Morgunblaðið - 31.12.1927, Blaðsíða 6
6
» 4 .*»•***•>
_ ->v — _ Gleðilegt nýtt ár og ]>ðlck fyrir viðslciftin á =s
— smY,/ liðna árinu 1927.
■
Haraldur Árnason.
P
i
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Þvottahúsið Geysir,
Spítalastig 4.
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðskiftavmum sínum
Sveinn ÞorJcelsson.
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fjTÍr viðskiftin á liðna árinu.
Lárus G. LúSvígsson
Skóverslun.
GLEÐILEGT NÝÁR! .
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
G. Ólafsson & Sandholt.
<4
<1
<3
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
ií. P. Duus.
h
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*••
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*•••••••
Miimist viðskiftavina minna með þakklæti fyrir liðið ár,
óska öllum gleðilegs nýárs.
Einar J. Ólafsson,
Grrandarstíg 11.
Bókmentirnar 1927.
Þegar litið er yfir bókmentir
okkar síðastliðið ár, verður ekki
með sanngirni sagt, að það sem við
hefir bæst á árinu, marki neitt
nýtt spor. Við höfum haldið í
horfinu, en ekki stígið feti fram-
ar. Þó hefir bókaxitgáfa verið með
mesta móti, að minsta kosti í sam-
anburði við «3—4 undanfarandi
árin. Bókmentastarfsemi þjóðar-
innar fer ekki minkandi, heldur
vaxandi. En það rísa nú ekki nein-
ir tindar, sem allra augu mæna a.
Þeir gömlu standa enn hæstir, og
það er ekki sýnilegt, að nokkur
þeirra, sem nú fæst við skáldskap
af íslendingum, þoki Einari Kvar-
an, Jóni Trausta og Þo.rgils gjall-
anda xi-r sessi, þegar litið er á
það, sem þeir gerðu best, og því
ósennilegra, að skygt verði á bráð
á Matthías og Einar Benediktsson.
Enn þá eru ljóðin tiltækust
þjóðinni. Langmest kemvxr út af
ljóðabókum. Þær hafa að vísu
ekki streymt íkjaört fram síðasta
ár. En þegar litið er lengra aftur,
þá sjest, að þær yfirgnæfa skáld-
sögur og leikrit. Og sennilega mun
svo verða enn lengi.
Nokkur nýxmg er það á árir.u
síðasta, að komið hafa fram þrjú
ný leikrit. Sú grein skáldskapar-
ins hefir verið hornreka íslend-
inga lengst af. Veldur þar sjálf-
sagt nokru um, að svipað hefði
verið fyrir íslensk skáld að Semja
léikrit og mælskumanni að flytja
tölu uppi á Öræfatindi — það
hefði ekki verið á þau hlustað og
þau hefðu ekki fengið leikrit sín
sýnd nema með harmkvælxim. Þó
væri það xxndarlegur hlutur, ef
fslendingar gætu ekki gert svip-
mikil, litskrúðug og áhrifamikil
leikrit. Þeir eru aldir upp í stór-
feldu umhverfi mikilúðlegrar nátt-
úru, mótast af gný mikilla sæva
og þungra storma, hörkxx harðra
vetra og blíðu og frjósemi bjartra
sumra, eiga mikla og merkilega
sögu að baki, þar sem hver
blaðsíða býður skáldi efni á leik-
svið. Og nú-tímaxnenn eru að
minsta kosti vottar að miklum
vorleysingum í þjóðlífinu — þar
sem verðmætin eru að skifta hanx,
hið gamla að falla, hið nýja að
hefjast, þar sem erlend áhrif eru
í hólmgöngu við gamla menningu.
Alt þetta ætti að freista skálds
til leikritagerðar. Og ótalið er það,
sem svo að segja flýgur í fang
leikritaskáldi hjer — mannlýsing-
arnar. Við höfum átt, og eigum
enn gnægð merkilegra manna, og
kvenna. Þjóðin er auðug að per-
sónum, sem bíða eftir því, áð þær
sjeu leiddar fram á leiksvið af
íslenskum höfundi, skýrðar og
metnar og gerðar eftiraiinnilegar.
Ekki verður hjá því komisr,
þegar að ræða er um bókmentir
síðasta árs, að geta fáeinna bóka,
sem vakið hafa eða vekja munu
eftirtekt og sett hafa sinn blæ og
svip á bókagerðina.
Leikritin þrjú, sem áður var
minst á, eru „Munkarnir á Möðru-
völlum“, eftir Davíð Stefánsson,
„Sendiherrann frá Júpíter", eftir
Guðmund Kamban, og „Leikur
lífsins", eftir Björgu C. Þor-
lákson.
„Munkarnir“ voru frumsmíð
Davíðs í leikritagerðinni. Þeir
báru þess nokkur merki, að ekki
hafði æfður leikritaböfundur far-
ið höndum um efnið. En trauðla
verður því neitað, með sanngirni,
að „Munkarnir“ gefi vonir um
meira og betra verk í leikrits-
formi frá hendi Davíðs. í þeim
eru, þó mistök sjeu víða á, svo
snjöll og markviss tilsvör, svo
mikil og ljett lyrik, svo mikið and-
íki og svo mikill hagleikur á
leiksviði, að undarlegt væri, ef
höfundur þeirra ætti ekki eftir
að gei*a eitthvað meira og heilla.
Hann hefir áreiðanlega lært margt
af því að sjá Munkana leikna.
Uin „Sendiherra“ Kambans er
öðru máli að gegna. Þar var xxm
verk æfðs og viðurkends höfundar
að ræða, höfundar, sem unnið hef-
ir sjer sitt sæti meðal íeikrita-
skálda Nox*ðurlanda. En þetta
verlc Kambans setti hann ekki
hærra en hann stóð áður. I því
eru að vísu margar skarplegar
og skemtilegar athugasemdir um
mannlífið. En það er ekkert nýtt
í þeim. Vitrustu og bestu menn
jarðarinar hafa oft og mörgum
sinnum bent á það sama, deilt á
það sama. Og það er engin lif-
andi persóna í „SendiherranUm.“
Þær eru aðeins fulltrúar vissra
stjetta, og eru háðar venjum og
siðum þeirra stjetta. Þó leikritið
sje læsilegt og nýtt að formi að
nokkru leyti, hækkar það ekki veg
íslenskrar leikritagerðar.
Um „Leik lífsins“ er hið sama
að segja og „Munkana“, að þeir
eru frumsmíð, en eftir þroskaða,
mentaða konu. Þeir bera þessa
hvorttveggja merki. Það eru a
þeim fingraför þess, sem er að
byrja og þreifa sig áfram, en þeir
bera líka vott um, að höf. þeirra
er þroskaður og mótaður, eys af
auði mikillar lífsreynslu og þeklt-
ingar á sálarlífi og tilfinningum
manna. Sumar kvenlýsingarnar í
leikritinu eru gerðar með skáld-
legri sjón.
Af ljóðabókum minnist jeg ekki
nema einnar, sem ástæða er til
að geta um, „Helsingja“, Stefáns
frá Hvítadal. Þeir eru hierkilegir
að því leyti, að þeir sýna gev1
breyttan mann — ekki aðeins að
lífskoðun, heldur og að öllu formi
Ijóða sinna. Slcáld „Söngva föru-
mannsins“ og „Óðs einyrkjans“
er nú komið á aðra vegu. En jeg
geymi mjér að láta þess getið,
hvort ljóðlist hans hefir vaxið o«r
auðgast við það eða ekki.
Af skáldsögum er ástæða til að
benda á þrjár.
„Vefarinn mikli frá Kasmir“,
eftir Halldór Kiljan Laxness, kom
xít í sumar. Jeg hefi gert honum
nokkur skil í sjerstökum ritdómi,
óg mun því eltki fara mörgum orð-
um um hann hjer. Þeir eru til,
sem halda þyí fram, að það sem
furðulegra er — í fullri alvöra,
að þar hafi skáldsagnargerð þjóð-
arinnar bæst nýtt líf og heitara
blóð en um marga áratugi áður.
En eigi skáldsagnagerð þjóðar-
innar að endurnærast og endur-
lifna af því lífi, sem sterkast. er
og mest ber á í „Vefaranum“ —
þá væri betra, að hann hefði aldrei
út komið. Því þó eftirtekt.arverðir
kaflar sjeu í bókinni að stílsnild,
þrótti og hugkvæmni, þá farast
þeir í flóði smekkleysanna, öfg-
anna, útúrdúranna og mælginnai*.
Menn eiga að lesa „Vefarann"
— sjer til varnaðar, og læra af
honum, hverpig ekki á að skrifa
er bsstur og úrýgstur.
Beyruartél
Hin frægu N. & K. heyrnar-
tól, 4000 Ohm, mjög hljóð-
næm, með stálboga, verða
seld fyrir innkaupsverð með-
an birgðir endast.
Notið tækifærið.
Qljóðfærahnsið.
AV. Kristallar og kristals-
detektorar mjög ódýrir.
FLYTENDE 5HAMPOO
Lang besta, lang ódýrasta
hárþvottaefnið fæst aðeins í
rakarastofu Kjartans Ólafssonar,
Lækjartorgi 2 (Hótel Heklu).
RBý bók
H. C. Hndersens
Æfintýri og sögur
Nýtt úrval. Verð kr. 2.50 í bandi.
Fást hjá bóksölum.
skáldsögu.
Þá eru „Brennumenn“ Guð-
mundar Hagalíns. Þeir era ekki
mikið skáldverk. En í þeim er
gripið á kýli, lýst þjóðfjelags-
meini, sem mikið er um deilt og
barist. Og bókin er samtíma saga,