Morgunblaðið - 31.12.1927, Qupperneq 7
MORGTTNBLAÐIÐ
7
GLEÐILEGT NÝÁE!
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinii.
Auglýsingaskrifstofa íslands.
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllurn viðskiftavinuin sínuin
Jes Zimsen.
-•
■•
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viöskiftavinum sínum
Jón Sigurðsson, raffræðingur.
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Sláturfjelag Suðurlands.
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fvrir viðskiftin á liðna, árinu.
■ Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. ,
• sÚ
lc,
7i^k
|
= GLEÐILEGS NÝÁRS ==E
óskar ölliim viðskiftavinum sínum =
Versl Edinborg.
;== (Ásgeir Sigurðsson).
■lllilllllllllllilllllllllllllllllllIllllÉ
GLEÐILEGT NÝÁR!
pökk fyriv viðskiftin á liðna árinu.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
og er því einskonar spegill nú-
tímalífs íslendinga í þjóðfjelags
og atvinnumálum.
„Gömul saga“, eftir Kristínu
Sigfíísdóttur, er ekki fullskapað
verk enn, aðeins lrominn út fyrri
tiluti bókarinnar. En eftir honum
að dæma, má ætla að Kristín
skrifi þar góða bók, tnía að sveita-
lífslýsingum og sönnum mannlýs-
ingum.
„Dropar“, bók sú, er kvenþjóð-
in ein stendiy: að, er að ýmsu leyti
merkileg, þó ekki geti liún talist
gnæfa hátt í bókmentum þjóðar-
innar. En hún sýnir einkar glögt,
hvað framarlega íslenskar konur
standa í skáldskap okkar, hvað
þær hugsa og hve þroski þeirra
er mikill.
Vitaskuld er þetta, sem hjer er
minst á, ekki nema lítill hluti
þess, sem út hefir komið á árinu.
Og má vera, að hjer sje eitthvað
eftir skilið, sem ástæða hefði verið
til að geta um. Vitanlega er hjer
ekki minst á þær bækur, sem nú
eins og fyrri, eru látnar fljóta
uppi á sviknum úmmælum og
auglýsingum og skrumi góð-
gjamra kunningja, sem ekki hafa
hreinlyndi í sjer eða manndáð til
þess annaðhvort að þegja eða
segja satt. Jeg skal, til þess, að
menn álíti ekki, að jeg sje að
höggva út í loftið, nefna eína slíka
bók, „Ljósálfa" Sigurjóns Jóns-
sonar.
Þegar minst er á bókmentir
þjóðarinnar síðasta ár, kemst mað-
ur ekki hjá því að leggja þá
spumingu fyrir sig, hvar þeim
sje komið, hvernig vegur þeirra
standi, og hvort um afturför eða
framför sje að ræða, livort unnin
hafi verið ný lönd, eða livort enn
sje lifað á auði þeirra gömlu.
Jeg býst ekki við, að neinum
blandist hugur um, að‘ljóðagerð
þjóðarinnar hefir mjög farið fram
síðustu árin að fórini og smekk-
legum frágangi. Nú yrkja ef til
vill fleiri en nokkru sinni áðúr.
En það er undantekning, ef nú
sjest verulega illa ort ltvæði. —
Smekkurinn er að þroskast. ''g
verða næmari, meðferð þeirra, sem
ljóðagerð stunda, að verða fegurri
og listrænni, orðsins list að ná
tökum á fleíri en áðúr. Gömiu
þjöðskáldin, sem við sitjum nú í
Ijóma. af, ortu stundum á þann
veg, að mesti liðljettingur ljóða-
gerðarinnar nú mundi blygðast
sín fyrir. Málsmekk og formi
ljóða hefir farið gífurlega fram.
En hitt er annað mál, hvort ekki
hefði verið happasælla fyrir bók-
mentir landsins, að formið hefði
verið dálítið hrufóttara, en hugs-
animar stærri og meiri. Nú er
mikið af ljóðagerð þjóðarinnar
sviplítil flatneskja, þar sem maður
steytir ekki fót sinn við steini.
Gömlu guðirnir gátu einnig verið
nokkuð sviplausir og óvandvirkn-
ir. Matthías gat stundum verið
lágfleygur og hnoðað leir. En
hann reis þó oftar upp í sinni
tignu hæð flugs og mælsku, spá-
mannlegs andríkis og spaklegra
hugsana. En nii eigum við engan
Matthías. Ljóðagerðin okkar ein-
kennir sig nú með sljettu fáguðu
formi, en litlum, hversdagslegum
hugsurnnn og kræklulegri list.
Skáldsagnagerð okltar hefir aft-
ur ótvírætt hrakað frá því, sem
var fyrir tug ára eða svo. Kvaran
, er hættur, Jón Trausti og Þor-
gils gjallandi dauðir, Guðmundur
GLEÐILEGS NÝÁRS
óskar öllum viðskiftavinum sínum
Tóbaksverslun íslands H/f.
Friðjónsson búinn, að því er sjeð
verður, að leggja sitt besta fram.
Gunnar Gunnarssonar er ekki hægt
að telja hjer með. Hann er ekki ís-
lenskur ritliöfundur lengur. Og
hverjir hafa hlaupið í skörðin?
Engir þeir, sem enn komast til
jafns við þá, sem áður voru
nefndir.
Það yrði of langt mál að fara
hjer út í þá sálma, að skýra
hvernig á því stendur, að skáld-
sagnagerðinni hefir hnignað svo.
Það er ekki að öllu leyti af því,
að -þeir sem skrifa skáldsögur,
sjeu minni sagnaskáld en hin, sem
áður er minst á. Það hefir aðrar
og dýpri orsakir.
f einni grein skáldskaparins er
þó þjóðinni að þoka fram. Það er
í leikritagerðinni. Þó ekkert þeirra
leikrita, sem minst er á hjer að
framan, sje stórfelt skáldverk, þá
er þó auðsjeð, að þar er verið að
vinna nýtt land. Og það er ekki
ólíklegt, að einmitt þaðan komi
bestu og eftirtektarverðustu verk-
in næstu árin.
Skáldskapur okkar er, þegar á
alt er litið, fjölbreyttari en áður,
á sumum sviðum fegurri. En —
þar rísa ekki neinir tindar. Ef við
eigum að líta hátt, þurfnm við að
beina sjónum okkar að þeim
gömlu.
J. B.
Dagbðk.
I. O. O. F. 3 — 109128 —
Veðrið (í gærkveldi kl. 5). —
Hvass SV í Eyjum, en annars
fremur kyrt veður um land alt.
SA 3 og þurt veður á „Halan-
um“.
Loftvog er ört fallandi hjer
sunnan lands og um Bretlands-
eyjai'. Er ný Tægð sennilega að
nálgast suðvestan úr hafinu. —
Veðurútlit: Sunnan stinnings-
kaldi. Skúraveður.
Áramótamessur í Landakots-
kirkju. Gamlárskvöld þakkarguðs-
þjónusta kl. 6 e. h. Nýársdagur:
Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h.
guðsþjónusta með prjedikun.
f Spítalakirkjunni í Hafnar-
firði, gamlárskvöld, þakkarguðs-
þjónusta .kl. 6 e. h. Nýársdagmr:
Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h.
guðsþjónusta með prjedikun.
Messað verður í Aðventkirkj-
unni á nýársdág kl. 8 síðd. (sjá
augh á öðrum stað).
O. J. Olsen.
Sjómannastofan. Guðsþjónusta
á nýársdag kl. 4. Allir velkomn-
ir. —
Stúkan Dröfn heldur hátíðar-
fund á nýársdag kl. 4 síðdegis.
Sjá nánar auglýsingu í blaðinu
í dag.
Til fátæku stúlkunnar frá G. B.
10 kr. K. H. 10 kr.
oooooooooooooooooo
> , G
> Óska öltum mínum viðskiftavinuM< >
GLEÐILEGS NÝÁRS !
>og þakka viðskiftin á liðna árinn,
Stefán Gunnarsson
Skóverslun. ' |'
< i
oooooooooooooooooo
GLEÐILEGS NÝÁRS
<5skar öthini viðskiftavinum
1
smnm.
® Kaupfjelag Borgfirðinga. jg
1 i
GLEÐILEGT NÝÁR! :
pökk fyrir vi'öskiftin á liðna 2
árinn. J
MatarbiiÖ Sláturfjelagsins. *
GLEÐILEGS NÝÁRS S
:•
m
áskar öllum viðskiftavinnm V
!•
*
BÍnum. J
Verslunin Klöpp. *
Kærar þakkir vottum við starfs-
mönnum Morgunblaðsin og öllum
þeim, er með fjegjöfum eða á
annan hátt hafa sýnt okknr og
litla drengnum okkar Óskari, hlut-
tekningu og vináttu í veikindum
hans á liðnu ári.
Með bestu óskum um gott og
farsælt nýár.
Guðrún Ólafsdóttir
og
Lárus Einarsson,
Vatnsstíg 8. Reykjavík.
Sunnudagaskóli K. F. U. M.
Kl. 10 árdegis á nýársdag. —-
Jólatrje. öll börn velkomin.