Morgunblaðið - 13.12.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1928, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 13. des. 1928. 5 lamötorinn Osló er einn besti fiskiskipamótor. Xapmótorúm er nálægt tvisvar sinnum útbreiddari í norska fiskiskipa- flotanum, en sá, sem næstur honum er. Rapmótorinn hefir hlotið bestu meðmæli og viður- kenningu verkfræð- inga háskólans norska (Niðarósi) eftir að hafa verið þar þrautreyndur. Rapmótorúm er steyptur í „elek- trojárni“, sem er 100% sterkara en vanalegt steypujám. Rapmótorinn hefir síðasta ár ver- ið endurbættur til muna. íslendingar! Kaupið Rap og þið verðið ánægðir. Semjið við herra O. Ellingsen, Reykjavík. Oolttreyjur Jólabirgðirnar eru komnar. Enginn kaupir golftreyju án þess að hafa athugað hið fjölbreytta og fallega úrval í lVIanchester. Laugaveg 40. — Sími 894. Húsgögn. smekkleg og vönduð, smíðuð eftir pöntunum og á lager, úr fyrsta flokks dampþurk- uðum við. Tríesmfðavinnustofa frilrfks Harsieinssoiar. Laugaveg 1. Simi 27 heima 2127 liiiHirilsri. gHorBttttMaðið Framsói. narblöðin. Tíma-kiíkan hefir í haust tekið upp eitt umræðuefni, sem velcur ándstygð mai-gra lesenda. Romsað er upp nöfnum ýmsra blaða, sem eru hlutlaus í stjórnmálum eðá í andstöðu við núverandi stjórn, og síðan sagt, að á móti þessari blaðamergð herjist nú Framsókn- arblöðin tvö ein, Tíminn og Dagur. Fyrst er þá til að táka, að hjer er uin augijósa fölsun að ræða, þar sem jafnaðarmannablöðin, sem gefin eru hjer út fyrir danskt fje, fylgja núverandi landsstjórn með söniu alúð og eindrægni, eins og tvíburarnir Tíminn og Dagur. En alvarlegra er falsið og iiræsnin, þegar málið er skoðað í kjölinn. Tónninn í umtali Jónasar I’orbergssonar um þessi mál, er á þá leið, að andstæðingablöð lians berjist fyrir hagsmunum þröng- sýnnar sjergæðingaklíku, en virði að vettugi velferðar og vandamál alþjóðar. Þessi alveg einstöku liugsjónablöð, Tíminn og Dagur, sem beri fram hvert vel- ferðarmálið öðru stærra, sjeu fær í flestan sjó, vegna þess að al- menningur sjái, að málstaður þeirra sje svo hreinn og flekk- laus. Þið ástkæi'ir Framsóknarmenn í sveitum landsins, segir Jónas Þorbergsson, Jónas hinn, og allir litlu „Jónasarnir“ hverjn nafni sem nefnast, örvæntið eklci þó blöð voru sjeu fá, við munum halda bændafylginu. Við þurfum ekki svo mjög á blaðakosti að halda. Og þegar Jónasarnir eru komnir þetta langt í tali sínu, eru þeir eftir krókaleiðum lyga og blekk- inga konmir af liendingu í sann- leikans höfn. Tímaklíkan þarf ekki svo mjög á blaðakosti að halda. Það er rjett. En það er ekki vegna þess að blöð hennar sjeu betri, aðgengi- legri, málstaðurinn fegurri og flekklausari en liinna. Nei; síður en svo. Tímaklíkan þarf eltki blöð, þarf ekki rökraiður um málefni, þarf ekki að fegra málstað sinn, breiða yíii afglöp sín, fela bitlingaaustur- inn o. s. frv. o. s. frv., því hún hefir fengið aðra aðstöðu, fundið f ðra aðforð, til ]>ess að láta bænd- ur og búalið kjósa eftir sínu liöfði. Menn hafa í lengstu lög hlífst við að segja sannleikann eins og hann er, hlífst við að trúa því, að trittugustu aldar íslendingar gætu svo afskræmt opinbert velsæmi í þjóðmálum, sem þeir Tímaklíku- menn. En sannleikurinn er sá, að Tíma- klíkan hefir með kaupfjelags- skuldasvipunni getað á undanförji- um árum rekið tugi, liundruð, ef ekki þúsundir bænda til þess að kjósa. þá menn á þing, sem hinir fámennu höfuðstaðarklíku hefir þóknast. Dæmin eru deginum ljósari um land alt. Þessir menn, sem hæst hafa tal- að um að skuldafjötur erlendrar verslunar væri leystur af þjóðinni. hafa gert vanmáttuga, efnalitla bændur landsins að ósjáifbjarga kjósendahjörð, fært þá í spenni- treyju nýrra skuida, og skipa þeim nú að styðja þá landsstjórn, sem komist hefir til valda með bein um stuðningi erlendra flugumann; og situr nú og „trónar“ í þessu landi í bandalagi við þá menn, er þiggja erlendar fjárfúlgur, til þess að draga eignir úr höndum manna og koma hjer á laggirnir hinu rósrauða jafnaðarmannaríki. Bændurnir þurfa ekki lengur blöð, segja Jónasarnir. Við teym- um þá á skuldaklafanum til fylg- is við það sem okkur sýnist. Það kann að þykja viðkunnan- legra að tala við þá um framfara- hugsjónir við og við, svo þeir verði liðugri í tauminn. Og við þurfum segja „Jónasarn- ir“, að geta gripið til blaðanna, til þess að telja þeim trú um, að þeir megi ekki hugsa sjer neina sjálfs- bjargarviðleitni, þeir megi t. d. ekki láta sjer detta í hug að út- vega sjer ódýrari vörur, en kaup- fjelögin bjóði þeim. Af óeigin- gjarnri ást á föðurlandinu, verði þeir að versla við hinar pólitísku verslanir — og skulda, skulda —• vera efnalega háðir hinni valda- gráðugu fámennu klíku, sem breið- i" úr sjer í valdastóli ])jóðarinn- ar, og útdeilir bitlingum til hinna sanntrúuðu, hreinhjörtuðu Tíma- manna, svo þeir, þeir einir geti þó losnað úr skuldunum upp á ríkissjóðs kostnað. För Wilkins til Suðurheimskautslandanna. Hann er nú byrjaður að fljúga inn yfir hin ókönnuðu svæði. Mönnum er í fersku minni frægð arför Wilkins flugmanns og föru- nauts hans Eielsons, er þeir flugu frá Alaska til Svalbarðs í vor sem leið. Urðu þeir menn heimsfrægir fyrir flug þetta. Er þeir komu til baka til Amer- íku byrjuðu þeir strax að undir- búa annan og meiri leiðangur til Suðurheimskautslandauna. Flugið í vor var einskonar reynsluflug. En þar syðra ætla þeir fjelagar að gera vísindalegar rannsóknir. Þeir hafa bækistöð sína í De- ception eyjunni og flugu þaðan í fyrsta sinn þ. 22. nóv., inn vfir ísa SutSui'pólsins. Var það í fyrsta sinni, sem fnrið liefir verið í flug- vjel þar um slóðir. Tilgangur rannsóknanna. Eftir því sem Wilkins segir sjálfur frá, er tilgangurinn með rann- sóknarför þessari fyrst og fremst sá, að gera sjer grein fyrir veðr- áttunni þarna syðra. Yeðurfræðingar líta svo á, að upptök og orsakir veðráttufarsini í heiminum stafi frá heimskauta- löndunum og ímynda sjer sumii hverjir, að ef gerðar eru veðurat- huganir þar, nægilega langt sam- fleytt tímabil, þá muni vera hægt að finna reglur fyrir veðurbreyt- ingunum þar, og af þeim verði síðan hægt að spá um veðráttuna yfir langt tímabil víða um heim. Til þess að geta komið þessum veðurathugunum á, þarf fyrst að kanna hið mikla landflæmi um- hvérfis Suðurpólinn, svo hægt sje að sjá, hvar veðurathuganastöðv- arnar eigi að vera. Suðurheimskautslöndin. Eins og kunnugt er, er landa- skipmi mjög ólík umhverfis heirn- skautiii. Uiúhvérfis norðurheiin- skftut er íshafið, en hálendi mikið er við‘ Suðurheimsskaut. Kuldi er því ekkj nærri eins mikilTnyrst. á norðurhveli eins og syðst á suður- liveli jarðar. Norðuríshafið er að vísu ísi þákið. En ísbreiða hafsins er ekki nema svo sem 20 metrar á. þykt. Særiiin allur er nálægt frostmarki. Wilkins. A sumrin er því oft sæmilega lilýtt norður í ísnum, og dýra og jurtalíf Norðurheimslíautaland- anna er sumarmánuðina talsvert fjölskrúðugt. Alt öðru máli er að gegna suð- urfrá. Yfir hálendinu, þar seni á köflum er yfir 10.000 fet yfir sjávarmál, liggur 2000 feta þykk ísbreiða. Af þessum feikna jökli stafar gríðarmikill kuldi, svo þar syðra er miklum mun kaldara en á tilsvarandi breiddargráðum norð lægrar Wreiddar. Dýra- og jurtalíf þar syðra er og mun fáskrúðugra. Þar í lieimskautalöndunum þrífst vart noltkur planta, og skorkvilt- indi eru þar vart önnur, en nokk- ur snýkjudýr á , sjávarfuglunt. Tvö merk rannsóknarefni. Tvö erti iiin merkustu rannsókn- arefni þar syðra. Er annað að gera sjer grein fvrir því, livort jökull- inn mikli við suðurheimskautið liggur á samfeldu landi, sem þá er álíka stórt og Baudaríki Norð- ur-Ameríku. Því ]>ó jökulbungan sje samfeld liið efra, vita meun eklci neuia landið sje simdurskorið og gangi hafstrauiuai- undir þver- an jökulinn. En sje svo, hefir Eielson. þetta mikil áhrif á straumana í suðurhöfum, og er nauðsynlegt að fá glögg skil á þessu til þess að getft gert sjer hugmynd um orsakir veðrabrigða. Annað er það, að rannsaka há- lendi þessa mikla jökullands, geræ sjer grein fyrir legu og gerð fjall- anna. Vísindamenn hafa getið sjer þess til, að þarna væri einskonar áframhald Andesf jallanna ame- rísku. En sje svo, má svo að orði komast, að fjöll sjeu umhverfis alt KyiTahaf. — Fái menn fulla vissu f.yrir þessu, ver'ður betur en. áður liægt að gera sjer grein fyr- ir uppruna jarðar og framþróun jarðmvndana. Þá er enn eitt. Vísindamenn þykjast liafa getað gert sjer grein fyrir, að þarna syðra, undir jökl- inum væru víðáttumiklar og auð- ugar kolanámur, sem myndu geta orðið mannkyninu að miklu gagni,, ér fram líða stundir. Það er því auðsjeð, að þarna eru mikil verkefni að vinna, og úrlausnarefni, sem eru þess verð að áræðnir menn og hraustir leggi fram krafta sína til þess að sinna þeim. Þeir landkönnuðir, sem fremstir hafa verið og unnið hafa þrek- raunir þar syðra, svo sem Am- undsen og Scott o. £1., hafa rutt brautina, gefið mönnum tilefni til ágiskana og bollalegginga. En með hinum nýjustu farartækjum, flugvjélunum, er nú hægt að fá yfirlit yfir landflæmi á einni dag- stund, er tók þá forgöngumennina. ár, að brjótast í gegnum. Ný Ijóðabók. Signrjóm Friðjónsson: Ljóð- mæli. Reykjavík, Prentsm. Gutenberg, 1928. 299 bls. í fyrra liaust var höfundur þess- ara ljóðmæla sextugur að aldri og áttu þau þá að koma út, en frestur- varð á prentun þangað til í sumar. Þó að þetta sje fyrsta ljóðabólt skáldsins, getur hann því ekki tal- ist „einn af þeim ungii“, enda verður engan veginn sagt, að við- vaningsbragur sje á ljóðum hans_ Allmörg kvæði hans hafa birtst áður og fjórum þeirra hefir hlotn- ast þá heiður að vera tekin upp t safn hundrað bestu ljóða á ís- lenska tungu. Sigurjón Friðjóns- son var því engan veginn óþektur sem skáld, áður en bók hans kom út. En þeim, sem þektu eitthvað til ljóða. hans, er bókin vafalaust kærkominn fengur. En hinir mega ekki síður fagna útkomu þessara. ljóðmæla, því að hjer munu þeir finna skáld, sem vert er að kynn- ast. Ekki svo mjög fyrir þá sök, að þar sje að finna mikið af djúp- um hugsunum eða háfleygri lífs- speki, heldur vegna þess listbragðs og þeirrar fegurðar, sem einkennir flest hans kvæði.Það er varla hægt að benda á eitt einasta kvæði, jafn vel ekki einstaka vísu, sem skáldið hefir kastað höndum til; alstaðar kemur fram formsnild hans og vandvirkni. — En vandvirkni á að vera sjálfsagt vinnumark allra rithöfunda, bæði sjálfra þeirra vegna og lesandanna. í þessu til- liti geta margir lært af Sigurjóni Friðjónssyni. Jeg get ekki stilt mig um að gefa örlítið sýnishom af þessum. ljóðum, en valið er nokkuð af handahófi. Þeasi erindi eru úr kvæðinu „Svo vildi jeg geta ver- ið“, (bls. 53): Sjá leiftradjásnin Ijóma um ljóra á hverjum b»;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.