Morgunblaðið - 29.09.1929, Side 5

Morgunblaðið - 29.09.1929, Side 5
Smmudaginn 29. sept. 1929. 5 Stofnandl: Vllh. Fln«en. Ct*»fandl: FJelag 1 Reykjayfk. SltjitJörar: J6n KJartan»son. Valtýr Stefánsson. kuciyslngastjðrl: E. Hafberg. flkrlfstofa Austurstrœtl *. •Issi nr. 600. AUKlýslngaskrlfstofa nr. 700. aslmaslnar: J6n KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 12*C. E. Hafberg nr. 770. vakrlftasJald: Innanlands kr. 2.00 á ssánuBl. ~ nlands kr. 2.50 - ---- sölu 10 aura elntaklB. Erlendar símfregnir. FB. 28. sept. Stefna nýju stjómarinnar í Austurríki. Frá Yínarborg er simað: Scho- ber, forseti hinnar nýju stjórnar í Austurríki, hjelt stefnuskrárræðu sína í þinginu í gær. Kvað hann óttann um byltingaáform í Aust- urriki ástæðulausan, því Heim- 'vvehrsmenn áformi ekki að gera byltingu eða borgarastríð. Kvað hann stjórnina ætla að hafa sam- band við Ileinnvehrsmenn í þeim tilgangi að beina hreyfingunni inn á rjetta braut, sem geri mögu- legt að 'fnllnægja á löglegan hátt kröfum Heimwehrsmanna að svo miklu leyti sem þær sjeu fram- kvæmanlegar og rjettmætar. Kvað hann stjórnina ætla að vinna að víðtækum breytingum á stjórnar- skránni, einkanlega í því skyni að auka vald ríkisforsetans. Vesturför MacDonalds. Frá London er símað: Ramsay MacDonald, foraætisráðh., lagði af 3tað til Bandaríkjanna í dag. Tók hann sjer far á skipinu Beran- geria. Stanley Baldwin, fyrverandi for sætisráðherra, heimsótti MacDon- ald í gær, til þess að óska honum fararheilla. Bretlandskonungur hef ir einnig sent MacDonald óskir um góðan árangur af vesturför- inni. Breskir sjórnmálamenn og raun- ar allur almenningur hefir' mikrnn áhuga fyrir ferðalagi MacDonalds og vænta þess sjerstaklega, að ár- angurinn af ferðinni verði mikill og góður og verði til þess, að nvtt tímabil hefjist í sambúð Bretlands og Bandaríkjanna, sem hafi heillavænlegar afleiðingar, ekki aðeins á meðal enskumælandi þjóðanna heldur og um allan heim. Leitin að pólförunum árangurs- laus. Frá Oslo er símað: ítölsku leið- angursmennirnir, sem voru að leita að loftskipsflokknum úr No- bileleiðangrinum, á Spitzbergen- svæðinu og Novaja Semlja, erá komnir til Tromsö. Leitin varð ár- angurslaus. Harður dómur. Frá Rómaborg er símað: Cesare Rossi hefir verið dæmdur í þrjá- tíu ára fangelsi fyrir þátttöku í byltingasamsæri. (Rossi er fyrverandi samverka- maður Mussolini, en snerist á móti honum, þá er Matteotti var myrt- ur. Rossi var í fyrra lokkaður frá Sviss til ítalíu og handtekinn þar). Kveinstafir Haraldar G-uðmundssonar og ótví- ræð hræðsla hans við starfsemi Varðarfjelagsins. Sósíalistabroddar þessa bæjar eru menn vanstiltir. Þeir þurfa ekki mikið til þess að komast út úr jafnvægi. Br þeir fá vitneskju um að andstæðingar þeirra hafi í hyggju að koma skipulagi á flokksstarfsemi sína, þá er þeim öllum lokið. Haraldur Guðmundsson rýkur til og nær í brjef og skjöl, sem koma Sjálfstæðisflokknum við og starfsemi Varðarfjelagsins hjer í bænum. Svo mikið þykir honum við þurfa, að hami klófestir brjef þessi með þeim hætti, að hann getur eigi treyst sjer til þess að skýra frá því hvernig þau sjeu komin í lians hendur. En hvað þykist hann svo vinna með því, að birta brjef þessi? Af brjefunum er það sýnilegt, að landsmálafjelagið Vörður hjer í bænum hefir tekið sjer fyrir liend- ur, það alveg sjálfsagða verk, að vita um kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins,’ fá um það sem nákvæm- í.sta vitneskju. Fjelagið hefir enn- fremur ákveðið, að fá nokkra inenn til þess að talca að sjer ýms störf hjer innajnbæjar í þágu flokksins. í alveg starblindri flónsku sinni heldur Haraldur Cfuðmundsson, að 'hann geti talið fóllci trú um, að Sjálfstæðismönnum, og þó einkum stjórn Varðarfjelagsins, sje það til minkunar að hafa komið þessu skipulagi á flokksstarfsemina hjer í bæinnm, sem nú er komin á, og brjef þau sem birt eru í Alþýðu- blaðinu gefa nokkra hugmynd um. Bn hver heilvita maður sjer, að slíkt er hin mesta fjarstæða. Það er ekki nema alveg eðlilegt og sjálfsagt, að hver stjórnmála- fiokkur hafi sem best yfirlit yfir fylgi sitt, og noti sjer af því, að ménn vilja fyrir hann vinna. Það er með afbrigðum hlægilegt, er sósíalistar rísa upp og þybjast hafa fundið það út, að skipulags- bundin flokksstarfsemi sje for- göngumönnunum til minkunar. — Því það mega þeir eiga sósíalistar, að þeir hafa sjeð það mörgum öðrum fremur, hve slík starfsemi er eðlileg og nauðsynleg. Þeir hafa s’n ^ÍMög og fulltrúaráð, og hafa góðar gætur á fylgi sínu, fjær og nær. Hafa margir litið svo á, að emmitt þessu fyrst og fremst. geti sósíalistar þakkað það fylgi 0g áhrif, sem þeir nú hafa á landi hjer, en síður því, að menn hafi einlæga trú á stefnu þeirra. En þegar sósíalistar heyra, að andstæðingar þeirra taka upp hjá sjer skipulagsbundnara starf, en þeir hafa áður haft, þá ætla brodd arnir alveg að rifna. Þeir byrja ineð því að æpa um það, að hið sama fyrirkomulag, sem þeir sjálf- ir hafa haft árum saman — sje andstæðingunum til minkunar. Vanstillingin og hræðslan, er lýs- ir sjer í framkomu þeirra, er skilj- anleg á þann eina Iiátt, að þeir sjeu alveg dauðhræddir um sig og f.vlgi sitt. Þeir líti sjálfir svo á, að þegar andstæðingarnir taka. föstum tökum á flokksstarfsem- mni, þá sje vonlaust fyrir þá að vinna hjer á. Það er ákaflega skemtilegt fyrir Sjálfstæðismenn að sjáhve sósíalistabroddarnir háfa litla og veika trú á fylgi sínu hjer i bænum. En það er jafnframt eðlilegt, að þeir sjái sem er, að fylgi þeirra og velgengni er á völtum fótum. Með ári hverju kynnist almenn- ingur betur öllu þeirra innræti og liáttalagi. Með ári hverju verður það sýnilegra, að menn þeir, sem mestu ráða innan sósíalistaflokks- ins, eru ekki annað en valdagír- ugar, sjerhlífnar aurasálir, sem potað hafa sjer í mjúkinn hjá kjósendum, til þess eins að afla sjer metorða, valda, fjár og þægi- legrar atvinnu. Umhyggja þeirra fyrir velgengni verkafólksins, er fals eitt. Hvað eftir annað hafa þessar síngjörnu smásálir í valda- sætum sósíalistaflokksins sýnt, að þeim gildir einu, hvernig hagur verkamanna er. Eru dæmin nærri. Hver er afstaða Alþýðublaðsins til síldareinkasöltuinar, sem gert hef- ir atvinnu ótal manna rýra og stop ula um hábjargræðistímann? Sýnir ekki umhyggja blaðsins fyrir einkasölufarganinu það fyrst og fremst, að mest er hugsað um feitu stöðurnar og bitlingana, sem forkólfarnir fá ? Þannig mætti lengi telja. Hvar sem litið er í verkahring sósíal- istabroddanna, kemur það sama upp á teningnum. Umhyggjan fyr- ir hag broddanna situr i fyrir- rúmi. Skraf þeirra um liækkun kaupgjalds, bætt húsakynni, trygg iagar o. fl., er ekkert annað en tálbeita og blekkingar. Atvinnu- leysi, óstjórn, örbyrgð, er vatn á þeirra myllu. ÖIlu slíku fylgir hatur og heift, en í þeim akri upp skera sósíalistaforkólfarnir mest iyigi- Þegar ofan á þetta bætist, að þessir menn þykjast eigi fá nægi- ieg lilunnindi og fjárframlög frá alþýðu manna, og núverandi bó- síalista stjórn, þá leita þeir til danskra sósíalista og snýkja hjá þeim gull í ofan á lag. — Sem þóknun handa danskinum fyrir þessa „uppbót“, ætla þeir á sínum tíma að sjá um að íslenskar auðs- uppsprettur gangi eigi að fullu úr greipum „bræðraþjóðarinnar“. Þegar alt þetta og meira til, sem of langt væri Upp að telja er vitanlegt um aðferðir, innræti og framferði sósíalista, þá er von þeir æpi og veini, er þeir sjá, að and- stæðingar þeirra taka á því með festu og af heilum hug að skipa sjer í þjetta fylkingu gegn sósíal- istastjórn þeirri, sem hjer er við völd og öllu farginu, sem henni fylgú'. Farsóttir og manndauði í Rvík. ^ ikan 15.—21. sept. (I svigum töl- ar næstu viku á undan). Háls- bólga 66 (89), kvefsótt 64 (80), kveflungnabólga 3 (2), gigtsótt 2 (4), iðrakvef 45 (58), hettusótt 2 (6), taksótt 3 (0), kikhósti 0 (1), Impetigo 0 (3), hlaupabóla 2 (0), umferðargula 1 (3), heilasótt 1 (0), munnbólga 0 (1). _ Manns- lát 6 (10). Meðal hinna dánu var einn utanbæjarmaður. G. B. Trúiofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Guido Bemhöft stór- kaupmaður og yngismær Maja MöIIer. Hbdulla Gigarettur ern toestar m.NEWMMSnnta CIOAREITE 5PEC1AL1STS jABÖuuA * Ino Tyrkneskar, Virgiuia, Egypskar. Heildsölubirgðir|hjá O. Johnson &|Kaaber. NB.: m fe Sainið íslensku ljósmyniJ- nnnm sem fylja með ABDULLA No. 70/20 stk. Fallegustu cigarettu myndirnar. "“"iNVlV,, jSHí, 10 VIRGINIA Með hverrl sMgsterð fánm við fallegar Ijósakrónur, borðlampa, vegglampa, hljóðfærislampa, silkiskerma o. m. fl. svo allir geta iengið lampa við sitt hæii. Raftækjaverslunin ]ón Sigurðsson. Anstnrstræti 7. Benkelaer’s branð, fjðlOi tegnnda, Töggnr (karamellnr) og ileira nýkomið í Heildverslun Garðars Gíslasonar. i Iðnskðlannm verða haldin námsskeið í vetur, annað í teikningu fyrir málara, sveina og lærlinga, og hitt í efnisfræði, bókfærslu o. fl. fyrir bakara, sveina og lærlinga. Þeir, sem vilja taka þátt í námsskeiðum þessum, gefi sig fram til inn- ritunar við undirritaðánn í skrifstofu skólans miðviku- dag 2. og fimtudag 3. október klukkan 8y2—9y2 síðdegis. Kennarar skólans eru beðnir að koma á fund í skól- anum þriðjudaginn 1. október kl. 6 síðdegis. Helgi Hermanu Eiriksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.