Morgunblaðið - 31.03.1929, Blaðsíða 2
2
M 0 RGUNBLAÐIÐ
lHmHIM
Höfum til:
Rúilupylsur o
saltað.
æri.
Tlkynnlng.
Opna nýja verslun í Þingholtsstræti 2 meö
sumarkápu- kjóla-, dragtaelni og
ýmsa smávöru.
Alt til baldiringar og útsanms.
SSólmfríður Hristjánsdóttir.
hefir fliatt bifreiðastöð
síua í nýjn byggingnna
við Lækjartorg. (Inu
gangur á móti Hveriis-
götu. — Sími 784.
Byrd, Vilkinx og Vilhiálmnr Stefánsson
Þegar Vilhjálmur Stefánsson
kom úr norðurför sinni 1918, kom
hann flatt úpp á aila með'því að
spá að besta fliigleiðin milli heims-
álfanna lægi yfir norðurpólinn og
Vilhjálmur Stefánsson.
sú stytsta. Benti hann t. d. á, að
sú leið væri miklu styttri, þegar
farið væri frá Lundúnum til Tokio,
heldur en hin leiðin suður fyrir
Asíu.
ísinn í norðurhöfum bannar
reglubundnar siglingar þar, en ís-
inn er þar víða sljettur og á-
gætur til lendingar fyrir flug-
vjelar, sagði hann.
Menn drógu dár að honum fyrir
þessa fjarstæðu þá og kölluðu
hann í'hæðni annan Jules Verne,
er fitjaði upp á því, sem væri ó-
framkvæmanlegt. En þó voru til
nokkrir framsýnir menn, sem litu
svo á, að þetta, mundi reynandi
enda þótt, hugmyndin væri djarf-
ieg. Meðal þessara fáu manna voru
þeir Richard E. Byrd og George
Hubert Wilkins. Báðir höfðu þeir
talsverða æfingu í flugferðum og
Wilkins var þá nýlega kominn úr
norðurförinni með Vilhjálmi, en
hann hafði verið myndtökumaður
í þeirri ferð.
Þegar Byrd var að búa sig und-
ir pólflug sitt ásamt Floyd Bennet,
leitaði hann ráða hjá Vilhjálmi
um það hvernig hann ætti að búa
sig ilt og hve mikinn farangur
liann ætti að hafa með sjer og
hvaða farangur, til þess að ver'a
sem best út búinn. Og það var
samkvæmt ráðleggingum Vil-
hjálms, að Byrd hafði aðeins ör-
lítinn farangur með sjer í pólflug-
inu. Vilhjálmur hafði sagt honum,
að ef hann neyddist til þess að
setjast á ísinn, myndi hann geta
veitt sjer nóg til matar og kom-
ist heilu höldnu til bygða aftur
fótgangandi, ef svo illa skyldi fara
að flugvjelin ónýttist í ísnum.
Áður en Byrd lagði upp í norð-
urför sína, sendi hann Vilhjálmi
eftirfarandi skeyti:
„1. mars 1926. Kæri Stefánsson.
Jeg hefi bók þína „The friendly
Artic“ með mjer á flugferðinni.
Þakka þjer kærlega fyrir brjef
þín, jeg mun nákvæmlega fylgja
ráðleggingum þínum. Þinn R. E.
Byrd.“
Og þegar Byrd kom aftur úr
pólfluginu skrifaði hann Vilhjálmi
á þessa leið:
„10. júlí 1926. Kæri gtefánsson.
Jeg get aldrei fullþakkað þjer
allar þær ágætu ráðleggingar, sem
þú gafst mjer í brjefum þínum
Þær urðu mjer til ómetanlegs
gagns. R. E. Byrd.“
. Árið 1927 komst Wilkins að
raun úm það að Vilhjálmur hafði
rjett fyrir sjer, að „pólsvæðið er
betur fallið til flugferða heldur
en nokkur staður í tempraða belt
inu,“ því að Wilkins neyddist til
þess að setjast þrisvar sinnum á
ísinn og kom þó lifandi úr því
ferðalagi, og þetta gerðist sama
árið og hin miklu slys urðu í flug-
ferðunum yfir Atlantshaf. í sem-
asta skifti sem þeir Wilkins og
Carl Ben Eielsen voru neyddir
til að lenda, gátu þeir ekki komið
flugvjelinni á loft aftur, svo að
þeir fóru gangandi til lands, sjötíu
mílur, og lifðu á selum og fiski,
sem þeir veiddu á leiðinni.
Menn vissu ekkert hvað um þá
hafði orðið. Þeir höfðu horfið norð-
ur í heimskautsþokuna. — Menn
bjuggnst við því að þeir hefði
farist og talað var um að gera út
leiðangur til að leita þeirra. Byrd
var þá að búa sig unjir Atlants-
lAfsflugið og skrifaði Vilhjálmi
eftirfarandi brjef:
„Kæri Stefánsson. Hvað held-
urðu að við eigum að gera út af
Wilkins? Hið seinasta sem hann
sagði við mig í Seattle var það,
að jeg skyldi ekki fara að leita
að sjer, þótt hann neyddist til að
setjast. .Jeg hefi því sagt að það
væn álit mitt, að þar sem hann
hefði verið með yður norður í
Lsnum og lifað þar, þá mundi hann
fær um að skila sjer og að jeg
væri ekki hræddur um hann. —
Byrd.“
Áður en hægt var að koma
hjálparleiðangi-i á stað, komu þeir
Wilkins og Eielson heilir á húfi til
Point Barrow, gallhraustir og
ekki einu sinni svangir.
Það er því ekki að furða þótt
þessir tveir frægu menn minnist
Vilhjálms nú, er þeir eru í merk-
ustu rannsóknaferðum sínum og
eru að biia sig undir að rannsaka
suðurheimskautið úr loftinu. Byrd
fer rannsóknarferðir sínar frá
Rossflóa, en Wilkins frá Graham-
landi O'g þess verður ekki langt að
bíða að enginn sá blettur sje til á
jörðmni er mannlegt anga hefir
eigi litið.
Vilhjálmur hefir sagt: „Það er
sjaldgæft að nokkur maður lifi
það, að sjá hugmyndir sínar fram-
kvæmdar af tveimur slíkum af-
reksmönnum.1 ‘
Þegar Wilkins uppgötvaði það
úr flugvjel sinni, að Grahamsland
var eyja, skilin frá meginlandmn
af breiðum sundum, þá gaf hann
sundunum nafn og nefndi þau
„Stefánssons Sund“, til heiðurs
við þann mann, „sem er mesti
rannsóknamaður heimsins/1 eins
:og hann kemst að orði í skeyti
sínu. Og þegar hann kom úr þessu
ferðalagi sendi hann Vilhjálmi
eftirfarandi loftskeyti:
„Mintist þín í fyrstu flugferð
minni yfir Suðurskautslandið. Við
metum mikils leiðbeiningar þínar
og munum fylgja þeim, og við
viðurkennum hve mikilsverða
hjálp þú hefir veit.t okkur til þess
að koma fyrirætlunum okk-
ar í framkvæmd. Kærar þakkir.
Wilkins. Eielson.“
Á aðfangadaginn var Byrd að
koma sjer upp bækistöð fyrir
flugferðir sínar og þá sendi hann
Vilhjálmi kveðju:
„í loftskeyti frá Rossflóa, mót-
teknu í dag, hefir Byrd beðið mig
að færa þjer hjartanlegar óskir
um gleðileg jól og farsælt ár.
Byrd er þjer meira en þakklátur
fyrir leiðbeiningar þínar og að
stoð. H. H. Raily, fulltrúi Byrds.“
ið til starfa. Aldursráð (senat)
bandalagsins skipa skáldin: Ein-
ar Benediktsson, Einar H. Kvar-
an, Indriði Einarsson og Jón
Sveinsson. 1 stjórn eru: Gunnar
Gunnarsson, Jón Leifs og Guð-
mundur Einarsson, en í vara-
stjórn Guðmundur Gíslason
Hagalín, Páll ísólfsson og Finn-
ur Jónsson. Aðrir svonefndir
,aðalfjelagar‘ bandalagsins eru:
Annie Leifs, Ásgrímur Jónsson,
Ásmundur Sveinsson. Björgvin
Guðmundsson, Brynjólfur Þórð-
arson, Dóra Sigurðsson, Eggert
Laxdal, Eggert Stefánsson, Emil
Thoroddsen, Emile Walters, Frið-
rik Ásmundsson Brekkan, Guð-
mundur Friðjónsson, Guðmund-
ur Kamban, Gunnlaugur Blön-
dal, Halldór K. Laxness, Har-
aldur Sigurðsson, Jakob Thor-
arensen, Jóhann Jónsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Jón Jónsson
málari (bróðir Ásgríms), Jón
Þorleifsson, Júlíana Sveinsdótt-
ir, Kristín Sigfúsdóttir, Kristján
Albertson, Kristján Guðmunds-
son, Pjetur Jónsson, Ríkarður
Jónsson, Sigfús Einarsson, Þor-
bergur Þórðarson og Þórarinn
Jónsson. Aðalfjelagar eru 40
alls, en fleiri íslenskum lista-
mönnum hefir verið gefinn kost-
ur á að gerast aðalf jelagar. Lög
bandalagsins verða birt síðar.
Erlendar fregnir um „aka-
demí“-rjettindi fjelagsins eru á
misskilningi bygðar, þar ,sem
mentamálaráðherra hafði í huga
að veita fjelaginu með reglugerð
eða stjórnarbrjefi tillögurjett
og ríkisviðurkenningu, en hvarf
frá því. Bandalagið hefir nú
sótt um slík rjettindi með lögum
frá Alþingi.
EIMSKIPAFJELAG vp
ÍSLANDS W
REYKJAVÍK
8andalag íslenskra listamanna.
FB. 30. mars.
„Biandalag íslenskra lista-
manna“, sem stofnað var 6.
sept. síðastliðinn, hefir nú tek-
f
„Brúarioss"
fer hjeðan á miðviku-
ðagskvöld 3, apríl, vest-
ur og norður um land
til útlanda.
— Vörur afhenðist á
þriðjudag og farseðlar
óskast sóttir.
Borðbúnaður:
Borðhnífar frá 0,50
— ryðfríir 0,85
Skeiðar og gafílar 0,25
Teskeiðar 0,10 o. fl.
Versl. Jðns B. Helgasonar.
Laugaveg 12.
Vorvörurnar
komn með e.s. Brnarfoss
og verða teknar ngp strax
eftir páskana.
Bleðilega hátíð!
S. lóiiannesdóttur
AustiaPðKirwti 84,
•Beint á móti L»ndsbanka»ii*)»
Ssmi '387.
Frð Kristfn Einarsdöttir
ekkja Jósefs Jónssonar ökumanns
á Akureyri og móðir Jóhannesar
íþróttakappa og þeirra systkina,
andaðist að heimili sínu þar nyrðra
á skírdagsmorgun. Var það hjarta-
sjúkdómnr, sem leiddi hana til
bana.
Frú Kristín var sjötug að aldri
og hafði mestan hluta æfi sinnar
átt heima á Akureyri. Mann smn
misti hún fyrir þremur árum síð-
an, annálaðan dugnaðar- og át-
orkumann, og sjálf stóð hún hon-
uin engu að baki í þeim efnum.
Var þeim það ljóst, sem þektu
heimilið. Börnum sínum var hún
hin ástríkasta móðir og manni
sínum styrkur lífsförunautur.
En alþýðukonan á sjaldnast
sögu utan heimilis síns, líf hennar
er helgað því og heimurinn lætur
sig oftast litlu skifta hveijnig hún
rækir þær skyldur sínar, það er
ekki ljóma slegið um nafnið eða
minninguna fyrir verkin þau.
„Um hjeraðsbrest ei getnr þó
hrökkvi sprek í tvent,
er hríðarbylur geisar, það liggur
gleymt og fent.
Eins er lítill tregi og engin sorg
á ferðum,
þó ekkja falli í valinn með sjötíu
ár á herðum.' ‘
Aðeins þeií nánustu geyma- minn-
inguna.
G. T. J.
Silfurplettvðiur, 2 turnar
Skeiðar og gaflar 2,00
do. do. des. 1,90.
Teskeiðar 0,55
Köknspaðar 2,75 o. fl.
Uersl. )ðns B. Helgasonar
Laugaveg 12.
>00000000000000000
Brunatryggingar ?
Sími 254.
Sjóvátryggingar
Sími 542.
Looooooooooooooooo
L O F T U R .
Myndastofan i Nýja Bíó opin á
sunnudögum aðeins frá kl. 1 —4
Nýkomið fallegt úrval
af enskum
hAfum
fyrir inllorðna og drengi.
J/azaÁIuAflwœAofT