Morgunblaðið - 13.12.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1928, Blaðsíða 4
fcf ORtiUN BL AÐIf) « §1 ISi I Viðskifti. Send ind kr. 1.00-j-porto (0,60) og 100 forskjellige frimerker utenl. -f:10 forskj. fra Norge+Ibsenser- ien vert tilsendt. Frimerker mottas ekki som betaling. Jens J. Stedje, Sogndal, So'gn. Nýr dívan til sölu með tækifær- isverði ef samið er strax. Túngötu 5. kjallara. Dragið ekki lengur að fá yður jólaklippinguna í rakarastofunni í Eimskipafjelagshúsinu, því þá losnið þjer við erfiðleikana af ös- inni síðustu dagana fyrir jólin. Börn og unglingar ættu að koma strax. Reynið hin óvenju góðu hár- vötn og Eau de Cologne frá 4711, er kosta frá kr. 1,25, sem altaf eru til í miklu úrvali. Sími 625. Reynið viðskiftin. Alskonar sælgæti í afarmiklu úrvali í Tóbakshúsinu, Austur- stræti 17. Útspungnir Túlipanar- og nokkrar tegundir af Kaktus- plBntum til sölu Hellusundi 6. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- urgötu 19. Sími 19. Postulíns matarstell, kaffistell og bollapör, með heildsöluverði á Laufásvegi 44. Jólaknðll Og Jólasokkar í heildsölu hjá Kr. Ó. Skagfjðrð. 20-30 tegnndir af kesi og kaffibranði Óðýrf f heilnm kössum og lausri vigt. Den gamle kendte Forretning K. P. A. Köbenhavns Parti ogAuktions vareforretning skal grnndet paa Ejeren N. Hansens D0d ophæves og afholder derfof . stort Ophævelsesudsalg. Alle Varer skal udsælges til 1/2—1/3—14 Pris. Der vil derfor blive en ganske enestaaende Lejlighed til at forsyne Dem med gode Varer til ganske enestaaende billige Priser. For at give Dem et lille Begreb om hvor billigt alting er, nævner vi Priserne paa nogle af de Varer, De vil finde i vort Katalog: Traad pr. Rl. 9 0re. Gardiner pt. mtr. 19 0re. Natkjoler 197 0re. Skjorter 119 0re. Slips 27 0re. Duge 48 0re. Skriv efter vort Katalog som sendes gratis._________ Undertegnede udbeder sig omgaaende K. P. A. Udsalgs Katalog. Navn ...................... Adresse .............•.... Skriv tydelig Navn og Adresse. K. P. A. Gothersgade 33. K0benhavn K. Öskaslundin er knmin. Nýkomnar kvenkápur, sem telm- ar verða upp í dag, verða seldar með innkaupsverði. Alt frá 25 krónum. Notið þetta einstaka tækifæri, sem stendur aðeins fáa daga. Verslunin Vík, Laugaveg 52. Sími 1485. Frimerker kj0pes brukte av ældre og nyere typer — stþrre poster. Av- regning sendes omgaaende. Fru Fischer, 0vre Skowei 2. Bestuu pr. Oslo. Altaf nýtt. Mæður, alið upp hrausta þjóð 0g gefið börnum ykkar þorska- lýsi. Ný hænuegg koma daglega ofan frá Gunnarshólma. Von og Brekkusfíg 1. TIRiFMWÐI Lau^aveg 63. Sími 2891 „Hvaða ritvjel?“ „Remington er vafalaust best“. Jóla- Manchetskyrtur, hvítar og mislitar. Flibbar, stífir og hálfstífir. 3indi, Slaufur, Húfur, Hanskar. Orvalið mest, verðið best hjá S. Jóhannesdóttnr. Auaturatpnfti 14. (Beint á móti Landsbankamun) Slml 1887. og- tók um síðustu mánaðamót góð próf í bókfærslu í tveim merkum verslunarskólum þar í borg. — Handelschule E. Sliirpke og Roek- ows Handels- und Spraehschule. Um jólin dvelur hann hjá sjera Gísla Johnssyni í Búdapest, en fer svo til Vín, Bryssel og Lundúna, til að stunda þar ýms verslunar- námskeið. Mjög blöskrar honum hvað fólkið, sem liann kynnist, veit fátt um ísland, og hvergi sá hann getið um 10 ára fullveldis- afmæli íslands í Dresdenar-blöð- unum. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Áheit á Hjúkrunarfjelagið Líkn 100 kr. frá Á. E. S., afhent frú Bjarnhjeðinsson. Rngmjöl og Haframjöl, ágætar tegnndir. Heildv. Garðars Gíslasonar, Tilkynning frá Sfysatryggingu ríkisins. Það auglýsist hjermeð — að gefnu tilefni — að til- kynningar um slys, er rjett gætu átt til bóta frá Slysa- tryggingunni, ber forráðamönnum tryggingarskyldrar starfrækslu að senda svo fljótt sem auðið er til viðkom- andi lögreglustjóra — eða hreppstjóra áleiðis til lög- reglustíóra —, er síðan senda tilkyninguna áfram til Slysatryggingarinnar ásamt öðrum nauðsynlegum gögn- um og upplýsingum, eftir að próf hefir verið tekið í málinu. Engin mál geta orðið tekin til úrskurðar, nema þau fái þessa meðferð. Slysatrygging ríkisins. Halldór Stefánsson. SmðsklpaprðL Samkvæmt lögum nr. 40, 19. júní 1922, og reglugerð um smáskipapróf 24. nóv. sama ár, auglýsist hjer með, að smáskipapróf verður haldið í stýrimannaskólanum, og byrjar fimtudaginn 20. þ. m. kl. 4 síðdegis. Þeir, sem ætla að ganga undir prófið, afhendi undir- rituðum eiginhandar beiðni um það, og áskilin vottorð, eigi síðar en 19. þ. m. Reylcjavík, 11. desember 1928. Páll Halldórsson. Jólapottar Hjálpræðishersios. — Eíils o" að undanförnu cr Herinn að safna fje, til plaðniugar og hjálpar fátieklingum um jólin. — Einn liðurinn í þeirri starfsemi eru jólapottarnir, sem hafðir eru þar sein umferð er mest í bænum. Hefir Herinn nú þrjá potta, tvo í Austurstræti, einn við norðaustur horn Austurvallar. í liorni vallar- ins liefir liann látið reisa voldugt jólatrje með óteljandi ljósum, til jiess að minna menn á starfsemi sína. Hafa margir bæjarbúar styrkt Herinn á undanförnum ár- um og má búast við að þeir geri ]iað ekki síður nú, þar sem góðæri hefir verið til lands og sjávar nú lengi. Safnaðarfundur verður í Dóm- kirkjunni kl. 8y2 annað kvöld, til að taka fullnaðarákvarðanir uin tillögurnar í kirkjubyggingarmál- inu, sem samþyktar voru á síðasta safnaðarfundi og dagblöðin gátu þá um. — Sjera Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur flytur erindi á fundinum um kirkjubyggingamál erlendis. Islensk beiðursmerki. 1. þ- m. voru þessir landar vorir sæmdir þessum heiðursmerkjum Fálkáorð- unnar: Stórriddari með stjörnu: Hæstarjettardómstjóri Páll Einars- son. Stórriddarar: Sjera Valdimar Ó. Briem, vígslubiskup og Guð- mundur Sveinbjörnsson skrifstofu- stjóri. Riddarar: Sjera Hálfdan Guðjónsson vígslubiskup, sjera Ól- afur Ólafsson fríkirkjuprestur, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Þorleifur Jónsson póstmeistari, Jóhannes Sigfússon f. yfirkennari, Sigurður H. Kvaran, f. hjeraðslæknir, Sig- urður Kristjánsson f. forleggjari og bóksali, Gísli Johnsen konsúll, Magnús Friðriksson f. óðalsbóndi á Staðarfelli, Pjetur Jónsson ó- perusöngvari. Norrænt stúdentamót bjer 1930. Á fundi iStúdentafjelags Reykja- víkur í gærkvöldi var það ákveð- ið að liafa skyldi norrænt stú- dentamót lijer 1930. Var kosin fimm manna framkvæmdánefnd: dr. Alexander Jóhannesson, dr. Ág. H. Bjarnason, Einar B. Guð- mundsson cand. jur., Thor Thors cand. jur og Sigurður Nordal pró- fessor. Ætlast er til að nefndin megi bæta við sig tveim mönnum. Innbrotsþjófar teknir. í gærdag tókst lögreglunni að handsama tvo menn, sem valdir voru í fjelagi að innbrotsþjófnaði í gullsmíða- búðiua Hringinn í haust, og í búð Haraldar Árnasonar kaúpmanns nú fyrir skemstu. Það komst þann- ig upp um þjófana, að annar þeirra kom í gær með eitthvert silfurdót. til gullsmiðs hjer í bæn- um og vildi selja honum. Gullsmið- urinn mun hafa þekt smíðið á grip- iinuni og gerði lögreglunni aðvart. Gerði hún þá húsrannsókn hjá manninum og fann þar alt þýfið iir Hringnum og eitthvað af mun- um frá Haraldi. Hún fann þar einnig brjef til skartgripasala í Kaupmannahöfn, þar sem þjófur- in kveðst hafa safnað ýmsum ís- lenskum skartgripum og kveðst ætla að senda honum nokkra til sýnis, og lítist honum vel á þá, geti hann fengið meira til sölu. Mun brjefið liafa átt að fara núna með næstu skipum. — Lögreglan handtók nú þennan mann og ann- an, sem hana grunaði að væri í vitorði með honuin. Sá ætlaði að neita. En svo vildi til, að eftir að innbrotið var framið í Hringnum fondust spor eftir þjófana og 'mældi lögreglan þau vandlega. Og hjá þessum manni fundust nú stígvjel, sem voru nákvæmlega af sömu stærð og sporin. Þá sá mað- urinn sitt óvænna og meðgekk og þeir báðir, að vera í fjélagi valdir að þessum tveim innbrotum. Annar þeirra er danskur umboðs- sali Hugo Abel að nafni. Hinn er rakasveinn og heitir Kristian Hansen. Stjómin og varðskipin. I fvrra- dag var varðskipið ,Þór‘ sent vest- ur á ísafjörð og var erindið það, að flytja Harald Guðmundsson vestur, en hann ætlar að fara að lialda þingmálafund með kjósend- um sínuiU. Tveiin dögum áður var „Þór“ sendur aðra ferð vestur, og var erindið þá að sækja Ás- geir Ásgeirsson þingmann Yest- ur-lsfirðinga, sem einnig var í þingmálafundaleiðangri. Eru þess- ar snattferðir stjórnarinnar með varðskipin gersamlega óþolandi. Hæstirjettur staðfesti síðastlið- inn mánudág dóm sjórjettar Reykjavíkur í máli því, er Sjó- mannafjelagið liöfðaði gegn h.f. Sleipni og frá var sagt hjer í blað- inu á föstudaginn var. Bílar komast elcki austur yfir fjall nú vegna snjókafla á veg- inum. Á mánudag stöðvuðust bíl- ar á Hellisheiði, og voru þeir fast- ir þangað til í gær, að tókst að moka skaflana, svo bílarnir kom- ust hingað í gærkvöldi. Minning- Amundsens. Mikið hef- ir Selst af aðgöngumiðum á minn- ingarathöfnina í Gamla Bíó á morgun, svo að það fer að verða hver seinastur fyrir menn að kom- ast þangað. Tónleikur Hljómsveitarinnar, er lialdinn var á sunnudaginn undir stjórn próf. Velden, verður endur- tekinn í kvöld eins og auglýst hef- ir verið. Það væri skemtilegt og Hljómsveitinni mikil uppörvun að aðsókn yrði sem best, liún á þetta líka sannarlega skilið, því að hún hefir nú lagt meira að sjer og náð betra árangri en noltkru sinni fyr. Máttur, fundur 16./12. ’28. kl. 114 e- m. „Russian BleiuT „Cigarettur“ frá Godfrey Phillips eru eftirsóttar af smekk- mönnum. Kosta aðeins 2 kr. 20 stk. RE YKJA VÍK SÍMI 249'l Niðursoðið; Ný framleiðsla. Kjöt í 1 kg. og y2 kg. dósum. Kæfa í 1 kg. og y2 kg. dósum. Bæjarabjúgu í 1 kg. og y2 kg. dósum. Fiskbollur í 1 kg. og y2 kg. dósum. Lax í y2 kg. dósum. Kaiupið og notið þessar innlendtt vörur. Gæðin eru viðurkend og alþekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.