Morgunblaðið - 14.09.1929, Blaðsíða 8
8
* GV NBL AÐl f»
&&& Rlfinnur dlfqkóngur. &&&
FEfintýri með 120 mynðum eftir G. TH. ROTfTlRH.
97. Allt í einu heyrðu þeir byrsta
rödd: „Þetta skuluð þið fá borgað!“
Þeir litu við og sáu kolsvartan álf með
grátt skegg og glitti í hvít augun. „Þið
hafið brotið egg strútsins,“ hélt hann
áfram, „og þar sem ég átti að gæta
þeirra, fæ ég auðvitað skellinn.“ „Nei,
við verðum hér kyrrir og segjum hon-
um, að það vorum við, sem brutum
eggið,“ sagði Alfinnur, og reyndi að
bera sig borginmannlega.
98. Að nokkrum mínútum liðnum
kom strúturinn. Hann flýtti sér að gæta
að því, hve mörg egg hans hefðu brotn-
að, en til allrar hamingj var það ekki
nema eitt. Jæja, það varð úr, að hann
fyrirgaf þeim, af því að þetta var
óviljaverk. „En hvað eruð við eigin-
lega að gera hér suður 1 Afríku ?“ spurði
hann. — Feðgarnir sögðu honum nú
frá ferðum sínum og að þeir væru nú
að leita að storknum.
99. „Ha-ha-ha!“ hló storkurinn. —
„Eruð þið, litlu þumalingarnir að leita
að einum stork um alla Afríku? Nei,
hann finnið þið aldrei. Það er betra,
að ég fari með ykkur niður að Nílar-
bökkum, því að þar finnið þið án efa
einhvern fugl, sem vill flytja ykkur
heim.“ Þetta þótti þeim þjóðráð og
strúturinn setti þá á bak sér og inn-
an stundar var hann kominn á harða-
sprett með þá norður á bóginn.
100. En ekki voru þeir úr allri
hættu enn, því að ekki var strúturinn,
fyr kominn út á eyðimörkina, en fíla-
pabbi kom fram undan tré ásamt syni
sínum. Þeir gripu álfana með rönunum
og ráku strútinn burtu. „Þið skuluð
ekki sleppa í annað sinn,“ sagði fíll-
inn. „Nú veit ég um miklu betri stað
til að geyma ykkur á.“ Hann labbaði
síðan með þá í rananum niður á fljóts-
bakkann.
101. Þar setti hann þá í stóra vatns-
fötu og hengdi hana upp í grein, sem
slútti út yfir ána. Þarna voru þeir nú
í fötunni og sáu ekkert nema upp í
heiðan himininn! Brátt fór að skyggja
og niðdimm nóttin lagðist yfir. Þeir
voru að hugsa um storkinn; hvort hann
myndi finna þá þarna í fötunni eða
hvort hann á annað borð kærði sig
nokkuð um þá. Út frá þessum hugleið-
ingum sofnuðu þeir.
102.Morguninn eftir vöknuðu þeir
eldsnemma. Alfinnur lyfti Trítli upp,
svo hann gæti séð yfir fötubarminn.
„Þarna er sægur af fuglum,“ sagði
hann, „en hvernig eigum við að Iáta þá
taka eftir okkur?“ „Ég veit ráð til þess,“
sagði Alfinnur. „Við skulum hoppa til
þess að láta fötuna sveiflast til og frá.“
Árangurinn af þessu varð sá, að fatan
smámjaka^iist fram af greininni og
— datt loks ofan í ána!
103. Þegar vatnahestarnir heyrðu
hávaðann, ráku þeir upp stór augu,
en urðu skjótt rólegir, þegar þeir sáu,
að engin hætta var á ferðum. En svona
skrítinn bát höfðu þeir aldrei séð! —
Feðgana rak nú niður eftir ánni með
geysi-hraða, og þeir höfðu ekki hug-
mynd um, hvert þá myndi bera. En svo
mikið var víst, að þá rak niður-eftir
ánni, og þeir vonuðu að hjálpin kæmi
þegar mest á lægi.
104. Allt í einu rakst fatan á fæt-
ur storks, sem stóð út í ánni og var að-
gæða sér þar á ýmsu góðgæti. „Getið
þig ekki stýrt kænunni ykkar?“ sagði
hann afundinn og leit ofan í fötuna.
„Bíðum við ég þekki ykkur líklega, því
að ég mætti vini mínum, er sagði mér
frá ykkur. Hana, komið þið nú upp úr
fötunni!“ ,Svo tók hann fötuna upp
með nefinu og bar hana á land.
Ástin sigrar,
vatnsfletinum fjell á þau, svo þau
fengu ofbirtu í augun. Þau gengu
nokkurn spöl þegjandi, uns Row-
land tók til máls.
— Vegna þessa hugboðs míns,
gat jeg ekki farið, án þess að tala
við yður, án þess að segja nokkuð
við yður, sem jeg ef til vill ann-
ars aldrei hefði sagt.
Hann rendi augunum til hennar
um leið og hann sagði þetta, og
hann sá ekki betur en að snöggir
drættir í andliti hennar bæru vott
um geðbrigði. Hann sá, að brjóst
hennar bifaðist óvenjulega, og að
hún fiktaði ókyrlátlega við kögrið
á sjalinu sínu. En nálega undir
eins náði hún fullkomnu jafnvægi,
og bjó sig til þess að taka á móti
þeirri árás, sem hún átt.i von á.
— Jeg er viss um, að þjer eruð
að ýkja, sagði hún, og hugboð yðar
er ástæðulaust. Þjer munuð komá
heill og óskaddaður frá verki því,
sem. þjer eigið nú fyrir höndum;
það vona jeg að minsta kosti.
Þarna náði hann í hálmstrá.
— Þjer vonið það? hrópaði liann
og staðnæmdist um leið og greip
um vinstri hönd hennar. — Vonið
þjer það? Ef svo er, þá er jeg viss
um, að jeg kem aftur. En ef svo
væri, að yður væri sama, þá er
jeg ekki viss um nema það færi
best á því að hugboð mitt væri
ekki eins ástæðulaust eins og þjer
segið að það sje. Segið mjer,
Ruth ....“
En nú greip hún fram í fyrir
honum; hún áleit nú tíma til þess
kominn. Hún var kafrjóð í kinnum
og augnatillitið var kuldalegt.
Hægt og rólega dró hún höndina
að sjer, sem hann hafði haldið í.
— Hvað eigið þjer við? sagði
hún, talið skýrt og greinilega, svo
jeg geti gefið yður greið svör.
í þessari baráttu mundi engum
öðrum en Sir Rowland hafa dul-
ist, hve aðstaða hans var vonlaus
og mundi þá hafa dregið sig í
hlje á meðan leikurinn var góður.
En hjegómagirnd hans varnaði
honum þess algerlega og hann
hjelt því áfratn, enda þótt hann
hefði margoft átt að verða þess
var, að Ruth kærði sig ekki hið
rninsta um hann sem elskhuga,
enda kom hann henni hálfaum-
ingjalega fyrir sjónir, vegna hinna
ótal mishepnuðu t.ilrauna hans til
að afla sjer auðs og gengis.
— Úr því þjer spyrjið mig á
'þessum grundvelli, þá skal jeg
svara yður hreinskilnislega, svar-
aði liann. Það sem jeg á við ....
Hann næstum kveinkaði sjer und-
an hinu rólega augnaráði hennar.
— Sjáið þjer ekki, hvað jeg á við,
Ruth ?
— Jeg trúi ekki því, sem jeg
sje, sagði hún, og þar sem jeg vil
ekki gera yður rangt til með því
að trúa neinni vitlej-.su um yður,
þá vil jeg, að þjer segið mjer það
hreinskilnislega.
Ennþá hjelt hann áfram: —
Hví skylduð þjer ekki trúa skiln-
ingarvitum yðar ? spurði hann
hana hálfreiður og hálfbiðjandi.
— Er J>að nokkuð ótrúlegt, að jeg
elski yður ? Er það .... ?
— Hættið Jijer! sagði hún og
gekk frá honum. Þau þögðu bæði
andartak, hún hálfhissa og reið, en
hann skömmustulegur og hjelt sig
líkt og hundur, sem bíður eftir
refsingu. Það leit líka helst .út
fyrir, að hún ætlaði að setja ofan
í við hann, en svo mun hún hafa
hætt við það, því að Jiað næsta,
sem hún sagði, var kærulaus en
ckld óvingjamleg beiðni til hanw
um að hvpja sig burtu. Híín sneri
sjer síðan við og gekk nokkur
skref á leið til hiissins og hagaði
sjer að öllu leyti líkt því sem Sir
Rowland hefði aldrei verið til. —
Þetta var nóg til þess að hann
gleymdi alveg hinni fyrri fram-
komu sinni, og því með, að hún
vildi auðsjáanlega hvorki heyra
hann nje sjá. Hann varð reiðilegur
á svipinn, hleypti brúnum og lyfti
efri vörinni svo að skeim í hvítar
tcnnurnar. eins og á rándýri. í
einu stökki var hann kominn að
hlið henni.
— Hatið þjer mig, Ruth? spurði
hann hásri röddu.
— Hví skyldi jeg hata yður?
spurði hún aftur. Jeg hefi ekki
einu sinni ándúð á yður. Og svo
bætti hún við eins og til að út-
skýra þetta fyrirbrigði: — Þjer
eruð vinur bróður míns og mjer
þykir vonbrigðum sæta, að ]>jer
hafið sýnt mjer óvirðingu, hið ó-
líklegasta. sem jeg bjóst við af
yður.
— Að hverju leyti hefi jeg sýnt
yður óvirðingú? spurði hann.
— Þjer vissuð, að jeg er öðr-
um ..,.
0, svei, greip hann fram í; þjer
takið ekki frekar en jeg mark &
þessu nauðungarhjónabandi.
— Þjer nej-ðið mig til að særa
yður, sagði hún, og geklc al-
veg fram lijá Jiví, sem hann liafði
\erið að segja. En jeg særi yður
á sama liátt og skurðlæknir, til
Jæss að lækna yður.
— Þakka >rður fyrir, sagði liann
hissa og móðgaður, en áttaði sig
]>egar í stað og greip aftur til
hetjulegrar framkomu sinnar. —
Jeg fer leiðar minnar, frú, sagði
hann sorgmæddur, og fari svo að
jeg eigi að týna lífinu í kvöld eða
niorgun, Jiá....