Morgunblaðið - 20.01.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1929, Blaðsíða 6
M ORGUN B LAOIÐ € Hefðarfrúr og meyjar nola altaf hið ekta austurlanda ilmvatn Furlana Útbreitt um allan heim. Þúsundir kvenna nota það ein- göngu. Fæst í smá- cITONA^ tappa. Verð aðeins 1 kr. t heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavfkur vv Reonkðpur fyrir dðmnr hjá S. Jðbannesdðltnr. Austursfrœti 14. (Beint á inóti Landsb&nkannm) Sími P887. 519 hinir alþektu kvensilkisokkar ern nn komnir aftnr. Vðruhúsið. fylgja kýr 10, 6 tigir áa og bát- ur nýr. Tanna forráð skal á stað þeim meðan hann lifir, en þá biskups þess er í Skálholti er. En sá maður er þar býr, skal ala menn alla þá, er hann hyggur til góðs ac alnir sjeu“. Jón Sigurðsson kallar þessa stofnun alment gistihús, enda er Ferjubakki í þjóðbraut og ferja yfir ána. Fje það sem þama er gefið í góðgerðaskyni er mikið. Grissur biskup leggur á ráðin, enda á yfirmaður kirkjunnar í Skál- holti að sjá um að þessi góðgerða- starfsemi haldi áfram. Tryggvi Þórhallsson segír að þessi gjöf sje aðeins upphaf nálega ófeljandi slíkra gjafa, stærri og smærri, en sammerktar í tvennu: Að gefið er til Iíknarstarfsemi og kirkjunni er falið að inna starfið af hendi. Stundum voru til fyrir- mæli um, að ýmsa helgidaga átti mjólk úr kú eða kúm að gefast fátækum. Enn eru þess dæmi hve kirkjan kom víða við. Uppi í Kjós «r sú kvöð, að viðhalda brú yfir á, þannig að full traust sje fyrir mann að ganga í logni með vætt- arþunga. Þótt kirkjan hafi þannig reynt á öllum öldum að boða mannúðarmálin í anda Krísts. Þá •verðum vjer með hrygð að viður- kenna að vjer erum skemra á veg komnir í þeim efnum, en búast mætti við, með fyrirmyndina þar sem Kristur er sjálfur, og þeim langa tíma sem kirkjan hefir flutt boðskap hans. En vjer lifum ekki fyr í anda Krists en oss er það ljóst, að vjer eigum að nota hvert tækifæri, smátt og stórt, til að flýta fyrir því, að fátæktin verði ekki lengur til. Þegar kristnin barst út hingað, urðu höfðingjarnir fyrstir til að veita henni móttöku. Útbreiðsla hennar virðist mörgum þeirra hafa verið hjartfólgið áhugamál- Þeir bygðu kirkjur og hjeldu presta til að þjóna þeim. Þannig festir kristna trúin smátt og smátt rætur í hinum íslenska jarðvegi, á þjóðlegum grundvelli, enda sparar þjóðin ekki að leggja kirkj- junni lið. Karlar og konur gefa henni á- kaflega mikið af allskonar dýr- gripum svo sem: Myndir, teppi, krossa, kaleika, altaristöflur, skrín undir helga dóma o. fl. o. fl. Líkneski í kirkjum voru svo al- geng, að talið er víst, að í hverri einustu kirkju og hænhúsi, hafi verið eitt, og víða mörg líkneski. í 338 kirkjum og bænahúsum er víst að líkneski hefir verið til af Maríu mey. Alls hefir Tryggvi Þórhallsson rekið sig á í máldögunum rúmlega 1200 líkneski af 66 dýrlingum, en hann telur víst, að mikið vanti á, að hjer komi öll kurl til grafar, sjer í lagi á Suðurlandi. T. d. vantar alveg skrá um líkneski í Skálholti. Líkneskin voru mjög mikið skreytt og prýdd, sýnir það vel, hver ást var á þeim höfð, og bendir til þess, hver auður var samankominn í kirkjunum. — í þrem kirkjum er talað um húin líkneski. í Garðakirkju á Akra- nesi er t. d. húið Jóhannesar lík- neski. Annaðhvort hafa þau ver- ið færð í forkunnar fögur klæði, silkihökla, eða búin silfri og gull- fargi. Þá segist Tryggvi Þórhalls- son hafa fundið um 80 dæmi þess að skrautklæði hafi fylgt þess- um líkneskjum, sem hvorttveggja muni hafa verið notað til hlífð- ar og skrauts. Það má telja víst að mjög mikið af þessum dúlmm sje kirkjunni gefið af konum, og í mörgum tilfellum íslenskur iðn- aður. Oft eru ljós látm loga fyrir líkneskjum, eins og á ölturum. Um líkneskin kemst Tryggvi Þórhallsson að þeirri niðurstöðu að ekki muni ofhátt reiknað, að meðalverð þeirra sje 2 hundruð, sem mun láta nærri að sje metið til peninga fyrir stríð (1913) 1000 krónur. Nú er víst að minst 1250 Iíkneski hafa verið til. Eftir því hefir kirkjan átt líkneski upp á iyé miljón krónur. Ef tekið er tillit til hins mikla auðs, sem kirkj an hefir átt í öðrum gripum, verð- ur að telja þetta lága upphæð. Það vaí mjög algengt að kirkj- ur voru klæddar allar dýrum klæðum. Árið 1220 var búnaður Garða- kirkju á Akranesi sem hjer segir: Tjöld voru um alla kirkju. 6 manna messuklæði og 2 höklar (árið 1315 voru. þar 7 manna messuklæði). 12 altarisdúkar vígðir. 9 altar- isklæði. 6 klukkur. 2 heilagir stein- ar á altari. Silfurkaleikar þrír, einn gyltur og gullkaleikur, hinn fimti. 3 kertastikur. Þar stendur svo: Guðmundur Hroði gaf stiku, sem á standa ellefu kerti. póðu- krossar voru 5 og 1 gyltur. í Garðakirkju var þá einn gluggi úr gleri sem hefir veríð mjög fátítt og vafalaust mjög clýrt. í Melakirkju er glergluggi iy2 alin hár. Um Reykholtskirkju stendur: „Kirkjan á nú klukknr þær, er þau Hallveig (Ormsdóttir) og Snorri (Sturluson) leggja til stað- ar — (söngmeyjar tvær) — og tvær Árnanautar og hin fimta Sölmundarnaut (hann var tengda- sonur Snorra) og 6. Pjetursnaut. í Reykholti var Pjeturskirkja. — Árið 1360 voru þar til 10 manna messuklæði og 5 köklar. Um 1200 krossar munu hafa verið til í kirkjunum eftir því, sem fært er í letur. Á Húsafelli ei 1 kross ,metinn á 200 þ. e. um 1000 krónur. Það má benda á margt, sem sannar að munir þeir sem kirkj- urnar áttu, hafa verið æríð dýrir, en jeg læt aðeins eitt nægja. Það hljóðar svo: „Hálfir Auðsstaðir standa í pant fyrir kaleik“. Auðs- staðir eru í Hálsasveit og er af- bragðsjörð. 1 fornum máldögum er þess get- ið, að jarðir hafi verið gefnar, eingöngu til að annast lýsingu kirkna. Það hefir verið mjög al- ment að kirkjur væru lýstar. — Eftir mikla rannsókn á þessu efni kemst Tr. Þórhallsson helst að þeirri niðurstöðu, að þær hafi verið lýstar vegna sjófarenda. — Meðal annars bendir það ótvírætt í þessa átt, að á 27 kirkjustöðum sem slík ákvæði voru um, eru að- eins 6 í Hólabiskupsdæmi. Enda munu allar þessar kirkjur sjást af sjó. Annað bendir og í þessa átt. Það á að lýsa kirkjuna á hverri nóttu um vetrartímann. — Fyrirmæli um þetta eru mjög sbýr. Á einum stað stendur svo: „Bóndi skal skyldur vera að lýsa kirkju hverja nótt, frá Maríu- messu hinni síðari, til þess að lýk- uv páskaviku“. Ef þessi skýring er rjett, sem ekki er ósennilegt, þá er hjer um að ræða fyrstu vitana á íslandi. Um þetta eitt atriði mætti tala langt mál, hefi jeg þó ekki tæki- færi til þess. En þetta er fagur vottur þess hvað kirkjan er víð- feðm, og hve áhrifa hennar og blessunar verður víða vart. Hjer hefi jeg í sem allra stytstu máli sem mjer er unt, drepið á dýrgripi kirkjunnar og gjafir til að annast fátæka o. fl. En þá eru eftir allar jarðeignir hennar, og gangandi peningur. — Það er ómögulegt að gera sjer nákvæma grein fyrir, hvað eignir kirkjunnar hafa orðið mestar, metið til peningaverðs, sjer í lagi gagnvart Skálholtsstól, því þar er lieimildin lakari. Tryggvi Þórhallsson telur víst, að í Hólabiskupsdæmi hafi kirkj- an átt fyllilega aðra hverja jörð; er líklegt að þetta hafi verið mjög svipað í Skálholti. Að líkr'i niður- stöðu kemst dr. Páll Eggert Óla- son. Hann segir að jarðeignir Hóla stóls hafi numið um % af öllum jarðeignum, en bætir við, að jarð- ei’gnir klaustra og kirkna í bisk- upsdæminu muni ekki miklu minni SIALFVIRKT Flik Fiak skemrnir ekki þvottinn, fer ekki illa með hendurnar. Jafnvel, uli, silki og lit- uð efni má þvo í Flik Flak, án þess að hætta sje á skemd- um, ef gætt er nauð- synlegrar varúðar. I. Brynjólfsson & Kvaran. LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS. 1. árgaug (1925-6), nokkur eintök, hefir blaðið verið beð- ið að útvega. Þeir sem kyunn að vilja selja hana snúi sjer til air. Morgnnbl., Austnrstr. 8, sem greiðir m—>- 10 krónnr ■<—m fyrir hvern ógallaðan árgang. Sækkefvistlærred. /o « Et Parti svært, ubleget realiseres mindst 20 m., w samme Kvalitet 125 cm. bred 96 Öre pr. m. Ubl. Skjorter 200 Omi I lille og Middelstörrelse, stor 225 öre, svære uldne Herre-Sokker 100 öre, svært ubl. Flonel 70 cm. brtdt 65 öre p. m. Viskestykker M öre, Vaffelhaandklæder 48 öre, kulörte Lommetörklæder 325 öre pr, Dusin. Fuld Tilfredshed eller Pengene til bage. Forlang illustrergl Katalog. — Sækkela^eret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenliavn K. Efnalaajg Reykjavíkui*. Langaveg 32 B. — Símí 1300. — Síntnefní: Efnalan*. Hreinísr meÖ nýtískn áhðldnm og sðferðmm allan óhreinan fmtna® og dúka, úr kvaðm efni aem er. Litar npplituð fðt, og brtytir *m Ii| eftir óskum. Kyknr þagináil Bparar fjel Áletrnð bollapör: Ágústa — Ása — Ásta — Bogga — Elin — Guðný Helga — Inga — Jóna — Jónina — Klara Kristrún Lilja — Lára — Maria — Pálína — Regnheiðfur — Svava Soffía — Sólveig — Sigrún — Unnur — Vigdís. K. Einarsson & Björnssou. vera, en stólsins sjálfs, og er það þá um helming allra jarða í sýsl- um þeim, er lutu undir Hólastól. Tekjur biskupanna á þessum ár- um voru líka gott sýnishorn þess, hve verðmætar þær voru. Árið 1550 voru leigur af kúgildum Hóla stóls 4þ080 krónur (miðað við verð 1912—13), en landskyldur voru á sama ári 41600 kr. Árið 1589 segir dr. Páll, að þessar tekjur hafi í Slcálholtsbiskups- dæmi eftir sama reikningi verið nálægt 73000 krónum. En að þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.