Morgunblaðið - 07.04.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1929, Blaðsíða 2
2 M OR-GUN BL AÐ I Ð Herved bringer jeg min hjertiligste Tak til de is- landske Folk, som har vist mig Imödekommenhed og Del- tagelse i min store Sorg. Naar man som jeg; bliver staa- ^nde alene i et fremmed Land, vil det nok forstaas, at jeg har fölt den Godhed der er bleven mig til Del dob- belt. Islænderne har ikke alene vist, at de har et godt Hjerte, men tillige er forstaaelsesfulde og höjsindede. — En specielt Tak til D’herrer dn danske Minister, Höjeste- retssagförer Lárus Fjeldsted og Köbmand Ludvig Lárus- .son. Atter min hjerteligste Tak. Vilhelmine Christensen. Konan mín, Sigurlaug Sigurgeirsclóttir, andaðist í morgun. Reykjavík, 6. apríl 1929. Guðmundur Bergsson. Jarðarför Andrjesar Jónssonar, káupm. frá Eyrarbakka, fer franv frá Príkirkjunni þriðjudaginn 9. þ.m. og liefst með bæn kl. 1V> e. h. á heimili mínu} Laufásveg 59 . , Reykjavík, 5. apríl 1929. f. h. ekkju hans og bama: . Jón Pálsson. „Eternit“-þakhella er endingarbesta og ódýrasta þakefnið. „Eternit“ er búið til úr „Asbest“ og sementi, og verður því sterkara og seigara með aldrinum. „Eternit“ þolir best allra þakefna umhleypingasama veðráttu. Ferðamannaskýli á hæsta fjalli í Sví- þjóð „Kebnekaise“ var klætt með „Eternit“ árið 1908 og sjer ekki áþví enn þann dag í dag. „Eternit“ hefir þann stóra kost að vera ljett í sjer, þak- viðir þurfa því ekki að vera sterkari en undir bárujárn. „Eternit“ má leggja á „lektur“ eingöngu eða borðasúð, án þess að lista þurfi undir. Vinnan við að leggjá „Eternit“ er lítið meiri en við bárujárn. .„Etemit“-þakhellur fást í brúnum, rauðum, bláum og gráum lit, og með ýmsri gerð og stærðum. Aðalumboðsmaður fjnrir Island Jón S. Loftsson. Aðalstræti 18. — Sími 1291. Hðfnm fyrirliggjandi Sement Mjölkurfjelag Reykjavíkur. ! Landsfundurinn. Nokkrar ályktanir fnndarins. Tíma-Jónas skrækir. í gærmorgun byrjaði fundur í Varðarhúsinu kl. 10. Fyrstur tók Jiar til máls Árni Jónsson ritstjóri. Umræðuefni hans var afskifti stjórnmálaflokkanna af landbúnaðarmálum. Lýsti ræðu- maður því í skörulegri ræðu, hvernig íhaldsmenn hefðu átt upptökin að flestöllum fram- faramálum landbúnaðarins á undanförnum árum, svo sem Ræktunarsjóð hinum nýja, Jarð ræktarlögunum, fitvinnurekstr- arlánum og nú síðast raforku- málinu. Næstur talaði Jón Þorláksson. Ræða hans fjallaði aðallega um skattamálin í sambandi við at- vinnurekstur þjóðarinnar. 1 ræðu sinni kom hann inn á sam vinnustefnuna og frjálsa sam- kepni, og sýndi fram á, hve .mikið af því sem Tímamenn segja um þessi mál eru ýmist blekkingar eða sagt af skilnings og greindarleysi. Umræður um erindi 'þessi stóðu til hádegis. Því næst var fundarhlje til kl. 4i/2. Á fundinum seinnipartinn í gær voru bornar fram eftirfar- andi ályktanir, er allar voru samþyktar í einu hljóði. Landsmálafundurinn ályktar að lýsa því yfir, að hann tel- ur að af hálfu ríkisins, beri að jfeggja hina mestu áherslu á samgöngubætur á landi, og telur jafnframt rjett að styðja að því, að Eimskipafjelag Islands um- bæti sem best samgöngur á sjó með ströndum fram og milli íslands- og útlanda. Landsmálafundurinn færir þingm. flokksins þakkir fyrir rekstrarlánafrumvarp það, sem þeir fluttu á þingi 1928, og óskar eftir að löggjöf um þetta verði afgreidd í sem líkastri mynd á yfirstandandi þingi. Landsmálafundurinn lætur í ljós eindregna ánægju sína yfir frv. því um raforkuveitur, sem nú er fyrir þinginu, og telur samþykt þess stórt spor í áttina til þess að halda fólkinu í sveit- únum, gera vistina þar þæg- ilegri og flýta fyrir ræktun landsins. Verkfall á togurunum, sem nýlega er lokið hefir fært Is- lendingum skýrar og ótvíræðar sannanir fyrir því, að þeir fái ekki frekar en nágrannaþjóð- irnar umflúið verkfallsbölið nema því aðeins, að sjerstakar varnarráðstafanir verði gerðar. Landsfundurinn skorar því á Alþingi að hefjast handa um slíkar ráðstafanir, og telur þessu máli vel borgið ef frv, er gengur í sömu átt og frv. um vinnudóm, verður lögfest. Fundurinn lýsir þeirri skoð- un, að framfarir 1 landinu hljóti að byggjast á traustum og heil- brigðum atvinnurekstri í hönd- um einstaklinga, og því best að forðast að skerða atvinnufrelsi manna eða íþyngja atvinnuveg- ranum með of þungum sköttum. Fundurinn telur ]>á stefnu mjög skaðlega að ala á ríg milli stjetta í þjóðfjelaginu. Góð sam vinna allra landsmanna er nauð ,synleg til sannra framfara og hagsældar þjóðarinnar. Þá var og til umræðu álit nefndar þeirrar er fjallaði um starfsemi flokksins út um öll hjeruð landsins. Var gerður góð ur rómur að tillögum nefndar- innar. Ennfremur kom til umræðu álit nefndarinnar er skipuð var til þess að athuga hvort nafn flokksins væri í samræmi við stefnu hans og starf. En eigi vanst tíxni til þess að gera á- lyktun í því efni áður en hlje þurfti að gera á fundinum kl. 7, vegna brottfarar Esju, en með henni fóru allmargir fundar- menn heimleiðis. í gærkvöldi efndi miðstjórn /lokksins til samsætis í veitinga laúsi Rósenbergs fyrir fundarmenn. Sátu menn þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi. Þessi friðsami fundur manna úr flestum kjördæmum landsins hefir haft alveg einkennilega mikil áhrif á ritstjóra Tímans. Að fundur þessi gæti haft nokk ur áhrif á stjórnmálastarfsem- ina í landinu, gátu fundarboð- endur búist við. En eins og að- sóknin var meiri en menn bjugg ust við, eins ætla áhrifin af fundi þessum sýnilega að verða meiri en menn gat grunað. Ritstjóri Tímans er nú fyrst og fremst genginn af göflun- um. Hann mátti þó lítið missa. Að flokksmenn andstæðinga- flokksins mæti á fundi hjer í Reykjavík hefir sýnilega orðið sálarstillingu hans ofraun. Hann bölsótast yfir fundi þessum í þriggja dálka grein. Hann þrífur hið meinlausa skop blað, Spegilinn, sjer til varnar. Hann hellir sjer yfir foringja flokksins, og telur þá verri Jú- dasi ískariot. Hann sem sagt skortir bæði dómgreind og vel- sæmi. Og þegar ]cess er gætt, að tilefnið er ekki annað en þessi ]>riggja daga fundur, þá er auð- sjeð að TímaJónas eða Undir- Jónas öðru nafni veit sem er, að um leið og andstæðingar nú-' verandi stjórnar vinna með j skipulagi og festu að flokks- starfsemi sinni, þá er brátt úti um það hrófatildur iýgi og blekkinga er notað hefir verið í einskonar skjaldborg um Hriflu- manninn. Fylgistmeð Bollapör, 100 tegundir. Diskar, ótal teg. Kaffi- Matar- og Þvottastell nýj- ar gerðir. Reykborð, Gler- skálar og Bátar. Handtösk- ur frá 2,35. Handsnyrti. [ Blóm-apot.tar, Kaffikömmr, Katlar og Pottar. Borð- hnífar, Skeiðar', Gafflar, Teskeiðar. Hvergi betri kaup. Edinborg. |í herbergið vðar| liöfum fengið stórt úrval af ljómandi fallegum Körfustólum og Borðum, einnig Barna- stóla og Barnavöggur. Edinborg. Fylgisl með. Nýjasta Uska. Vor- og Sumarhattar. Sumarkápu- og Kjólatau. Skinnbúar, úr miklu að velja. Edinborg. Nvkomnar vðrur tíl síldorútgerðar: net, netaslðngur netakaöall, netabelgir. Einnig notað reknet og reknetakaðall, sem selst mjðg ódýrt. 0. Ellingsen. Harmonlun nýkomin. Ágætir greiðslnskilmálar. 1 ” ' IHljóðfæraverslnn. Lækjargötu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.