Morgunblaðið - 18.11.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1928, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 18. nóv. 1928. 5 Ýfir veiðitíma þessa árs brendi bátur með 70 hest- afla Deltavjel, sem var stöðugt í rekstri frá 4. janúar til 14. október aðeins 111 tunnum af hráolíu meðan bátar með glóðarhöfuðsvjelum af líkum stærðum brendu frá 150 til 190 tunnum. Höfum vjer íslendingar efni á því að nota annað en D i e s e 1 ? r Útgerðarmenn, iðnrekendur og fjármálamenn hugsið málið, — og þá" munuð þjer sjá að það er skylda yðar að taka upp Dieselvjelar í stað úreltra glóðarhöfuðsvjela. Leitið ávalt tilboða á Delta hjá umboðsmönnum henn- ar út um land eða hjá aðalumboðsmönnum hennar, áður en þjer festið kaup annarstaðar. Nauðsynlegir varahlutar fyrirliggjandi hjer á staðnum. Stnrlangnr Jónssaa & Co. Reykjavik. I. Brynjólfsson & Kvaran. BJÖRN KRISTJÁNSSON Hambupg Biebepsti*. 9. Otvegap; allskonar iðnaðar os matvörur frá Þýska- landi og öðrum löndum. Selup: ísl. afurðir, svo sem lýsi, gærur, garnir, ull, tóuskinn, o.fl. í umboðssölu. Símnefni: Isbjörn. Sími: H 4, Nordsee 3609. Code: A. B. C., 5 th Edition. Bændrúning. I. í 53. tbl. Tímans er smágrein eftir ritstjóra hans um verslunar- málin. Er liann þar að heimska bændur fyrir það, að þeir skuli ekki allir skifta við kaupfjelögin, hvernig svo sem verðlagið hjá þeim er, sökum þess að þetta sje þeirra eigin verslun. — Segir hann að afleiðing þessa verði sú, að bændur sjeu „eltir uppi“, af kaup- mönnum, „eins og sauðir á fjalli og rúnir sitt í hvoru lagi.“ II. Eins og kunnugt er, er kaupfje- lag lijer í Reykjavílt. Hefir það starfað hjer í mörg ár þótt skrykkj ótt hafi gengið. Einn af stofnend- um þess mun hafa verið' Jónas Jónsson, núverandi dómsmálaráð- herra. Nú skyldi maður ætla, að þessi mikli samvinnu og kaupfje- lagsmaður hefði skift við þessa verslun sína, bæði vegna fjárhags- lega liagnaðarins og til þess að vera hugsun sinni trúr í verkinu. — En það er margt skrítið í Har- moniu, sagði kerlingin. — Kunn- ugir fullyrða, að Jónas Jónsson hafi sáralítil viðskifti við þetta kaupfjelag, heldur hafi hann aðal- lega skift við einn stærsta kaup- manninn lijer í bænum. Af hverju gerir Jónas þetta? iÆtli hann hafi gert það vegna þess, að þessi kaupmaður hafi „elt hann uppi eins og sauð í fjalli“ og gint liann til þess að versla við sig með einliverjum fölskum tylliboðum, eða ætli hann liafi gert það vegna þess, að hann fjekk raunverulega betra verð eða betri vöru lijá þessum kaupmanni en hann fjekk í sinni „eigin versl- un“. —• Þeim sem þekkja Jónas Jónsson mun flestum sýnast seinni tilgátan sennilegri. — En hafi Jón- as Jónsson þótst hafa hag af því að versla ekki við sína „eigin verslun“, er þá nokkuð að undra þótt sumir bændur hvarfli líka frá versluninni sinni þegar betri kjör fást annarsstaðar? III. Jónas Þorbergsson segir, að „kaupmenn elti bændur upp og rýji þá sitt í hvoru lagi.“ Er þetta seinleg aðferð og fremur óskyn- samleg, og þetta munu þeir nafn- arnir .Tónas Þorbergsson og Jónas Jónsson hafa sjeð. — Fundu þeir þessvegna upp miklu handhægari aðferð við bændurnar. — Og þessi að’ferð er sú, að króa mikinn hluta þeirra inni í hinu fíngerða möskvaneti samábyrgðarinnar, svo að hægt sje að ganga þar að þeim öllum í einu með klippurnar þegar rúningameisturunum býður svo við að horfa. — Er nú rúning þessi þegar byrjuð sumsstaðar og er sagt að allnærri sje gengið' skinn- inu. — Var það gömul aðferð hjá sumum bændum, að reita ullina af sauðum sínum í stað þess að klippa þá. — Þótti hún fremur ómannúð- leg, en hafði þann kost í för með sjer, að ekkert varð' eftir af ull- inni á kroppnum. — Fara þessir nýtísku rúningarmenn líkt að ráði sínu, því að svo ganga þeir nálægt fórn sinni, að liún getur naumast skýlt nelct sína. New Zealand „Imperial Bee“ Hnnang er mjög næringarmikið og holt. Sjerstaklega er það gott fyrii þá er hafa hjarta eða nýrnasjúk dóma. I heilösölu hjá C. Behrens, Hafnarstræti 21. — Sími 21. Veiðarfæri, Fiskilínur 1—6 lbs. Öngla Nr. 7 og 8 ex. ex. long. Lóðatauma 16—20” Lóðabelgi Nr. 0. 1. 2. Manilla, tóverk. Netagarn, 4 þætt. Trollgarn 3 og 4 þætt. Grastóverk. í heildsölu hjá: Kr. Ó. Skagijðrð. Sími 647. Frá Hæstarjetti. Á morgun verður flutt fyrir Hæstarjetti málið: Valdstjórnin gegn Asgeiri Asmundssyni. Eru málavextir þeir er nú skal greina: Laugardagskvöldið 14. júlí s.l. var Magnús Vigfússon, Amt- mannsstíg 5, ásamt tveim mönnum öðrum á gangi upp á Grundarstíg. Sást Magnús þá fara inn í húsið nr. 2 við Grundarstíg, en þar bjó lcærður, Ásgeir Ásmundsson. Kom Magnús að vörmu spori út aftur, og tók lögreglan hann þá fastan og fór með hann niður á lögreglu- stöð, þar sem grunur lá á að hann hefði meðferðis áfengi. Við rann- sóltn þar kom og í ljós, að' Magn- ús hafði meðferðis 3 heilflöskur af spánarvínum, * er hann kvaðst hafa keypt af lcærðum. Undir rannsókn málsins neitaði kærður því stöðugt, að hann hefði selt, Magnúsi áfengi, en með vitna- leiðslum þótti fullsannað, að þessi sala hefði farið fram, enda hafði kærður verið margoft dæmdur fvr ir samskonar brot áður. Undirrjettardómarinn áleit hins vegar að ekki væri hægt að dæma ákærða fyrir brot á áfengislöggjöf inni, þar sem nýju áfengislögin voru gengin í gildi, un ekki komin út regtugjörð sú, sem sett skyldi samkv. 45. gr. nefndra laga. Leit undirrjettardómarinn því svo á, ae engin refsiákvæði væru til í gildandi lögum fyrir þá sölu spán- arvína, sem lijer um ræðir. Hins- vegar hafði kærður ekki versl- unarleyfi og fekk þess vegna 500 kr. selct; einnig var liann dæmdur í 100 kr. sekt fyrir ölvun á al- mannafæri. Þessum dómi undirrjettar áfrýj- aði valdstjórnin til Hæstarjettar. Skipaður sækjandi þar er Jón Ás- björnsson hrm., en verjandi Pjetur Magnússon hrm. Ifttika ksrlmannaföi úr þykku og góðu skotsku’ taui, nýkomin — Fötin eru sterk og ódýr — sniðið hið- fallegasta, er hjer hefir sjest. Fatabnðin. Nærfatnaður, ull| silki og bómull. Kjólasilki, márgir litir. Prjónsilki í upphlutstreyjur frá kr. 3.00 í treyjuna. Verslunin Vík, Laugaveg 52. Sími 1485. HAsgQgn, smekkleg og vönduð, smíðu& eftir pöntunum og á lageiy úr fyrsta flokks dampþurk- uðum við. Triesm löavi nn u stof a Friðrfks Þotsteinssonar. Laugaveg 1. HUPPEWS Myndasafn það er til þessa: hefir fylgt Huðöens Fine ci gar ettum er nú að þrotum komið og því síðustu forvöð fyrir þá, sem enn ekki eiga allar myndirnar (50 stykki) að ná þeim. Innan skamms fáum við nýtt safn, samtals 50 mynd- ir, af ýmsum fegurstu stöð- um hjer á landi, sem verða látnar fylgja ofangreindum cigarettum. Mnnið Hnddens. Fást allstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.