Morgunblaðið - 20.01.1929, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.01.1929, Qupperneq 3
IORGUNBLAÐIÐ s MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Otgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Siml nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintaklB. Bæjarstiúrnarkosningín á Akureyri. Pylgi íhaldsmaima fer vaxandi í kaupstöðunum. Hún fór þannig, að A-listinn (Pramsóknarmenn) fjekk 303 at- kvæði og kom að einum manni, Brynleifi Tobiassyni, kennara. B- listinn (jafnaðarmenn) fjekk 456 atkvæði og kom að tveimur mönn- um, Erlingi Priðjónssyni alþm. og Einari Olgeirssyni frkvstj. síldar- ■einkasölunnar. C-listinn (stjórnar- andst.) fjekk 563 atkvæði og kom að tveimur mönnum, Olafi Jóns- syni framkvæmdarstj. og Tómasi Bjömssyni kaupmanni. Ef kosning þessi ér borin saman við bæjarstjórnarkosninguna 1927, þá sjest það, að með lista stjórn- arandst. eru greidd 169 atkv. um- fram atkvæðatöluna 1927, jafnað- armenn hafa fengið 40 atkvæðum fleira en þá, en Pramsókn 3 at- kvæðum færra. En sje atkvæða- magn hvers lista miðað við það hvemig kosningarnar voru sóttar, 'þá verður niðurstaðan þesai: 1927 3929 Jafnaðarmenn 37.3% 34% Framsókn 27.4% 23% ^►tjórnarandst. 35.3% 43% Má sjá á þessu, að lík stefnu- Lreyting er að verða á Akureyri «tns ®g S Yestmannaeyjum, að íhaldsmönnum eykst þar drjúgum fyigi. Þótt fylgifiskum jafnaðar- manna hafi fjölgað ofurlítið að tolunni til, þá hefir fylgi þeirra þorrið, miðað við fólksfjölda og ^ins hefir fylgi Pramsóknarmanna þnrrið. Við kosningarnar 1927 í Vest- thannaeyjum, ísafirði, Siglufirði '•g Akureyri fengu jafnaðarmenn ^amtals 1474 atkvæði, en núna fengu þeir samtals 1535 atkvæði á *Ömu stöðum eða 61 atkvæði fleira. íhaldsmenn fengu 1403 atkvæði 1927, en núna fengu þeir' 1659 ktkvæði, eða 256 atkvæðum fleira nn 1927. Ánð 1927 höfðu þeir sam- fals í þessum kaupstöðum 71 at- kvæði færra en jafnaðarmenn, en Mna hafa þeir 124 atkvæðum Öeira. Sjest best á þessu að menn ‘^fu farnir að átta sig. Innflutningurinn. PB. 19. jan. ^jármálaráðuneytið tilkynnir: Innfluttar vörur í desember- ?ánuði f. á,: kr. 3976868.00. Þar af 1 Heykjavík kr. 2810992.00. Ms. Dronning Alexandrine fór Vestmannaeyjum kl. 1 í gær. ^pmst alt fólkið í land og öllum öi“um var skipað npp. Skólahneyksli á Akureyri. Skólastjóri bamaskólans kærður fyrir að misþyrma bömum. Búist við að skólanefnd grípi í taumana. Á miðvikudaginn var, skeði sá atburður í sögu bamaskólans á Akureyri, sem lengi mun í minnum hafður. Skólastjórinn, Steinþór Guð- mundsson, var þá við kenslu í reikningi _ í efsta bekk skólans. Hafði hann látið öll börnin í bekknum fá dæmi til reiknings. Sátu þau við það hvert á sínum stað, nema einn drengur, sem reikna átti dæmið á töfluna hjá skólastjóranum. Einn nemandinn, Guðhrandnr Hlíðar, sonur Sigurðar dýralæknis, 12 ára piltur, liom til skólastjóra með dæmi sitt, og fjekk þann úr- skurð hjá honum, að dæmið væri rjett reiknað. Drengurinn sem við töfluna var lauk og við sinn reikn ing í sama mund. Fjellu einhver orð milli þeirra, drengjanna, er þeir mættust á gólfinu. En í því fýkur í skólastjórann, og geta bömin sem í bekknum voru ekki gert sjer grein fyrir ástæðunni. En afleiðingamar voru mun ljósari. Þrífur skólastjórinn Guðbrand, loðrungar hann fyrst, tekur síðan höfuð hans milli hnjáa sjer og heldur honum þannig föstum, með an hann lætur höggin dynja á drengnnm og sparkar síðan í bak hans. Börnin, sem sáu aðfarimar, urðu yfir sig sárreið. Og sýndu þau gremju sína með því að koma ekki í skólann næsta dag. Aðstandendur drengsins kærðu framferði skólastjóra tafarlaust fyrir skólanefnd. Er talið fullvíst, eftir því sem tíðindamaður Morg- unblaðsins sagði frá, að skóla- nefnd myndi taka málið fyrir Myndi liún ef til vill gefa skóla- stjóra kost á að vera við skólann til vors, ef eigi verður heimtað að hann yfirgefi skólann tafar- laust. Mun það relra mjög á eftir skóla nefnd, að síðan kæra þessi kom á hendur skólastjóra, hafa aðrir kom ið sem hafa líka sögu að segja um misþyrmingar skólastjóra á skóla- böfnunum. Ein af „kensluaðferðum“ skóla- stjórans er sú, að sagt er, að taka í' hár drengja og reigja höfuð þeirra aftur á bak. Einn af drengj- uin þéim sem- sætt befir þeirri með ferð undanfarúa daga, hefir ekki getað notið svefns undanfamar nætur sakir höfuðverkja. Paðir drengsins hefir nú kært skólastjór ann. Þá hefir það nú komið á dag- inn, að maðnr einn á Akureyri, sem átti stálpaðan dreng í barna- skólanum í fyrra varð að borga 75 krónur í læknishjálp handa barni sínu, eftir misþyrmingar skólastjórans. Hafði hann beitt þar þeirri að- ferð, að snúa upp á eyru drengs- ins. Er mælt. að skólastjóri hafi slíkt að leik, en framkvæmi eigi þessa eyrnasnúninga í bræði sinni, eða hefndarskyni. En þessi „atlot“ skólastjórans Dnglepan skipstjðra og skipshðfn vantar á ca. 40 smálesta vjelbát, sem á að stnnda linnveiðar á þessn ári við Faxaflóa og víðar. Nánari npp- lýsingar hjá ]ðni Slgarðssvnl, Hiemsgiiu 7s. í Slæmu veðri getið þjer verið úti og æft íþróttir eftir vild ef að þjer aðeins á hverju kvöldi núið hend- ur yðar og andlit vel inn með NIVEA-CBEME (Pepeco-Coldcream) Litaraft yðar verður þá laðandi fagurt, og hvar sem þjer komið munu menn dáðst að hinu unglega og blómlega útliti yðar. Vetrarkðpnr ern nn seldar með 30°|0 aislætti. Verslun Egill Jacobsen. Hringurinn heídur afmælisfagnað sinn á Hótel ísland laugardagim 26. þessa mánaðar með borðhaldi klukkan 7y2 stundyj» lega. — Listi liggur til áskriftar í hattabúð frá M. Leví og eru konur beðnar að skrifa sig og gesti sína fyrii fimtudagskvöld. Neindin. Siðmenn og fbrúttir. höfðu þær verkanir á dreng þenna, að eyrun bólgnuðu. Þegar læknis var vitjað kom það í ljós, að eyrnabrjóskið var alt brotið. Tók það langann tíma að græða meiðsli þessi. Eftir að hafa fengið þessai* fregnir frá Akureyri, um hinn miður heppilega barnaskóla- stjóra.snjeri Mgbl. sjer til Sig- urðar E. Hlíðar á! Akureyri, til þess að fá frekari fullvissu um hvort rjett væri hermt. Reyndist ofanrituð frásögn rjett að vera. Sagði Sigurður að reynt hefði verið að varpa pólitískum blæ á kæruna á herídur skólastjóra, og hefði Sigurður því orðið að gefa út yfirlýsingu í fyrradag um málið. Yfirlýsing hans er svo hljóð- andi: Skólastjóra hneykslið. Vegna þess að „Verkamaður- inn“ í dag hefir gersts svo ó- skammfeilinn að draga fram at- hæfi skólastjórans gagnvart drengnum mínum í 1. kenslu- stund skólans í fyrradag í alger- lega röngu Ijósi, er jeg knúðurtil andsvara. Allur bærinn veit nú að skólastjórinn misþyrmdi drengnum, lúbarði hann á herfi- legasta hátt svo að á sá og það á þann hátt, að ósamboðið var sið- uðum manni, hvað þá heldur skólastjóra. Kæru út af þessu máli hefi jeg sent skólanefnd með kröfu um að rannsaka þetta mál og láta það sæta tilhlýði- legri meðferð. Síðan hefir og komið í ljós, að ^kólastjórinn hefir hvað eftir annað komið fram í skólanum á ósæmilegan hátt gagnvart börnum á svipað- an hátt og drengnum mínum. Er hjer á ferðinni alvarlegra mál öllum foreldrum í bænum en svo, að fjöður sje yfir það dregin Akureyri, 18. janúar 1929. Sig. Ein. Hlíðar. Síðustu fregnír. Akureyri laugardagskv. Var mál þetta fyrir skóla- nefnd í dag, ásamt skriflegri kæru frá Sigurgeir Jónssyni organista og munnlegri kæru frá Páli Sigurgeirssyni út af svipuðum málum. Stóð fundur skólanefndar 4 tíma, án fastr- ar niðurstöðu og var málinu frest að til mánudags. SEngið. Sterlingspund .. 22.15 Danskar kr .. 121.84 Sænskar kr .. 122.23 Norskar kr .. 121.84 Dollar . .. 4.57 Frankar .. 17.97 Gyllini . .. 183.49 mörk .. 108.65 í fyrirlestri, sem Steingrímwi læknir Matthíasson flutti á skemli- samkomu skipstjórafjelagsins d Akureyri hinn 27. desember n.l, komst hann meðal annars svo a4 orði: Jeg er ekki í vafa nm, að sjð- mannastjett vorri eins og annartl þjóða er í framtíðinni hætta búin af öllum hinum svonefndu þæg- indum. Og þjóðin er öll í hættu ef hún ekki yfirleitt sjer við hásk- anum sem fylgir í fari vjelamenn- ingarinnar', þó feikna fjölda al gæðum hafi hún einnig innant- borðs. Besta ráðið til varnaðar eru íþróttir. Þetta hafa vitrir menn I öllnm löndnm sjeð fyrir löngu og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.