Morgunblaðið - 19.10.1929, Blaðsíða 5
Tœkifœrisverð.
1 dag og næstu daga seljum vi3:
KARLMANNAFÖT.
Nokkrar tegiundir með miklnm afslætti, þar á meðal 30
sett af bláum fötum á kr. 54.00.
KARLMANNARYKFRAKKA
Nokkrar teg. með 15—20% afslætti.
VETRARFRAKKAR.
Allar eldri tegundir seljast fyrir hálfvirði. Ennfremur
seljum við dökka frakka á kr. 55.00.
Notið tækifærið þessa fáu daga
og þjer munuð sannfærast um að eitthvað er við yðar hæfi
og betri kaup ge*rast ekki í bænum.
MiiGhester.
Laugaveg 40.
Sími 894.
Fegurð hennar er óviðjafnanleg og yndisþokkinn ómótstæðilegur, en
það er eingöngu að þakka
LA VELOUTY DE DIXOR
hinu dáeamlega krempúðri, þessu alþekta fegurðarmeðali, sem hjálp-
ar yður, til þess að fá varanlegan mjúkleik í andlit, hendur, arma
og háls. Velouty de Dixor er alveg einstakt að því leyti, hve það
tollir fast við, svo þjer þurfið aldrei að bera minsta kviðboga fyrir
því, að það smiti eða setji bletti í fötin, hversu fíngert sem efnið er.
Er þjer notið Velouty de Dixor, skulið þjer aðeins taka afar lítið í
einu og nudda því hægt á hörundið, og þurka í burtu það, sem
afgangs verður. Þjer munuð undrast hið mjúka, fagra og. blómlega
yfirbragð, sem þjer hafið fengið.
La Velouty de Dixor fæst í lit við allra hæfi.
Reynið Velouty de Dixor strax í dag.
Einkasalar á Islandi.
R. KJARTANSSON & Co.
Langaveg 41. Simi 1266.
Bltkklýststniinur.
Eins og að undanförnu seljum við Blikklýsistunnur
frá Noregi með mjög vægu verði.
Talið við okkur sem fyrst.
Eggert Kristjánsson S Co.
Símar 1317 og 1400.
Munið A. S. I.
O.iaur
athugasemð.
Hinn mæti maður, sira Friðrik
Hallgrímsson skrifar í 238. tbl.
Morgunblaðsins grein, með fyrir-
sögninni: „Kristindómurinn og
spíritisminn“. Er það hugleiðing
og athugasemd út af fyrri grein
minni.
í mörgum atriðum þessa máls
viiðist mjer við vera sammála, þó
get jeg ekki fallist á alt, sem hr.
F. H. heldur þar fram.
Mjer virðist hann leggja mikla
áherslu á líkamlega upprisu Krists,
eða upprisu holdsins úr gröf-
inni, og skilst mjer að þetta
atriði sje háttv. greinarhöfundi
eitt. meghmtriði, sem eigi að sýna,
að upprisa Krists sje1 frábrugðin
líkamningafyrirbrigðum nútimans,
enda sjeu órækar sannanir fyrir,
að svo hafi verið.
Það er nú fyrst um þessa stað-
liæfingu hr. F. H. að segja, að
bæði þessi atburður, og allif þeir,
sem í guðspjöllunum er talað um,
eru ekki skrásettir fyr en eftir
tugi eða jafnvel hundrað árum
eítir að þeir gerðust, að áliti
þeirra manha, sem ,mest og best
hafa rannsakað það. Margt getur
breyst. í minni manna á styttri
tíma. Heimildarmenn guðspjall-
anna fyrir því, að líkami Krists
hafi verið horfinn iir gröfinni, eru
aðallega þrjár konur, sem þó er
sagt um annarsstaðar, að hafi orð-
ið hræddar, er þær sáu engilinn
eða englana. Athugun karlmanna
á þessum atburði er ósamhljóða i
guðspjöllunum og lýst nieð fáum
orðum, t. d.: „Gægðist inn í gröf-
ina“: „Gekk inn í gröfina, sá og
trúði“, eða: „Síðan fóru nokkrir af
þeim, sem með oss voru, til grafar-
innar, og fundu alt eins og kon-
urnax' höfðu sagt, en hann sáu þeir
ekki“. Hjer er alls ekki tilgreint,
hverjir það liafi verið, livað þá
heldur meira. Að lialds því fram,
að þetta sjeu ótvíræðar sannanir,
sem enginn vafi geti á leikið, það
get jeg ekki fallist á. Hitt er ann-
að mál, eins og jég' sýndi fram á
með frásögninni um flutning Pjet-
urs úr fangelsinu, að það er alls
ekki ómögulegt að flutningur á
líkama Krists úr gröfinni, hafi
farið fram með svipuðum hætti,
eða eftir sama lögmáli.
Að Kristur hafi birst lærisvein-
unum eftir dauða sinn í likama, er
leit eins út fyrir þeirra sjónum
og með sömu ummerkjum eins og
hann hafði áður, og verið áþreifan-
legur, það get jeg fallist á, enda er
það atriði, sem sálarrannsóknirnar
hafa líka leitt í ljós og staðfest.
Ef framliðinn maður birtist, sem
astlar að sanna sig líkamlega, þá
birtist hann ætíð í líkama, sem
lítur eins út og sá, sem hann
Viafði hjer, og með sömu einkenn-
lim> l)Vi að öðrum kosti mundi
hann ekki verða þektur. Verur
hinumegin frá, virðast hafa miklu
meira vald á því, sem við köllum
efni, heldur en við hjerna megin.
En þar með er ekki sagt, að það
sje þeirra raunverulegi líkami
hinu megin; einmitt hið gagnstæða
htfir verið látið í Ijós í gegnum
spíritismann; bar mun líkamsút-
litið fara eftir sálarástandinu. —
(icgnum spíritismann hefir verið
haldið fram, að Kristur geti alls
ekkr birst líttþroskuðum verum í
sínum fulla dýrðarljóma jþeim
megin. Þær þola það ekki. Þær
þola ekki þann mikla lífgefandi
kraft og þá miklu dýrð, sem
honum fylgir. Ef hann á að geta
birst þeim, verður' liann að dragá
úr þeirri dýrð. Lögmál svipað
þessu þekkjum við hjerna megin.
Annars skil jeg ekkert í háttv.
greinarhöfundi, að hann skuli
leggja eins mikið og hann virðist
gera i áðurnefndri grein, upp úr
líkamlegri upprisu Krists, eða upp
risu holdsins, eins og það er kall-
að, og telja það nokkurt aðalat-
riði; satt að segja held jeg að
fjöldi almennings sje fallinn frá
þeirri skoðun, og jafnve'l margir
prestar líka. Jeg segi fyrir mig, að
jeg álít. hana blátt áfram fjar-
stæðu.
Þá segir greinarhöf.: „Eru nú
líkindi til þess, að menn nú á dög-
um sjeu færari um að dæma um
þetta en þeir menn, sem voru sjón-
ar- og heyrnarvottar að því fyrir
1000 árum?“ Jeg befi áður minst
á það, hvað langur t.ími er álitið að
liðið hafi frá því að atburðirnir
át.tu að liafa gerst, og þangað t.il
þe'ir vorn skrásettir; í því er fólg-
inn mikill möguleiki til þess, að
frásögn atburðanna sje ekki komin
ómenguð til okkar, — jeg meina
yfirleitt ekki atburðína jsjálfa,
lieldur frásögn þeirra. — Svo er
annað, að nútimamaðurinn, með
sína þekkingu á mörgum sviðum,
bæði í eðlisfræði, efnafræði og
fleiri greinum, sem að meira og
minna le'yti er dreift út í almenn-
ing, ályktar sem svo: Ef engir til-
svarandi eða sömu atburðir og
getið er um í Nýja testamentinu,
og þar eru annaðhvort óljóst eða
ófullnægjandi sannaðir af þátíðar-
mönnum, sem höfðu yfir miklu
minni þel^kingu að ráða á ýmsum
sviðum, heldur en nútíminn, hafa
gerst, allan þennan tíma í 19 aldir,
þá trúum við þeirn ekki heldur, til
þess að nokkuð sje byggjandi á
þeim með eilífðarmálin. Það er
þetta, sem jeig á við í fyrri grein
minni, þar sem jeg segi, að ef
andaskýring nútímans bregðist, þá
sje trúin farin um leið. Að minsta
trúin á öll kraftaverk og yfir-
venjulega viðburði, sem eiga að
hafa gebst í fyrstu kristni. En að
trúin sje og eigi að vei’a annað og
meira lieldur en rannsókn eða
sönnun fyrir fi’amhaldslífi manns-
ins, um það er jeg greinarhöf-
undi sammála. En fyrst verður þó
að reyna að afla sjer sannana, sem
nútíðarmaðurinn tekur gildar, fyr-
ir því, að mannssálin lifi líkams-
dauðann, því ef það er ekki hægt,
þá missa allar siðferðiskenningar
gildi sitt.
En þegar framhaldslífið er orð-
ið sannað, ættu menn að kapp-
kost.a að þroska og fullkomna sem
mest sit.t innra líf, eða með öðrum
orðum að fullkomna guðinn í
sjálfum* sjer, með ástundun kær-
leikans, sannleikans og rjettlætis-
ins, sem að xninni skoðun er sá
eini alheimsins faðir, sem alstaðar
birtist í tilverunni.
Að til liafi verið á liðnum öldum
f.jöldi manna, og sjeu jafnvel enn,
sem enga hugmynd hafi haft eða
hafa um sannanir spíritismans fyr-
ir framhaldslífinu, en verið þó trú-
aðir kristnir menn, því neita jeg
: Kl. 10 f. h.
og kl. 3 e.h.
• lerð anstnr í Fljótshlið
: alla daga.
• Afgreiðslusímar 715 og 716.
j Bifreiðastðð
Reykiaviknr.
. ......................
Regnfrakkar,
Vetrarfrakkar
Karlmannaföt
mikið úrval og gott.
Verðið best hjá
S. lóhannesdóttur.
Soffmbúð.
beint á mðti
Landsbankannm.
H hHtlMli:
Súgfirskur steinbítsrikling-
ur, soðinn og súr hvalur, ný
kæfa, ostar, egg, og ótal
margt fleira.
„B J Ö R N I N N“.
Bergstaðastræti 35. Sími 1091.
1
| í fjölbreytta nrvali:
Golftreyjur
á börn :
og fullorðna.
Verslunin
m lacobsen.
Tricotine-
Samfestingar
Undirkjólar
Náttkjólar
Skyrtur
Buxur.
Margir litir.
Verð við allra hæfi.
Vöruhúsið.
—■BB—Ulin ,m.
Rúgmjöl
Haframjöl
Hveiti
Maismjöl
1/1 Mais og hafrar
Hænsnabygg
Hænsnafóður „Kraft“
1/1 baunir
með lágu verði hjá
C. Behrens, simi 2L