm Tilboð sendist fyrir 12. þ. m. til verslun Sn. Jónssonaiv Akureyri, er gefur allar nánari upplýsingar. New-York 300 ára. Þegar gufuskipin komu til sög unnar varð vöxtur borgarinnar ákaflega ör. Nú er íbúatalan 6 miljónir. Borgarsvæðið er 70 þús. hektarar. Bjotrið mstft»rkatspi»i í Herðubreið) Sími 678. 1 ár eru 300 ár liðin síðan Norð- urálfumenn tóku bólfestu þar sem nú er New-York. Það voru Hol-j lendingar, sem fyrstir námu þar land. Þeir gerðu sjer þar virki, til þess að standast árásir Indí- ána. Arið 1664 unnu Englendingar þessa stöð Hollendinga, er þeir höfðu nefnt „New Amsterdam“. Foringi Englendinganna var greif inn af York, bróðir Karls II.. Var staðurinn síðan nefndur „New- York“. Árið 1669 voru íbúar 4.300, ár- ið 1750 10.300, árið 1786 25.600, árið 1800 60.500, árið 1830 202 þús. Bastmálið. í þessum mánuði kemur mál Antons Bast metodistabiskups fyrir dóm. Rannsókn hefir leitt í ljóls, að hann hefir dregið sjer hundruð þúsunda kr. á ýmiskonar sviksamlegan hátt. Hátt kaup. — Mjer finst kaupið, sem þjer heimtið, vera nokkuð hátt, þegar þess er gætt, hve fákunnandi þjer eruð. — Nú, en einmitt því erfiðara veitir mjer að gera verkið. Minst um það. — Hvernig eigum við nú að segja kaupmanninum frá, áð gjaldkerinn haf^ hlaupist á brott með alt, sem í sjóði var, svo að honum verði sem minst um þaðf — Látið þið bókhaldarann gera það. Hann stamar. YÍKINGURINN þræll! Og það til harðlundaðs ekrueiganda hjer í ný- lendunum. .... Jeg bið yður að afsaka, ungfrú Bis- hop. Þessa stundina.-- -------munduð þjer ekki eftir öðru en að verja þennan-----sjóræningja. . Lávarðurinn lokaði ljósbláum augunum og sagði síðan svo sem við sjálfan sig: — Jeg er hissa á því, að þjer skuluð hata hann. Hann sá, að hún varð blossandi rauð, og jafn- framt þung á svip. Hann sá, að hann hafði gert hana reiða. En hún stiltf sig. — Hatið hann! Jeg! Þetta er hlægileg vitleysa. M.jer sténdur nákvæmlega á sama um þennan ná- unga. — — Jeg er hissa á því. Hann er þó merkilegur maður. Hann væri mikill ávinningur fyrir hinn kon- unvlega, breska flota — maður, sem gerði það, sem honum tókst við Don Miguel. Hann hefir ekki verið hjá de Rayter til ónýtis. Hollendingurinn var stór- tkostlegur herforingi, en enski lærisveinninn er kenn- aranum samboðinn á allan hátt. Jeg eíast um, að enskj flotinn hafi öðrrnn eins manni á að skipa. Að sigla inn á milli tveggja óvinaskipa og gersigra þau bæði — til þess þarf hugrekki, mikla hæfileika og st.iórnsemi. Og Don Miguel hafði ekki hugmynd um áform hans, fyrri en alt var orðið um seinan. Blood er mikill maður, sem vert er að taka eftir. — Þjer ættuð að nota áhrif yðar hjá Sunderland lávarði og fá hann til að skipa þennan manú foringja í enska hernum, sagði Arabella hæðnislega. Lávarðurinn hló. — Það er þegar gert. Jeg hefj skipunarbrjef hjer í vasanum. Ungfrú Bishop leit á hann og ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. En Julian útskýrði fyrir hennj í fáum orðum erindi sitt. Því næst fór hann upp á þiljur að leita að Blood. Hann fann foringjann einan á afturþiljunum. — Hann ge'kk þar um í djúpum þönkum, og barðist við ástríður og efa. En lávarðurinn hafðj engan grun um það. Hann tekur hendinni undir handlegg Blood, með þeirri ástúð, sem honum var eiginleg. — Hvað á þetta að þýða? sagði Blood dálítið hörkulega. Lávarðurinn ljet það ekki hafa nein áhrif á sig. — — Jeg vildi óska, mælti hann, að við gætum ver- ið vinir. — Það er mjög fallega hugsað af yður, sagði Blood. — pað er merkilegt, að við skyldum hittast á þennan hátt, hjelt lávarðurinn áfram, einkum þegar þess er gætt,. að jeg lagði á stað, eingöngu til að hitt* yður. — — Þjer eruð ekki sá fyrsti, sem komið hingað 1 þeim erindum, sagði Blood hæðnislega. En það hafil einkum veiið Spánverjar, og þeir hafa ekkj verió sjerlega hepnir. — Þjer misskiljið mig algjörlega, sagðj Wadcr og s'kýrði nú fyijr honum erindið. Þegar hann hafðj lokið máli sínu, dró Blood að sjer handlegginn. Hann stóð lamaður af undrun. — Þjer eruð gestur minn á þessu skipi, sagi^ hann svo gremjulega, og jeg hefi enn ofurlitlar ley£al af prúðmensku frá fyrri árum, þó jeg sje þjófur sjóræningi. Þess vegna ætla jeg ekki að segja yóur hvaða álit jeg hefi á yður, eftir að þjer hafið dirfsfc að gera mjer þetta tilboð, eða á Landeiland lávaiði, vegna þess að hann sendi yður til mín.. En þa® el mjer í raun og veru ekkert undrunarefni, að sá mað- ur/sem stendur í þjónustu Englandskonungs, hafi þa skoðun, að hægt sje að múta hverjum manni, og J- þá til að svíkja þá, sem treysta á þá. Blood benti á menn sína, er stóðu liingað og þau« að á þilfarinu. — Þjer missltiljið mig enn, hT-ópaði lávarðurinu Það er tilætlunin að menn yðar fylgi með. — Pjer eruð þeirrar skoðunar, nð ueir vildu ta TTV Ól* ast það á hendur að berjast víð sjoræningia?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.