Morgunblaðið - 31.03.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLARIÐ læknast, ef þeir komast undir læknishendi á spítala. Beinn peningakostnaður fyrir aðstandendur og sveitafjelög við þessa „krpnisku“ sjúklinga, sem sótt liefir verið um pláss fyrir, er eftir því, sem næst verður komist, að meðaltali kr. 4.52 á dag; 4,10 á dag fyrir rólega sjxiklinga, 5,33 fyrir hálf órólega sjúklinga. Beinn kostnaður landsmanna við þessa sjúklinga er því kr. 542.40 á dag, eða 197,976 krónur á ári, þ. e. a. s. tæpar 200.000 kr. Er hjer eingöngu talinn beini peningakostnaðurinn og alls ekki óbeinn kostnaður svo sem aukið fólkshald, atvinnumissir, erfiðleik- ar á heimilunum o. s. frv. Og eng- ar tilraunir eru gerðar til að lækna eða bæta neitt af þessu fólki eða sýna þeim alia þá mannúð, sem óðrum sjúklingum mundi verða sýnd og þá álitin sjálfsögð. Við sjúklinga, sem skyndilega rerða veikir, er kostnaðurinn oft afarmikill. Kvað hann hafa komist í 96 kr. á dag hjer í Reykjavík, auk fæðis, húsnæðis og annars. Sjest af því, hve afarmikil nauð- syn er á að hafa jafnan nokkur pláss auð, fyrir þá, sem skyndi- lega verða veikir, til þess að draga sem mest úr kostnaðinum við þá og til þess að reyna að láta sem fæsta verða „kroniska“ af sjúk- dómnum. Er þá um að gera að læknar greini þegar v stað vægu geðtruflanirnar, sem kunna að vera stór geðsjúkdómur á byrjun- arstigi, og vísi þeim' á spítala ef ske kynni að stöðva mætti sjúk- dóminn. Mjer virðist af þessum ástæðum sem jeg hefi tílgreint, að tæplega muni skynsamlegt að taka „kron- iska“ sjúklinga í meira en svo sem helming spítalarúmsins, held- ur ætla hinn helminginn þeím sem skyndilega veikjast, en því miður verða altaf einhverjir af þeim ,kroniskir“, þannig að auðu rúmunum fer fækkandi. Bygging nýja Klepps hefir staíiið í 10 ár. Allur byggingarkostnaður 560 þús. krónur. Guðjón Samúelsson húsameist- ari ríkisins gaf við vígsluna skýrslu um byggingu hins nýja spítala á Kleppi, og verður hjer í stórum dráttum drepið a það helsta, sem hann sagði: Byrjað var á greftri fyrir hinu nýja húsi í nóvember 1919, og hefir byggingin því staðið yfir í tæp 10 ár. Stafar þessi mikli drátt- ur af fjárhagsörðugleikum ríkis- sjóðs, en það má telja fremur happ en óhapp, að þessi dráttur varð, því byggingarkostnaður all- ur var mjög hár alt fram á arin 1923—1924. Aðeins kjallarasteypan og gólf yfir hann var unnið í daglauna- vinnu, en alt annað í ákvæðis- vinnu og hefir það sparað mikið fje. Steypu á kjallara og lofti yf- ir hann var lokið 1920 og var þá búið að verja rúmum 100 þús. kr. til byggingarinnar. Árin 1921 og 1922 var ekkert unnið. Næstu árin, 1923 og 1924 var dálítið unnið, aðallega sem dýrtiðarvinna. Árið 1925 var ekk- ert unnið. Árið 1926 var byrjað fyrir al- vöru og var þá auglýst fyrsta út- boðið: að steypa upp alt húsið og gera það fokhelt. Komu 5 tilboð. Lægsta tilboðið nam 87 þús. kr.: í var það frá Kristni Sigurðssyn I múrarameistara, og var því tekið | Hæsta tilboðið nam 210 þús. kr j Lægsta tilboð í glugga var 5 þiis. i kr., en hæsta 8 þús. kr. Árið 1927 var innan-húðunin boðin út. Tekið var lægsta tilboð, frá Kjartani Ólafssyni murara- j meistara; nam það 70,500 kr. — Hæsta tilboðið var 84 þús. kr. J. Þorláksson & Norðmann gerðu lægsta tilboð í miðstöðina og nam það 30 þús. kr.; hæsta tilboðið var 42,900 kr. Árið 1928 var gert útboð á allri skólp- og vatnsleiðslu innanhúss, ásamt vöskum, baðkerum o. s. frv. Tekið var lægsta tilboðið, 17,300 kr., frá ísleifi Jónssyni. Hæsta til- boðið vau 20,800 kr. Lægsta tilboð- ið í málningu innan húss var frá Ósvaldi Knudsen og Daníel Þor- kelssyni að uppliæð 13,800 kr. — Hæsta tilboðið var 27 þús. kr. — Lægsta tilboð í raflögn, 6 þús. kr., var frá Júlíusi Bjömssyni; hæsta tilboð -var 6800 kr. Allur byggingarkostnaður nýja Klepps, þar með talin öll húsgögii (um 50 þús. kr.), er um 560 þús. kr. Eru í spítalanum rúm fyrir 100 sjúklinga, svo byggingarkostnað- ur á rúm hefir orðið um 6000 kr Til samanburðar gat húsameistari j)ess, að á geðveikrahælum erlendis — sem bygð voru á sama tíma — hafi kostnaður á sjúkrarúm náð 12—16 þús. kr. Við nýja Klepp hefir verið reist íbúðarhús handa lækni spítalans, dr. med. Helga Tómassyni. Það hús kostaði 33 þús. kr. Lýsing á húsinu. Hið i^ýja hús er að lengd 44,5 m. og breidd 11,80 m. í því er kjallari, tVær hæðir og ris. í kjallaranum (talið að aust- an) :• Eldhús og það sem því til- heyrir, borðstofa starfsfólks, vinnustofa fyrir karlmenn, skrif- stofa, rannsóknar- Og. skoðunar- stofa. Á efstu hæð: íbúðir starfs- fólks og vinnusalur fyrir konur (sem einnig er samkomusalur og kirkja). Á fyrstu og annari hæð eru sjúkrastofur. Er þéim skift í 4 deildir, 2 niðri fyrir karla, og 2 uppi fyrir lconur. Stofurnar í vesturenda, gulmálaðar, eru fyrir rólega sjúkímga, þunglynda, slappa og þreytta, sjúklinga, sem þarf að hressa við. Stofurnar í austurenda, blámálaðar, eru fyrir órólega sjúklinga, er þarf að sefa. Til hægðarauka við eftirlitið er fyrirkomulagið haft þannig, að sja má vfir allar deildirnar í senn gegnum op á veggjunum. Páfinn ætlar að| ferðast. Eftir því, sem útlend blöð her> ætlar páfinn að fara í ferðalag að ári og heímsækja öll þau lönd í álfunni, þar sem kaþólsk trú er ríkjandi. Ætlar hann að fara frá Rómaborg til Triest, þaðan til Zagreb (Agram), Budapest, Krak- au, Varsjá, Vínarborgar, Múnchen, Brjissel, Dublin, París, Madrid og Lissabon. Árið 1931 hefir hann í huga að ferðast til Bandaríkj- anna. Gunnar Gnnnarsson kaupmaður var fæddur á Kiðafelli í Kjós 19. nóv. 1853. Foreldrar hans voru Gunnar bóndi Sigurðsson og Guð- rún Bjarnadóttir, kona hans, syst- ir Bjarna á Esjubergi. Foreldrar Gunnars eignuðust 15 börn, og var Gunnar næstelstur þeirra átta, er upp komust. Stundaði liann venjulega sveitavinnu framan af, bæði á heimili foreldra sinna og annars staðar, og fjekk snemma orð á sig fyrir óvenjulega atorku og dugnað. Um hríð stundaði hann sjósókn af Akranesi, var formaður á bát og annálaður aflamaður. Gunnar var 27 ára gamall, er hann kom til Reykjavíkur, og stundaði þá fyrst sjósókn. Var hann formaður á báti, er Lange kaupmaður gerði út. Síðan hvarf hann frá þeim starfa og tók að gefa ,sig að verslunárstörfum. Var hann pakkhús- eða utanbúðarmað- ur fyrst hjá Johansen kaupmanni, ííðan hjá Þorl. Ó. Johnsen og síð- ast hjá Eyþóri Felixsyni. Árið 1899 hóf hann sjálfur verslun í svartri og ljótri pakk- húskompu, þar sem nú stendur Tngólfshvoll. Að vísu var staður- inn ekki vistlegur, en hann lá vel við, eins og þá var högum háttað hjer í bæ, og Gunnar stundaði verslunina með framúrskarandi á- huga og elju, enda mun hann hafa komið fótuúi undir efnalega vel- megun sína, meðan hann var þar. Skömmu eftir aldamótin reisti hann sjer tvílyft timburhús í Hafnarstræti, en það brann í stór- brunanum árið 1915, óg reisti hann þá á næstu árum steinhús á sama stað og annað, er veit út að Aust- urstræti. Stóð hagur hans með miklum blóma á þeim árum og síðar, því að hann var útsjónar- maður hinn mesti og slingur í við- skiftum, en svo áreiðanlegur og orðheldinn, að honum varð gott til skiftavina. Stóð það, er hann sagði, „eins og stafur á bók,“ eins og sagt var stundum áður fyr, meðan nokkru öðru var að treysta en skriflegum lögfræðingasamningum. Gunnar naut, lítillar mentunar í æsku, en hann var skynugur mað- ur og glöggur og hafði það til að bera, sem vegur upp á móti nokk- urri bokmentun, hann var fjör- maður mikill og dugnaðar- og at- orkumaður með afbrigðum, að hverju sem hann gekk. En sá, sem er óvæginn við sjálfan sig, gerir sömu kröfur við aðra,, og Gunnar gekk ríkt eftir því, að aðrir ynnu eins og hann, þeir er hann hafði yfir að sjá. Hann var manna á- reiðanlegastur í viðskiftum og bak aði það honum að vonum sár von- brigði, er liann átti við þá að skifta, er ekki höfðu þann kost til að bera. Hann var trygglyndur maður og vinfastui-, hjálpfús við þá, er hann tók trygð við, en ljet sig aðra litlu skifta. Það la í eðli Gunnars, að hann Nýkomið: Skyr, Smjör og Egg. Ank þess ýmsar vörar með hálivirði. Versl. FíUmn. Laugaveg "Ö. sui. úl. var allur í því starfi, er liann fjekst við, og hafði enga löngun til að vasast í því, er liann taldi aðra færari til. Hann tók engan beinan þátt í opinberum málum, en var þó fullur áhuga fyrir þeim og ræddi þau af kappi við kunn- ingja sína, er færi gafst. Fór hann í engu dult með skoðun sína og vægði lítt fyrir öðrum, því að fjör- ið var miltið. Eitt mál hafði hann tekið sjerstöku ástfóstri við. Hann bar mjög fyrir brjósti Ekknasjóð Reykjavíkur, var einn af stof^ öndum sjóðsins og lengst af gjald- keri lians. Árið 1886 kvæntist hann Júlíönu Isafold, dóttur Jóns útvegsbónda GuðmUndssonar í Hlíðarhúsum og lconu hans, Ingibjargar Ólafsdótt- ur. Eignuðust þau Gunnar 11 börn og komust 10 á legg. Börnin voru þessi: Ragna, gift Ólafi Gunnarssyni hjeraðslækni (hann dó 1927). Gunnar, trjesmíðameistari (dó 1922), kvæntur Kristjönu Einars- dóttur. Kristín (do 10. mars 1929), gift. Guðm. Guðmundssyni bankagjald- kera. Ársæll,. kaupmaður (dó 1926), kvæntúr Ólöfu, dóttur Guðmundar Björnsonar landlæknis. Ragnar, í Yesturheimi. Axel, kaupmaður. Laufey, gift Brynjólfi Vilhjálms syni verslm. Gyða, gift Ólafi Bjöjmssyni verslm. Unnur, Svana, ógefnar í föður- húsum. Ásta, dó ung. Eins og eðlilegt er um jafn dug- legan mann, varð Gunnari vel á- gengt um ævina og hann var í mörgu lánsmaður. En hann fór ekki heldur varhluta af því, sem mótdrægt er. Hann var keilsuveill um langt skeið hin síðari ár æv- innar og varð fyrir miklum og sár- um ástvinamissi. Elsta son sinn, Gunnar, misti hann árið 1922, og konu sína árið 1924, og mun hann liafa tekið sjer missi hennar mjög nærri. En ekki sat við það. Telst mjer svo til, að hann hafi mist 10 ástvini síðustu 7 árin, konu, börn og barnabörn og tengdason, og nú síðast lá ein af dætrum hans á líkbörunum, er hann sjálfur Ijetst. Hefir þar verið óvenjulega oft veg ið í sama knjerunn, og má’ nærri geta, hversu þungbært það hefir verið honum, komnum að fótum fram. Trú mín er sú, að þeim, sem þektu Gunnar, muni þykja nokk- urt skarð höggvið, og þó sjer- staklega börnum hans, sem hann reyndist hið besta, ekki síst þeg- ar erfiðlega horfði fyrir þeim a einhvern hátt. J. Óf. Til Strandarkirkju. frá Gauja 2 kr., Cöru 50 aur., B. 15 kr., vest- firskri konu 2 kr., E. (gamalt á- heit) 5 kr., Gisla J. Halldorssyni, Garði, 5 kr., ónefndum 2 kr. gjaldmælis bifreiðar altaf til leigu hjá B. S. R. — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, en hjá B. S. R. — — Studebaker eru bíla bestir. Ferðir til Vífilsstaða og Hafnar- fjarðar alla daga á hverjum kl.- tíma. Best að ferðast með Stude- baker drossíum. Ferðir austur í Fljótshlíð þegar veður og færð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. BifreiðastöA Reykjðvikur. Austurstræti 24. Bonevax oy yólflakk fæyilðynr oy Blómstnrpottar. Vald. Poulsen, Klapparatig 29 5imi 24. Van fioutens konfekt og átsiikkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. 1 heildsölu hjá Tóbaksverjlun IsIandsKt saiinpiiiur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — SólinpillTir hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur hjálpa til að fyrirbyggja og eyða fili- pensum. Sólinpillur lækna van líðan er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. Notk- unarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. \,25. — Fæst hjá hjeraðslæknum, lyf- sölum og LAUGAVEGS APÓTEKI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.