Morgunblaðið - 08.01.1928, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ
Ljósalfurinn li
Barnasaga meö 112 mynöum eftir 6 Th. Rotman.
85. Þegar storkurinn nú var far-
iftn, hóf froskakóngurinn sitt konung-
lega höfuð upp úr vatninu. „Er hann
farinn? Er hann áreiðanlega farinn?“
mælti hann í hálfum hljóðum. Síð-
skeggur konungur kinkaði kolli. Og
þá skaut öllum hinum froskunum upp
og stukku þeir á land í einu hendings-
kasti. Nú var hátíðahöldunum haldið
áfram og var byrjað með því að kór-
ið söng nokkur hvataljóð til þess að
telja hug í fólkið.
86. Um kvöldið var skrautelda-
sýning og hljómleikar niður hjá vatn-
inu. Froskakonungurinn hafði fengið
þangað sex hundruð ljósorma og röð-
uðu þeir sjer þannig, að þeir mynd-
uðu allskonar skrautblóm, sem spegl-
uðust í vatninu. En á meðan var
hljómleikaflokkurinn um borð í kon-
ungsskipinu og Ijek hvert dillandi
lagið á eftir öðru, en konungarnir
og Dísa sátu á vatnsbakkanum og
hlustuðu á.
87. Svo kom seinasta atriði sýn-
ingarinnar, þegar ljósálfarnir röðuðu
sjer þannig, áð þeir mynduðu staf-
ina „H“ og „L“, upphafsstafi kon-
unganna Hork-a-Bork og Langskeggs,
sem vjer köllum Síðskegg. Og um leið
hóf hljóðfærasveitin að leika hina
fögru óperu froskanna „Cavaleria
Froggiana“. Hljómöldurnar bárust út
yfir vatnið í kvöldkyrðinni og allir
hlustuðu hugfangnir á.
89. Síðskeggur konungur steig nú
á bak dúfunni sinni og setti Dísu
fyrir framan sig. Flugu þau síðan á
stað og hátt í loft upp. Hú — það
var kalt þarna uppi og Dísa fór að
skjálfa. En kóngur fór þá úr kápu
sinni og vafði um hana. — Út við
sjónarrönd var sólin að hníga til við-
ar og sló gullnum og rauðum bjarma
á skýin og jörðina.
90. Alt í einu heyrði Dísa ein-
hvern þyt fyrir aftan sig.------Þar
kom konungur loftsins þeysandi á
hvíta gæðingnum sínum. Álfarnir
höfðu sagt honum frá' því, hvernig fór
um storkinn og var hann nú kominn
til þess að vera við, þegar mál hans
væri tekið fyrir. Hann slóst því í för-
ina með þeim Dísu. Og áður en sól
var sest, höfðu þau náð skógarjaðr-
inum.
91. Þegar þau komu heim til Síð-
skeggs konungs, var alt tilbúið að taka
upp mál storksins. Konungurinn og
ráðgjafar hans settust undir stóra eik
og var nú storkurinn leiddur fram.
Skógaruglan, sem gat sjeð í myrkri
eins og um hábjartan dag, var rann-
sóknardómari og hafði hún dökkálf
fyrir skrifara. „Herra storkur!“ hróp-
aði uglan, „þú ert ákærður fyrir það
að gera tilraun til að eta þegna í vina-
landi voru! Hverju svarar þú?“
93. Uglan varð sótrauð af bræði,
en það sá enginn vegna þess að
fjaðrirnar skýldu því. Konungurinn
mælti: „Þetta getur alt verið satt, en
storkurinn vissi, að hann mátti ekki
fara inn Lland vinar míns, Hork-a-
Bork. Og nú skal jeg segja ykkur,
hvernig á því stendur. Fyrir mörgum
árum kaus jeg mjer drotningu úr
fjarlægu landi. Tíu vitrustu og göfug-
’ustu dvergarnir í ríki mínu fóru að
«ækja hana. Á heimleiðinni henti það,
94. þegar þeir sigldu fram hjá
ríki vinar míns, Hork-a-Bork, að stór
gedda kom og hvolfdi skipinu. Vin-
ur minn, konungurinn, og þegnar hans
fleygðu sjer þá til sunds, án þess að
skeyta um hættu þá, sem hann stofn-
aði sjer í vegna hins illa fiskjar,
syntu út að skipinu og björguðu allri
skipshöfninni, og gátu rjett bátinn
við aftur og komið honum á rjettan
kjöl.
95. En tíu af hinum hugdjörfu
froskum höfðu orðið geddunni að
bráð. Þá strengdi jeg þess heit, að ríki
Hork-a-Bork skyldi framvegis vera
undir vernd dvergaríkisins. Og þetta
alt var storkinum vel kunnugt". —
Konungurinn reis nú á fætur og var
sýnilega reiður. Hann hrópaði hátt:
„Vegna alís þessa krefst jeg þess, að
storkurinn verði dæmdur til þess að
vera hengdur upp á löppunum á
hæsta trje skógarins!"
88. Það var seint næsta kvöld,
að þau Dísa litla og dvergakóngurinn
kvöddu froskana vini sína. Dísa gat
^kki tára bundist á skilnaðarstund-
inni, því að henni var farið að þykja
innilega vænt um froskana. Kóngs-
synirnir föðmuðu hana að sjer og
tóku hátíðlegt loforð af henni um það-
að hún skyldi koma aftur og segja
sjer frá því, hvort hún hefði fundið'
mömmu sína.
92. Nú kom röðin að refnum, sem
var verjandi storksins.,„Yðar hátign!‘t
mælti hann og hneigði sig fyrir kon-
ungi. „Að mínu áliti hefir þessi vesl-
ingur mikla afsökun. Hann veröur að»
•etá froska svo hann deyi ekki úr
hungri. En í hvert sinn og hann etur
frosk, tárast hann út af því að þurfa
að gera það. En það er annar hjer,“’
bætti rebbi við og glotti, „sem etur
froska að gamni sínu, og á jeg þar
við sjálfan dómarann“.
96. Það sló grafarþögn á alla,
sem heyrðu þessi hræðilegu orð, og;
það var sem öllum færi kalt vatn
milli skinns og hörunds. Storkurinm
var nú færður að hæsta trjenu, sem:
stóð í skógarjaðrinum. Var nú bund-
ið löngu snæri um lappir hans, en
spætunni var fenginn hinn endi snær-
isins og henni skipað að fljúga með»
hann upp í trjeð og bregða honum
yfir grein. Síðan var rádýrinu skipaði
að draga storkinn á loft..